Ísfirðingur


Ísfirðingur - 10.04.1957, Side 2

Ísfirðingur - 10.04.1957, Side 2
2 ISFIRÐINGUR e ...... ÍSFIRÐINGUB Utgefandi: Framsóknaríélag ísfirOinga. AbyrgOarmaSur: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaður: GuOmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 - Merk nýjung i tryggingarstarf' semi. Samvinnutryggíngar hafa nú tekið upp nýjar Heimilistrygging- ar, sem ætlað er að gefa hinum al- mennu borgurum sem mesta trygg- ingavernd í daglegu lífi og á heim- ilum. Fyrir gjald, sem er mjög lágt, er hægt að fá, auk bruna- tryggingar á húsmunum, víðtæka tryggingu á alls konar skemmdum lausafjármuna, ábyrgðartryggingu fyrir heimilisfólkið og slysatrygg- ingu fyrir húsmóður. Er þessi trygging alger nýjung hér á landi, en hefur náð miklum vinsældum í öðrum löndum. Sem dæmi um hina nýju trygg- ingu má nefna þetta: Ef innbú í steinhúsi er brunatryggt fyrir 100.000 krónur, kostar það 180— 225 krónur. Ef tekin er 100.000 krónu heimilistrygging í staðinn, kostar hún 325 krónur og nær yfir bruna á lausafé öllu, tjón af sprengingum, eldingum, flugvéla- hrapi, vatnsskaða, innbroti, snjó- flóði, ráni, þjófnaði á reiðhjólum eða barnavögnum, tjón af fjarvist vegna bruna, veitir farangurs- tryggingu, ábyrgðartryggingu alls heimilisfólksins, og loks er slysa- og lömunartrygging fyrir húsmóð- urina. Af þessu sést, að heimilistrygg- ing á að vernda fólk á heimilum og raunar utan eigin heimila gegn margvíslegu tjóni, sem menn verða fyrir í daglegu lífi. Alls er um að ræða 18 mismunandi flokka tjóna, sem bætt eru þeim, er slíka trygg- ingu taka. Sérstaklega er það athyglisvert, að húsmóðir er með heimilistrygg- ingu tryggð, ef hún verður fyrir slysi eða lömun, 10.000 krónur, ef hún deyr, 100.000 krónur, ef hún verður fyrir algerri örorku. Þessar tryggingar skapa leið til nýs öryggis fyrir heimilin og geta bjargað þeim frá óvæntum út- gjöldum, er nema verulegum upp- hæðum árlega. Hið lága gjald, sem tekið er fyrir þessar tryggingar, byggist að sjálfsögðu á þeirri trú, að þátttaka í heimilistryggingum Samvinnutrygginga verði mikil, eins og hún hefur verið mikil er- lendis. Yfirlit um aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi í marzmánuði 1957. Aflafengur Vestfjarðabátanna má teljast mjög góður. Ekki var þó aflinn hér um slóðir ávallt jafn. Stundum fengu bátar 15—19 þús. kg. í sjóferð, en næsta dag aflað- ist máske um 3000 kg. á sömu miðum. Um miðjan mánuðinn fór steinbíturinn að veiðast að marki. Síðustu vikumar var mestur hluti aflans steinbítur, og í sumum veiðistöðvum sást varla þorskur síðustu vikuna. Steinbíturinn bjargar aflanum á Vestfjörðum í mánuðinum. Þorskveiðin var orð- in mjög rýr áður en steinbíturinn kom á miðin. Aflinn er að vanda veginn slægður með haus, að undantekn- um Patreksfjarðarbátum, öðrum Tálknafjarðarbátanna og Súðavík- urbátnum. Patreksfjörður. V.b. Andri aflaði þar afbragðsvel og er aflahæstur báta á Vestfjörðum. Hann fékk 188 lestir í 13 sjóferðum. V.b. Sæ- borg, nýi báturinn fékk 128 lestir í 14 sjóferðum, Sigurfari, 25 lesta bátur, fékk 105 lestir í 14 sjóferð- um. Aflinn veginn óslægður. Tog- arinn Ólafur Jóhannesson fékk 333 lestir í tveimur veiðiferðum. B.v. Gylfi er í viðgerð í Þýzkalandi. Tálknafjörður. Góður afli. V.b. Tálknfirðingur fékk 138 lestir í 21 sjóferð. V.b. Freyja fékk 138 lest- ir í 20 sjóferðum, en hjá henni var aflinn veginn óslægður. Bíldudalur. Góður afli á báða bátana. V.b. Geysir (hét áður Vörður) fékk 125 lestir í 16 sjó- ferðum, v.b. Sigurður Stefánsson (áður Gotta) fékk 109 lestir í 16 sjóferðum. Rækjuveiðabátarnir öfluðu og vel. Jörundur fékk 13. 206 kg. í mnáuðinum, Hinrik 10. 390 kg. og Kári 6.030 kg. Þingeyri. V.b. Þorbjörn aflaði vel í mánuðinum, fékk rúmar 1113 lestir í 16 sjóferðum, en v.b. Gull- faxi (19 lesta) fék rúma 61 lest í 13 sjóferðum. Flateyri. Afli togaranna var rýr í marz. Guðmundur Júní fékk 258 lestir í 3 veiðiferðum, en Gyllir 164 lestir í tveimur veiðiferðum. Suðureyri. Góðfiski yfirleitt. Aflahæst er v.b. Freyja (nýja) með 117 lestir í 20 sjóferðum. V.b. Friðbert Guðmundsson fékk 110 lestir í 19 sjóferðum, v.b. Hall- varður fékk 110 lestir í 19 sjóferð- um. V.b. Sæfari frá Tálknafirði, leigubátur eigenda vb. Freyju, sem rak á sker í vetur og er ósjófær, hefir oft verið vélbilaður og því með lítinn alla. Fimmti báturinn þama er vb. Andvari, 16.1esta og er ókunnugt um aflafeng hans. Bolungavík. Aflinn þar mjög góður. Aflahæstur er vb. Flosi með 125 lestir í 19 sjóferðum, Einar Hálfdáns með 109 lestir í 14 sjó- ferðum, Hugrún með 109 lestir í 19 sjóferðum, Víkingur með 94 lestir í 18 sjóferðum. Vb. Sædís (15 lesta) tók upp veiðar um 20. marz og aflaði rúmar 20 lestir til mánaðamótanna. Þrír 5 lesta bát- ar voru einnig á veiðum, fékk sá hæsti 30 lestir í 13 sjóferðum, hinir 25 lestir hvor. Loks stundaði svo einn 15 lesta bátur rækjuveið- ar og aflaði oftast vel, er gæftir leyfðu. Hnífsdalur. Afli beggja bátanna í bezta lagi. Vb. Páll Pálsson fékk 122 lestir í 22 sjóferðum, vb. Mímir 104 lestir í 18 sjóferðum. Isafjörður. Góðfiski yfirleitt. Aflahæsti báturinn er að vanda vb. Guðbjörg með 134 lestir í 21 sjóferð, Gunnvör með 105 lestir í 19 sjóferðum, Ásbjörn með 98 lest- ir í 18 sjóferðum, Már með 78 lestir í 16 sjóferðum og Auðbjöm með 55 lestir í 13 sjóferðum. Enn- fremur vb. Víkingur (13 lesta), með 36 lestir í 17 sjóferðum. -— Rækjubátamir voru allir sex á veiðum og fengu góðan afla, er þeir komust á veiðar, en gæftir voru mjög stopular þar til síðustu vikuna. Bv. Sólborg seldi afla sinn í Bretlandi í mánuðinum, 3906 kit fyrir 13.919 sterlingspund. ísborg aflaði vel, lagði á land 488 lestir til flökunar úr 3 veiðiferðum og auk þess 49 lestir af söltuðum fiski. Súðavík. Vb. Trausti fór 15 sjó- ferðir, fékk aðeins 72 lestir af óslægðum afla. Steingrímsfjörður. Þar mátti heita ördeyða í marz. Bátar fengu frá 1000 og mest um 2000 kg. í sjóferð og er mánaðarafli bátanna sagður nema einungis 10—12 lest- um. Loðna veiddist fyrir skömmu í Húnaflóa, en ekkert virtist aflinn glæðast við að beita henni. Virðist fisklaust um allan Húnaflóa. Frá Baraaverndarfélapi ísafjaröar Undanfarin tvö sumur hefur Bamavemdarfélag ísafjarðar rek- ið dagheimili fyrir börn, s.l. í bamaskólahúsinu í Skutulsfirði. Tap varð á rekstrinum bæði sumr- in og mun meira það síðara. Þenn- an halla hefur félagið sjálft orðið að greiða. Þrátt fyrir þetta, hefur félagið hug á að halda þessari starfsemi áfram á einhvern hátt, enda hafa vinsældir dagheimilisins farið vax- andi, og mundi mörgum foreldrum falla miður, ef það yrði lagt niður. En hér eru ýmsir örðugleikar í vegi, ekki aðeins fjárhagslegir heldur virðist útilokað að fá bif- reið til þess að flytja börnin, nema þá með ærnum kostnaði, sem fé- laginu yrði ókleyft að rísa undir. Barnaverndarfélagið mun á næstunni boða til almenns for- eldrafundar um þetta mál, og er þess sérstaklega vænst, að þeir for- eldrar, sem vilja koma börnum sín- um á dagheimili í sumar, mæti á þessum fundi. Þá vill félagið mælast til þess, að bæjarbúar almennt leggi þessu máli lið og hjálpi félaginu til að halda þessari nauðsynlegu starf- semi áfram. 'if' Sápuverksmiðjan I S J ö F N Það hefur verið mikið vandamál fyrir tryggingafélögin, að fólk hef- ur vanrækt að hækka innbústrygg- ingar sínar í samræmi við breytt verðlag. Með hinum nýju heimilis- tryggingum taka Samvinnutrygg- ingar upp þá nýjung, að trygging- arupphæðin breytist einu sinni á ári eftir hinni opinberu fram- færsluvísitölu. —oOo— Ms tíl solu. Húsið Heimabæjarstígur 2 í Hnífsdal er til sölu. Húsið er 3 herbergi, eldhús og kjallari. Nánari upplýsingar gefur Helgi Björnsson, Hnífsdal. i

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.