Ísfirðingur - 05.03.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 05.03.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaSsins er 332. KaupiS og lesiQ ISFIRÐING VII. árgangur. ísafjörður, 5. marz 1957. 4. tölublað. ÞaZ borgar sig ao auglýsa. AuglýsiZ í ÍSFIRÐINGI Sjötugur: Kristján Jónsson frá fiarðssíöðum Fjárhaasáætlun Bæjarsjóðs ísafjarðar fyrir árið 1957. Einn af þekktustu borgurum þessa bæjar, Kristján .Tónsson frá Garðsstöðum, átti sjötugsaf- mæli 18. f. m. Hann er fæddur að Garðsstöðum í ögursveit 18. febr. 1887. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Jón Einarsson, bóndi að Garðsstöðum, og kona hans Sig- ríður Jónsdóttir. Þau ráku að Garðsstöðum umsvifamikinn myndarbúskap og útgerð og bættu jörð sína með ræktun og húsakosti. Þrátt fyrir umfangsmikla búsýslu tók þó bóndi jafnan mikinn þátt í félagsmálum héraðs síns. Kristján frá Garðsstöðum ólst upp í foreldrahúsum í hópi efni- legra og myndarlegra systkina. Strax og kraftar leifðu tók hann, ásamt öðrum systkinum sínum, virkan þátt í hinum margvíslegu störfum heimilisins. 1 foreldrahúsum naut hann meiri barnafræðslu en almennt var títt á þeim tíma, enda mun fljótt hafa komið í ljós áhugi hans í þeim efnum. Frá Garðsstöðum flutti Kristján árið 1904 til ísafjarðar og vann þar næstu árin við verzlunarstörf. Árið 1907 fór hann til Danmerkur til verzlunarnáms, en hann kom heim aftur á árinu 1908 og vann að verzlunarstörfum mörg næstu árin, eða til 1916, að hann varð síldarmatsmaður. Vann hann síðan að síldarmati, ásamt öðrum störf- um er á hann hlóðust, til ársins 1930. Kristján varð erindreki Fiskifé- lags íslands árið 1922 og endur- skoðandi í Landsbankaútibúinu á ísafirði 1938, og gegnir hann báð- um þessum störfum ennþá. Á árunum sem Kristján vann hér í bænum að verzlunarstörfum tók hann mikinn þátt í blaða- mennsku. Árið 1911 Var hann með- ritstjóri og meðútgefandi blaðsins Vestra, en í apríl 1913 tók hann að fullu við ritstjórn og útgáfu Vestra, þar til blaðið hætti að koma út 1918. Á þessum árum rak hann einnig prentsmiðju hér .í bænum. Kristján hefur jafnan fengist mikið við ritstörf. Hann hefur skrifað fjölda margar greinar í blöð og tímarit um hin margvís- legustu efni, þar á meðal ýmsar ritgerðir sögulegs efnis. Hann hef- ur og séð um útgáfu bóka, t. d. hafði hann fyrst og fremst veg og vanda af útgáfu Barðstrendinga- bókar á sínum tíma og nú í haust sá hann ásamt öðrum um útgáfu á hinu myndarlega ársriti Sögufé- lags Isfirðinga. Síðan blaðið ísfirðingur hóf göngu sína hefur Kristján frá Garðsstöðum verið meðal allra beztu stuðningsmanna þess. Það hefur varla komið svo út blað af ísfirðingi að Kristján ætti þar ekki meira eða minna efni, og hann hef- ur átt sæti í blaðstjórn frá upp- hafi. Þeir sem að útgáfu blaðsins standa eru þakklátir Kristjáni fyr- ir þessi störf hans, og vona jafn- framt að blaðið megi enn um lang- an tíma njóta áhuga hans og rit- hæfni. . Kristján frá Garðsstöðum er maður mikilar félagshyggju. Á hann hafa líka hlaðist margvísleg félagsmálefni og opinber trúnaðar- störf. Hann tók á sínum tíma veigamikinn þátt í störfum ung- mennafélaganna, og var kosinn í stjórn fyrsta ungmennafélagsins á Isafirði 1905. Hann hefur átt sæti í stjórn Búnaðarsambands Vest- fjarða frá 1942, formaður í stjórn Isafjarðardeildar Kaupfélags ís- firðinga frá 1940. í fulltrúaráði Samvinnutrygginga hefur hann átt sæti frá stofnuh þeirra, og hann hefur setið á fjölda mörgum aðalfundum Sambands ísl. sam- vinnufélaga sem fulltrúi K. 1. I yf- irskattanefnd var hann í 12 ár. Hann var í milliþinganefnd í sjáv- arútvegsmálum 1933—1934 og að- alumboðsmaður Skuldaskilasjóðs vélbátaeigenda á Vestfjörðum 1935—1937. Hann hefur setið á flestum þingum Fiskifélags íslands ' Tekjur: Gjöld: I. kr. 45.000.00 493.500.00 II. Lýðtrygging og lýðhjálp...... — 320.500.00 1.284.000.00 III. — 75.000.00 254.000.00 IV. ^^ 637.500.00 1.341.500.00 V. Framlög til félagastarfsemi .. 124.300.00 VI. — 29.000.00 537.000.00 VII. Löggæzla .................. 57.500.00 362.000.00 VIII. Eldvarnir .................. — 457.000.00 145.500.00 IX. 527.000.00 X. — 44.000.00 XI. Atvinnumál ............... — 355.000.00 271.800.00 1.897.000.00 XII. 210.500.00 XIII. Vextir .................... — 19.000.00 5.769.000.00 255.000.00 200.000.00 XIV. Útsvör .................... XV. XVI. Ýmislegt .................. — 103.000.00 400.000.00 55.000.00 XVII. Lántaka vegna f ramkvæmda .. Af b. og vextir v/kaupa á hluta- bréfum í Ishúsfél. Isfirðinga . . — 116.000.00 XVIII. — 163.000.00 XIX. Sjúkrahúsið v/viðgerðar .... — 200.000.00 XX. Framlag til Byggingarlánasjóðs — 170.000.00 XXI. Endurbætur fþróttahúss og — 200.000.00 XXII. Til íþróttasvæðis á Torfnesi — 100.000.00 XXIII. Greiðsla v/Togarafél. tsfirðingui 1 — 200.000.00 XXIV. Hlutaf járframlag v/Togaraút- • — 170.000.00 kr. 8.794.300.00 8.794.300.00 síðan 1921, og verið í stjórn f jórð- ungssambands fiskideildanna á Vestf jörðum síðan 1932, og jafnan verið einn af áhrifamestu fulltrú- um þeirra samtaka. í stjórn Djúp- bátsins h.f. hefur hann átt sæti og er nú í stjórn Sjúkrasamlags ísa- fjarðar. Hann hefur einnig verið formaður Norræna félagsins á Isa- firði í 12 ár. Kristján frá Garðsstöðum er mjög áhugasamur um stjórnmál. Hann hefur átt sæti á flestum flokksþingum Framsóknarflokks- ins og átt sæti í miðstjórn flokks- ins frá 1944. Hann hefur tvisvar verið frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Norður-ísafjarðarsýslu, og á Isafirði í kosningunum 1946. Kristján er einn af stofnendum Sögufélags Isfirðinga og er í stjórn þess. Hann er mikill bókamaður og á verðmætt bókasafn. Kristján frá Garðsstöðum er prýðilega vel gefinn maður og drenglundaður, og hann er vinsæll svo af ber. Hann er manna ljúf- astur og skemmtilegur í viðræðu, árvakur í baráttu sinni fyrir góð- um málstað og hann er flestum mönnum sanngjarnari. Hann er mannkostamaður. Kristján er giftur Sigríði Guð- mundsdóttur frk Lundum í Borg- arfirði, hinni ágætustu konu, sem hefur tekið mjög mikinn þátt í fé- lagsmálum kvenna hér á Vestf jörð- um. Heimil þeirra hjóna er hið myndarlegasta í alla staði, og þau eru höfðingjar heim að sækja. Þau hjónin eiga einn kjörson, Einar Val, íþróttakennara, hinn mesta efnismann, sem nú er við nám í Reykjavík. Isfirðingur óskar Kristjáni frá Garðsstöðum og konu hans allra heilla í tilefni þessara merku tíma- móta. J. A. J —oOo— ST A K A £>að, sem vakli vora þjóð, og varð hinn mesti styrkur, ' að hún orti og lærði Ijóð er lýstu gegnum myrkur. Höf. Haraldur Hjálmarss.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.