Ísfirðingur - 10.08.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 10.08.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaSsins er 332. KaupiQ og lesiS ISFIRÐING ÞaS borgar sig ao áuglýsa. Auglýsib" í ISFIRÐINGI VII. árgangur. ísafjörður 10. ágúst 1957. 10. tölublað. Verðbólgudýrkun Sjáifstæðisflokksins. íþróttir. Vesturlandspiltunum hefur verið órótt síðan núverandi xíkisstjórn var mynduð, að forgöngu fram- sóknarmanna. Reyna þeir að kenna Framsóknarflokknum um allt, sem miður fer í landinu, líka álögur þær, sem leggja varð á þjóðina um síðustu áramót vegna útflutn- ingsframleiðslunnar, og spyrja síð- an hneykslaðir: „Hvenær er, eða verður, hægt að treysta Framsókn- arflokknum til góðra og skynsam- legra verka?" Þeir, sem þekkja til sögu verð- bólgunnar s.l. 15 ár, hljóta að brosa að svona tilburðum hins seka til að koma sök sinni á aðra. Kjarni Sjálfstæðisflokksins, heildsalaliðið, eygði gullin tæki- færi til auðsöfnunar snemma á styrjaldarárunum, ef þeir fengju bara ráðið stefnunni, og það tókst þeim með aðstoð flokks síns. Þá fæddist dálæti þeirra á verðbólgu. Með sívaxandi verðbólgu hækkuðu fasteignir þeirra í verði ár frá ári, svo og vörubirgðir og erlendar innistæður þeirra í íslenzkum krónum. Tækifærið var því strax notað 1942. Á því ári stofnaði formaður Sjálfstæðisflokksins til minni- hlutastjórnar í landinu með hlut- leysi kommúnista og Alþýðu- flokksins, undir því yfirskyni að koma á réttlátara kosningafyrir- komulagi. Afleiðingin varð upp- haf samfelldra stjórnarmyndunar- örðugleika og oft óstjórnar, ein- vörðungu vegna þess að síðan hef- ur engin stjórnarmyndunarmögu- leiki verið fyrir hendi nema með þátttöku sjálfstæðismanna eða kommúnista, til stórtjóns fyrir alla þjóðina. Höfuðókostur þessa ástands er dálæti þessara tveggja aðila, sjálf- stæðismanna og kommúnista, á verðbólgu og dýrtíðarvexti, sem verið hafa sameiginleg hugðarefni beggja fram á þennan dag, þó af ólíkum rótum sé runnið. Svo mikið lá formanni Sjálf- stæðisflokksins á að hrinda verð- bólguskriðunni af stað, að hann brast þolinmæði til að bíða úr- slita kosninganna, en hófst þegar handa og jók dýrtíðina um 89 stig á fáeinum mánuðum. Svo sem vænta mátti reyndist ógerlegt að mynda þingræðislega stjórn eftir kosningarnar 1942. Utanþingsstjórnin hafði ekki mætur á dekurbarni íhalds og komma, verðbólgunni. Tóku þá sjálfstæðismenn höndum saman við kommúnista í annað sinn og mynduðu nú með þeim ríkisstjórn, fyrstir allra í þessu landi. En til- gangurinn helgaði meðalið hjá þessum sálufélögum Vesturlands- manna. Þjóðinni hafði safnast gjaldeyrir erlendis, pg honum varð að eyða um hendur heildsalanna. Varð nú sú kenning til í áróðurs- miðstöð Sjálfstæðisflokksins, að verðbólga væri hið ákjósanlegasta ráð til að „dreifa stríðsgróða með- al almennings". Jafnframt var tekið til við að eyða gjaldeyris- innstæðunum af dæmalausu fyrir- hyggjuleysi, og í flestum tilfellum í fánýta hluti og beina eyðslu. En þegar aðvaranir framsóknar- manna fóru að koma í ljós um skaðsemi verðbólgunnar og glann- askapinn í stjórnarháttum íhalds- komma, og almenningur sá hvert stefndi, þá hlupu kommúnistar úr skiprúmi hjá Ólafi, því að „þeir vildu njóta vinsældanna af því að hafa eytt þeim fjármunum, sem safnast höfðu, fyrir annara til- verknað en þeirra", eins og Bjarni Benediktsson orðaði það. En þá brast kjark til að standa við verk sín. Nokkrir hagfræðingar, þar á meðal Ólafur Björnsson, haldreipi Sjálfstæðisflokksins í hagfræðileg- um efnum, voru fengnir til að taka út þrotabú verðbólgudýrkendanna, og reyndist útkoman hörmuleg. Það kom berlega í ljós að allir töpuðu á verðbólgupatentinu, nema heildsala- og braskaraklíka íhaldsins. En aðdáendur verðbólgu og brasks létu ekki hugfallast, en tóku bara upp nýja hernaðarað- ferð. Nú var blaðinu snúið alveg við um áróðursaðferðir. Verðbólgan og ótímabærar kauphækkanir for- dæmdar og foringi Sjálfstæðis- flokksins látinn lýsa því yfir opin- berlega að þeir hefðu „verið á villigötum í efnahagsmálum allt frá stríðsbyrjun", enda hafði þá halli á ríkisbúskapnum numið ná- lega 200 milljónum króna á fimm árum undir fjármálastjórn sjálf- stæðismanna. Þessari yfirlýsingu fögnuðu í- haldsblöðin og töldu að þurft hefði „mikið pólitískt hugrekki til að sýna þingihu og þjóðinni hina réttu mynd af ástandinu". Það er að segja satt. Nú var rekstursgrundvöllur allr- ar útflutningsframleiðslu lands- manna hruninn, og allt komið í ófæru. Nú hefði mátt ætla að reynt yrði að bæta í brestina og fram- leiðsluatvinnuvegunum skapaður heilbrigður rekstursgrundvöllur. En viðbrögð verðbólgudýrkend- anna sáu fyrir því að svo varð ekki. Kommúnistar tóku upp harð- snúna kaupkröfubaráttu, og í- haldið velti hallarekstri framleið- enda á bak almennings með styrkjagreiðslum í formi báta- gjaldeyris, og með beinum styrkj- um úr ríkissjóði, sem síðan Iögð- ust með sívaxandi þunga á herð- ar almennings, og alltaf óx verð- bólgan. Um s.l. áramót var bátagjald- eyriskerfið afnumið og áætlaður reksturshalli útflutningsfram- leiðslunnar greiddur fyrir opnum tjöldum. Kom þá í ljós að enn vantaði 400 milljónir króna til að útgerðin yrði rekin hallalaust. Framhald á 4. síðu. Um síðastliðna helgi fóru fram hér í bænum ýmsar íþróttakeppn- ir, svo sem knattspyrna, hand- knattleikur og boðhlaup. í knattspyrnu áttust við lið frá Í.B.l. og meistaraflokkur K.R. frá Reykjavík. Háðir voru tveir leik- ir og sigraði K.R. þann fyrri með 3:1, en ísfirðingar þann síðari með 2:1. Á sunnudaginn var kept í boð- hlauip drengja og tóku þátt í því tvær sveitir, frá Herði og Vestra. Sveit Harðar sigraði með yfirburð- um. Þá var sama dag keppt í hand- knattleik kvenna, og sigraði Vestri Hörð með 4:3. Á næstu helgi mun flokkur knattspyrnumanna héðan frá Isa- firði halda í keppnisferðalag til Noregs og Danmerkur. Farar- stjórar verða Haraldur Steinþórs- son, fyrrverandi formaður I.B.I., og Alfreð Alfreðsson, núverandi formaður. Alls verða 17 þátttak- endur í ferðinni. Auk þess munu nokkrar konur íþróttamannanna taka þátt í ferðalaginu. Yfirlit nm aflabrogð í Vestfirðingaf jórðungi í júlímánuði 1957. Patreksfjörður. Þrír þilfarsbát- ar frá 5 til 12 lesta voru á færa- veiðum en einungis einn smávél- bátur og öfluðu vel. Mestan afla hafði v.b. Mummi, um 40 lestir í mánuðinum, aðeins 4 menn undir færi. Má það teljast afbragðs afli. — Togaraaflinn var og góður. — B.v. Gylfi fékk 690 lestir í tveim- ur veiðiferðum, kom úr síðari ferð- inni 31. júlí. Ólafur Jóhannesson fékk 536 lestir í tveimur ferðum. — Einn vélbátur, v.b. Sigurfari, fór í sköturóður, sem svo er nefnt, og fékk hann um 6 lestir af skötu á fáeinum sólarhringum. Bíldudalur. Fimm smáir bátar voru á færaveiðum. Dágóður afli, en nokkuð sjaldgjöfult. Þingeyri. Góður afli framan af mánuðinum. — Fékkst þá, auðvit- að langmest, um 1300 kg. á færi í sjóferð í eitt skipti. — Nokkuð tregari afli síðari hluta mánaðar- ins, en má þó teljast góðfiski yfir- leitt. Sex bátar, þrír með þilfari, gengu þaðan. Flateyri. Góður smábátaafli og hjá sumum ágætur. Mestur mán- aðarafli á bát talinn um 30 lestir, með þremur mönnum undir færi. Sjö smábátar með tveimur og þremur mönnum gengu þarna í júlí. Togaraaflinn var: Gyllir með 454 lestir í þremur veiðiferðum, Guðmundur Júní var lengi í slipp, fór eina ferð og aflaði 170 lestir. Suðureyri. Fimm og sex smáir vélbátar með tveimur og þremur mönnum, voru á færaveiðum. Fengu þeir reitingsafla en öfluðu ekki verulega vel, enda var fremur sjaldgjöfult. — Vélskipin Friðbert Guðmundsson og Freyja byrjuðu reknetaveiðar um 20. júlí. Voru bátarnir fyrst að veiðum við Snæ- fellsnes og fengu þar um 80 tn. fyrst, en undir mánaðamótin voru þeir á heimamiðum og fengu þar aðeins um 30 tunnur síðustu daga mánaðarins. Bolungavík. Þaðan stunda færa- veiðar f jórir og fimm þilfarsbátar, 5 til 14 lesta, og tíu og ellefu smá- bátar með einum og tveimur Framhald á 4. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.