Ísfirðingur


Ísfirðingur - 14.02.1957, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 14.02.1957, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Rvenfélagið Ósk 50 ára r—--------------------------- ISFIEÐINGUR tltgefandi: Framsóknarfélag IsfirÖinga. Abyrgðarmaöur: Jón Á. Jóhannsson Af greiðslumaður: GuÖmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 ■ —' ÚtgerOarspeki Vestnrlands Það væri sízt að undrast, þó að hinum gætnari hluta Sjálfstæðis- flokksíns hér í bænum væru út- komudagar blaðsins Vesturland engir sérstakir gleðidagar. Svo laglega er nefnilega á spilunum haldið í dálkum blaðsins að útgáfa þess hlýtur að verða til óþurftar þeim málstað sem því er þó ætlað að þjóna og vinna eitthvert gagn. Frá sjónarmiði framsóknarmanna, er ekki nema gott eitt um það að segja, að þessi háttur skuli á hafð- ur, í sambandi við umræddan blað- snepil, svo mjög sem þeirra hug- myndir um þjóðfélagsmál eru and- stæðar því rugli sem Vesturlandið er látið stássa með. Síðasta Vesturland er engin und- antekning frá reglunni. Þar er m. a. haldið fram þeirri útgerðar- speki að núverandi ríkisstjórn hafi svikið öll sín loforð um aðstoð til handa útgerðinni. útgerðarspek- ingur sá sem blaðið ritar, talar þó hér gegn betri vitund. Honum er það mæta vel kunnugt, að með framkvæmd löggjafarinnar um út- flutningssjóð, eru útgerðinni tryggðar meiri verðuppbætur á út- flutningsframleiðslu sinni en þekkst hefur að undanförnu. Er fullkomin ástæða til að vona að þessar og aðrar ráðstafanir komi útgerðinni að afgerandi gagni. Fastar daggreiðslur til togara hafa verið stórkostlega hækkaðar og eru nú svo sem hér segir: 1. Á saltfiskveiðum kr. 6.000.00 á dag. 2. Á ísfiskveiðum fyrir innan- landsmarkað kr. 5.000.00 á dag. 3. Á ísfiskveiðum, þegar selt er erlendis kr. 4.000 á dag. Auk þessa fá togarar sem komu til landsins eftir 1949 kr. 600.00 fyrir hvern úthaldsdag. Auk þess sem hér er talið er gert ráð fyrir ýmiskonar annari fyrirgreiðslu og beinum stuðningi við útgerðina, svo sem greiðslu vátryggingarið- gjalda og heimild til greiðslu á hluta af verði brennsluolíu til tog- ara og báta. Þetta er nú það sem Veslurland- ið kallar „svik“ og „æruleysi" gagnvart útgerðinni. En Vestur- landið hefur nú, svo sem oft áður, ekki látið sig muna miklu að haía endaskipti á sannleikanum. Kvenfélagið Ósk hélt hátíðlegt 50 ára afmæli sitt hinn 6. þessa mánaðar. — Var það fjölmennt hóf, sátu þar að borðum 180—190 manns. Ræðuhöld og söngur undir stjórn Ragnars H. Ragnar og frumort kvæði sungið, undirritað Bæjarbúi. Einnig var sungið kvæði er ort var á 25 ára afmæli Óskar. Hólmfríður Jónsdóttir kennari stjómaði samsætinu, en aðalræð- una fyrir minni félagsins og ágrip af sögu þess flutti frú Anna Sig- fúsdóttir, núverandi formaður Ósk- ar. Aðrir ræðumenn voru: Birgir Finnsson, forseti bæjarstjómar, Úlfur Gunnarsson, læknir (þakkaði gjöfina til sjúkrahússins) Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri, frú Jóna Ingvarsdóttir, María Gunnarsdótt- ir, leikfimiskennari, frú Unnur Gísladóttir, Björn H. Jónsson, skólastjóri og Arngrímur Fr. Bjarnason. Á fimmtugsafmælinu gaf Ósk 25 þús. krónur til kaupa á skurð- stofulampa handa Sjúkrahúsi ísa- f jarðar, ásamt 40 lömpum í sjúkra- herbergin. Ennfremur gaf félagið Hús- mæðraskólanum 10 þús. krónur til kaupa á einhverjum gagnlegum munum og nauðsynlegum skólan- um. Kvenfélagið Hlíf sendi systurfé- lagi sínu útskorna, fagra skjala- eða bókamöppu, gerða af Baldvin Árnasyni kennara. Að ræðuhöldum loknum var dansað af kappi góða stund. — Afmælisfagnaðurinn fór að öllu ágætlega fram. Kvenfélagið Ósk á að baki mikið og merkilegt starf, sem víða sér merki í þessum bæ. Mesta afrek félagsins er þó stofnun húsmæðra- skólans, sem félagið beitti sér fyr- ir á fyrstu árum sínum, undir for- ystu fyrsta formannsins, frú Cam- illu Torfason. Húsmæðraskólinn tók til starfa 1912, og var síðan starfræktur af Ósk, þar til ríki og bær tóku að fullu við skólanum, og þá reis núverandi skólahús af grunni. Belgingur Vesturlands . . Framhald af 1. síðu. Undir formennsku Ragnars í Isliúsfélagi ísfirðinga hefir hvert átakið á fætur öðru verið gert til endurbóta á frystihúsinu og fé- laginu til viðreisnar með hag út- gerðarinnar fyrir augum. Ragnar hefir farið nokkrar ferðir til Reykjavíkur í lánserindum fyrir félagið og jafnan reynst sigur- sæll í þeim erindum. Eftir hina nýju viðbyggingu, sem senn er lokið, verður frystihús þetta hið fullkomnasta að öllum búnaði. Frystihús þetta var í niður- níðslu og hálfgerðu ófremdar- ástandi, er Ragnar tók þar við formennsku og áður en Baldur Jónsson gerðist þar frain- kvæmdastjóri. Árið 1956 námu Iaunagreiðslur frystihússins um 1 miljón og 700 þús. krónur. — Framleiðsla liússins var 34 þús. kassar freðfisks. Munu þeir, sem vinna í frystihúsinu og bæjarbú- ar yfirleitt, vel kunna að meta það, sem hér hefir verið unnið til nytja. Vesturlandsmenn spurðu að því í blaði sínu í haust í gremjutón, hversvegna ætti að útiloka „stærsta úgterðarfélag bæjarins“ frá þátttöku í nýju togarafélagi. Ekki skortir einurðina á bænum þeim. Engum óhlutdrægum manni myndi koma til hugar að binda nýtt togaraútgerðarfélag við tog- arafélagið ísfirðing eins og það er efnalega á vegi statt. — Það er áreiðanlega bezt að togarafé- lögin — og þótt um aðeins eitt skip verði að ræða hjá hinu nýja — starfi hvort út af fyrir sig. Auk þess gengur það ósvífni næst að félag, sem leita hefir þurft ábyrgðar bæjarsjóðs fyrir 600 þúsund króna láni, sem búast má við að komi á herðar bæjar- sjóðs von bráðar og enginn verður máske sakaður um, býðst í sumar til að leggja fram 200 þúsund kr. í nýtt togarafélag. Hvaðan ætti slíkt félag að fá fé, nema taka það úr rekstrinum og níðast þar með að einhverju á skuldheimtumönn- um sínum? Ýmsir Sjálfstæðismenn spyrja livort Hafrafellsfélagið muni eigi standa jafnvel að vígi með að fá togara í bæinn og togarafélag það, sem stofnað var hér í bæn- um í lok nóv. s.I. Möguleikar Hafrafells á því að útvega hingað togara voru við stofnun félagsins mjög litlir, en virðast nú alls engir. Takist ekki Togaraútgerð Isa- fjarðar að ná kaupum á nýjum togurum til starfrækslu hér í bænum, verður það ekki á ann- ara valdi. En það munu beztu horfur á því að þetta takizt og það innan ekki langs tíma. Tilkynning Nr. 5/1957. Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftirfarandi há- marksverð, í heildsölu á innlendum niðursuðuvörum. Sardínur Rækjur . Gulrætur og gr. baunir Heildsölu- Smásöluverð verð óbreytt . 1/1 dós 9,15 11,80 • % — 6,15 7,95 . 1/1 — 9,95 12,85 ■ y2 - 6,50 8,35 . i/i — 4,65 5,95 • x/2 - 8,50 10,95 . y4 - 5,90 7,65 . y4 — 4,80 6,15 . 5 lbs. 40,25 51,90 . Vz dós 10,50 13,55 . 5 lbs. 38,15 49,20 . 14 dós 4,95 6,35 ■ y4 - 7,10 9,15 . y2 — 22,60 29,15 . 1/1 — 7,00 9,00 . y2 - 4,50 5,75 . 1/1 — 9,55 12,35 . y2 — 5,55 7,15 . 1/1 — 10,35 13,35 . y2 - 6,75 8,70 . 1/1 — 9,95 12,85 . y2 - 6,05 7,85 . 1/1 — 4,70 6,05 . 1/1 — 3,60 4,65 . 1/1 — 14,40 18,55 . y2 — 8,25 10,60 300 gr. gl. 7,70 9,95 ík, 10. janúar 1957. V erðlagsst j órinn.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.