Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 Frá Sundboll ísafjarðar. Oskammfeilin stjórnaranðstaða. Forstjóri Sundhallar ísafjarðar, hr. Gísli Kristjánsson, bað blaðið fyrir eftirfarandi útdrátt úr bréfi frá íþróttafulltrúa. Sundhöllin verður opnuð á ný næstu daga, eða undir helgina. Hér á eftir fer svo útdráttur úr bréfi íþróttafull- trúans: „Kringum sundlaugar á veggj- um þeirra ofan vatnsborðs eru rennur, sem til þessa hafa verið kallaðar hrákarennur. Rennur þessar hafa verið álitnar að þjóna hlutverki hinna gömlu hrákadalla, enda sézt og heyrist of mikið í ísl. sundlaugum, að þær eru þannig notaðar. Sundfólk er við þær skyrpandi, ræskjandi og snýtandi. Af því, sem hér að framan var sagt, verður skiljanleg sú mikla hætta á gerla- og þar með sýkla- mengun, sem laugarvatninu staf- ar frá sundgestum þeim, sem þannig nota rennurnar. Heimskunnur sund- og sundlaugafræðingur Robert J. H. Kiphuth, sem hér dvaldi 1954, hrósaði mjög ísl. sundmennt og sundlaugum — en á einu furðaði hann sig mjög og hafði orð á því oft, að við skyldum leyfa baðgest- um að hrækja og snýta sér í renn- urnar. Erlendis er þetta ekki leyft, vegna þeirrar úðunar á gerlum, sem hætta er á úr vitum baðgesta. Þurfi þar einhver að hreinsa kok eða nef, þá fer hann upp úr og notar þar til gerða vaska, sem komið er fyrir á stéttum lauganna. Með því að leyft er að hrækja í rennurnar, verður að vera út- rennsli úr þeim niður í skolpleiðsl- ur. Þetta hefur það í för með sér, að laugin leikur um rennurnar. Nú er laugin í Sundhöll ísafjarðar hringrásarlaug. Sama vatninu er dælt frá upphitunartæki í laug og svo til baka. Að morgni er laugin full af vatni upp að rennubörmum. Við það, að sundgestur steypir sér til sunds ryður hann frá sér vatni, sem rúmmáli hans nemur, auk þess, sem hann framkallar öldu- hreyfingu í lauginni, sem hvort- tveggja leiðir af sér rennsli yfir brúnir rennunnar niður í skolp- leiðslur. Eftir því, sem fleiri fara í laugina og eru þar í einu, eftir því tapast meira vatn út um nið- urföll rennanna. Algengt er því að sjá allt upp í 25 cm. borð á slíkum laugum að kveldi eða 20—30 tonn af + 27° C heitu vatni hafi tap- azt burtu. Grípi nú forráðamaður laugar- innar til þess ráðs að láta yfirborð- ið eigi vera hærra yfirleitt en 20— 25 cm. hæð frá rennubrún, til þess að eigi renni vatn burtu yfir brún- irnar, þá viðhelzt og eykst stöð- ugt sú fitubrák, sem flýtur ofan á laugarvatninu, en í þessari brák þrífast gerlarnir.bezt og þessi brák leikur um andlit þeirra, er synda. Með því að banna sundgestum að hrækja eða snýta sér í rennurnar og tengja frárennsli þeirra við hreinsitækin þá vinnst þetta þrennt, til enn meira hreinlætis fyrir baðgestina: 1) minni úðun frá vitum bað- gesta í laugarvatnið, 2) heitt vatn, sem er dýrt að hita upp, tapast eigi burt, 3) ofan af lauginni er fleytt fitubrák, sem mest er megnuð gerlum. Þessu fyrirkomulagi — bannað að hrækja og snýta sér í rennur — hefur verið komið við í Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Hafnar- f jarðar. Er það álit fólks á báðum þessum stöðum, að hreinlæti og vistleiki lauganna hafi aukizt og að enginn kvarti undan því að þurfa að fara upp úr laug, ef hann þarf að hrækja eða snýta sér. All- ir hafi við athugun talið þetta sjálfsagða endurbót. Unnið er nú að því að koma þessu fyrirkomu- lagi á við sem flestar ísl. laugar, t. d. mun þetta fyrirkomulag verða tekið upp í Sundhöll Búðakauptúns nú þessa dagana. Nú þegar Sundhöll Isafjarðar verður opnuð aftur að lokinni hinni myndarlegu endurbót, þá tel ég rétt og nauðsynlegt, að þetta fyr- irkomulag verði viðhaft.“ Skuoga-Sveinn. U.M.F.B. sýndi leikritið Skugga- Svein í Alþýðuhúsinu hér í bænum þriðjudags- og miðvikudags kvöld s.l. Bolvíkingar eru framtakssamir um leiksýningar, og þeir virðast hafa á að skipa góðum leikkröft- um. Þessar sýningar á Skugga- Sveini fóru leikendum yfirleitt vel úr hendi. Aðalhlutverkið leikur Guðmundur Eyjólfsson, sjómaður, en hann mun hafa farið með hlut- verk Skugga-Sveins 60—70 sinnum og jafnan gert því hin beztu skil. Öllum hugsandi mönnum, einn- ig úr flokki sjálfstæðismanna, hefur verið það næsta torraðin gáta, hvernig stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið í framkvæmdinni síðan núverandi stjórn tók við völdum. 1 blaðinu Tíminn frá 3. þ.m. er í leiðara vikið að þessu efni á hógværan hátt undir fyrirsögn- inni: „Megineinkenni stjórnarand- stöðunnar" Fer umrædd grein hér á eftir: „Sjálfstæðisflokkurinn er nú búinn að vera þrjá ársfjórðunga í stjórnarandstöðu. Ef menn virða fyrir sér störf hans á þessum tíma, koma þrjú höfuðeinkenni glöggt í ljós. Þau eru: Flokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir neinu jákvæðu málefni og ekki bent á nein jákvæð úrræði í þeim málum, sem nú eru næstu vandamál þjóðarinnar, efnahags- málunum. Það eina, sem hann hef- ur gert í þeim efnum, er að halda uppi algerlega neikvæðum áróðri um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn hóf stjórnarandstöðu sína með því að reyna að spilla fyrir ríkisstjórninni með ósönnum fréttasendingum úr landi. Þessu hefur flokkurinn haldið áfram síð- an og er nú upplýst, að forkólfar hans hafa gert allt, sem þeir hafa getað, til þess að spilla fyrir því vestanhafs að lán fengist til nýju Sogsvirkjunarinnar. Flokkurinn hefur reynt að ýta undir nýja verðbólgu eftir megni. Hann hefur látið iðnrekendur bjóða fram kauphækkun á sama tíma og þeir kvarta mjög undan bágri afkomu iðnaðarins. Hann fagnar sérhverri uppsögn á kaup- samningum í blöðum sínum. Hann deilir jafnframt hart á verðlags- yfirvöldin fyrir að leyfa ekki meiri verðhækkanir. Takmark hans er bersýnilega það að reyna að koma nýrri kauphækkunar- og verðhækkunarskriðu af stað. Þegar athuguð eru þessi megin- einkenni á stjórnarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins, getur áreiðanlega ekki hjá því farið, að menn sjái hve fullkomlega ábyrgðarlaus hún er. Hún er eins og miðuð við það að skapa þjóðinni áföll og erfið- leika, eins og hlotist hefði af því, ef lánið til Sogsvirkjunarinnar hefði ekki fengist, eða hljótast myndi af því, ef ný kaup- og verð- hækkunarskriða færi af stað. Hér er ekki hugsað neitt um þjóðar- hagsmuni, heldur það eitt að valda ríkisstjórninni erfiðleikum. ef það markmið næst, er allt í lagi, þótt þjóðin verði fyrir tjóni. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafa það sér ekki til afsökunar, að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Engum er ljósara en þeim, sem hafa árum saman reynt á- rangurslaust að fá lán til Sogs- virkjunarinnar, hvaða erfiðleikum það hefði valdið, ef þetta lán hefði ekki fengist hú. Skrif þeirra um verkfallið 1955 og afleiðingar þess, eru ótvíræð sönnun þess, að þeir vita vel, hvaða afleiðingar kaup- hækkanir hefðu nú fyrir atvinnu- vegina, og hvað þýðingarlausar þær væru til að bæta afkomu laun- þega. Það, sem hefur stjórnað þessum ábyrgðarlausu gerðum Sjálfstæðis- flokkssins, er hatrið á stjórninni og vonin um það, að þeir gætu knúið fram stjórnarskipti, ef þeim tækist að gera nógu mikið til bölv- unar. En forkólfar Sjálfstæðis- flokksins fara hér villtir vegar. Þeir vinna sjálfum sér mest tjón með þessum vinnubrögðum, því að allt hugsandi og sanngjarnt fólk fær andúð á þeim fyrir óbilgirni þeirra og ábyrgðarleysi. Því meira, sem þeir gera af slíkum verkum, því ljósari verður líka nauðsyn þess, að treysta núverandi stjóm- arsamstarf og skapa því sem traustastan framtíðargrundvöll. Með þessari framkomu sinni treysta forkólfar Sjálfstæðis- flokksins ríkisstjórnina í sessi, sem ekki er aðlasta, þótt tilgangurinn sé raunar allt annar. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins ættu vissulega að fara að hugsa ráð sitt betur og láta ekki alveg stjórnast af reiðinni yfir því að hafa misst ráðherrastólana. Þeir eiga langa stjórnarandsstöðu fyrir höndum og því lengri, sem þeir haga sér lengur á þann hátt, sem þeir hafa gert að undanförnu. Þéir verða að leitast við að gera sér ljóst það hlutskipti og haga sér samkvæmt því.“ —oOo— Tilhynning. Með tilvísun til laga og reglugerðar um iðnfræðslu þykir rétt að prófnefndir í umdæmi Iðnfulltrúans á Vesturlandi hafi þann hátt á, að taka eigi nemendur til prófs, fyrr en þær hafa lagt fyrir fulltrúann skjöl þau, er fylgja skulu prófbeiðni. Að gefnu tilefni skal þeim, sem hlut eiga áð máli, bent á, að umsóknir um iðnnám skal senda til iðnfulltrúa. Samningar skulu síðan sendir honum til staðfestingar áður en mánuður er liðinn af námstíma. ísafirði, 30. marz 1957. Iðnfultrúinn á Vesturlandi, Daníel Kristjánsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.