Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 4
4 ISFIRÐINGUR /"""•■..... ■» 18FIBÐINGUE Útgeíandi: Framsóknaríélag ísíirSinga. Abyrgðarmaður: Jón A. Jóhannsson Af greiðslumaður: GuCmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 - Ennþð er ihaldiö samt við sifl Þegar hið mikla og glæsilega olíuflutningaskip Sambands ísl. samvinnufélaga og Olíufélagsins h.f. kom ífyrsta sinn til landsins í s.l. mánuði, með fullfermi af olí- um, þá fagnaði því öll þjóðin, að undantekinni tiltölulega fámennri sérhagsmunaklíku, sem stjórnar Sjálfstæðisflokknum, og sem ræð- ur því hvað birt er í málgagni þessarar sérhagsmunaklíku, Morg- unblaðinu. Þjóðin, allur almeningur, var sér þess fyllilega meðvitandi að merkum og mjög þýðingarmiklum áfanga hafði verið náð í siglinga- sögu þjóðarinnar, fyrir atbeina framsýnna og dugmikilla manna, og því var þessum glæsta farkosti fagnað af heilum hug þeirrar þjóð- ar, sem trúir á framtíð þessa lands og skilur þýðingu samtaka og samvinnu til eflingar sjálfstæðis landsins í nútíð og framtíð. En sérhagsmunaklíka Sjálf- stæðisflokksins, Morgunblaðsklík- an, var harmi lostin, og raunir sín- ar í sambandi við hið mikla olíu- flutningaskip hefur klíkan rakið í Morgunblaðinu, svo sem alþjóð er kunnugt. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem forráðaklíka íhaldsins er á móti nýmælum, framtaki og framförum í þessu þjóðfélagi. Það hefur hún jafnan verið. Stöðugur fjandskapur við samvinnuhreyf- inguna, sinnuleysið um rafvæðingu landsins í sveit og við sjó, og and- úðin gegn réttmætum kröfum verkalýðsins fyrr og síðar, talar sínu máli, svo að aðeins fátt sé nefnt. Það væri ekki gert á stutt- um tíma að skrifa upp lista yfir öll þau framfaramál, sem íhaldið hefur verið á móti í þessu þjóðfé- lagi. En það er vafasamt, að for- ráðaklíka Sjálfstæðisflokksins hafi í annan tíma sýnt íslenzku þjóðinni greinilegar umkomu- og þýðingarleysi Sj álfstæðisflokksins en nú, í sambandi við afstöðu aft- urhaldsafla þess flokks til um- ræddra skipakaupa, og með skrif- um Morgunblaðsins um olíuflutn- ingaskipið Hamrafell. 1 hugarheimi afturhaldsklíkunn- ar sem stjórnar Sjálfstæðisflokkn- um eru það ein framfaramál, sem hlynna á einhvern hátt að klíkunni sjálfri, eða einstökum gæðingum hennar. Við sjálfir og flokkurinn fyrst, eru yfirlýst kjörorð forráða- manna Sjálfstæðisflokksins. Þetta kjörorð og framkvæmd þess sam- ræmist ekki hagsmunum þjóðar- innar M. a. þess vegna er Sjálf- stæðisflokkurinn nú utangátta og áhrifalaus í stjórnmálum landsins. Kjörorðið og framkvæmd þess hafa dæmt Sjálfstæðisflokkinn úr leik. Kjörorðið og framkvæmd þess er nú að mola af Sjálfstæðis- flokknum fylgi þess fólks, sem að undanförnu, í góðri trú, hefur fylgt honum að málum, en sem hefur nú loks sannfærst um tilgangsleysi þeirrar fylgispektar, og er þessi þróun ekki vonum fyrr. Samvinnumenn og aðrir þeir sem staðið hafa að kaupum Hamrafells, láta sig litlu skipta níð og skammir íhaldsins og brigsl um okur í sambandi við rekstur þess. Frá hendi þeirra manna sem skaðað hafa þjóðfélag- ið um tugi milljóna á undanförnum árum, með því að þvælast fyrir og neita um leyfi til að kaupa olíu- flutningaskip til landsins, er. ekki við miklu öðru að búast. Staðreyndirnar eru hingsvegar þær, að kaup og rekstur Hamra- fells boðar stórkostlegan þjóðfé- lagslegan hagnað, auk þess ómet- anlega öryggis sem því er sam- fara að hafa ráð á skipi til olíu- flutninga til landsins. Hamrafellið er nú á leiðinni til Islands frá Svartahafshöfnum með 15.000 smál. af brennsluolíum fyr- ir fiskveiðiflotann og til húsakynd- ingar. Ráðgert er að skipið fari 4 ferðir á næstunni til Svartahafs- hafna og flytji þaðan til landsins brennsluolíur og benzín, þ. e. sam- tals í þessum 4 fyrstu ferðum 61.200 smál. Farmgjöld með Hamrafelli eru 160 shillingar á smál. en heimsmarkaðsfarmgjald pr. smál. er nú 220 shillingar. Þetta þýðir raunverulega það að Hamrafellið greiðir olíuverðið nið- ur um 8,4 millj króna á þessum 4 fyrstu förmum sínum. Til samanburðar og glöggvunar má geta þess að nú um áramótin kom olíuflutningaskipið AMADA til Reykjavíkur með togaraolíu og var farmgjaldið 220. shillingar á smálest, eða 60 shillingum meir á smál. en farmgjöld Hamrafells. Is- lendingar fá ekki erlend olíuflutn- ingaskip til olíuflutninga undir heimsmarkaðsverði. Samvinnusamtökin hafa jafnan sýnt og sannað að þau miða allt starf sitt við þjónustu í þágu al- mennings. Útgerð olíuflutninga- skipsins Hamrafells er einn stór- brotnasti þáttur þeirrar þjónustu. Það skilja vafalaust flestir, og ekki síst munu útgerðarmenn og sjó- menn skilja þýðingu þess að fá olíur fluttar til landsins langt und- ir heimsmarkaðsverði. Þessir aðil- Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins um hfreytingar á greiðslufyrirkomulagi sjúkradagpeninga og fæðingarstyrks. SJÚKRADAGPENINGAR. Frá og með 1. janúar 1957 greiða sjúkrasamlögin samlagsmönn- um sjúkradagpeninga samkvæmt hinum nýju lögum um al- mannatryggingar. Frá sama tíma falla niður sjúkrabótagreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Ber því öllum, sem sækja um sjúkradagpeninga vegna veikinda eftir árslok 1956, að senda umsóknir til sjúkrasamlags þess, sem þeir eru í. Utan kaupstaða annast formenn héraðssamlaga (sýslumenn) útborgun sjúkradagpeninga fyrir samlögin. FÆÐIN G ARST YRKUR. Frá og með 1. janúar 1957 hækkar grunnupphæð fæðingarstyrks Tryggingastofnunar ríkisins úr kr. 600 í kr. 900 (þ. e. úr kr. 1068 í kr. 1602 miðað við 178 stiga vísitölu). Frá sama tíma hætta sjúkrasamlögin að greiða sérstakan fæðingarstyrk eða dvalarkostnað sængurkvenna á sjúkrahúsi eða fæðingarstofnun fyrstu níu dagana við hverja fæðingu. Tryggingastofnun ríkisins. VÉLBÁTUR 2ja tonna bátur með 6—8 ha. Universal vél er til sölu. Vélin er nýlega yfirfarin og henni fylgja varahlutir. Báturinn selst frá fardögum í vor. — Upplýsingar gefur Vagn Þorleifsson, Álftamýri. Sími um Rafnseyri. Athugið að koma sem fyrst með bifreiðar sem á að yfii-fara og gera við fyrir vorið, því að ekki verður hægt að sinna öllum á sama tíma í vor. VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. (Bifreiðadeild) ísafirði. SNJÓKEÐJUR, ýmsar stærðir. PRESTON frostlögur. Vélsmiðjan ÞÓR h.f. - Isafir'öi. ar kunna vafalaust líka að meta það öryggi sem í því er fólgið að siglingar til og frá landinu séu sem mest í höndum sjálfra lands- manna. Aðeins forráðaklíka Sjálfstæðis- flokksins skilur ekki þessa hluti. Þetta er ekki í samræmi við kjör- orðið og stefnuskrá þess flokks. Þess vegna sitja þeir nú hnípnir og reiðir, — en líka bráðum einir og yfirgefnir, eins og eðlilegt er. SÓTEYÐIRINN kominn. Vélsmiðjan ÞÓR h.f. ÍSFIRÐINGUR fæst í Reykjavík í Söluturninum við Arnarhól.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.