Ísfirðingur


Ísfirðingur - 14.02.1957, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 14.02.1957, Blaðsíða 4
Fimmtugur: Guðnmndur Ingi Krisíjánsson skáld Hvað er í fréttum? 95 ára varð hinn 3. febrúar Guð- rún Eiríksdóttir, móðir Jóns Krist- jánssonar, skipstjóra, Skipagötu 15 hér í bænum. Leiðrétting. í dánarfregn Guð- bjargar ólafsdóttur í síðasta blaði, varð ónákvæmni í prentun. Þar stóð: „en Ólafur var bróðir hinna mörgu bræðra er nefndu Sig. Thorsteinsson“ o. s. frv. En setn- ingin átti að vera á þessa leið : „en Ólafur var bróðir hinna mörgu sona séra Þorsteins í Gufudal, er flestir nefndu sig Thorsteinsson o. s. frv. Fulltrúaskipti urðu í skrifstofu bæjarfógetans hér í bænum um áramótin. — Hermann G. Jónsson, er verið hefir fulltrúi í nær 7 ár, gerðist fulltrúi hjá bæjarfógetan- um á Akureyri, en við fulltrúa- starfinu hér tók Haukur Davíðs- son, lögfræðingur frá Eskifirði. Jóhann Iljarnason hinn nýi fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Isfirð- inga kom til bæjarins með fjöl- skyldu sína 3. þ. m. og er þegar tekinn við starfi sínu. ísfirðingur býður hann velkominn í kaupfé- lagsstjórastarfið. Nýr bátur á sjó. Seint í fyrra mánuði rann nýr fiskibátur af stokkunum frá skipasmíðastöð M. Bernharðssonar. -— Báturinn er um 59 rúmlestir að stærð með 280 hestafla dieselvél, búinn fullkomn- ustu tækjum, svo sem vökvadrifnu línuspili, og dýptarmæli. — Ljósa- vél verður og sett í bátinn. Manna- íbúðir eru sagðar mjög smekkleg- ar. Yfirsmiður bátsins var Mar- sellíus Bernharðsson, Vélsmiðjan Þór annaðist uppsetningu vélar- innar, h.f. Neisti raflagnir og Ól- afur Kristjánsson máiningu. Eigandi bátsins er Ver h.f. í Hnífsdal, aðalhluthafi hraðfrysti- húsið og er Einar 'Steindórsson framkvæmdastjórinn, en í stjórn félagsins eru Jóakim Pálsson, skip- stjóri bátsins, Ingimar Finnbjörns- son og Friðbjörn Friðbjörnsson. — Báturinn heitir Páll Pálsson, ein- kennistala ÍS 101. — Báturinn fór á veiðar í lok janúar. Átthagamót. Átthagamót eru nú orðið tíðkuð hér í bæ eins og annars staðar. Bolvikingar riðu þar á vaðið 19. janúar. Frú Ásta Eggertsdóttir setti mótið. Arngrímur Fr. Bjarna- son flutti minni Bolungavíkur. Fjórar ungar stúlkur léku á hljóð- færi. Ásgeir Sigurðsson lék á har- moniku og Guðmundur Halldórs- son fór með gamanvísur. Jónas Tómasson lék undir almennum söng. Síðan var sýndur gamanleik- urinn konuhjarta. Að lokum var stiginn dans. Mótið var fjölmennt og að öllu hið myndarlegasta. Guðmundur Ingi Kristjánsson bóndi og skáld á Kirkjubóli átti fimmtugsafmæli 15. janúar. — Guðmundur Ingi er fyrst og fremst þjóðkunnur af Ijóðum sínum, sem notið hafa verðskuldaðrar hylli og aðdáunar ljóðelskandi manna. — Hann er líka prýðilega ritfær í óbundnu máli og ræðumaður góð- ur. Guðmundur Ingi hefir auk þess tekið mikinn og góðan þátt í sveit- ar og héraðsmálum. Hann er í sveitarstjórn og sýslunefnd, í skólanefnd Núpsskólans og í stjórn Kaupfélags Önfirðinga. — Þá hef- ir hann verið formaður Búnaðar- sambands Vestfjarða undanfarin ár við ágætan orðstý. — Og ekki hefir heldur verið slegið slöku við umbætur í búskapnum. — Nýrækt- in, sem breiðir sig í allar áttir út frá gamla túninu, nýtt rúmgott íbúðarhús, og bæjarskógurinn, vel hirtur og vöxtulegur, ber þeim bræðrum fagurt vitni, sem bænd- um og framfaramönnum. Guðmundur Ingi á vafalaust eft- „Ánægjulegur fundur!“ Vesturland frá 24. f. m. skýrir frá því að þá nokkru áður hafi verið haldinn ,,ánægjulegur“ fund- ur í Sjálfstæðisfélaginu. Frum- mælandi hafi verið Kjartan J. Jó- hannsson og meðal annars talað um svik núverandi ríkisstjórnar. Næsti ræðumaður hafi verið Högni Þórðarson, og hann ræddi líka um svik stjórnarinnar. Þriðji ræðu- maður var svo sjálfur Matthías Bjarnason, og einnig hann talaði um svik Framsóknarflokksins. Þetta hlýtur að hafa verið af- skaplega skemmtilegur og „ánægjulegur" fundur. Blaðið minnist hinsvegar ekkert á að þingmaðurinn hafi talað um úrræði Sjálfstæðisflokksins, og það er svo lítillátt að nefna ekk- ert af þeim málum, sem þingmað- urinn hefur flutt á Alþingi. Þetta var uppbyggilegur og skemmtilegur fundur! Einkennilega spurt. Ritstjóri Baldurs er að velta því fyrir sér í síðasta blaði sínu, hvers ir að auðga þjóðina að mörgum hugljúfum ljóðum, og mörg heilla- drjúg störf að inna af hendi í þágu sveitar sinnar og sýslu. Is- firðingur óskar afmælisbarninu hjartanlega til hamingju á þessum merku tímamótum. —oOo— Nýtt útgerðar- félag stofnað Síðastliðinn sunnudag var stofn- að hér í bænum nýtt útgerðarfélag, til kaupa á 50—60 smálesta vélbát. Stofnendur eru Ishúsfélag Isfirð- inga h.f., Hörður Guðbjartsson, skipstjóri, Baldur Jónsson, fram- kvæmdastjóri o. fl. Formaður félagsstjórnar er Hörður Guðbjartsson. vegna ekki hafi verið stofnað til hinnar nýju togaraútgerðar sem bæjarútgerðar. Þetta er einkenni- leg spurning frá hans hendi. Er það ekki rétt, að hann hafi með atkvæði sínu í bæjarstjórn séð um það að Sjálfstæðisflokkn- um tókst að gera togaraútgerð á ísafirði að hlutafélagi, sem síðan hefur lotið forsjár sjálfsstæðis- manna. Það er gott þegar menn iðrast synda sinna. Vesturland hefur tekið húsbænd- ur sína hjá Morgunblaðinu sér til fyrirmyndar um ónot og ergelsi út af kaupum og rekstri hins glæsi- lega olíuflutningaskips, Hamra- fells. Það er heldur ótrúlegt að Vesturlandið tali hér fyrir munn sjómanna og útvegsmanna yfir- leitt, en þeim er það nauðsyn að olíuflutningar til landsins séu jafnan tryggðir, og með sem bezt- um kjörum. En níðið um S. I. S. og athafnasemi þess er jafnan gómsætur réttur hjá afturhalds- klíku Sjálfstæðisflokksiiis. Núpsskóli 50 úra Hinn 4. janúar síðastliðinn voru 50 ár liðin frá því að skólinn að Núpi í Dýrafirði tók ti'l starfa. Séra Sigtryggur Guðlaugsson var, eins og kunnugt er, aðalstofn- andi skólans og stýrði honum sam- fleytt í 22 ár, til ársins 1929, þá tók Bjöm Guðmundsson við skóla- stjóminni. Hafði hann verið kenn- ari við skólann frá því 1909. — Hann hafði áður búið sig undir kennarastarfið með traustu námi innan lands og utan. Björn var skólastjóri til ársins 1942, en þá tók við séra Eiríkur J. Eiríksson. Hefir hann haft á hendi skóla- stjóm síðan, ásamt prestsembætti sínu. Núpsskólinn hefir innt af hendi stórmikið menningarhlutverk und- anfarna hálfa öld. Áhrif skólans á nemendur til menningar, siðgæðis og framfara verða hvorki mæld né vegin. Síðari árin hefir skólinn færst meira í það horf að vera fræðslu- og lærdómsskóli, og er það í samræmi við framvindu skólamála í landi vom. Aðsókn að skólanum sýnir, að hann nýtur trausts og vinsælda meðal skóla- æskunnar. Kennsla hefir þar líka jafnan verið tekin föstum tökum og skólastjórnin traust í höndum séra Eiríks. —oOo— Frá stjórn BygoOasafns fsfirOinga Arngrímur Fr. Bjarnason, kaup- maður, ísafirði, færði Byggðasafni ísfirðinga nýlega kr. 5000.00 að gjöf frá Fjórðungssambandi fiski- deilda Vestfjarða, sem verja skal til þess að kaupa tæki tilheyrandi fiskveiðum Vestfirðinga. Stjórn Byggðasafnsins þakkar gjöfina, enda er hér um mikils- verðan stuðning við málefni þess að ræða. Byggðasafnsstjórnin hef- ur hugsað sér að verja hluta af fjárhæð þessari til þess að gera eftirmyndir af skipum þeim, sem Vestfirðingar sóttu á sjóinn fyrr- um, bæði þilskipum og minni för- um. Byggðasafnsstjórnin heitir enn á alla góða menn til stuðnings við að koma byggðasafninu á fót, bæði með gjöfum muna og með öðrum hætti og leyfir sér að vekja athygli á fordæmi því, er stjórn Fjórð- ungssambands fiskideildanna hefur nú sett. —oOo— Flugmannaverltfallið sem staðið hefur yfir að undan- förnu leystist í fyrradag. Flugferð- ir eru hafnar að nýju. i kap til heiða

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.