Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. Kaupiö og lesiö ÍSFIRÐING VII. árgangur. ísafjörður, 17. maí 1957. 6.—7. tölublað. ÞaÖ borgar sig að auglýsa. Auglýsiö i ISFIRÐINGI Iþróttir Fimmtug: Hólmfríður Jónsdóttir, mayister Það er hægt að sjá að sumarið hefur haldið innreið sína, ef menn leggja leið sína á íþróttavöllinn þessa dagana. Knattspymumenn æfa þar af miklu kappi, því að fram undan er mikið annríki, bæði íslandsmót og utanferðir. En eins og kunnugt er, þá mun 1. fl. IBÍ, sameinað lið úr Herði og Vestra, fara til Noregs í ágúst og 3. fl. Harðar hyggur á ferð til Færeyja í júlí. Þá hafa handknattleiks- stúlkurnar hafið útiþjálfun og er mikill hugur í þeim um að æfa nú vel og sýna enn einu sinni hvers þær eru megnugar, þegar vel er æft, því eins og menn muna, þá hafa þær oft staðið sig með mikl- um sóma, m. a. orðið Isíandsmeist- arar. Nú er um að gera fyrir þær að duga vel og æfa betur en nokkru sinni fyrr, því að tíminn styttist óðum í þeirra fyrsta stór- leik á sumrinu, en hann mun að öllum líkindum verða um Hvíta- sunnuna og það við sjálfa Islands- meistarana úr Ksf. Þrótti frá Reykjavík. Um Hvítasunnuna munu knattspymumennimir einnig leika sinn fyrsta stórleik, en það mun verða við ksf. Fram frá Reykjavík, sem sigraði Víking nú á dögunum með 15:0. Til gamans mætti skjóta hér inn í, að á s.l. sunnudag fóm hér fram tveir æf- ingarleikir. Sá fyrri var á milli 3. fk Harðar og Vestra og sigraði —oOo— Vinabæjarboð Bæjarstjórn Hróarskeldu í Dan- mörku bauð nýlega 10 fulltrúum héðan úr bænum til þriggja daga dvalar þar í bæ. Til að sækja þetta ágæta boð eru nú á fömm til Dan- merkur bæjarráðsmennirnir Birg- ir Finnsson og Matthías Bjarna- son og frúr þeirra, mag. Hólmfríð- ur Jónsdóttir og Finnbjörn Finn- björnsson, eldri, og frú. Til stóð að Ásberg Sigurðsson, bæjarfull- trúi, og frú færu einnig, en af því mun ekki geta orðið. Gert er ráð fyrir að komið verði til Hróars- keldu 19. þ. m. Flogið verður út með Loftleiðum h.f. en félagið bauð 3 bæjarráðs- mönnum ókeypis far fram og til baka. Mun umboðsmaður Loftleiða hér, hr. Árni Matthíasson, hafa stuðlað mjög að þessu ágæta boði félagsins. Hörður eftir mjög jafnan og skemmtilegan leik með 2:1. Seinni leikurinn var svokallaður „pressu- leikur“, þ. e. a .s. raðað er niður í bæði liðin og þá reynt að fara eft- ir styrkleika, þannig að sterkustu leikmennimir séu saman og þeir kallaðir „úrval“ en hinir „pressa“. Leiknum lauk með sigri „úrvals- ins“ 9:0. Um aðrar íþróttir, svo sem frjálsar íþróttir og sund, er því miður ekki hægt að segja sömu sögu, því að þær eru lítið sem ekk- ert stundaðar. En þó getum við, sem betur fer, leyft okkur að vona að þetta standi til bóta, a. m. k. hvað sundinu viðvíkur, því að inn- an skamms mun sundhöllin verða opnuð á ný og er þá vonandi að áhugi manna fyrir sundíþróttinni endurvakni um leið. Þá er og rétt að geta þess, í þessu sambandi, að nú í sumar mun III. samnorræna sundkeppnin fara fram, en eins og lesendur muna, þá fór slík keppni fyrst fram árið 1951, og unnu Is- lendingar þá með miklum glæsi- brag. Árið 1954 fór svo keppnin fram í 2. sinn og urðum við þá að láta okkur nægja 2. sætið. Keppn- istímabilið er að þessu sinni frá 15. maí til 15. september. Keppnin mun fara fram með svip- uðu sniði og í hin skiptin að öðm leyti en því, að við útreikning mun nú verða lagt til gmndvallar með- altal þátttökunnar 1951 og 1954, og mun sú þjóð sigra, sem nær mestri prósentvís aukningu miðað við fyrrnefnda grundvallartölu. 1 síðustu keppni var Isafjörður nr. 3, en nú er takmarkið 1. sætið. Til þess að ná því, verða allir, ungir sem gamlir, að leggjast á eitt um að gera þátttöku ísafjarðar í 3. samnorrænu sundkeppninni sem stærsta og glæsislegasta. Nánar mun verða skýrt frá keppninni í götuauglýsingum og víðar. Og þá erum við komin að frjáls- íþróttunum. Á því sviði er óhætt að segja að ekki sé um auðugan garð að gresja, og er það miður, því þær eru bæði hollar og skemmtilegar og færi vel á því, að íþróttakennarar skólanna legðu hönd á plóginn og reyndu að glæða áhuga unglinganna fyrir þessari skemmtilegu íþrótt. Undanfarin ár hefur Frjálsíþróttasamband Is- lands árlega gengist fyrir Iþrótta- degi, sem jafnan hefur verið hald- Framhald á 4. síðu. Hólmfríður Jónsdóttir, kennari við Gagnfræðaskólann hér í bæn- um átti fimmtugsafmæli 5. þ. m. Foreldrar hennar voru þau Jón Brynjólfsson, skipstjóri, og Jórunn Sigurjónsdóttir. Hólmfríður ólst upp á Akureyri og í Mývatnssveit fram að fermingaraldri, en flutti þá að Hofteigi í Hörgárdal og átti þar heima til ársins 1933. Hún var meðal fyrstu nemenda Laugaskól- ans í Þingeyjarsýslu og var þar við nám í 2 vetur. Næstu 2 vetur stundaði hún nám í Kennaraskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1929. Þá um haustið hóf hún nám á Akureyri og var þar í 2 vetur, en stúdents- próf tók hún frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1933. Það ár um haustið sigldi hún til framhalds- náms í Noregi, og lagði þar stund á ensku, norsku og þýzku við há- skólann í Osló. Þaðan lauk hún cand. mag. prófi í ofangreindum fögum með 1. einkun. Þau ár sem Hólmfríður dvaldi í Noregi eftir að hún lauk námi, stundaði hún kennslu, en hún kom alkomin heim til Islands sumarið 1948. Þá um haustið flutti hún hingað til ísafjarðar og gerðist kennari við Gagnfræðaskólann, og það hefur hún verið síðan, að frá- teknu einu ári sem hún var við nám við ríkisháskólann í Ohio. Hér í bænum hefur Hólmfríður getið sér mjög góðan orðstír sem kennari, enda hafa nemendur hennar ákaflega mikið dálæti á henni. Vonandi fær ísfirzk skóla- æska að njóta starfshæfni hennar sem lengst. Fyrstu nemendurnir, sem Sam- vinnuskólinn útskrifar frá Bifröst, fengu prófskírteini sín 1. maí og skólanum var slitið. Skólinn hefur nú starfað að Bifröst í tvo vetur og luku burtfararprófi 30 nemend- ur, en í 1. bekk skólans voru 33 nemendur. Skólaslitin fóru fram með virðu- legri athöfn í hátíðarsal skólans og voru margir gestir viðstaddir. Þar á meðal vár hópur nemenda, sem útskrifaðist úr skólanum 1931. Harry Frederiksen, framkvæmda- stjóri, hafði orð fyrir þeim og færði skólanum að gjöf lágmynd af Hólmfríður Jónsdóttir Hólmfríður hefur unnið mikið að félagsmálum hér í bænum. Hún er formaður Kennarafélags Gagn- fræðaskólans og varaformaður Kvenfélagsins Ósk. Formaður Nor- rænafélagssins á Isafirði var hún kjörin á síðasta aðalfundi. Við síð- ustu bæjarstjómarkosningar var hún í þriðja sæti á lista Fram- sóknarflokksins. Hún á sæti í Framfærslunefnd og Minnisvarða- nefnd Jóns Sigurðssonar. I blað'- stjórn Isfirðings hefur hún verið nokkur undanfarin ár. Á afmælis- daginn heimsóttu Hólmfííði fjöldi vina og kunningja og þágu hinar rausnarlegustu veitingar. Voru margar ræður fluttar svo og kvæði og fjöldi heillaskeyta bárust. Hólmfríður er nú á förum til Danmerkur sem fulltrúi Isafjarð- árbæjar á norræna vinabæjarmótið sem hefst i Hróarskeldu 19. þ. m. J. A. J. þáverandi skólastjóra Samvinnu- skólans, Þorkatli Jóhannessyni, rektor Háskólans. Kirkjukór Borg- arness söng nokkur lög undir stjórn Halldórs Sigurðssonar og sömuleiðis karlakór úr Samvinnu- skólanum. Skólastjórinn sr. Guð- mundur Sveinsson, hélt ræðu og afhenti nemendum prófskírteini og verðlaun fyrir námsafrek. Af nemendum sem braut skráðust, hlaut hæsta einkunn Marías Þórðarson, frá Súganda- firði, 9,03. I fyrsta bekk hlaut hæsta einkunn Húnbogi Þorsteins- Framhald á 2. síðu. Samvinnuskólinn

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.