Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 33
kveðjustund, ég kveð þig, elsku
pabbi, með söknuði í hjarta.
Hafðu þökk fyrir allt og guð
geymi þig.
Þín dóttir,
Hafdís Gunnbjörnsdóttir.
Elsku afi.
Þín verður sárt saknað en nú vit-
um við að þér líður vel. Við eigum
svo margar góðar minningar um
það sem að við gerðum með þér. Við
fórum oft með þér út á Mývatn að
veiða og þar veiddum við mikið. Við
munum eftir ýmsum skemmtilegum
stundum þegar við hjálpuðum þér
við mörg störf í sveitinni, mörgum
hjólatúrum og göngutúrum.
Þú varst alltaf mjög skemmtileg-
ur og fyndinn. Þú hafðir alltaf mik-
inn áhuga á því sem að við vorum að
gera. Þú baðst okkur oft um að spila
fyrir þig á gítar og svo fylgdist þú
oft með okkur í fótbolta og körfu-
bolta og varst stundum með sjálfur.
Svo spiluðum við stundum golf með
þér og þá var alltaf mjög gaman.
Það er erfitt að finna duglegri mann
en þig. Þó að þú hafir verið orðinn
gamall fórstu í sund á hverjum degi
og í göngutúr.
Í baðlóninu í Mývatnssveit byrj-
aðir þú alltaf á því að synda nokkrar
ferðir og talaðir svo við útlendinga.
Þó að þeir skildu ekkert hvað þú
sagðir hlógu þeir bara og þér fannst
það nú ekki leiðinlegt.
Megir þú hvíla í friði.
Þínir afastrákar,
Anton Bjarki og Atli Björn.
Þorlákur tengdafaðir var í mínum
huga einn af höfðingjum sveitarinn-
ar, einskonar hálandahöfðingi.
Ég kom fyrst á heimili verðandi
tengdaforeldra minna 1974 og minn-
ist þess þegar ég hitti Þorlák. Þá og
ætíð síðan einkenndust móttökurnar
af hlýleika og velvild. Brosið og
glaðværðin var alltaf stutt undan og
bjartsýnin yfirleitt ríkjandi.
Þorlákur unni náttúrunni og var
hluti af henni. Mér fannst hann bera
virðingu fyrir náttúrunni og skynja
þar sjálft almættið. Hann kunni
hvergi betur við sig en í faðmi nátt-
úrunnar, við veiðar á vatninu, við
smölun og heyskap. Aðgerðarleysi
var eitur í hans beinum. Hann sat
sjaldan auðum höndum, stóð oft
snöggt upp frá matarborðinu og fór
þá að greiða netin, gera við bátinn,
eða stússa í fjósinu kringum kýrnar
sem honum voru svo kærar.
Hann hafði sterkar skoðanir á
stjórnmálum og landsmálum. Hann
var ötull talsmaður atvinnuupp-
byggingar í sveitinni og ekki síður á
landsvísu.
Stundum þótti honum óþarfi að
fara alveg eftir gildandi reglum.
Hann vildi gjarnan ákveða sjálfur
hvenær kindunum væri sleppt á
fjall, hvenær netin yrðu lögð og þeg-
ar heilsan bilaði vildi hann helst
keyra jeppann sinn um landareign-
ina þó að formleg ökuréttindi væru
ekki lengur til staðar.
Þorlákur átti alltaf auðvelt með
að kynnast fólki og hafði oftast
frumkvæði að samræðum. Þegar
hann kom í heimsókn í Mosfellsbæ-
inn ásamt Lilju fórum við oft í
göngu um nágrennið og brugðum
okkur í sundlaugar bæjarins. Á
stuttum tíma hafði hann eignast
kunningjahóp í bænum. Hann var
góður sögumaður og átti auðvelt
með að fanga athygli viðmælandans.
Hann var stoltur yfir landinu sínu
og því sem landið gaf. Þau hjónin
kunnu líka vel að matbúa óviðjafn-
anlegar afurðir náttúrunnar, glæ-
nýjan silung úr vatninu, andaregg
og taðreykt hangikjöt. Ekki ofreykt,
ekki ofsaltað – lögð var mikil rækt
við að gera hráefnið að hreinu sæl-
gæti.
Margra góðra stunda er að minn-
ast ekki síst frá ferðum um náttúr-
una og veiðum í vatninu. Þorlákur
miðlaði af sínum ótæmandi fróðleik
við þau tækifæri, um veiðistaði, um
fjöllin, fuglana og varpið.
Nú er komið að hinstu kveðju-
stund.
Guð blessi minningu Þorláks Jón-
assonar.
Aðalsteinn Arnbjörnsson.
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
✝ Ólafur Jakobssonfæddist á Srí
Lanka hinn 14. nóv-
ember 1985. Hann
lést í Reykjavík hinn
17. desember síðast-
liðinn. Hann var ætt-
leiddur af Guðrúnu
Gerði Guðrún-
ardóttur hönnuði, f.
15. mars 1955, og
Jakobi Kristni Jón-
assyni bifvélavirkja,
f. 17. október 1950.
Ólafur átti uppeld-
issystur, Eyrúnu
Gunnarsdóttur, f. 2. september
1972, d. 9. nóvember 1999. Ólafur
ólst upp hjá foreldrum sínum á
Stóru-Laugum, í Reykjadal, Suður-
Þingeyjarsýslu, til fimm ára aldurs
en þá skildu leiðir
foreldra hans. Fluttu
Ólafur og móðir hans
til Reykjavíkur en
síðustu árin bjó Ólaf-
ur hjá föður sínum í
Reykjavík. Ólafur
var langt kominn
með nám í Borg-
arholtsskóla er hann
lést. Einnig hafði
Ólafur unnið í mörg
ár hjá Vodafone við
góðan orðstír. Ólafur
tók einnig þátt í
skátastarfi í mörg ár.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, miðvikudag-
inn 30. desember, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Ólafur var aðeins 24 ára þegar
hann kvaddi okkur sem elskuðum
hann og trúðum að hann ætti allt líf-
ið framundan. Hann var aðeins 14
daga gamall þegar hann var sóttur
til Srí Lanka af þeim systrum Guð-
rúnu Gerði og Ástu S. Eyjólfsdótt-
ur. Ólafur var ættlæddur af Guð-
rúnu Gerði Guðrúnardóttur hönnuði
og Jakobi Kristni Jónassyni bifvéla-
virkja. Ólafur ólst upp í faðmi for-
eldra og uppeldissystur sem var
Eyrún Gunnarsdóttir f. 2. septem-
ber 1972, d. 9. nóvember 1999.
Fyrstu árin sín ólst Ólafur upp á
Stóru-Laugum í Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu þar sem faðir hans,
Jakob, hafði sjálfur alist upp og bjó
síðar sinni fjölskyldu heimili. Þegar
Ólafur var 5 ára þá skildu leiðir for-
eldra hans og hann fluttist til
Reykjavíkur með móður sinni Guð-
rúnu Gerði. Samband milli föður og
sonar var ávallt gott og innan fárra
ára flutti faðir Ólafs einnig til
Reykjavíkur. Ólafur leit mikið upp
til systur sinnar Eyrúnar sem var
13 árum eldri en hann. Eyrún hélt á
honum undir skírn og leit alltaf svo
á að hún ætti svolítið meira í honum
en að hann væri bara litli bróðir.
Ólafur var elskulegt og brosmilt
barn og eignaðist fljótt stóran vina-
hóp. Hann gekk í skátana 11 ára og
byrjaði einnig ungur að tefla skák.
Það átti vel við hann að taka þátt í
athöfnum sem kröfðust lausna.
Hann vildi leysa gátur og skoðaði
ávallt hlutina frá þroskaðra sjónar-
horni en venjulegt hefði mátt teljast
miðað við hans aldur. Strax sem lít-
ið barn tók hann það skýrt fram að
hann væri Íslendingur og að hann
væri frá Stóru-Laugum þegar ein-
hver spurði út í litarhátt hans. Hann
elskaði foreldra sína og þekkti ekki
annað en að vera Íslendingur. Hann
mátti ekkert aumt sjá og var ávallt
boðinn og búinn til að rétta öðrum
hjálparhönd. Hann gerðist styrkt-
arforeldri hjá Unicef því hann vildi
leggja sitt af mörkum til þeirra sem
minna máttu sín og urðu undir í líf-
inu af einhverjum sökum. Ólafur
stundaði nám í Borgarholtsskóla
þar sem hann var á viðskiptabraut
og hefði hann átt að útskrifast sem
stúdent á vori komandi. Ólafur var
aðeins 14 ára þegar uppeldissystir
hans Eyrún lést langt fyrir aldur
fram og hann syrgði hana mjög
mikið því þeim þótti svo vænt hvoru
um annað. Nú eru þau saman á ný.
Við foreldrar hans, ættingjar og
vinir erum öll harmi slegin og syrgj-
um góðan dreng. Strengur í brjósti
foreldra er brostinn en góðar minn-
ingar um ljúfan dreng munu lifa
áfram í hjörtum okkar.
Við þökkum þér ástúð og umhyggju þá,
sem okkur þú ríklega veittir.
Þú gafst okkur allt það sem unnt var að fá,
en aldrei um sjálfan þig skeyttir.
Og gjafirnar allar er gafstu okkur hér
við geymum í þakklátu minni.
Og ánægju og farsældar óskum við þér,
á óförnu brautinni þinni.
(Oddfríður Sæmundsdóttir.)
Sofðu rótt, elsku drengurinn okk-
ar,
mamma og pabbi.
Ólafur Jakobsson var einn af mín-
um uppáhaldsnemendum. Hann var
áhugasamur um námsefnið og oft til
í að ræða tengsl þess við umheim-
inn. Hann sýndi að hann fylgdist vel
með heimsmálum og hafði kynnt sér
ýmiss konar efni. Það er hart að
horfa á eftir svona efnilegum pilti í
blóma lífsins. Efnilegir nemendur
hafa góð áhrif á aðra nemendur og
virka eins og hvatar til dýpri skiln-
ings á viðfangsefnum námsins.
Þannig nemandi var Ólafur í áföng-
um sem ég kenndi honum. Hag-
fræði gefur oft tilefni til tengingar
við atburði líðandi stundar og hann
hafði skoðanir á mörgu í efnahags-
kerfi heimsins. Hann benti mér á
áhugavert myndefni, fræðslumynd-
ir um efnahagsmál og peningakerfi
og jafnvel lánaði mér eintak til að
sýna öllum í bekknum og ræða svo
efni myndanna á eftir. Ég mat mik-
ils þennan einlæga áhuga og góðu
virkni í kennslustundum. Með sam-
úðarkveðju til foreldra hans.
Hans verður saknað.
Með einlægri kveðju frá Borgar-
holtsskóla,
Ásgeir Valdimarsson,
fagstjóri verslunarbrautar.
Ólafur Jakobsson ✝
HALLFRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR SCHNEIDER,
Adda,
Washington DC.,
er látin.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Guðbrandsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁRNÍNU SIGURVEIGAR GUÐNADÓTTUR,
Löngumýri 8,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalar-
heimilinu Hlíð Akureyri fyrir góða umönnun.
Sóley Sigdórsdóttir, Davíð Kristjánsson,
Rósa Sigdórsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
ÁSTA JÓNSDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn
20. desember, verður jarðsungin frá Laugarnes-
kirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 15.00.
Óskar Sigurðsson, Brynja Kristjánsson,
Hörður Sigurðsson, Svala Birgisdóttir,
Gunnar Sigurðsson, Anne-Marie Sigurðsson,
Marta Guðrún Sigurðardóttir, Magnús Sigsteinsson,
Jón Sigurðsson, Margrét Einarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HREFNA HERMANNSDÓTTIR,
Skálarhlíð,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn
19. desember.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
2. janúar kl. 14.00.
Björn Jónasson, Ásdís Kjartansdóttir,
Guðrún Jónasdóttir,
Halldóra Jónasdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Hermann Jónasson, Ingibjörg Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður,
afa og langafa,
ÓLAFS HELGA RUNÓLFSSONAR,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
áður Fjólugötu 11,
Vestmannaeyjum.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Petra Ólafsdóttir, Jóhannes Kristinsson,
Ester Ólafsdóttir, Einar Bjarnason,
Birgir Ólafsson, Helga Jónsdóttir,
Stefán Runólfsson, Helga Víglundsdóttir,
Erling Þór Pálsson, Jóna Björk Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðrún Gunn-
arsdóttir
✝ GuðrúnGunn-
arsdóttir fæddist
á Reykjum í
Fnjóskadal 4.
ágúst 1916. Hún
lést á Dval-
arheimilinu
Hvammi á Húsa-
vík 7. desember
síðastliðinn. Foreldrar hennar voru
Gunnar Jónatansson bóndi á Reykj-
um, f. 1876, d. 1965, og kona hans
Þóra Sigríður Guðmundsdóttir hús-
freyja, f. 1889, d. 1951. Systkini Guð-
rúnar eru Tryggvi iðnverkamaður, f.
1920 og Guðmundur bóndi, f. 1924,
d. 2008, maki Pálína Magnúsdóttir
húsfreyja, f. 1924.
Árið 1957 giftist Guðrún Steingrími
Davíðssyni iðnverkamanni, f. 1913, d.
1988. Foreldrar hans voru Davíð Jón-
atansson, f. 1866, d. 1944, og Guð-
rún Halldórsdóttir, f. 1867, d. 1943.
Guðrún ólst upp á Reykjum. Hún
stundaði nám við Kvennaskólann að
Laugum. Árið 1951 tóku systkinin þrjú
við búinu á Reykjum af foreldrum
sínum og stóð sú samvinna til ársins
1958. Þá fluttist Guðrún ásamt manni
sínum til Akureyrar og byggðu þau
sér hús í Ásabyggð 15. Starfaði Guð-
rún eftir það allan sinn starfsaldur á
verksmiðjum Sambandsins á Gler-
áreyrum. Guðrún fluttist árið 2003 til
Húsavíkur og keypti sér þjónustuíbúð
á Dvalarheimilinu Hvammi, en frá
2006 dvaldist hún á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu á Húsavík.
Útför Guðrúnar fór fram frá Ill-
ugastaðakirkju í Fnjóskadal 16. des-
ember 2009.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is