Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Page 6

Ísfirðingur - 15.12.1954, Page 6
i > 6 ISFIRÐINGUR Jörgen Bukdahl: Veðurtepptur á I safirði. Svo sera menn muna var danski bókmenntai'rœðingurinn — Jörgen Bukdalil á í'erð liér síðastiiðið liaust og ílutti fyririestra um liand- ritaináiið og íslenzka menningu á nokkrum stöðum hérlendis. J.B. nýiur álits sem einn hinna merkustu bókmenntafræö.nga á Norðurföndum, þótt hann hafi ver- ið allmjög umdeildur. Hann hýr yfir ótrúlega víðtækri þekkingu á menningu og hók- menntum Norðuriandaþjóðanna fyrr og síðar, og heldur því fram að í þessum efnum sé órofa sam- hand milli fortíðar og nútíðar lijá hverri þjóð fyrir sig. Þess vegna sé hver einstök af þessum þjóðum sjálfstæð menningarlieild og eigi fyllsta tilkall til þess menningar- arfs, sem fortíðin hefur skilað henni (sbr. ísl. handritin). Þrátt fyrir þetta hvetur Bukdahl eindregið til gagnkvæmrar vináttu og náins samstarfs Norðurlanda- þjóðanna í sem flestum greinum. Eftirfarandi grein birtist í dönsku blaði skömmu eftir heim- komu hans til Danmerkur. Þýð. ísafirði. Ég er veðurtepptur hér. Það er hvassviðri og þoka. Engip flug- vél getur lent í þröngum firði milli hárra fjalla í slíku veðri. Menn hughreysta mig með því að ég muni ekkert komast héðan næsta hálfan mánuðinn. Glæsilegt útlit það! Annað kvöld átti ég að flytja fyrirlestur í Reykjavík, í næstu viku annan, þá í. grennd við Ár- ósa í Danmörku. Umhverfis rísa há og snar- brött fjöll, lykjast um mig eins og ókleifir múrar, aðeins skarð út að Grænlandshafinu þar sem glyttir í blágráan heimskauts- himin. Isafjörður er á norðvesturodda íslands, norður undir heimskauts- baug. Skip mundi vera aðeins hálft annað dægur á siglingu þaðan að strönd Grænlands. I kvöld léku bragandi norður- Ijós yfir fjöllunum, líkt og til- raunir með litgeisla færu þar fram, dularfull eins og andasær- ingar, töfrandi eins og stórfeng- leg sýning leifturmynda. Annað veifið eins og væru ljósfjólublá tjöld blaktandi í dimmum glugga norðursins. Ef til vill kæmist ég landleið- ina með því að fara fyrst á skipi inn í Isafjarðardjúp, það er að segja ef ekki hefur snjóað á fjallvegina, en vegalengdin er svipuð og frá Skagen á Jótlandi til Hamborgar. Þá eru skipaferðir. En þau hafa víða viðkomu — og svo geta þau tafizt vegna veðurs. Það skyldi þó aldrei vera að héð- an færi skip til Grænlands og ég gæti 'komizt heim eftir þeirri krókaleið ? Vindurinn ýlfrar við húshomið og það hrikktir í gluggakrókun- um. Kannske ég komist aldrei héð- an. og ein af þjóðsögum síðari tíma segi frá Dana nokkrum á fyrirlestraferð, sem lokaðist inni milli ísfirzkra fjalla og varð að lifa þar lífi sínu sem fiskút- flytjandi og ljósmynda... Ég geng um gólf í þrönga her- berginu mínu og heyri öldumar, sem oltið hafa undan storminum utan af sollnu úthafi, skella upp á hafnarbakkann. Það er gott að hafa Norræna félagið og norræna samvinnu, en nú verður það mér ekki að miklu liði. Og veðrið, sem var svo fagurt í gær, þegar ég flaug hingað vestur. Island, snævi þakið, var eins og ævintýraland, fannhvít fjalllendi og bláar ár í dalbotnunum. Lengst í austri keilumyndað fjall, Hekla, til að sjá þögul og köld, þótt eldur leynist þar undir ísi og snjó. Niðri í dölunum sjást gufustrókar frá laugum, bónda- bæir hér og þar — og í suðri rís Snæfellsnes Hingað og þangað má greina kulnaða eldgíga. Svo beygir vélin fram hjá Arnardal og sézt á sjóinn í hin- um þrönga Isafirði. En svo hvessti og gerði þoku. Allar flugleiðir tepptar, flug- völlurinn í Reykjavík lokaður. Og nú er ég sem sagt hér, og ekki útlit fyrir að ég komist héðan í bráð. Ég hefi séð mikið af Islandi, bæði úr lofti og á löngum bíl- ferðum austur- og vestur um land. Island er okkur Norðurlanda- búum einkum hið foma land sögunnar, og með hugarfari píla- grímsins hefi ég heimsótt sögu- staði Njálu: Hlíðarenda, Odda og Bergþórshvol — Borg Egils Skallagrímssonar — Reykholt, höfuðból Snorra — og á Norður- landi stöðvar Víga-Glúmssögu: Eyjafjörð — Grund. Hið horfna er manni hug- leiknast. öll hús voru úr timbri á sögu- öld, og einu sjáanlegu merkin um byggð frá þeim tíma eru veggjabrot. En staðimir, sem íslenzku fornsögurnar hafa tengt hina merkustu atburði við, geyma minningaarf, sem er sameign norrænna þjóða. Þannig er Skálholt — gamla biskupssetrið — miðstöð menn- j ingarlífs á íslandi um aldaraðir — höfuðból í fyllstu merkingu orðsins — heilagt nafn enn í dag. Nú sjást þar engin merki um forna frægð. Dómkirkjan er sigin í jörð, tættur þar sem stór- býlið stóð. Eitt bóndabýli stendur nærri grunni gömlu dómkirkjunnar og nokkur hundruð metra þaðan er steinninn þar sem Jón Arason, síðasti katólski biskupinn á ís- landi, var hálshöggvinn af Dön- um, ásamt tveim sonum Sínum, þegar hann barðist gegn siða- skiptunum. — Sviflétt snjófjúk féll úr lofti, þegar ég kom að Skálholti, og fölgvaði eins og líkblæju væri sveipað um staðinn og fortíð hans.. En þótt sýnileg tákn um frægð og helgi staðarins séu horfin, geymast minningarnar í ódauð- legum bókmenntum um víða ver- öld — en þó fyrst og fremst í hjarta hvers einasta íslendings. Það rofaði til lofts, og septem- bersólin sló bleiku skini á um- hverfið. Mér varð litið til steinsins, þar sem Jón var höggvinn. Var blóð í sporum? Svo lifandi er lýsing sögunnar á atburðum þessum að sérhver íslendingur sér þau — sporin — spor harðstjórnarinnar hér sem annarsstaðar. Nokkuð af fólki úr nágrenninu llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllll | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. !‘ll>llllllllllllllllllllltllllllllllll|||||||llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll = | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! | 5 ™ Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Happdrætti Háskóla lslands, Umboðið á Isafirði: Gunnlaugur Jónasson. | S>IIIÍIIIIIIIIIIII||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||j|il|||||||||||||||||||||||||||||||||pi||||||||J|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||iS | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | m ™ Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Vélsmiðjan Þór h.f. | 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111' fllllllllllllllllBlllllllllllllllllllllllllillllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllll'llllllllllllllllillllllllillilllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllll | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt árl | | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Bökunarfélag ísfirðinga h.f. ! iiiiiiiiitiaiiiiiiiiaiiiuitliiiiiiitiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii = | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. BJÖRNSBÚÐ | S i = lllllllllllllllllllllllllllll||llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|lllllllllllfllllllllllllllllllllllllll|lllilll | | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | | Prentstofan lsrún h.f. | - i | |

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.