Ísfirðingur


Ísfirðingur - 10.04.1957, Síða 4

Ísfirðingur - 10.04.1957, Síða 4
Hvað er í f réttum? Afmæli. Frú Elín Jónsdóttir, ljósmóðir, Pólgötu 5 hér í bænum átti sjö- tugsafmæli 1. þ. m. Ráðning starísmanna. Guðmundur Ingibjartsson hefur verið ráðinn baðvörður við Sund- höllina. Einnig hefur Konný Gari- baldadóttir verið ráðin baðvörður kvenna. Starf auglýst. Bjöm Guðmundsson, slökkvi- liðsstjóri, hefur sagt upp starfi sínu, og hefur starfið nú þegar ver- ið auglýst til umsóknar. „íþróttamaðnr ársins" heimsækir lsaf jörð. Á s.l. laugardag kom hingað til bæjarins hinn kunni íþróttamaður Vilhjálmur Einarsson, en eins og allir vita, þá hlaut hann silfurverð- launin í þrístökki á síðustu Ólym- píuleikjum, sem fram fóru í Mel- bourn í Ástralíu. Koma Vilhjálms hingað er einn liðurinn í heim- sóknum hans í alla framhaldsskóla landsins, en hann hefur sem kunn- ugt er verið á ferðalagi um landið á vegum bindindissamtaka í skól- um og flutt erindi um bindindismál jafnframt því sem hann hefur sýnt litmyndir og sagt ferðasögu af Ólympíuferðinni til Melbourne. Hér heimsótti hann bæði Húsmæðra- skólann og Gagnfræðaskólann, auk þess sem hann rabbaði við forráða- menn íþrótta hér í bæ og mætti á íundi, sem nemendur Iðnskólans boðuðu til í tilefni af komu hans. Skíðavikan Skíðavika Skíðafélags Isafjarð- ar verður eins og undanfarin ár í páskavikunni. 1 sambandi við Skíðavikuna fer fram firmakeppni í 3 km. boðgöngu og bruni. Keppt verður í 3. manna sveitum. Verða sömumennimir að keppa í báðum greinum, og verður tími sveitanna lagður saman og verða veitt verð- laun fyrir beztu sveitirnar. Keppni þessi verður mjög létt, gangan að mestu á sléttu, og brunið frá Gullhól og niður undir Skíðheima. Aðalatriðið er að fá sem flesta til þátttöku. Auk þessa verða svig- brautir lagðar í Kvennabrekkunni. Kvöldvökur verða í Skíðheimum á fimmtudag og laugardag og dans- leikir á páskadag eftir miðnætti í Alþýðuhúsinu og Uppsölum. Skíðaskálinn er nú kominn það langt að á næsta ári getur skíða- skólinn haft aðsetur í honum. Batnar þá öll aðstaða fyrir skíða- menn hér í bænum. Það sem helzt mun vanta, og þarf að vinda bráð- an bug að, er að koma upp drátt- arbraut fyrir skíðamennina. Þeg- ar hún er komin, hafa ísfirðingar „Óæskileg gestrisni“ Að gefnu tilefni vil ég, að bæj- arbúar fái að vita eftirfarandi: Þegar hinir tveir nítján ára unglingar komu í Gagnfræðaskól- ann þess erindis að biðja um að fá að hlusta á enskukennslu í skólan- um, þá var skólastjórinn ekki við- Hr. ritstjóri! Viljið þér gera svo vel að birta eftirfarandi athugasemd í blaði yðar: Hinn 5. apríl s.'l. birtist í „Skutli“ grein, er nefnist „Óæskileg gest- risni“. í grein þessari skrifar ein- hver S.S. af mikilli vandlætingu um þann þjóðhættulega viðburð!!, er tveir bandarískir hermenn komu í gagnfræðaskólann hér. Ég hefi lesið yfirlýsingu frú Hólmfríðar Jónsdóttur, kennara, vegna þessa máls. Þar sem málið er mér skylt, og bæjarbúar gætu fengið ranga hug- mynd um það, af greininni í Skutli, tel ég rétt að skýra mitt sjónar- mið. Það er rétt, að ég var ekki við- staddur í augnablikinu, er Hólm- fríður ætlaði að spyrja mig, hvort leyfa ætti þessum mönnum að koma í enskutíma, en ég vil taka fram, að ég hefði veitt leyfið, ef þess hefði verið farið á leit við mig. Eins og fram kemur í yfirlýs- ingu enskukennarans, báðu þessir ungu menn um leyfi til þess að koma í einn enskutíma. Mín skoð- un er sú, að það hafi ekki skaðað fhaldsandúð. Sjóvarnargarðurinn í Sundunum virðist vera mikið áhyggjuefni hjá Matthíasi okkar. Þetta verk þ. e. bátahöfnin, sem því miður hefur ekki verið lokið við að fullu, ætti þó ekki að valda M. Bj. meiri á- hyggjum en t. d. vatnsþróin fræga við Stórurð, sem byggð var af íhaldinu í hans valdatíð og aldrei var lokið við, enda sjálfsagt öllum fyrir beztu, þegar staðsetning öll skilyrði til frekari eflingar skíðaíþróttarinnar. Allur ágóði af skíðavikunni rennur til þess að koma þessum málum í framkvæmd. staddur, og leyfði ég piltunum að koma í tíma til mín. Ef nemendur mínir hafa beðið tjón á sálu sinni af þessum sökum, þá er mér einni um að kenna. Hólmfríður Jónsdóttir. skólann á neinn hátt, þó að það væri leyft. Miklu fremur hefði það verjð óæskileg ókurteisi að meina þeim það. í þessu sambandi má minna á það, að Háskóli Islands veitti, á stríðsárunum, hermönnum leyfi til að vera í kennslustundum og veit ég ekki til, að athugasemd hafi verið gerð við það. Tilgangur kennarans var góður, sem sé sá, að veita nemendum tækifæri til tilbreytni í ensku- kennslunni. Ungu mennirnir sögðu frá skólum þeim, er þeir höfðu ver- ið í í heimalandi sínu og einnig sögðu þeir frá heimkynnum sínum. Ég fullyrði, að heimsókn þeirra hefir ekki haft spillandi áhrif á nemendur þessarar deildar. Annars finnst mér, að sá góði maður S. S., sem svo mjög virðist bera heill unglinganna fyrir brjósti, hefði ekki átt að fela sig bak við dulnefni, heldur koma til dyranna eins og hann er klæddur. Það er freistandi að álykta, að hann hafi ekki skrifað grein sína af ein- lægri sannfæringu, þegar hann vill ekki láta nafns síns getið. Með þökk fyrir birtinguna. Guðjón Kristinsson. hennar er höfð í huga. Sjóvarnar- garðurinn hefur þó komið að þeim notum að feikimikið land hefur myndast utan við hann, og garð- urinn er traustur og vandlega byggður. Mun garðurinn koma að fullum notum þegar hafist verður handa um frekari framkvæmdir. Ef til vill er of lítið gert að byggingu sjóvarnargarða hér við Sundin og utanverða eyrina. Hef- ur Bárður G. Tómasson bent á gagnsemi þeirra í Vesturlandi 1943. Um kostnaðinn við byggingu garðsins hlýtur eitthvað að hafa skolast til hjá M. Bj. því þeir sem byggðu hann fengu kr. 200 þús. fyrir verkið. Z. Skíðamót Vestfjarða. 15. km. ganga fór fram s.l. sunnudag í Dagverðardal og voru keppendur 8. Úrslit urðu þessi: 1. Ámi Höskuldsson, Sl, 56,18 mín. 2. Oddur Pétursson, Á, á 56,42 mín. 3. Gunnar Pétursson, Á, á 57,40 mín. Sigurvegari í Norrænni tvíkeppni göngu og stökki, varð Oddur Pétursson, hlaut 277,9 stig. 2. Gunnar Pétursson, 275,4 stig og 3. Haukur Ó. Sigurðsson, H, 270 stig. ÚtbreiOslufnndur. Isafjarðardeild Norrænafélags- ins hélt skemmti- og útbreiðslu- fund að Uppsölum fimmtudags- kvöldið 4. þ. m. Mag. Hólmfríður Jónsdóttir, form. deildarinnar, flutti ávarp og hvatti til starfa og þátttöku í fé- laginu. Kristján Jónsson frá Garð- stöðum, flutti ræðu og drap á helstu þætti úr starfssögu deild- arinnar, og Björn H. Jónsson, skólastjóri, flutti erindi um Sví- þjóð. Þá var sýnd litkvikmynd frá Svíþjóð. Á milli atriða var al- mennur söngur. Kaffi og kökur var fram borið og að lokum var dansað. Milli 40 og 50 manns sóttu fundinn og 16 nýir meðlimir gengur í deildina á fundinum. —oOo— Skiðamót íslands. Landsmót skíðamanna hefst á Akureyri 17. þ. m. Héðan úr bæn- um munu sækja mótið 12—15 keppendur, sem taka þátt í öllum greinum mótsins. —oOo— Sumarfagnaður. Eins og undanfarin ár efnir Framsóknarfélag ísafjarðar til sumarfagnaðar á síðasta vetrar- dag. Þessar samkomur hafa jafn- an verið vel sóttar og fólk skemmt sér mjög vel. Þessi samkoma verð- ur nánar auglýst síðar, en hún mun vafalaust verða vel sótt eins og hinar fyrri. Ákveðið er að erindreki Fram- sóknarflokksins, Guttormur Sigur- björnsson mæti á umræddum fagnaði. —oOo— Til sölu D O D G E fólksbifreið 5 manna, eldri gerð. Upplýsingar veita: Sigmundur Guðmundsson, fiskimjölsverksm., og Guðmundur Þorvaldsson, Vélsmiðjunni Þór. Gestir í Gagnfræðaskólanum

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.