Ísfirðingur


Ísfirðingur - 10.08.1957, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 10.08.1957, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Minningarorð: Haildór Olafsson múrari. r •< ISFIBÐINGUB tJtgefandi: Framsóknarfélag ísfirðinga. Ábyrgðarmafiur: Jón Á. Jóhannsson Af greifislamaður: GuÖmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 - Verkfalli lokið. Verkfallinu á kaupskipaflotan- um er lokið. Því lauk um s.l. helgi og hafði þá staðið yfir í nærfellt 7 vikur. Allan þennan tíma, há- bjargræðistímann, bezta siglinga- tíma ársins, voru kaupskipin bund- in við landfestar, allri þjóðinni til tjóns og baga. Við íslendingar höfum á síðasta áratugnum eða svo eignast mjög glæsilegan kaupskipaflota, sem að vísu þarf enn þá að auka við, svo að þjóðin verði sjálfri sér nóg um aðflutning til landsins og til þess að flytja á erlenda markaði fram- leiðsluvörur okkar. Farmennirnir hafa í hvívetna reynst farsælir og starfi sínu vel vaxnir. Við þessa starfsemi, siglingarnar, eru bundn- ar miklar. vonir allrar þjóðarinnar, enda hefur reynslan til þessa yfir- leitt spáð góðu. Helzti skugginn, sem yfir þess- um atvinnurekstri hefur hvílt nú síðustu misserin, eru hin tíðu verkföll, sem orsakað hafa stöðv- un skipanna um lengri eða skemmri tíma. Verkföll á kaupskipaflotanum hljóta jafnan að verða þjóðfélag- inu í heild til stórtjóns, því að svo mjög grípur siglingastarfsemin inn á aðra þætti í atvinnulífi lands- manna. Nauðsynjavörur til neyzlu og til beinnar starfrækslu atvinnu- veganna hlaðast upp erlendis og fást ekki fluttar heim, en skortur þessara vara hefur lamandi áhrif á athafnalífið. Útflutningsfram- leiðslan hleðst upp í landinu og kemst ekki á hina erlendu mark- aði. Skipafélögin verða fyrir gíf- urlegu fjárhagslegu tjóni af stöðv- un hinna dýru tækja, skipanna. Oft er einnig vandséður hagnaður þeirra er að verkföllunum standa. Það eru því flestir, eða jafnvel allir, sem á slíkum verkföllum tapa oftast nær, sérstaklega þegar á það er litið, að oftast mundi mega ná sama árangri, hvað kaup- greiðslum viðvíkur, án verkfalla. Það væri því ekki lítils virði fyr- ir atvinnustéttirnar og þjóðfélagið í heild, ef hægt væri að koma mál- unum þannig fyrir, að til verk- falla dragist sem allra sjaldnast. Sú þróun væri allra hluta vegna eðlileg og sjálfsögð, og ekki hvað sýzt þegar málum er svo komið, að pólitískir atkvæðaspekúlantar, Halldór Ólafsson múrari, einn af elztu og nafnkunnustu borgurum ísafjarðar, lézt að heimili sínu 23. júní s.l. eftir langvinna vanheilsu. Hann var rúmra 84 ára að aldri, fæddur 4. maí 1873 í Hnífsdal, sonur Ólafs ólafssonar og Elínar Halldórsdóttur. Eru ættir þeirra, einkum Elínar, mjög fjölmennar hér um slóðir, en verða ekki rakt- ar hér. — Þau hjón fluttu sama árið og Halldór fæddist að Sela- bóli í Önundarfirði og bjuggu þar til ársins 1882, er þau settust að á ísafirði, og átti Halldór síðan hér heima alla æfi. Halldór stundaði hér ýmsa al- genga vinnu framan af æfi. En nokkru eftir aldamótin sneri hann sér að múraraiðn og stundaði múr- verk síðan fram á efstu ár. Var hann meðal fyrstu múrara hér í bænum og vann að byggingu elztu steinhúsa bæjarins. — Hann var lögregluþjónn í mörg ár á bæjar- fógetaárum Magnúsar Torfasonar, en sagði af sér því starfi. Var starfið erfitt á þeim árum, er ein- ungis var einn lögreglumaður í bænum, og stundum róstusamt. En Halldór var knár og fylginn sér og gat jafnan bugað óróaseggi. Halldór tók jafnan mikinn þátt í margvíslegum félagsmálum bæj- arins. Hann gerðist templar á fyrstu árum stúknanna hér í bæn- um, og gegndi þar lengi margvís- legum trúnaðarstörfum. Hann var meðal forustumanna í verkalýðs- málunum og lengi í stjóm verka- lýðsfélagsins Baldurs. Um skeið var hann varafulltrúi í bæjarstjórn Isafjarðar og mætti þá oft á bæjarstjórnarfundum. Ýms önnur félagsmálastörf hafði hann á hendi. En minnistæðastur er Halldór hinum eldri bæjarbúum fyrir leik- starfsemi sína. — Hann kom hér fyrst á leiksvið árið 1889, og síð- asta hlutverk hans var í leikrit- inu „Frænka Charles“ 1947. — Þá var talið að hann hefði tekið þátt í á þriðja hundrað leiksýn. segir í afmælisriti Leikfélags ísa- fjarðar. Óteljandi eru þær ánægju- stundir, sem Halldór og félagar hans veittu Isfirðingum á fyrri ár- um, meðan bæjarlífið var fábreytt- ara og engar kvikmyndasýningar. En þessi verk voru ekki unnin án fómar og langrar tómstunda- vinnu. Halldór er kunningjum sínum eins og sjálfstæðisklíkan, vinna orðið að því að gera verkföll sem torleystust, svo sem raun varð á í nýloknu farmannaverkfalli. hugþekkur fyrir óvenju létta lund. Hann var gleðimaður alla daga, síkátur, fjörugur og fyndinn. Veikindi á heimilinu og ýmis- legt andstreymi bar hann jafnan með hugprýði, svo honum sást ekki bregða. — En þótt hann væri léttur í máli, var hann fastur fyrir í skoðunum, og ofraun var það öllum að tala hann á sitt mál. Hann hafði jafnan mikinn áhuga á landsmálum og málefnum bæjar- félagsins. Var jafnaðarmaður og fylgismaður Alþýðuflokksins jafn- an, og oft atkvæðamikill liðsmað- ur hans í kosningum. Halldór Ólafsson kvæntist 13. nóvember 1898, Ástríði Ebenezers- dóttur, ættaðri frá Breiðafirði, hinni mestu skörungskonu. Hún légt eftir langvinn veikindi 19. febrúar 1951. Eru þrjár dætur þeirra á lífi: Anna, kona Guð- brands Kristinssonar pípulagnina- meistara, Áróra, leikkona, gift Indriða Halldórssyni, og Margrét, ógift. Hún stóð fyrir búi föður síns og stundaði hann af prýði í löngum sjúkleika hans síðasta ár- ið. Margt skemmtilegt mætti um Halldór Ólafsson segja, en þessi orð verða að nægja á þessum stað. Hann var aldrei gefinn fyrir að skjalla náungann og kaus engin hrósyrði sér til handa. — Hann lagði svo fyrir að um sig yrði ekki haldin líkræða í kirkjunni. — En mér finnst bærinn hafa misst svip við að hinn léttstigi, sviphýri, aldraði maður niætir manni ekki lengur á götunum, með gleðibros og gamanyrði. Kr. J. á íslandi. Fyrsta heimsmeistaramót, sem fram hefur farið hérlendis, hófs í Reykjavík 11. f.m. Þá fór fram alþjóðamót stúdenta í skák, og voru keppendur frá 14 þjóðum. Almennur áhugi er hér á landi fyrir skák, og fylgdust menn með fréttum frá þessu móti méð mikl- um áhuga. Vafalaust mun þetta mót efla enn þá frekar skákáhuga íslend- inga. Nýtt tímarit. Samband ungra Framsóknar- manna hefur hafið útgáfu nýs tímarits, sem hlotið hefur nafnið „Dagskrá“. Kom fyrsta hefti þessa rits út 10. f.m. og er fyrirhugað að hér verði um að ræða ársfjórð- ungsrit. Annað hefti er væntan- legt síðar á þessu ári. Ritinu er fyrst og fremst ætlað að sinna bókmenntum. í þessu fyrsta hefti er m.a. viðtal við Halldór Kiljan Laxness. Ritstjórar eru Sveinn Skorri Höskuldsson og Ólafur Jónsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.