Ísfirðingur


Ísfirðingur - 10.08.1957, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 10.08.1957, Blaðsíða 4
Hvað er í fréttum? Atvinnutækjanefnd ríkisins. Andlát. Einar Thomsen, verkamaður, lézt í sjúkrahúsi bæjarins 17. júlí s.l., 76 ára að aldri. Hjúskapur. Gefin voru saman í Holtskirkju, af prófasti Jóni Ólafssyni, þann 20. júlí s. 1. ungfrú Ragnheiður Ása Ragnarsdóttir (Ásgeirssonar lækn- is) og Lars Haugland, læknanemi. Sama dag voru gefin saman af sóknarprestinum á Isafirði, séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú María Erla Eiríksdóttir frá Kefla- vík og Birgir Valdimarsson skrif- stofumaður, Isafirði. Þann 27. f.m. voru gefin saman í Neskirkju í Reykjavík, af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Agnes Hallvarðsdóttir og Karl Aspelund frá Isafirði. Aðalfimdur Búnaðarsambands Vestfjarða var haldinn hér bænum 22. og 23. júní. Það var 50. fundur sam- bandsins og vel sóttur, vantaði að- eins fulltrúa frá tveimur félögum af 26. — Aðalviðfangsefni fundar- ins var vélakaup ræktunarsam- bandanna. Eru nú starfandi 5 ræktunarsambönd á sambands- svæðinu. Vélakostur ræktunarsam- bandanna er orðinn mikill, enda liggja þar í býsna miklar fjárhæð- ir. Búnaðarsambandið styrkir þessi vélakaup að fjórða hluta, fjórða hluta leggja ræktunarsam- böndin fram, en Framkvæmda- sjóður ríkisins helminginn. Bún- aðarsambandinu er ætlað að leggja fram á þessu ári 95 þúsund kr. upp í vélakaupin. Sterkur áhugi kom fram á fund- inum fyrir að ráða fastan starfs- mann handa sambandinu, og var stjórninni falið að athuga málið. Að fundinum loknum var hald- in 50 ára afmælisminning sam- bandsins í hinu nýja barnaskóla- húsi í Holti í Önundarfirði. Sátu þar að miðdegisverði 70—80 manns. Farið var á bílum út í Val- þjófsdal og víðar um sveitina, og skoðaðar nýjar byggingar o.fl. — Var samkvæmi þetta að öllu leyti hið ánægjulegasta. Fundur til að kjósa fulltrúa á fund Stéttasambands bænda, úr Norður- ísafjarðarsýslu, var haldinn í lok sambandsfundarins. — Kosnir voru Ágúst Hálfdánsson bóndi á Eyri og Guðmundur Magnússon bóndi á Hóli í Bolungavík. Síldveiðarnar. Allgóður afli í reknet hefur ver- ið í Húnaflóa að undanförnu og eru þar nú mörg skip að veiðum. Hér úti fyrir Vestfjörðum hefur hinsvegar lítið eða ekki orðið vart síldar. Herpinótaveiði fyrir Norður- Atvinnutækjanefnd ríkisins hef- ur verið á ferðalagi um Vestfirði að undanförnu. Kom hún fyrst til Patreksfjarðar s.l. sunnudag og hefur síðan heimsótt þorpin á Vestfjörðum, rætt við sveitar- stjórnir, skoðað hafnarmannvirki, fiskiðjuver og önnur helztu at- vinnutæki. Hér í bænum átti nefndin fund með bæjarráði s.l. þriðjudag og voru atvinnumálin rædd, og þá sérstaklega um öflun hráefna til vinnslu og verkunar. Fyrir liggja héðan umsóknir um Verðbólgudýrkun Sjálf- stæðisflokksins. Framhald af 1. síðu. Svo aumlega hafði verið haldið á málum útvegsins undir stjóm sjálfstæðismanna. Þessa skuld varð að greiða fyrir íhaldið, og það vita Vesturlandspiltar manna bezt, þótt þeir reyni að kenna framsóknarmönnum um. Þeir geta skýrt þetta fyrirbæri fyrir lesendum sínum með því að skýra frá afkomu t.d. togaraút- gerðarfélaganna, sem flest, samkv. opinberum heimildum, voru rekin með milljóna tapi á s.l. ári, þrátt fyrir stórkostlegar styrkjagreiðsl- ur frá því opinbera. Þá tapaði t.d. togarafélag sem á og rekur tvo togara, 3,2 milljónum króna og fékk í styrki 3,4 milljónir. Það vantaði því 6,6 milljónir króna til þess að það bæri sig. Vegna þessa fyrirtækis og ann- ara slíkra, sem verðbólgudýrkun Sjálfstæðisflokksins hefur komið á vonarvöl, voru hinar þungu skatta- byrðir lagðar á þjóðina af fram- sóknarmönnum og öðrum. „Hve- nær er eða verður hægt að treysta Framsóknarflokknum til góðra og skynsamlegra verka“, spyr svo í- haldið á ísafirði. Vesturlandspiltum finnst líklega að það hafi verið illt verk og ó- skynsamlegt að forða umræddu togarafélagi, og öðrum slíkum nauðsynjafyrirtækjum, frá gjald- þroti, og útflutningsframleiðslu landsins frá stöðvun. En mörgum öðrum mun finnast að þetta hafi verið gott verk og þarft og skynsamlegt. Hafa fram- sóknarmenn átt hlut að mörgum slíkum verkum, sem vert væri að Vesturlandsmenn hefðu í huga. landi hefur lítil eða engin verið að undanförnu, og nokkur skip eru þegar hætt þar veiðum. kaup á togurum, en ríkisstjómin hefur svo sem kunnugt er áformað að láta smíða allmörg slík fiski- skip. Svo sem annars staðar skoð- aði nefndin hér hafnarmannvirkin, hraðfrystihúsin og fleiri atvinnu- stöðvar. Fyr í sumar hefur nefndin farið um Strandasýslu og Norðurland. Nefndina skipa þeir Gísli Guð- mundsson, alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar, Birgir Finnsson, forstjóri ísafirði, og Tryggvi Helgason, útgerðarmaður Akureyri. “íst oo andstreymi,, Fallframbjóðandi íhaldsins, Þar- valdur Garðar Kristjánsson, var nýlega á ferð í Vestur-lsafjarðar- sýslu, líklega til að rifja upp sitt póhtíska andstreymi þar í sýslu. Einn daginn sást piltur þessi á Suðureyri og þann dag efndi í- haldsflokkurinn til samkomu þar á staðnum og fékk til söngvara og leikara að sunnan, og var þar sýnt leikritið „Ást og andstreymi“. Ekki er blaðinu kunnugt um það, hvort fallframbjóðandinn hafi látið ljós sitt skína í ræðu, en hafi svo verið þá hefur hún ekki verið merkilegri en það, að jafnvel íhaidinu hefur ekki þótt taka því að láta þess getið. Ekki er talið líklegt að Þorvald- ur Garðar hafi áhuga á því að falla einu sinni enn í Vestur-lsa- fjarðarsýslu. Hinsvegar mætti vel hugsa sér síðustu samkomu í- haldsins á Suðureyri sem einskon- ar kveðjusamsæti af hans hálfu, og mörgum virðist að nafnið á ofannefndu leikriti, sem sýnt var, sé táknrænt fyrir allt hans póli- tíska basl og andstreymi. HandritamðliO. Handritamálið er nú mjög á dagskrá, bæði hér heima og í Dan- mörku. Fyrir aðgerðir ríkisstjórn- ar Islands verða viðræður um þetta mál væntanlega hafnar við dönsk stjórnarvöld mjög bráðlega. Á- hrifamiklir einstaklingar og ýms samtök í Danmörku eru okkur mjög hlynnt í þessu mikilsverða máli, og mætti því vænta góðs árangurs. T.d. hafa lýðháskóla- menn í Danmörku nýlega gefið út bók um handritamálið, en þeir hafa jafnan manna bezt skilið kröfur okkar um endurheimt hand- ritanna. Aðalfundur K.Í. Aðalfundur Kaupfélags Isfirð- inga var haldinn í Góðtemlara- húsinu hér, sunnudaginn 14. f.m. Þar voru lagðir fram reikn- ingar félagsins fyrir árin 1954, 1955 og 1956. Því miður hefur rekstur Kaup- félagsins verið óhagstæður þessi ár. Aðallega byggðist tapið á halla sem varð á rekstri Edinborgar og Langeyrar. Frestað var afgreiðslu reikninga ársins 1956, þar eð ekki hafði unn- izt tími til endurskoðunar þeirra, en fyrverandi kaupfélagsstjóri skýrði reikninga áranna 1954 og 1955. I stjórn félagsins voru kjömir: Ragnar Ásgeirsson, Birgir Finns- son, Björgvin Sighvatsson, Stefán Stefánsson, Guðmundur Guð- mundsson, allir á Isafirði, Hafliði Ólafsson, ögri, Sigurður Hannes- son, Ármúla, Bjami Guðnason, Súðavík og Kristján Jónsson, Hnífsdal. mönnum. Góður afli á stærri bát- ana, er voru að veiðum norður með Ströndum, en oft rýr á smærri báta. Veiðar stopult stund- aðar af ýmsum bátanna, og heild- araflinn í júlí talsvert minni en í júní. ísafjörður. Níu þilfarsbátar frá 5 til 20 lesta með þremur til fimm mönnum, vora á færaveiðum. Afli þeirra oftast góður, stundum á- gætur, þó heldur lakari en í júní, enda nokkm stormasamara. Afla- hæstu bátar hafa náð nær 70 lest- um yfir báða mánuðina, með 4 og 5 mönnum undir færi. V.b.Ein- ar (5 lesta) aflaði um 59 lestir yfir júní og júlí með einungis 3 mönnum, og mun hann tiltölulega aflahæstur. Togaraaflinn var: Sól- borg úr einni veiðiferð (var í slipp lengi) 295 lestir. ísborg fékk 375 lestir í tveimur veiðiferðum. — auk þess landaði skipið 2. ág. sem telst til þess mánaðar. Nokkrir smábátar með einum og tveimur mönnum voru slitrótt að veiðum, öfluðu illa. Súðavík. Einungis einn 7 lesta bátur var á færaveiðum framan af mánuðinum stuttan tíma. Afli hans fremur rýr. Steingrímsfjörður. Góður afli var þar á smábáta í júlí, en sjald- gjöfult. Fékkst dálítið af smásíld til beitu og voru bátar með línu. Fengu þeir þá frá 100 til 1500 kg. í sjóferð, tveir á bát. Fimm bátar með tveimur mönnum voru að veiðum. — Síðustu daga mánaðar- ins byrjuðu tveir þilfarsbátanna reknetjaveiðar og fengu aðeins um 30 tunnur hvor í lögn. Yfirlit um afiabrögð. Framhald af 1. síðu. J

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.