Ísfirðingur - 03.10.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 03.10.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaosins er 332. Kaupið og lesið ÍSFIRÐING VII. árgangur. Isaíjörður, 3. október 1957 Það borgar sig að auglýsa. Auglýsid í ÍSFIRÐINGI 11. tölublað. Iðnstefna samvinnumanna 1957 12 verksmiðjur samvinnufélaganna sýndu framleiðslu sína Fjórðungsþing Vestfjarða Á síðustu 16 árum hefur mann- fjöldi á íslandi aukizt um 42.000, en af þeim hefur iðnaðurinn veitt atvinnu og lífsviðurværi 22.000 — eða meira en helmingi, sagði Gylfi Þ. Gíslason, iðnaðarmálaráðherra í ræðu á Akureyri, miðvikudaginn 28. ágúst s.L, er Iðnstefna sam- vinnumanna 1957 var opnuð. Gylfi benti á, að í framtíðinni hlyti iðn- aðurinn að halda áfram í vaxandi mæli að taka við fólksfjölguninni í landinu. Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, setti stefnuna, og skýrði frá því, að samvinnuverksmiðjurnar veittu um 500 manns atvinnu og hefðu selt framleiðslu sína fyrir um 60 milljónir króna s.l. ár! Hann benti sérstaklega á það í ræðu sinni, að nú væru að opnast mark- aðir erlendis fyrir vörur úr ís- lenzkri ull, dúka áklæði, peysur og fleira, og mundi verða kleift að flytja allmikið af þessum vörum úr landi, ef þær aðeins fengju sömu aðstöðu hvað verðlag snert- ir, sem fiskur og kjöt nú fá. Erlendur sagði einnig, að eitt nauðsynlegasta atriðið í sambandi við framtíð iðnaðarins væri iðn- verkafólkið sjálft. Til að hægt sé að flytja vöru út, þarf hún að vera falleg og vel unnin, en iðnverka- fólkið á Akureyri hefur komizt mJög langt á því sviði og er lands- þekkt fyrir vörugæði alls, sem það framleiðir. Kvað Erlendur þetta vera einn ánægjulegasta þáttinn í uppbyggingu iðnaðarins á Akur- eyri. Mikill fjöldi manns víðsvegar af landinu var staddur við setningu iðnstefnunnar, og er talið að 80— 100 manns frá 43 kaupfélögum hafi sótt hana. Auk þess var sjálf vörusýningin í Gef junarsalnum op- in almenningi á Akureyri í tvo daga. í ræðu sinni gat Gylfi Þ. Gísla- son fyrst um það, hve áberandi honum fannst hin íslenzku vöru- heiti á sýningunni og hve stolltir menn nú væru af íslenzkum verk- smiðjuheitum. Þetta kvað hann mikla og ánægjulega breytingu frá því ástandi fyrir nokkrum árum, er það mátti ekki heyrast, að vara væri íslenzk og hún tíðum var fal- in á bak við erlend verksmiðju- og vöruheiti. Þetta kvað Gylfi sýna bezt hversu stórstígar fram- farir hefðu orðið í íslenzkum iðn- aði. Gylfi benti á, að mikið af þess- um iðnaði væri nú orðinn fullkom- lega samkeppnisfær við erlendan iðnað, og mundi raunar standa bet- ur að vígi í þeim efnum en jafn- vel forráðamenn iðnaðarins þora sjálfir að gera sér vonir um. Þá ræddi iðnaðarmálaráðherra um hinar öru breytingar í iðnaði erlendis, sem stöfuðu af tilkomu kjarnorkunnar og sjálfvirkninnar í iðnaði og nefndi mörg dæmi. Kvað hann lífsnauðsyn fyrir þjóð eins og Islendinga að fylgjast vel með þessum framförum og hag- nýta sér þær. Þó verða menn á þessum tímum, sagði Gylfi, að gæta þess að maðurinn sé ávallt herra en ekki þræll vélarinnar. Og ein bezta tryggingin fyrir því, að svo verði, er að andi samvinnu- stefnunnar móti iðnaðinn sem mest. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru opnun Iðnstefnunnar á Akur- eyri voru fulltrúar frá Innflutn- Framhald á 4. síðu. Fjórðungsþing Vestfjarða 1957 var sett að Bjarkarlundi 31. ágúst síðastliðinn. Þingið sátu 17 fultr. sýslnanna á Vestfjörðum og ísafjarðarkaup- staðar. Auk þeirra sátu þingið Ari Kristinsson, sýslumaður Barð- strendinga, og alþingismennirnir Sigurvin Einarsson og Kjartan J. Jóhannsson. Þingmenn Stranda- manna og Vestur-ísfirðinga boð- uðu forföll, sá fyrrnefndi vegna annríkis, og sá síðarnefndi vegna veikinda. Þingmaður Norður-ls- firðinga sótti ekki fjórðungsþing- ið. Forseti þingsins yar kjörinn Jó- hann Salberg Guðmundsson, sýslu- maður, og varaforseti Ari Krist- insson, sýslumaður. Á þinginu voru kjörnar þessar nef ndir: 1. Fjórðungsmálanefnd, skipuð 5 mönnum. 2. Fjármálanefnd, skipuð 3 mönnum. 3. Allsherjarnefnd, skipuð 3 mönnum. Þingið tók til meðferðar og gerði tillögur og ályktanir í f jölda mörg- Aðalfundur ísnúsfélags ísfirðinga Aðalfundur íshúsfélags Isfirð- inga var haldinn 24. ágúst s.l. Formaður félagsstjórnar, Ragn- ar Ásgeirsson, skýrði frá rekstri og afkomu félagsins á árinu 1956, og framkvæmdastjórinn, Baldur Jónsson, lagði fram endurskoðaða reikninga ársins. Afkoma félagsins hefur farið mjög batnandi undanfarin 3 ár, einkum vegna batnandi vinnu- skilyrða. Hefur verið mikil áherzla lögð á að bæta þau, og allmiklu hefur verið til þess kostað. Á undanförnum 3 árum hefur verið varið um 560 þús. kr. til af- skrifta, 475 þús. kr. til viðhalds og 1 milj. 508 þús. kr. til eignaaukn- ingar, véla og húsa. Framleiðslan hefur aukist mik- ið og var á s.l. ári um 31 þús. kassar. Afkastageta hússins nýt- ist þó hvergi nærri til fulls vegna hráefnaskorts. Hefði verið hægt að vinna hráefni ársins 1956 á 155 dögum, miðað við 8 stunda vinnu- dag. Vantar því mjög á að hrað- frystihúsið hafi verkefni við hæfi. Félagssijórnin hefur gert ráð- stafanir til að bæta úr þessu, með- al annars með leigu vélbáts, með- eign í nýjum bát sem mun verða tilbúinn til veiða í haust, svo og með hlutafjárkaupum í Togaraút- gerð ísafjarðar. Ennfremur hefur verið góð samvinna með íshúsfé- laginu og Gunnvör h.f. og Hrönn h.f. Hefur „Glámu" verið breytt til afnota fyrir bátana til mikils hagræðis fyrir þá. Miklar endurbætur fóru fram á árinu 1956. Lokið var við byggingu frystigeymis, hafin bygging fisk- móttökusals og nýtt færibanda- kerfi keypt í húsið. Er þetta nú allt komið í notkun. Félagið nýtur álits fyrir vöru- vöndun og stendur það í þakkar- skuld við verkstjóra sirin fyrir vandvirkni og samvizkusemi. Vinnuafköst hafa verið góð, og framleiðslukosLnaður mjög hófleg- ur miðað við aðra staði og nýting hráefnis ágæt. Ber það trú- mennsku og vandvirkni starfs- fólksins fagran vott, og ber að þakka það sérstaklega. ------o-—- um málum, sem mjög snerta hags- muni allra byggðanna á Vestf jörð- um. Af tillögum sem afgreiddar voru má t. d. nefna. 1. Tillögu um handritamálið, þar sem látin er í ljós ánægja yfir samþ. Alþingis í málinu, og skor- að á Alþingi og ríkisstjórn að herða baráttuna fyrir endurheimt handritanna. 2. Tillaga um vegamál, þar sem bent er á knýjandi þörf stórfelldra fjárframlaga til nýlagningar vega á Vestfjörðum, og er nánari grein gerð fyrir þessu í tillögunni. 3. Skorað'var á Alþingi að taka til rækilegrar athugunar og úrbóta nýja tekjustofna til handa bæjar- og sveitafélögum. Er í þessu sam- bandi bent á: a) að ríkið taki að sér að fullu greiðslur bæjar- og sveitarfélaga til atvinnuleysistryggingarsjóðs. b) að ríkissjóður't greiði halla á sjúkrahúsum og sjúkraskýlum sem bæjar- og sveitarfélög reka. c) að lagt verði landsútsvar á áfengisverzlun, tóbakseinkasölu og verzlunar- og 'viðskiptafyrirtæki, sem hefðu að verulegu leyti tekjur sínar af þjónustu við landsbyggð- ina. 4. Tillaga í raforkumálum f jórð- ungsins. Var fagnað yfir því, sem áunnist hefur, en lögð áherzla á að framkvæmdum verði hraðað, og að 10 ára áætlun raforkumála- stjórnarinnar yrði framfylgt. Þá var skorað á Alþingi og ríkisstjórn að láta gera tillögur og áætlun um raforku til allra heimila á Vest- fjörðum. 5. Tillaga um útfærslu landhelg- islínunnar. Er í henni gerð ýtar- leg grein fyrir ríkri þörf Vestfirð- inga á bráðri lausn þessa stórmáls. 6. Tillaga í símamálum. Er skor- að á Alþingi og simamálastjórnina að bæta sem fyrst ástandið í síma- málum Vestf jarða og að sem fyrst verði sett upp sjálfvirk símastöð fyrir Isafjörð og nágrannakaup- túnin. 7. Skorað var á flugmálastjórn- ina að hefja sem fyrst flugvallar- gerð á Skipeyri við Skutulsfjörð, og að láta fara fram rannsókn á flugvallarstæðum víðar á Vest- fjörðum. 8. Tillaga í stjórnarskrármálinu. Er fjórðungsþingið fylgjandi þeirri hugmynd að sérstöku stjórnlaga- Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.