Ísfirðingur


Ísfirðingur - 05.03.1957, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 05.03.1957, Blaðsíða 4
Hvað er í fréttum? Hjónaefni. Fyrir nokkru siðan opinberuðu trúlofun sína ungfrú Fríða Valdi- marsdóttir, ísafirði, og Halldór Ebenezersson, Eyri í Mjóafirði. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band á Akureyri Kristín Her- mundsdóttir verzlunarmær, Akur- eyri, og Guðmundur Kjartansson, bankagjaldkeri, Isafirði. Ungfrú Sigrún Sigurgeirsdóttir, Isafirði, og Sverrir Halldór Sig- urðsson, sjómaður frá Reykjavík, voru gefin saman í hjónaband 9. þ. m. af sóknarpresti hér. Tónlistarskólinn. Miðsvetrarhljómleikar Tónlistar- skóla Ísafjarðar voru haldnir að Uppsölum föstudagskvöldið 1. þ.m. 32 af nemendum skólanum léku á hljóðfæri. Skólastjórinn, Ragnar H. Ragnar, flutti ræðu og ræddi um nauðsyn þess að efla vöxt og viðgang skólans. Afmæli. Hinrik Ouðmundsson, fyrv. skip- stjóri, nú verkstjóri hjá ísfirðingi h.f. átti sextugsafmæli 27. febr. s.l. Hinrik er dugnaðarmaður og prúðmenni hið mesta. Hann er giftur Elísabetu Hálfdánardóttur og eiga þau 4 syni. Guðbrandur Magnússon forstjóri í Reykjavík átti sjö- tugsafmæli 15. f. m. Hann var fyrsti ritstjóri Tímans og hefur jafnan verið einn af fremstu áhrifamönnum Framsóknarflokks- ins. Átthagamót. Norðlendingar og Austfirðingar, búsettir hér í bænum, héldu sam- eiginlegt átthagamót að Uppsöl- um s.l. sunnudagskvöld. Jón Gests- son, rafveitustjóri, form. undirbún- ingsnefndar setti mótið með ræðu, en að henni lokinni var matur fram borinn. Anna Sigfúsdóttir flutti ræðu og las upp austfirsk ljóð. Eitt danspar sýndi listir sínar og leik- þáttur var sýndur. Að lokum var dansað. Átthagamót þetta fór í alla staði vel fram og skemmti fólk sér hið bezta. Dánarfregnir. Jónas B. Sigurðsson, bóndi að Lokinhömrum við Arnarfjörð, and- aðist að heimili sínu 10. janúar s.l. tæplega 67 ára gamall, fæddur 11. janúar 1890. Hann var jarðsettur að Álftamýri 24. janúar s.l. að viðstöddu fjölmenni Jónas var merkur bóndi og traust stoð sveit- ar sinnar. Þorbergur Guðmundsson lézt í Elliheimili bæjarins 19. febr. s.l. 75 ára að aldri. Hann var í mörg ár einsetumaður í kofa í Arnardal, en hafði dvalið á Elliheimilinu síð- an í haust. (SOÍSUl Aðalfundur Iðnaðar- mannafélags tsfiröinga Kristjáni frá Garðsstöðum bár- ust rúm 170 skeyti á 70 ára afmæl- isdaginn, nokkur í ljóðum, þeirra á meðal þessi tvö: Heilla bið ég merkismanni mér fannst gott í þínum runni. Gáfur, störf og gamanorö. Góð þín frú og eldhúsborö. Aflabrögö og sveil og saga, sé í hug þér alla daga. Lifðu vel og lengi. Guðmundur Ingi. Haltu velli er hausta fer hress og frjáls og gla&ur. Allra heilla óska ég þér aldni heiöursmaöur. Ingimundur ögmundsson. Gamansemi Vesturlands. Sjálfstæðismennimir í Vestur- landi vilja láta bæjarbúa trúa því að þeir séu óvenjulega mikilhæfir í stjórn bæjarmálefna, og sérstak- lega sé þeim sýnt um fjármál. Þeir eru alveg undrandi yfir því að nú- verandi meirihluti í bæjarstjórn- inni skuli ekki hafa framkvæmt stórkostlegan sparnað, sem þeir sjálfir hreyfðu hvorki legg eða lið við að framkvæma meðan þeir höfðu til þess makt og mátt. Um fjármálastjórn Sjálfstæðismanna meðan þeir réðu bæjarmálunum, er það að segja, sem raunar allir bæjarbúar vita, að þar var allt í ,,hönk“, hrein greiðsluvandræði, og að lokum strand. Svo ætlazt þessir menn til að þeim verði trúað fyr- ir stjórn bæjarmála í náinni fram- tíð. Á því er raunar engin hætta, því bæjarbúar muna vel það ástand sem ríkti í þeirra tíð. Það verður því að líta á þessar vangaveltur Vesturlandsmanna sem einhverskonar gamansemi. En fyr má nú bregða á leik í gamansemi en vera að fjasa um það í opinberu blaði, að stjóm bæj- armálefna sé bezt borgið í höndum Sj álf stæðismanna. Vesturlandssannleikur. Síðasta Vesturland er að tala um það, af mikilli vandlætingu, að lítið hafi verið unnið að gang- stéttalagningu hér í bænum á s.l. sumri. Þetta er alveg rétt. Það var lítið sem ekkert lagt af gangstétt- Aðalfundur Iðnaðarmannafélags ísfirðinga var haldinn 10. febrúar. Stjóm félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Guðmundur B. Jónsson járnsmiður, formaður, Daníel Sigmundsson húsasmiður, ritari og Kjartan Guðmundsson málari, gjaldkeri. Varastjóm skipa Óli J. Sigmundsson, varaformaður, Samúel Jónsson og Júlíus Helga- son. Endurskoðendur: Niels Guð- mundsson og Árni Matthíasson og til vara Finnur Finnsson. Á fundinum voru rædd ýmis stéttarmál og framkvæmdir Raf- veitu Isafjarðar. Um 70 félags- menn eru meðlimir Iðnaðarmanna- félags Isfirðinga. Félagið gaf til starfsemi Skógræktarfélags ísfirð- inga kr. 1000.00. til heiða um á s.l. sumri. Ekki stafaði þetta þó af áhugaleysi bæjarstjómar fyrir þeirri þörfu framkvæmd, heldur af því, að stöðugt var unn- ið að ýmsum öðmm aðkallandi verkefnum, þar á meðal gatnagerð, með þeim vinnukrafti sem fáanleg- ur var. Annars geta Vesturlandsmenn tæplega talað af miklum drýgind- um um gangstéttalagningu, og skal þó á engan hátt gert of lítið úr því litla sem þeir afrekuðu í þeim efnum. Hinsvegar hefur verið unn- ið mjög mikið, og meira en nokkm sinni fyrr að gangstéttalagningu í tíð núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta, þó að ennþá eigi eftir að taka mjög til höndum í þeim efn- um. Þá kemur blaðið að hellugerð- inni, sem framkvæmd var á s.l. ári og segir að framleiðslan hafi verið 401 hella, en kostnaðurinn hafi orðið rúml. 60 þúsundir kr. Þetta væri saga til næsta bæjar ef rétt væri frá skýrt. En sannleikurinn er sá að hér eru blekkingar og ósannindi á borð borin í Vesturlandi. Fyrir rúml. 60 þús. kr. fjárhæð voru framleiddar 1987 hellur, og kemur þá í ljós að hver hella kostar um kr. 30,00 í stað kr. 137.50, eins og Vestur- landið er að fræða bæjarbúa á. Sennilega er hér um að ræða met í óvandvirknislegri meðferð á staðreyndum, og er íhaldið vel að því meti komið. —oOo— Dánarfregnir: Hjörleifur Steindórsson, . frá Hnífsdal lézt í Sjúkrahúsi Isaf jarð- ar 18. f. m. — Hann var nær 62 ára að aldri, fæddur 29. marz 1895, sonur Steindórs Gíslasonar, bónda á Leiru í Gmnnavíkurhreppi og konu hans Sigurborgar Márusdótt- ur. Hjörleifur fluttist með foreldr- um sínum til Hnífsdals 1907, og átti þar heimili upp frá því. — Hann var kvæntur Elísabetu Þór- arinsdóttur frá Blámýmm. — Hún lézt 8. október 1953. Böm þeirra em: Steindór, leikari og banka- starfsmaður, Þorgeir, gjaldkeri hjá Kaupfélagi ísfirðinga, Jens, sjó- maður í Hnífsdal, Þórarinn er við störf á Keflavíkurflugvelli, Elsa er í húsmæðraskólanum að Varma- landi. Hjörleifur stundaði sjómennsku og landvinnu vízt jöfnum höndum, var og formaður stundum. Hann tók jafnan mikinn þátt í félags- málum Hnífsdæla og var lengi góð-, ur liðsmaður í verkalýðsfélaginu þar. Var og fundarmaður góður og greindur vel. — Um skeið átti hann sæti í stjórn Kaupfélags Is- firðinga. Hann var lengi í hrepps- nefnd Eyrarhrepps, og allt til síð- ustu sveitarstjórnarkosninga. — Hann var reglumaður mesti og ráðdeildur, og í hvívetna mætur maður og vel metinn. Bjarni Pétursson andaðist hér í sjúkrahúsinu 19. febrúar. ■— Hann var rúmlega 65 ára, fæddur 1. jan. 1892 í Engidal, nússti föður sinn ungur og ólst að mestu upp hjá Magnúsi Magnússsyni í Engidal. Hann kvæntist 1914, Herdísi Jó- hannesdóttur frá Hnífsdal, er lif- ir hann. Áttu þau fyrstu árin heima í Hnífsdal, en fluttu til Isa- fjarðar og voru síðan búsett þar. Þau eignuðust 13 börn, og eru 12 þeirra á lífi: Pétur, Eyjólfur, Friðrik, Jóhannes, Jón Aðalbjörn, Trausti, Guðrún, Jóhanna, Guðrún, Elsa, Kristín og Lovísa, allt at- gerfis og myndarfólk. Bjarni stundaði sjómennsku frá unglingsárum, fyrst á vélbátum og mörg síðari árin á togurum. — Er Sundhöll ísafjarðar tók til starfa, gerðist hann þar húsvörður og hafði það starf á hendi síðan. — Hann stundaði og jafnan netahnýt- ingu í hjáverkum. Hann var iðju- maður mesti, verklaginn og jafn- vígur til verka á sjó og landi. -— Það má líka teljast þrekvirki að koma upp 12 bömum, eins og þau hjón gerðu, þar sem einungis er stuðst við eigin vinnu. — Hann var viðkynningargóður, jafnan léttur í máli og sæmdarmaður. -— Jarðarför hans fór fram 27. febr. að viðstöddu fjölmenni. Jónas Sigurðsson í Súðavík, lézt 9. febr. s.l. Hann var rúmlega 64 ára fæddur 11. des. 1892, giftur og átti mörg' uppkomin börn. Hafði verðið rúmliggjandi um 20 ár.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.