Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsiris er 332. Kaupið og lesiS ISFIRÐING VII. árgangur. ísafjörður, 9. janúar 1957. 1.—2. tölublað. Það borgar sig að auglýsa. Auglýsib í ISFIRÐINGI Framsóknarflokkurmn fertugur Aramðtaspjall Þegar árið 1956 hefir runnið sitt skeið, er ómaksins vert að staldra ofurlítið, og virða fyrir sér stærstu sporin, sem þetta minnisstæða og viðburðaríka ár skilur eftir sig við „tímans sjá“ í íslenzku þjóð- lífi, og þá líka í heimahögunum. Erlendir atburðir verða hér ekki raktir. Tíðarfarið. Fáar þjóðir eru jafn mikið háð- ar vindum loftsins, úrfelli og hita- stigi, sem vér íslendingar. Afkoma atvinnuvega vorra fer að miklu leyti eftir dutlungum veðurfarsins. Varla hefir annað ár verið oss hag- stæðara í þeim efnum. Veturinn síðasti var nær allur hlýveðrakafli. Aðeins vetrarmánuðurnir frá því í desember og fram í febrúar, sýndu á sér vetrarsnið, og kulda- kastið í júní var líka til að minna á, að vorkuldar hefðu ekki alveg sagt skilið við landið. Sumarið síð- asta er með réttu talið eitt hið hagstæðasta fyrir bændur, og raunar gegnir þar sama máli með fiskveiðarnar. Haustveðráttan hef- ir verið svo mild að undrun sætir, og ennþá er snjólaust í byggð hvarvetna um land. Hinsvegar hef- ir tíðarfar verið mjög risjótt til sjávarins í haust. Atvinnuvegimir. Sjávaraflinn hefir verið góður yfirleitt, þótt útgerðarmenn eigi ekki jafn góðu árferði að fagna og landbændur. Síldin gaf betra færi á sér fyrir Norðurlandi í sumar, en áður, svo að miklu munaði frá undangengn- um aflaleysisárum. Reknetjaveiðar hér vestra urðu að vísu mjög enda- sleppar, en góður afli var um mán- aðartíma. Reknetjaveiðarnar við Faxaflóa hafa sjaldan eða aldrei gengið betur en í haust. Þoskveiðivertíðin sunnanlands varð sumstaðar lélegri en áður. — Hér við Vestfirði mátti vetrarver- tíð teljast í bezta lagi, en vorið mjög lélegt, og sumarafli á grunn- miðum á smábáta brást. Haustafl- inn á tvo stóru og nýju bátana (Guðbjörgu og Gunnvör) hefir verið í betra lagi. — Rækjuveiðar voru stundaðar hér með góðum árangri, og veittu mörgu fólki mjög góða atvinnu. — Togaramir ísfirzku héldu úti stanzlaust að kalla allt árið. Sólborg aflaði jafn- an vel, Isborg nokkru miður. — Þetta er í stórum dráttum frásögn af sjávarútgerðinni á Isafirði ár- ið 1956. Landbændur hafa yfirleitt sjald- an átt jafn góðu árferði að fagna, þar sem heyfengur varð bæði mik- ill að vöxtum og vel verkaður. Hvarvetna berast fréttir um að dilkar hafi reynst í allra þyngsta lagi til frálags í haust. Helztu stjórnmálaviðburðir. Miklir stjórnmálaviðburðir eru tengdir árinu 1956. — Horfur eru á því, að þar verði um þáttaskil að ræða, sem ráði miklu um stjórn- málaþróun landsins í framtíðinni. Undirrót þessara atburða var sú að Framsóknarflokkurinn sagði upp stjórnarsamvinnunni við Sjálf- stæðisflokkinn og knúði fram al- þingiskosningar í vor. Úrslit kosninganna staðfestu aðgerðir Framsóknarmanna í þessu efni. Sjálfstæðisflokkurinn var dæmdur úr leik. Hann fékk 19 þingmenn, en Framsóknar- og Al- þýðufl. 25, og Alþýðubandalagið 8. Stjómarskiftin voru byggð á dómi kosninganna. Nýja stjórnin fékk tvö höfuð- viðfangsefni að fást við. Ráðstaf- anir í atvinnu- og fjárhagsmálum þjóðarinnar, og hersetumálið. Endurgreiðsla kaupfélaganna til félagsmanna sinna og vextir af stofnsjóðsinneignum þeirra fyrir árið 1955 námu samtals 6,9 milljónum króna, að því er Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenzkra samvinnu- félaga skýrir frá. Hafa kaupfé- lögin þá á síðustu 15 árum, 1940 —55, endurgreitt félagsfólkinu samtals 45.062.000 krónur. A s.l. árin fengu kaupfélögin verulega endurgreiðslu af við- skiptum sínum við Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, og átti sú endurgreiðsla þátt í því, hve mikið þau gátu skilað félags- fólkinu aftur. Var endurgreiðsla Framsóknarflokkurinn átti 40 ára starfsafmæli 16. des. s.L Alþingiskosningar höfðu farið fram 1916. Fyrst kosning 6 land- kjörinna þingmanna, — þar náði kosningu Sigurður Jónsson, bóndi á Yztafelli, en kosningasamtök þau, sem að kjöri hans stóðu nefndu sig „óháða bændur“. —• Munaði minnstu að listinn kæmi að tveimur mönnum. Eftir kjördæmakosningarnar í október gengu 7 menn, auk Sig- urðar, í hin nýju þingmannasam- tök. Það voru þeir Einar Árnason, Guðmundur ólafsson, Jón Jónsson á Hvanná, Ólafur Briem, Sveinn Hersetumálið. Mikið veður hefir verið gert út af uppsögn varnarsamningsins af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- sagt var af Alþingi að segja upp samningnum, eins og sakir stóðu í vor. Engan óraði þá fyrir her- mennskuofbeldi Rússa í Ungverja- landi, né innrás Breta og Frakka í Egyptaland. — Við það að fá sendimenn Bandaríkjanna hingað til viðtals hefir margvíslegur mis- skilningur verið leiðréttur. Þeir hafa verið upplýstir um, að það er síður en svo sprottið af því, að Framhald á 2. síðu. SIS til félaganna 3.496.000 krón- ur og vextir af stofnsjóðsinni- stæðum þeirra fyrir sama ár 2.072.000 krónur, eða samtals 5.568.000 krónur. SÍS hefur frá öndverðu endurgreitt til kaupfé- laganna 26.198.000 krónur. Að sjálfsögðu eru ekki með- taldar í neinum af þessum tölum endurgreiðslur Samvinnutrygg- inga (um 10 milljónir) og Olíu- félagsins (um 20 milljónir) síð- asta áratug, nema hvað kaupfé- lögin hafa eftir viðskiptum sín- um við þessi fyrirtæki hlotið endurgreiðslur og getað aukið sínar eigin endurgreiðslur til fé- lagsmanna, sem því nemur. Ólafsson, Þorleifur Jónsson og Þorsteinn M. Jónsson. Hinn 16. desember 1916 stofn- uðu þessir menn formlegan þing- flokk og stjórnmálaflokk, er nefnd- ur var Framsóknarflokkur. Auk þeirra sat og Jörundur Brynjólfsson stofnfundinn, en hann hafði náð kosningu í Reykja- vík, sem Alþýðuflokksmaður. -— Jörundur bauð sig síðar fram á vegum Framsóknarflokksins 1923, og var óslitið þingmaður Ámes- sýslu þar til á s.l. sumri, og jafn- an einn meðal fremstu þingmanna, forseti neðri deildar og síðazt Sameinaðs Alþingis.. — Auk Jör- undar eru á lífi af þessum stofn- endum þeir Þorsteinn M. Jónsson, mikilhæfur maður á alla vegu, og Jón Jónsson á Hvanná, en hann hvarf brátt úr flokknum. Framsóknarflokkurinn fékk þegar fulltrúa í hinni nýju ríkis- stjórn, hinu fyrsta ráðuneyti, er myndað var á Islandi. Var það Sigurður Jónsson, en Jón Magnús- son var forsætisráðherra og Bjöm Kristjánsson, fjármálaráðherra. Sigurður Jónsson var fyrsti bóndi, sem varð ráðherra. — Mikil hríð var gerð að Sigurði, er hann tók við ráðherraembættinu, en hann stóð af sér deilurnar með festu og hyggindum, og kom miklu til veg- ar í ráðherratíð sinni. Með tilkomu Framsóknarflokks- ins hefst nýr kapítuli í íslenzku stjórnmálalífi. Áður skiptust stjómmálaflokkarnir eftir viðhorfi þeirra til stjórnmáladeilunnar við Dani. Nú voru flokkamir að sam- einast í sjálfstjórnarmálum lands- ins. Framsóknarflokkurinn hefir átt ráðherra, einn og fleiri í ríkisstjóm í einu, í 30 ár og ráðherrar hans hafa haft þar forsæti um helming þess tíma. Framsóknarflokkurinn hefir ver- ið mikið afl í íslenzku þjóðlífi öll þessi ár, og áreiðanlega hefði þjóð- lífið haft annan svip, ef hans hefði ekki notið við. Flest afdrifaríkustu og merk- ustu málin hafa verið borin fram af þingmönnum Framsóknar- flokksins og framkvæmd af ráð- herrum flokksins eða forystumönn- um hans. Flokkurinn hefir valdið á ýmsan hátt straumhvörfum í þjóðfélaginu, og oftast haft að- stöðu til úrslitaáhrifa bæði um skipan ríkisstjórna og önnur mik- ilvæg mál. A s.l. ári endurgreiddu kaupfélögin félagsmönnum 6,9 millj. króna Frá 1940, eða í 15 ár, hafa endurgreiðslur kaupfélaganna til félagsmanna numið rúmlega 45 millj. króna. ^h'nt’s&ofiaNafnuí á £l4utex^zi

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.