Ísfirðingur - 10.04.1957, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 10.04.1957, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR Kjorskrá vegna atkvæðagreiðslu um hvort útsala Áfengisverzlunar ríkis- ins skuli opnuð að nýju liggur frammi á bæjarskrifstofunni frá 25. marz.til 25. apríl 1957. Kærur út af því, að einhvern vanti á kjörskrá, eða sé þar of- aukið, ber að afhenda á bæjarskrifstofuna, í síðasta lagi laugar- daginn 20. apríl. Isafirði, 21. marz 1957. Bæjarstjóri. Atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu á ísafirði, fer fram sunnudaginn 28. apríl n. k. og hefst kl. 1 e .h. í barnaskólanum. Kosið verður í þremur kjördeildum: A—G, H—N og O—Ö. Atkvæðagreiðsla fyrir kjördag fer aðeins fram á Isafirði í bæjarfógetaskrifstofunni og hefst 6. apríl n. k. Talning atkvæða fer fram í Góðtemplarahúsinu mánudaginn 29. apríl n. k. og hefst kl. 2 e. h. 1 yfirkjörstjórn Ásberg Sigurðsson. Guðmundur Ludvigsson. Jóh. Gunnar Ólaísson. STARF slökkviliðsstjóra bæjarins auglýsist hér með laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. þ. m. Upplýsingar gefur undirritaður. Isafirði, 4. apríl 1957. Bæjarstjóri. Tilkpning Nr. 12/1957. ' Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið, að framvegis sé óheim- ilt að hækka verð á hverskonar þjónustu, nema verðlagsstjóra hafi áður verið send ýtarleg greinargerð um ástæður þær, sem gera hækkun nauðsynlega. Greinargerð þessi skal send, að minnsta kosti 2 vikum áður en fyrirhugaðri hækkun er ætlað að taka gildi. Innflutningsskrifstofan hefir einnig ákveðið, að þeir aðilar er tilkynning þessi snertir, skuli þegar í stað senda verðlags- stjóra eða trúnaðarmönnum hans afrit af núgildandi verðskrám. Reykjavík, 1. apríl 1957. Verðlagsstj órinn. Tilkjmning til innffytjenda Nr. 10/1957 Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið að framvegis skuli allir innflytjendur skyldir að senda verðlagsstjóra eða trúnaðarmönn- um hans verðútreikninga yfir allar vörur, sem fluttar eru til landsins, hvort heldur varan er háð verðlagsákvæðum eða ekki, og einnig þó um hráefni til iðnaðar sé að ræða. Skulu verðút- reikningar þessir komnir í hendur verðlagsstjóra eða trúnaðar- manna hans eigi síðar en 10 dögum eftir að varan hefir verið tollafgreidd. Óheimilt er með öllu að hefja sölu á vöru, sem háð er verðlags- ákvæðum fyrr en söluverð hennar hefir verið staðfest af verð- lagsstjóra eða trúnaðarmönnum hans. Óheimilt er einnig að hef ja sölu á öðrum vörum fyrr en verðútreikningur hefur verið sendur. Innflutningsskrifstofan hefir einnig ákveðið, að framvegis skuli innflytjendum skylt að senda verðlags'stjóra eða trúnaðar- mönnum hans samrit af öllum sölunótum yfir innfluttar vörur í lok hverrar viku. Reykjavík, 1. apríl 1957. . Verðlagsstjórinn. Tilkpning til iðnrekenda Nr. 11/1957. Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið, að framvegis sé óheim- ilt að hækka verð á innlendum iðnaðarvörum, nema samþykki verðlagsstjóra komi til. Ennfremur skal því beint til þeirra iðnrekenda, sem ekki hafa sent verðlagsstjóra lista yfir núgildandi verð, að gera það nú þegar. Ella verður ekki komist hjá því að láta þá sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Reykjavík, 1. apríl 1957. Verðlagsst j órinn.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.