Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.10.1957, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 03.10.1957, Qupperneq 4
Bæjarmálefni Hvað er í fréttum? Andlát. Guðný Guðmundsdóttir, Sund- stræti 31, anda,ðist hér í bænum 5. f. m. Hún var fædd að Homi í Arnarfirði 7. októbér 1881. 2 dæt- ur Guðnýjar sálugu eru búsettar hér í bænum, Þorbjörg, sem gift er Svanberg Sveinssyni, málara- meistara og Anna, sem er gift Kristni L. Jónssyni, húsasmíðam. Hjá þeim önnu og Kristni hafði Guðný heitin átt heima mörg síð- ustu árin. Hjónaefni. Eftirtalin hjónaefni hafa nýlega opinberað trúlofun sína: Frk. Kristín Jónsdóttir, Jóns- sonar frá Hvanná, og Björn Egils- son, Jónssonar, símamanns. Frk. Lára Helgadóttir, Guð- mundssonar frá Unaðsdal og Vign- ir örn Jónsson, Jónssonar skip- stjóra, ísafirði. Frk. Erna Magnúsdóttir, Jó- hannssonar Isaf. og Helgi Geir- mundsson, Júlíussonar, Hnífsdal. Aflabrögð hafa undanfariö verið rýr og þorskveiðar mjög lítið stundaðar. Til nýlundu má þó telja, að veið- ar í þorskanet hafa verið háðar í Miðdjúpinu með góðum árangri. Voru það bræður frá Hjöllum í Skötufirði, sem byrjuðu þessar veiðar, en upp á síðkastið hefii bátur af Suðurlandi stundað þess- ar veiðar. Reknetjaveiðarnar hafa verið mjög misbrestasam- ar. Um og fyrir miðjan mánuðinn fengu bátar af og til dágóðan afla, en síðan hefir aflinn farið þverr- andi jafnt og þétt, og mun nú lok- ið síldveiðum hér um slóðir. Frá Húsmæðraskóianum. Húsmæðraskólinn á Isafirði var settur 19. þ. m. Við skólasetningu skýrði skólastjóri frá því, að þar sem skólinn væri ekki fullsetinn væri í ráði að hafa fimm mánaða námskeið eftir áramót fyrir þær stúlkur, sem ekki hafa ástæður til að vera á níumánaða skóla. Verða kennd öll sömu fög og í venjuleg- um húsmæðraskólum, en aðeins skemmra farið í hverju fagi. Nýr skólastjóri. Jón H. Guðmundsson, hefur ver- ið settur skólastjóri barnaskólans á ísafirði um eins árs skeið frá 1. september s.l. að telja. Nýir kennarar. Að barnaskólanum á Isafirði hafa nýir kennarar verið ráðnir í haust svo sem hér segir: Erla Adamsdóttir, Þorgerður Bergmundsdóttir, Bjarni T. Rögn- valdsson og Hjörtur Jónsson. Erla kennir handavinnu stúlkna Hafnargarðurinn í Neðsta. Lokið er við að steypa vegginn á hafnarbakkann í Neðstakaupstað og verður nú farið að aka uppfyll- ingarefni í suðurhluta hafnarupp- fyllingarinnar. Vatnssíuhúsið. Hafin er framkvæmd við bygg- ingu vatnssíuhússins við Stórurð. Er búið að grafa fyrir grunninum, og allt efni hefur þegar verið út- vegað til verksins. Daníel Krist- jánsson, húsasmíðameistari hefur tekið að sér framkvæmd þessa verks. Gangstéttalagning. Töluvert hefur verið unnið að gangstéttalagningu í sumar. Má t. d. nefna að unniö hefur verið að gangstéttalagningu í Túngötu, Hafnarstræti og nú í Aðalstræti. íþróttasvæðið á Tori'nesi. Gísli Haldórsson, arkitekt, hef- ur gert bráðabirgðauppdrátt af hinu fyrirhugaða íþróttasvæði á Torfnesi. Er nú í undirbúningi að hefja hleðslu á grjótgarðinum framan við íþróttasvæðið. Bæjarstjóra hefur verið falið að semja við Guðmund Sveinsson, netag.m., um hleðslu garðsins, en Guðmundur hefur ráð á tækjum, sem nauðsynleg eru til þess hátt- ar verka. Væntanlega verður bráð- lega byrjað á þessu verki. I sumar voru lögð ræsi í gegnum uppfyllinguna innan við Torfnes- ið. Sjóvarnargarður. Marsellíus Bernharðsson, skipa- smíðameistari hefur tekið að sér og auk þess bókleg fög. Hin kenna eingöngu bókleg fög. Ráðið í störf. Símon Helgason, Túngötu 12, hefur nýlega verið ráðinn vara- hafnsögumaður og gæzlumaður hafnsögubátsins. Þá hefur Gunnar Pálsson, Mjall- argötu 6, verið ráðinn hafnarvörð- ur. Heimabær. Jörðin Heimabær í Arnardal hefur nú verið auglýst til leigu- ábúðar. Bæjarsjóður keypti þessa jörð í sumar svo sem áður hefur verið getið. að steypa vamarvegginn, þ. e. uppfyllingarvegginn sunnan við bæjarbryggjuna, en tréþilið í veggnum er orðið mjög úr sér gegnið. Þetta verk mun verða hafið næstu daga. Bæjarbryggjan. Mikil viðgerð hefur farið fram á bæjarbryggjunni að undanfömu. Nýtt dekk hefur verið lagt á bryggjuna á stórum köflum og dekkið á landganginum alveg lagt nýtt. Hús rifið. Hið svoriefnda verkfærahús bæj- arins við Hafnarstræti hefur nú verið rifið og grunnurinn sem það stóð á verið jafnaður. Líkur eru á að fiskhúsið gamla, sem verkfærahúsið stóð við hlið- ina á, verði einnig rifið í haust. Hús selt. Ágúst Leós, kaupm., hefur keypt af Hafnarsjóði svonefnt „salthús" en hann hefur að undanförnu haft þetta hús á leigu. Kaupverðið er kr. 50 þús. Tilskilið er að hús þetta verði rifið niður að 5 ámm liðnum. Grjótmubiingsvél. Bæjarsjóður hefur keypt grjót- mulningsvél af Malarnámi Suður- nesja og em tæki þessi komin til bæjarins. Kaupverðið er kr. 175 þús. Telja verkfræðingar þeir, sem bæjarstjóri hafði samráð við, að kaupin séu hagkvæm. Unnið er nú að því að yfirfara og smyrja þessi tæki. ----o----- Flutningar með flugvélum Flug- félags Islands gengu mjög vel i ágústmánuði, enda var veður hag- stætt til flugs mestan hluta mán- aðarins. Fjöldi farþega milli landa jókst um 55,4% frá því í sama mánuði í fyrra. Þá voru fluttir 1975 milli landa en 3064 í ágúst- mánuði í ár. Innanlands var einn- ig óvenju mikið flogið og voru fluttir 10829 farþegar en í ágúst í fyrra voru þeir 10229, en svo mikill farþegafjöldi á einum mán- uði var þá algjört einsdæmi í sögu félagsins. Að undanförnu hafa verið farn- ar leiguferðir til Grænlands, á veg- um Norræna námufélagsins og Vestfjarðamót Um miðjan s.l. mánuð fóru fram hér á ísafirði Vestfjarðamót í handknattleik og knattspyrnu og tóku aðeins tvö félög þátt í mót- unum, Hörður og Vestri. Úrslit urðu sem hér segir: I handknatt- leik kvenna varð Hörður Vest- fjarðameistari, sigraði Vestra með 1:0. 1 handknattleik karla varð Vestri Vestfjarðameistari, sigraði Hörð með 2:1. Knattspyrna: Vest- fjarðameistari í IV. fl. varð Hörð- ur, sigraði Vestra með 2:0. 1 III. fl. varð Vestri Vestfjarðameistari, sigraði Hörð með 4:2. Titilinn „Bezta knattspyrnufélag Vest- fjarða“, sem keppt er um í I. fl. hlaut Hörður, sigraði Vestra með 3:1, eftir framlengdan leik, en leikar stóðu 1:1 er venjulegur leik- tími var úti. Þá fóru einnig fram aukamót í III. og IV. fl. I III fl. um „Albertsknöttinn“, sem gefinn er nú í sumar af hinum kunna knattspyrnumanni Albert Guð- mundssyni. Leikar fóru þannig, að Vestri sigraði Hörð með 4:1. I IV. fl. var svo keppt um „Þróttarbik- arinn“, gefinn af Ksf. Þrótti í Reykjavík, þar sigraði Hörður með 3:0. ---oOo--- Iðnstefnan . . . Framhald af 1. síðu. ingsskrifstofunni og flutti Jón ívarsson ræðu, þar sem hann benti á, að sú gamla íslenzka hefð að búa að sínu, væri enn í fullu gildi og kæmi nú fram í vaxandi ís-, lenzkum iðnaði. Harry Frederik- sen, framkvæmdastjóri iðnaðar- deildar SÍS, stýrði samkomunni. Á iðnstefnunni mátti m. a. sjá margskonar nýjungar í framleiðsl- unni og má t. d. nefna hina svo- kölluðu „Crépe“ karlmannasokka, sem Hekla framleiðir. Gefjun sýndi m. a. ný húsgagnaáklæði, fata- og dragtaefni, og Iðunn sýndi um 50 nýjar gerðir af skóm, og svona mætti lengi nefna. Danskra heimskautaverktaka. Far- in hafa verið leiguflug til Meist- aravíkur, Thule og Ikateq. Gullfaxi, önnur hinna nýju Vis- count flugvéla Flugfélags Islands, hefur nokkrum sinnum farið áætl- unarflug norður til Akureyrar. Flugfarþegum þykir ferðin milli Akureyrar og Reykjavíkur sækj- ast vel, þar sem Gullfaxi er aðeins 37 mínútur milli staðanna. Skúli Magnússon, flugstjóri, hefur fyrir nokkru öðlast réttindi sem flugstjóri á Viseount flugvél- ar Flugfélags Islands, og er hann sjötti maðurinn hjá félaginu. sem þau réttindi hlýtur. ----o----- Frá starfsemi Flugfélags Islands

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.