Ísfirðingur


Ísfirðingur - 21.06.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 21.06.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. KaupiS og lesiS ISFIRÐING Þafi borgar sig að auglýsa. AuglýsiS í ÍSFIRÐINGI á ísafirði Aðalfundnr ísafjarð- ardeildar K.l. Hátíðahöld dagsins hófust á því að safnast var saman kl. 13,30 við Austurvöll. Þar lék Lúðrasveit ísafjarðar nokkur lög, undir stjórn H. Herlufsen. Kl. 13,45 var lagt af stað í skrúðgöngu frá Austurvelli að hátíðasvæðinu við Túngötu, með Lúðrasveit Isafjarðar, skáta og íþróttamenn í fararbroddi. íþróttamenn og skátar báru fána. Skrúðgangan var mjög fjölmenn, og líklega sú fjölmennasta sem hér hefur sést. Eins og við var að búast höfðu börnin fjölmennt til skrúðgöngunnar. og báru þau flest smærri fána. Á hátíðasvæðinu við Túngötu hófust dagskráratriðin kl. 14 með því að hátíðin var sett af formanni 17. júní-nefndarinnar, Þorgeiri Hjörleifssyni, og kynnti hann jafnframt dagskrána. Þá lék Lúðrasveit Isafjarðar nokkur lög, en að því loknu flutti Björn H. Jónsson, skólastjóri, aðalhátíða- ræðuna og var ræðan snjöll og hin athyglisverðasta. Að ræðu hans lokinni söng Sunnukórinn nokkur ættjarðarljóð, undir stjórn Ragn- ars H. Ragnar. Að því loknu lék Lúðrasveit ísafjarðar á ný nokk- ur lög. Næsta atriði var það, að flutt var ávarp Fjallkonunnar, en það gerði frú Kristjana Jónsdóttir, og Kappleikir 17. júni 17. júní fóru hér fram kappleik- ir í handknattleik (stúlkur) og knattspyrnu milli Harðar og Vestra. 1 handknattleiknum var keppt um ,,17. júní-bikarinn“, gef- inn af þjóðhátíðarnefndinni í fyrra, en handhafi bikarsins var ksf. Hörður. Var leikur þessi afar skemmtilegur og spennandi, áreið- anlega sá bezti leikur sem sézt hef- ur hér í mörg ár. Leiknum lauk með sigri Harðar 6:5. í knatt- spyrnunni sigraði Hörður einnig með 3:0, öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Keppt var um svo- nefndan KR-bikar, gefinn af Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Er þetta í 3ja sinn, sem Hörður vinnur þennan bikar (’53, ’55 og 1957), en Vestri hefur unnið hann tvisvar (’54 og 1956). Til þess að vinna bikarinn til eignar þarf sama féiag að vinna hann þrisvar í róð eða fimm sinnum alls. fórst henni það mjög vel. Strax að loknu ávarpi Fjallkonunnar söng Sunnukórinn þjóðsönginn, og var þar með lokið fyrri hluta úti- hátíðahaldanna. Mjög mikið fjöl- menni var viðstatt hátíðahöldin, enda var veður hið blíðasta. Há- tíðasvæðið var fánum prýtt, og hafði verið komið fyrir söng- ög ræðupalli. Kl. 16 hófust svo hátíðahöld, sem sérstaklega voru ætluð böm- unum. Lúðrasveit Isafjarðar lék, Guðjón Kristinsson, skólastjóri, flutti ræðu og leikinn var einleik- ur á harmoniku. Það gerði Ásgeir Sigurðsson, Brunngötu 10 hér í bænum, 15 ára gamall. Þá fór fram almennur söngur undir stjóm Gunnlaugs Jónassonar, en lúðra- sveitin lék undir. Þá skemmti Barnaskólinn. Bamaskóla ísafjarðar var slit- ið 23. maí s.l. 1 skólanum vom í vetur tæplega 400 börn, og luku nú í vor 59 burtfararprófi. Hæstu einkunn við burtfararpróf hlaut Margrét Jóelsdóttir, 9,3 og var það jafnframt hæsta einkunn yfir skól- ann. Við skólaslitin flutti skólastjór- inn, Björn H. Jónsson, ræðu. Hann mun nú í haust láta af skólastjórn og þau hjónin flytja búferlum suð- ur. Er nánar minnst á kennslu- störf þeirra hjóna á öðmm stað hér í blaðinu, en þau hafa verið vinsælir kennarar og Björn H. Jónsson farsæll skólastjóri. Gagnfræðaskólinn. Gagnfræðaskólanum var slitið 21. f. m. að viðstöddu fjölmenni, og hófst athöfnin með almennum söng, er söngkennarinn, Ragnar H. Ragnar, stjórnaði. Arngrímur Fr. Bjarnason, kaupmaður, flutti ræðu og afhenti verðlaun fyrir ritgerð um bindindismál, en Umdæmis- stúka Vestf jarða efndi til ritgerða- samkeppninnar. Tvenn verðlaun voru veitt og hlutu þau sex nem- endur. Fyrstu verðlaun hlutu þau Agnes óskarsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Sighvatur Björg- vinsson. önnur verðlaun hlutu þau Gestur Þorgrímsson bömunum með sögum og leik. Hér á eftir fór svo fram hand- knattleikur stúlkna, og að þeim leik loknum fór fram knattspymu- keppni á íþróttavellinum og er nánar sagt frá þessum leikjum á öðrum stað í blaðinu. Þar með lauk útihátíðahöldum dagsins er höfðu tekist ágæta vel. Merki dagsins vom seld allan daginn á götum bæjarins. Um kvöldið vom svo haldnir dansleikir í Alþýðuhúsinu, Uppsölum og Templarahúsinu. Þar skemmti einnig Gestur Þorgrímsson. 1 17. júní nefndinni vom auk formannsins sem fyrr er nefndur, þeir Jón H. Guðmundsson, Guðjón Kristinsson, Guðmundur í. Guð- mundsson og Magnús Þórðarson. Ásthildur ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Sæmundur Guð- mundsson. Skólastjórinn, Guðjón Kristins- son, flutti yfirlitsræðu um skóla- starfið. Nemendur í vetur vom um 140 og luku 12 gagnfræðaprófi. 40 luku unglingaprófi og 22 miðskóla- prófi úr 3 bekk verknámsdeildar. Undir landspróf gengu 12 nem- endur. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Leó Kristjánsson í 2. bók- námsdeild, 9,29. Hæstueinkunn við gagnfræðapróf hlaut Agnes Ósk- arsdóttir, 9,23, og hæstueinkunn úr landsprófsdeild fékk Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, 8,50. Skólastjór- inn afhenti gagnfræðingum próf- skírteini og árnaði þeim heilla. Verðlaun voru veitt fyrir náms- afrek og fyrir vel rækt trúnaðar- störf. Að lokum var sungið undir stjóm Ragnar H. Ragnar. Tónlistarskólinn. Tónlistarskólanum var slitið 1. júní s.l. og hafði hann þá starfað í 8 mánuði. Skólastjórinn Ragnar H. Ragnar flutti yfirlitsræðu um starfið á s.l. vetri. 1 skólanum vom í vetur 47 nem- endur, þar af 36 sem lögðu stund á píanóleik. Auk skólastjórans kenndu við skólann frk Elísabet Aðalfundur Isafjarðardeildar Kaupfélags Ísfirðinga var haldinn í Templarahúsinu 4. þessa mánað- ar. Þar voru rædd ýms Kaupfé- lagsmál, af áhuga og fjöri. For- maður deildarinnar bauð hinn nýja kaupfélagsstjóra, Jóhann T. Bjarnason, velkominn til starfa í þjónustu kaupfélagsins. Kosnir voru 30 fulltrúar á Aðalfund K.í. og 13 varamenn. Stjóm deildarinn- ar var endurkosin, þeir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, formað- ur, Jón H. Guðmundsson og Guð- mundur G. Kristjánsson. Vara- menn Helgi Finnbogason og Jón A. Jóhannsson. -----oOo----- Kristjánsdóttir og Guðmundur Árnason, sem kenndu á píanó, Jónas Tómasson, kenndi á orgel og H. Herlufsen á blásturshljóðfæri. Auk píanóleiks kenndi skólastjór- inn tónfræði. Þann 29. maí s.l. hélt skólinn vorhljómleika í Alþýðuhúsinu er voru vel sóttir. Komu þar fram 30 af nemendum skólans. Við skóla- slitin léku 3 nemendur verk eftir Beethoven. Verðlaun voru veitt 6 nemendum fyrir leikni og kost- gæfni við námið. Þessi hlutu verð- laun: Ásdís Ásbergsdóttir, Kristjana Kjartansdóttir, Lára S. Rafnsdótt- ir, Nanna Jónsdóttir, Sigríður Ragnarsdóttir Ragnar og Sigrún Guðmundsdóttir. Húsmæðraskólinn. Húsmæðraskólanum á ísafirði var slitið 7. júní. Við skólaslit skýrði skólastjóri frá starfsemi skólans á liðnu skóla- ári. 29 stúlkur hafa stundað nám við skólann í vetur. Aðalbjörg Ing- varsdóttir frá Syðra-Lóni í Norð- ur-Þingeyjarsýslu hlaut hæstu einkunn við burtfararpróf, 9,3. Voru henni veitt verðlaun (árituð silfurskeið) úr Verðlaunasjóði frú Camillu Torfason. Framhald á 2. síðu. Skólaslit

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.