Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/S
A
L
48
08
9
11
.0
9
Vááá, krakkar!!
Andrés og Mikki og Jóakim og
Gúffi og allir hinir koma með
Disneyblaðinu um hverja
einustu helgi!
Nýtt blað fyrir börnin, DISNEYBLAÐIÐ, fylgir með
Sunnudagsmogganum sem borinn
er út með laugardagsblaði Morgunblaðsins.
Myndasögur, leikir, þrautir og skemmtun.
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
NÚ ERU að komin
jól, allt í fullum gangi,
tendra rafmagnsljós,
hlusta á jólasönginn,
en er þetta aðalatriðið
í jólaboðskapnum? Er
ekki frekar boðskap-
urinn sá að taka
ábyrgð eins og Jes-
úbarnið sem tók
seinna ábyrgðina fyrir
allan heiminn. Er þá
ekki líka komið að okkur að virða
þetta og taka á móti honum með
ábyrgð en ekki sem sjálfsögðum
hlut. Við erum fædd í samfélag, í
því felst ábyrgð – sem hefur nú
reyndar brugðist hér í stórum stíl.
Við berum ábyrgð á börnunum okk-
ar og við eigum að kenna þeim að
geta borið sömu ábyrgð seinna
meir. Við berum ábyrgð á umhverfi
okkar og fólki sem við umgöng-
umst. Ef hver og einn myndi nú
bera sína ábyrgð myndi ástandið
batna til muna. Það þarf ekki að
kaupa dýrar og oft verðlausar jóla-
gjafir heldur væri það miklu meiri
gjöf að útskýra fyrir börnunum,
vinum og maka að nú sé kreppa.
Nú verðum við að hætta að bruðla,
nota hugmyndaflugið, búa til sjálf
og með ást eða kaupa notað og gera
upp, gefa gjöf sem hugsun stendur
á bak við, og kenna að það er miklu
meira gaman að gefa en þiggja.
Allir hafa sínar grunnþarfir og
eru þær hér frekar miklar, en allt
umfram er óhollt og jafnvel hættu-
legt, þar nær hið illa tökum með
eigingirni, græðgi og lygi.
Ef við mundum nú stofna þjóð-
sjóð sem hver og einn réði hvað
hann legði í, hugsaði um hvað hann
eyddi, keypti, borðaði, lifði með
meðvitund þá stæði nú ríkið betur
og gæti greitt niður skuldirnar.
Þeir sem virklega þurfa á aðstoð að
halda gætu fengið úr sjóðnum. Mig
grunar að ef hver og einn tæki þá
ábyrgð á sig væri ennþá meira en
nóg til í þessu landi fyrir alla – ef
maður færi rétt að. En þessi leið
byggist á hreinskilni gagnvart öðr-
um og sjálfum sér, samvisku, sjálfs-
aga, dugnaði og vilja til að leggja
sitt gjörsamlega af mörkum, stroka
eigingirni og græðgi úr orðabókinni
sinni og gefa af sér án
þess að vilja fá í stað-
inn.
En við mundum fá í
staðinn:
Við gætum með
réttu átt þjóðarstolt,
sjálfstraust og alvöru
hamingju. Við gætum
átt möguleika á að
leysa vandamálin sjálf
upp á eigin spýtur og
á mjög fallegan hátt.
Við gætum sýnt öllum
heiminum hvað það er
mikill kraftur í einni þjóð þegar all-
ir standa saman. Ísland mundi
breytast úr hryðjuverkalandi í land
kærleika og heiðarleika – og þá
mundi krónan kannski styrkjast.
Ekki yrði nauðsynlegt að fara í
ESB og fólk mundi streyma til
landsins frekar en að flýja þaðan.
Ef við myndum nú ákveða að fara
þessa leið gæti það farið mjög hægt
af stað, það væru eflaust einhverjir
sem myndu notfæra sér þetta kerfi
(engin sönnunargögn og nöfn –
bara samviskan) og aðrir mundu
halda dauðahaldi í helv … pen-
ingana sína, en með tímanum
mundi krafturinn í hinum sem taka
ábyrgðina styrkjast, samviskan
mundi vakna og þeir mundu hugsa
sig um.
Við þyrftum líka að hætta að
hugsa um sökudólginn – hætta öll-
um rannsóknum, réttarhöldum og
fangelsisdómum – sem væri mikill
sparnaður. Er hvert og eitt ykkar
visst um að þið hafið ekki gert svip-
að hefðuð þið haft tækifæri til þess?
Ég held að sökin liggi frekar í sam-
félaginu og tímanum og eins þurf-
um við að leysa þetta í sameiningu
og ekki skella ábyrgð á eina rík-
isstjórn sem hefur ekki nokkurn
möguleika á að leysa þetta. Hugs-
um frekar um hrunið sem tækifæri
til breytinga. Þessi leið ætlast til
mikils af hverjum og einum og
þarfnast mikilla breytinga. Ég held
að Íslendingar séu kannski eina
þjóðin sem getur gert þetta. Þetta
er lítil þjóð en hún hefur mikið
þjóðarstolt, ástríðu fyrir landinu og
vilja til að láta ekki allt fara til
fjandans, hefur gaman af að taka
upp nýjungar og vera framúrskar-
andi, dugandi, með metnað og
þrjósku og ekki síst – hún elskar
börnin sín og vill ekki hlaða öllum
skuldunum á þau.
Hér koma nokkrar hugmyndir
um sparnað: Það þarf að hugsa út í
allt – hvort það sé nauðsynlegt, t.d.
að aka eða ganga, nota plast eða
pappír. Kaupa skynsamlega í mat-
inn og nota íslenska framleiðslu.
Virkja sjálfsagann og draga úr
reykingum og drykkju. Styrkja
tækifæri í heimahögum svo maður
þurfi ekki alltaf að æða í bæinn.
Læra að segja nei, ég þarf þetta
ekki. Herða kröfur um bíómyndir
(allavega mynd eins og Whale
watching þarf að detta út áður en
hún skapar kostnað.) Gera meira í
sjálfboðavinnu. Flokka mat og
safna afgöngum á matsölustöðum
og gefa dýrum. Samkeppni í stað-
inn fyrir samvinnu – auglýs-
ingakostnaður mundi snarminnka!
Burt með skoðanakannanir og
spurningalista. Og fleira mætti
telja.
Ef þið viljið skoða fallegar lands-
lagsmyndir – af því mér þykir
reglulega vænt um þetta land – er
á facebook: Lísa Kristin Íslands-
vinir 2 albúm með ljósmyndum og
smátexta með. Annars bara gleðileg
jól og gott og farsælt komandi ár!
Ljós í myrkrinu eða
tækifæri á krepputímum
Eftir Úlrike
Kimpfler » Við þyrftum líka að
hætta að hugsa um
sökudólginn – hætta öll-
um rannsóknum, rétt-
arhöldum og fangels-
isdómum – sem væri
mikill sparnaður.
Úlrike Kimpfler
Höfundur starfar hjá Shell
í Borgarnesi.
TRYGGVI Þór Herbertsson
þingmaður segir í Morgunblaðinu
í gær að höfnun Icesave „fælir frá
erlenda fjárfestingu og viðheldur
vantrú á Íslandi á fjármálamörk-
uðum erlendis“ og að „samþykkt
feli í sér skammtíma ábata en
verri lífskjör til langs tíma“.
Við þingmennirnir höfum tekist
á um ýmislegt í vetur en erum þó
sammála um að erlend fjárfesting
og erlend fjármögnun er ein lyk-
ilforsenda þess að koma hjólum
atvinnulífsins í gang á nýju ári og
þar gegni lúkning Icesave lyk-
ilhlutverki. En leiðir slíkt af sér
verri lífskjör til lengri tíma? Væri
ekki hyggilegra að freista þess af
öllum mætti að koma atvinnulíf-
inu í gang við fyrsta tækifæri?
Stækka þannig kökuna sem er til
skiptanna og greiða af Icesave í
hagvexti, frekar en að fara leið
sjálfstæðismanna og dýpka
kreppuna í von um betri samning
(sem er alls óvíst) og þannig herða
í snörunni utan um íslenskt at-
vinnulíf. Það er óspennandi
óvissuferð.
Sjálfstæðismenn hafa und-
anfarið rætt um mikilvægi þess að
„breikka skattastofna“. Óskandi
væri ef sjálfstæðismenn gættu
samræmis í málflutningi sínum
því innspýting erlendar fjárfest-
ingar á nýju ári mun svo sann-
arlega breikka skattstofna. Frek-
ar vil ég fara þá leið en að pína
atvinnulífið enn frekar og fara
með þeim í háskalega óvissuför
sem lengir í kreppunni.
Magnús Orri Schram
Atvinnulíf og Icesave
Höfundur er alþingismaður.
SÍÐUSTU misserin
hefur nokkuð verið
rætt um ábyrgð í sam-
félaginu en hún getur
verið af ýmsum toga.
Þekktir einstaklingar,
t.a.m. leikkonur, leik-
arar, kvikmyndagerð-
arfólk, myndasöguhöf-
undar (skáld),
fjölmiðlafólk og fleiri
eignast sökum starfa
sinna aðdáendur sem fylgjast með
sínu fólki, það sem það segir op-
inberlega og í verkum sínum er haft
eftir því og fólk gerir hugmyndir
þess að sínum. Er ekkert nema gott
um það að segja þegar vel er með
farið.
Þetta gerir það hins vegar einnig
að verkum að sé viljinn fyrir hendi
geta sumir ofangreindra alið á rætni
og hatri í garð einstaklinga og gert
þá tortryggilega á nánast allan máta
þó að engin ástæða sé til þess. Þann-
ig geta þau lagt þeim til hugsanir,
skoðanir og viðhorf, viðkomandi álíti
sig hitt og þetta, án þess þó að það
eigi sér nokkra stoð í raunveruleik-
anum, og hamrað á ákveðnum tugg-
um sem eiga að vísa í viðkomandi og
greypast í huga þeirra sem á hlýða
eins og fyrir einhvers konar heila-
þvott. Hefur þetta orðið til þess að
einstaklingum er hótað líkamsmeið-
ingum og varanlegum skaða.
Óþarft er þó að gera þetta að öðru
en akkúrat því sem það
er – enda liggur ná-
kvæmlega ljóst fyrir
hjá hverjum þetta á
upptök sín og hverjir
hafa helst lagt sín lóð á
vogarskálarnar.
Ég vona að leik-
konur, leikarar, kvik-
myndagerðarfólk,
myndasöguhöfundar
(skáld), fjölmiðlafólk og
fleiri átti sig á þeim
áhrifum sem þau geta
haft, þeirri ábyrgð sem fylgir og
þeim afleiðingum sem þeirra gjörðir
geta haft fyrir aðra og láti framvegis
þá sem kjósa frið fyrir þeim í friði.
Til umhugsunar
Eftir Kristínu
Baldursdóttur
Kristín Baldursdóttir
» Þekktir einstakling-
ar geta haft áhrif á
viðhorf fólks í garð ann-
arra. Mikilvægt er að
þeir geri sér grein fyrir
þeirri ábyrgð sem því
fylgir.
Höfundur er háskólanemi.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni