Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 ENGINN ætlar sér að eyða áramótum á slysadeildinni. Samt sem áður kemur það stundum upp í huga manns hvort það sé markmiðið þegar óvarlega er farið með flug- elda. Við þekkjum öll hættuna sem röng með- ferð þeirra getur skapað og fyllsta öryggis er ekki gætt. Þegar flugeldum er skotið upp gefa þeir frá sér 800 til 1.200°C hita. Til sam- anburðar má nefna að sjóðandi vatn er um 100°C. Leiðbeiningar sem fylgja flug- eldavörum taka mið af þessari hættu og ef ekki er farið eftir þeim aukast líkur á slysum til muna. Hverjir slasast? Dagana í kringum áramótin sjálf er mest um slys á unglingsdrengjum sem eru að fikta með flugelda, jafnvel taka þá í sundur til að gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverk- ar oft bæði á andliti og á höndum þar sem einstaklingar hafa jafnvel misst hluta af út- lim, fengið ævilangt lýti eða tapað sjón. Mik- ilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Ef foreldrar leyfa börnum sínum að meðhöndla flugeldavörur er mikilvægt að það sé gert undir eftirliti. Gagnlegt getur verið að horfa á myndbandið Ekkert fikt með þeim en það er að finna á slóðinni www.landsbjorg.is. Hinn hópurinn sem er í hættu eru full- orðnir karlmenn sem helst slasast um ára- mótin sjálf. Oft er áfengi með í spilunum en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys verða líka þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, sem þakka má almennri notkun flugeldagler- augna. Hvað þarf að hafa í huga í sambandi við flugelda? Geyma þarf flugelda á þurrum stað sem börn hafa ekki aðgang að. Mikilvægt er að hafa tryggar undirstöður, skjóta flugeldum upp á opnum svæðum og láta þá sem horfa á standa vindmegin við skotstað. Allir sem meðhöndla flugelda eiga að vera með hanska. Flugeldagleraugu eiga allir að nota, sama hvort þeir eru að skjóta upp eða bara að horfa á. Ekki má halla sér yfir vöru sem eld- ur er borinn að heldur skal tendra á kveikn- um með útréttri hendi og víkja strax frá. Ef flugeldur springur ekki skal hella vatni yfir hann, en ekki reyna að kveikja aftur í honum. Mikilvægt er að gæta barna vel þar sem þau þekkja ekki hætturnar eins og þeir full- orðnu. Einnig þarf að huga að dýrum og þá sérstaklega hundum, köttum og hestum en þau hræðast sérstaklega hávaðann og ljósin frá flugeldunum. Best er að halda þeim inn- andyra sé þess kostur og gott að hafa kveikt á útvarpi og byrgja glugga hjá þeim. Megið þið eiga ánægjuleg og slysalaus ára- mót. Hollráð um heilsuna Ætlar þú að vera á slysó um áramótin? Morgunblaðið/Ómar Öryggi Erla og Emma nota öryggisgleraugu þegar flugeldunum er skotið upp. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðstjóri slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Á hugafólki um útivist og náttúruvernd fer fjölg- andi ár frá ári og æ fleiri njóta þess að ferðast um íslenska náttúru. Um leið eykst ágangurinn um viðkvæm landsvæði og því ljóst að þörfin fyrir landvernd verður æ meiri. Hjá sjálfboðaliðasamtökunum SJÁ hefur verið skapaður vett- vangur til að sameina útivistina, náttúruvernd og góðan félagsskap. Samtökin hafa verið starfrækt í rúm 20 ár og huga nú að því að fjölga í fé- lagsskapnum. „Okkur langar að sjá hvort það sé hægt að fá fleiri í þetta því þátttakan hefur verið dræmari síðustu ár,“ segir Vigfús Ó. Vigfús- son, formaður SJÁ. „En það hefur líka oft verið þannig að þegar krepp- ir að og erfiðleikar eru í samfélaginu þá hefur þátttaka í vinnuferðir fé- lagsins aukist, en þegar fólk hefur mikla vinnu þá dregur úr þátttöku.“ Meðlimum SJÁ hefur því m.a. lát- ið sér detta í hug að reyna að ná til atvinnulausra og bjóða þá velkomna í samtökin. Starf SJÁ byggist fyrst og fremst á lengri og skemmri vinnuferðum víðsvegar um landið þar sem verkefni af ýmsum toga eru unnin, m.a. fyrir Umhverfisstofnun og ferðamálasamtök úti á landi. Vigfús segir sjálfboðaliðana kynn- ast landinu með svolítið öðrum hætti en sem venjulegir ferðamenn. „Þú nærð betra sambandi við heima- menn og það samfélag sem þú heim- sækir. Við skoðum líka oft staði sem þú myndir annars ekki skoða á venjulegum ferðum um landið. Í ná- grenni sveitarfélaganna er oft ein- hver náttúruperla sem ekki er mikið fjallað um og flestir keyra fram hjá en heimamenn þekkja vel til.“ Í fyrrasumar sáðu SJÁ-liðar m.a. grasfræjum og dreifðu áburði í Fjaðrárgljúfri og unnu að göngu- stígagerð uppi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri. „Svo fórum við á slóðir Grettissögu við Laug- arbakka í Húnavatnssýslu, þar sem við settum tröppur og göngubrú yfir læk niður að völlunum þar sem hestaatið í Grettissögu fór fram,“ segir Vigfús og bætir því við að verk- efnin séu óþrjótandi um allt land. Starfsemi SJÁ er mest á sumrin þegar farið er bæði í dagsferðir og lengdar helgarferðir, en á veturna er þó reynt að halda lífi í félagsskapn- um með léttum göngum síðasta laugardag hvers mánaðar. Þátttak- endur hittast þá í Mjóddinni klukkan 11 og eru allir velkomnir í þær göng- ur. Auk þess hefur stundum verið haldinn vorfögnuður og farið út að borða. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við SJÁ geta haft samband með tölvupósti á sja.is@simnet.is eða hringt í símsvarann 881-0551. Kynnast landinu með öðrum hætti Ljósmynd/SJÁ Á Snæfellsnesi SJÁ skapar vettvang til að sameina útivistina, náttúruvernd og góðan félagsskap. Í Skaftafelli Verkefni sjálfboðaliðasamtakanna SJÁ eru óþrjótandi.Á Þingeyri Á sumrin er farið bæði í dagsferðir og lengdar helgarferðir. FYRIRTÆKI í Los Angeles í Kaliforníu býð- ur nú borg- arbúum að leigja jólatré. Um er að ræða jólatré með rótum í blóma- potti og fyr- irtækið sendir trén heim og sækir þau eftir jólin. Trén eru merkt rafrænt og viðskiptavinirnir geta því pantað sama tréð að ári. Fram kemur á fréttavef BBC, að fyrirtækið, The Living Christmas Company, býður upp á 0,6 til 2 metra há tré. Scott Martin, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segist hafa leigt um 600 tré fyrir þessi jól og leigan er frá 50 dölum til 185 dala, 6500 til 24 þúsund króna. „Við erum að reyna að end- urvekja tákn jólanna,“ hefur BBC eftir Martin. „Fólk hefur hætt að vera með lifandi jólatré vegna þess að það hefur í för með sér eyðingu skóga. Margir eru því með gervi- jólatré en jólatré á að tákna nýja von, nýja trú, nýtt líf. Er plast- jólatré slíkt tákn?“ spyr Martin. Leigja borg- arbúum lif- andi jólatré MEÐ breyttum viðmið- unarkröfum sem samþykktar voru á dögunum, verður nú hægt að sækja um vottun norræna svansins fyrir fjölbýlishús og leikskóla, en hingað til hafa viðmiðunarkröfur fyrir hús aðeins náð til einbýlis- húsa, parhúsa og raðhúsa. Til að geta fengið svaninn þurfa hús að nýta orku vel, vera laus við hættu- leg efni o.s.frv. Leikskólar þurfa einnig að uppfylla skilyrði um heil- næmt inniloft, svo dæmi sé tekið. Hingað til hafa 12 aðilar fengið svansvottun á húsbyggingar sínar, þar af 9 í Danmörku, 2 í Noregi og 1 í Svíþjóð. Fleiri geta nú fengið svaninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.