Ísfirðingur - 10.04.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 10.04.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. KaupiS og lesiS ÍSFIRÐING Þao borgar sig ao auglýsa. Auglýsib" í ISFIRÐINGI VII. árgangur. ísafjörður, 10. apríl 1957. 5. tölublað. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins. Aðalfundur Miðstjórnar Fram- sóknarflokksins var haldinn í Reykjavík dagana 14.—17. marz s.l. I miðstjórn flokksins eiga sæti 1 fulltrúi fyrir hvert kjördæmi, 12 fulltrúar fyrir Reykjavík og nær- sýslurnar, 3 fulltrúar frá Sam- bandi ungra Framsóknarmanna. Ennfremur alþingismenn flokks- ins. — Á fundinum mættu allflest- ir fulltrúar eða varamenn þeirra. Auk þeirra sátu og fundinn margir áhugamenn flokksins.. Á aðalfundinum voru að vanda tekin til umræðu öll mest varðandi þjóðmál, og ályktanir gerðar i þeim eftir ítarlega athugun í nefndum. Ráðherrar flokksins fluttu þar ítarlegar framsöguræður um myndun núverandi ríkisstjórnar og stjórnmálaviðhorf líðandi stundar. Urðu miklar umræður um flesta þætti þeirra þingmála, sem nú eru efst á baugi. — Þá voru vitanlega rædd flokksmálin, útgáfu blaða og flokksstarfið. Fullkomin eining ríkti á fund- inum, allir voru sammála um að rétt hafi verið, ei'ns og sakir stóðu, að ganga til samstarfs um núver- andi ríkisstjórn, undir forystu Hermanns Jónassonar. Engin rödd heyrðist um, að halda hefði átt áfram samstarfi í ríkisstjórn við Sjálfstæðisflokkinn. Um stjórnarsamstarfið var ein- róma samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins 1957 lýsir yfir stuðningi sínum við núverandi ríkisstjórn og samstarf það milli stjórnmálaflokka, sem hafið var með myndun stjórnarinnar 24. júlí síðastliðinn. Telur miðstjóm- in það hafa sýnt sig, að rétt hafi verið ráðið af síðasta flokksþingi að slíta samvinnunni við tSjálf- stæðisflokkinn. Þar sem nokkuð skorti á, að kosningabandalag það, sem til var stofnað samkv. ályktun flokksþings milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins hlyti meiri hluta í kosningun- um, telur miðstjórnin það einnig hafa verið rétt ráðið að vinna að stjórnarsamstarfi milli Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og lýsir yfir eindregnu fylgi sínu við hina sameiginlegu stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna." Þá voru gerðar ályktanir í fjár- festingarmálum, bankamálum, ut- anríkismálum, landhelgismálinu og húsnæðismálum. Voru þessi mál ítarlega rædd og verulegs skoðana- ágreinings gætti þar ekki. Fundurinn fór að vanda mjög vel fram, og mikill áhugi ríkti meðal fulltrúanna um eflingu flokksstarfsins. Hefir og félags- mönnum í flokksfélögunum fjölg- að verulega, og einkanlega er ein- dreginn sóknarhugur í ungum Framsóknarmönnum víðsvegar um land. Framkvæmdastjórn flokksins var endurkosin, en hana skipa: Hermann Jónasson, formaður, Ey- steinn Jónsson, ritari, og Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri. Orgelið í ísafjarðarkirkju er að verða ónothæft. S.l. sunnudag voru blaðamenn o. fl. hér í bænum kvaddir á fund sóknarprests og sóknarnefndar í ísafjarðarkirkju. Þar gerðu þeir sóknarpresturinn og organleikar- inn grein fyrir því, að nauðsyn bæri til að kaupa nýtt hljóðfæri í kirkjuna, eða að öðrum kostí þyrfti að láta framkvæma kostnað- arsama viðgerð á gamla hljóðfær- inu, sem þó gæti verið hæpin ráð- stöfun, að dómi fagmanna sem leit- að hefur verið álits hjá um þessa hluti. Ragnar H. Ragnar, skólastj., sem viðstaddur var á fundinum, taldi það á allan hátt hyggilegra, að kaupa nýtt hljóðfæri fremur en kosta til viðgerðar á gamla organ- inu. Sóknarnefnd safnaðarins er fyr- ir löngu ljóst að endurnýja þarf w w w Arsþing I.B.I. 13. ársþing íþróttabandalags ís- firðinga var haldið á ísafirði dag- ana 22. og 24. febrúar s.l. Formað- ur I.B.Í., Alfred Alfredsson, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Þingforseti var kjörinn Guðmund- ur Sveinsson og þingritarar, Sig. Th. Ingvarsson og Birgir Valdi- marsson. 13. fulltrúar áttu rétt til þingsetu og voru 12 þeirra mættir. Að loknum störfum kjörbréfa- nefndar, las form. upp skýrslu stjórnarinnar og reikninga. Hér verður stiklað á stóru, á því helzta úr skýrslu stjómarinnar. Knattspyrna: Ksf. Vestri varð Vestfjarðarmeistari í öllum flokk- um. Lið Í.B.l. (samein. úr Herði og Vestra) háði 12 kappleiki við utanbæjarlið á s.l. sumri. Vann 5, gerði 3 jafntefli og tapaði 4. Skor- aði 29 mörk og fékk á sig 26. Handknattleikur. Ksf. Hörður varð Vestfjarðameistari bæði í karla- og kvennaflokki. Hand- knattleiksstúlkur IBÍ háðu 5 leiki við utanbæjarlið á s.l. sumri. Unnu 1, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 2, skoruðu 11 mörk en fengu á sig 14. Skíðaíþróttin. 8 skíðamót voru haldin á árinu. Vestfjarðameistar- ar urðu: Jón K. Sigurðsson H. (svig), Jakobína Jakobsdóttir, H. (svig), Árni Höskuldsson S.l. (ganga), Gunnar Pétursson Á. (stökk og norræn tvíkeppni). Skíðamót íslands fór fram hér á Isafirði um páskana og sá Skíða- ráð ísafjarðar um mótið, form. þess var Konráð Jakobsson. Frjálsar íþróttir. Aðeins eitt mót fór fram á árinu. Keppt var í 5 greinum: 100 m. hl., kúluvarpi, kringlukasti, langstökki og þrí- stökki. Emil Hjartarson, Ungm.fél. Grettir á Flateyri, sigraði í öllum greinunum að 100 m. hl. undan- skildu, en þar sigraði Birgir Valdi- marsson, Herði. Sundíþróttin. Sund hefur alveg legið niðri á árinu vegna viðgerð- ar á Sundhöllinni. Félagsmál. Haldið var áfram byggingu búningsklefa við íþrótta- völlinn. Miðaði því verki mjög vel áfram og munu klefarnir verða til- búnir til notkunar nú í vor. Haldið var námskeið í knattspyrnu og stóð það yfir í 2y2 mánuð. Kennt var í öllum flokkum. Kennari var Ellert Sölvason frá Reykjavík. Unnið var að endurbótum á knatt- spyrnuvellinum og var það allt unnið í sjálfboðavinnu. Tekin voru upp bréfaviðskipti við vinabæi ísa- fjarðar í Noregi (Tönsberg) og í Danmörku (Roskilde). Samkomu- lag hefur náðst við Tönsberg Turn- forening um að Í.B.í. sæki þá heim með knattspyrnulið nú í sumar. Undirbúningur ^ferðarinnar er þegar í fullum gangi og æfingar stundaðar af miklu kappi. hljóðfæri kirkjunnar og hefur hún unnið að því máli að undan- förnu m. a. með því að efla orgel- sjóðinn, sem nú er að upphæð kr. 62.192,00, Það er ekki vonum fyrr sem ráðast verður í kaup á hljóðfæri í kirkjuna. Organið sem nú er not- að var keypt árið 1934 úr Dóm- kirkjunni í Reykjavík og hafði þá verið notað þar um langan tíma. Mun tæplega hafa verið búist við að þetta gamla og slitna hljóðfæri entist betur en raun hefur á orðið. Gert er ráð fyrir að nýtt hljóð- færi kosti uppkomið um 170—180 þús. kr. Það eru því um 120 þús. kr. sem afla þarf meðal sóknar- manna svo að fært verði að skipta um hljóðfæri. Vafalaust munu bæjarbúar al- mennt og félagssamtök í bænum bregðast vel við og láta af hendi rakna nægjanlegt fé svo hægt verði að kaupa hljóðfæri í kirkj- una sem allra fyrst. Þess má til fróðleiks geta að nú nýlega hafa verið keypt hljóðfæri af fullkom- inni gerð í Patreksfjarðar- og Stykkishólmskirkjur og voru þessi hljóðfæri að langmestu leyti keypt fyrir fé sem safnaðist með frjáls- um framlögum. Færi vel á að Is- firðingar hefðu á þessu sama hátt. Þess skal svo getið að ákveðið er að hafa f jársöfnunardag til efl- ingar organsjóðnum í kirkjunni í byrjun næsta mánaðar. Verða þar flutt létt og alþýðleg lög á vegum Sunnukórsins. Gefst þá bæjarbúum kostúr á því hvortveggja að njóta góðrar skemmtunar og að leggja af mörkum fjármuni svo hægt verði sem allra fyrst að kaupa við- unandi hljóðfæri í kirkjuna. Ýmsar samþykktir voru gerðar á þinginu varðandi framtíðaverk- efni stjórnar I.B.Í. o. fl. M. a. um að athuga möguleika á að koma upp grasvelli og ráða kennara. Fagnað var batnandi horfum á framkvæmdum við hið fyrirhug- aða íþróttasvæði á Torfnesi. For- maður var einróma endurkjörinn Alfred Alfredsson. Varaformaður var kjörinn Guðmundur Ingólfs- son, Hnífsdal, og oddamaður í stjórn Jens Sumarliðason. Þingið fór í alla staði hið bezta fram.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.