Ísfirðingur


Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Aflabrðgð i Vestíirðingafjórðungi í októbermánuði 1957 Aflinn í októbermánuði hefir hvarvetna verið mjög rýr, fisk- veiðar sáralítið stundaðar og í mörgum veiðistöðvum alls ekkeri. —• Undantekning hér frá eru hin- ar óvæntu og óvenjulegu netja- veiðar frá ísafirði. Patreksf jörður. Togaramir voru báðir á veiðum, öfluðu fremur lít- ið. B.v. Ólafur Jóhannesson fékk 424 lestir í þremur veiðiferðum, b.v. Gylfi 233 lestir í einni ferð. V.b. Sigurfari* fór á netjaveiðar í vikutíma norður í Isafjarðardjúp en fékk aðeins um 13 lestir. Flateyri. Togararnir voru báðir að veiðum, en engin skip önnur. B.v. Guðmundur Júní fékk 317 lestir í 3 veiðiferðum, b.v. Gyllir 233 lestir í 2 ferðum. Suðureyri. Einungis tveir smáir þilfarsbátar voru þar stopult að veiðum. Fóru aðeins 6 til 8 sjó- ferðir. Aflinn rýr, frá 1000 til 2000 kg. í sjóferð. Stærri bátamir voru að búast til veiða um mánaðamót- in okt. — nóv. Bolungavík. Þrír 5 lesta þilfars- bátar vom lengstum að veiðum í október og öfluðu dável, er gæftir leyfðu. — Um miðjan mánuðinn tóku tveir stærri bátanna, Þorlák- ur og Hugrún, upp veiðar. Fengu þeir reitingsafla, frá 4000 til 4500 kg. mest í sjóferð, en komust fáar sjóferðir vegna veikinda skipverja, og stormar hömluðu líka sjóferð- um. Isafjarðarbær. Aflinn í þorska- netin varð nokkuð endasleppur, eins og vænta mátti og var netja- veiðinni lokið fyrir mánaðarlokin. Af bæjarbátunum fóru 6 til 7 á netjaveiðar, en nokkrir þeirra urðu síðbúnir með að afla sér veiðar- færanna, svo þeir komust aðeins tvisvar eða þrisvar á veiðar. Afla- hæstur Isafjarðarbátanna er v.b. Valdís með 64 lestir. Hún byrjaði fyrst ísafjarðabáta. Reykjavíkur- bátarnir, sem komu til veiða þegar í september fengu yfirleitt mjög góðan afla. Langhæst þeirra varð v.b. Ásdís með 180 lestir. Aðrir bátar, sem lögðu hér upp að stað- aldri voru Aðalbjörg, er lagði hér upp 114 lestir, hætti fyrr, Hermóð- ur R.E. og Víkingur G.K. og er ókunnugt um afla þeirra. Steingrímsfjörður. Drangsnes- bátarnir Barði og Völusteinn fóru 10 til 12 sjóferðir hvor í október. Fengu þeir sæmilegan afla um tíma, mest um 5000 kg. i sjóferð á v.b. Völustein. -— Tveir Hólma- víkurbáta, Guðmundur og Hilmir voru líka stopult að veiðum, en einungis með hálfa áhöfn og hálfu færri lóðir en Drangsnesbátar. Fengu þeir um 2500 kg. mest í sjó- ferð. Kennarafélag Vestfjarða 15. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn 13. og 14. október s.l. á Isafirði. Form. félagsins, Guðni Jónsson, setti fundinn og minntist látins fé- laga, Ólafs Jónssonar. skólastjóra í Súðavík. Fundarmenn risu úr sætum í minningu hans. Fundarstjórar voru kosnir þeir Sæmundur Ólafsson og Tómas Jónsson. Fundarritarar Guðmund- ur Ingi Kristjánsson og Friðbjörn Gunnlaúgsson. Á fundinum voru mættir kennarar af félagssvæðinu, ásamt kennurum gagnfræðaskóla ísafjarðar, samtals 28 menn. Erindi á fundinum fluttu Þor- ieifur Bjarnason, námsstjóri, Guð- mundur Hagalín, rithöfundur og Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltr. Ályktun frá fundinum: Aðalfundur Kennarafélags Vest- fjarða telur höfuðnauðsyn að ís- lenzkukennslu í barna og unglinga- skólum sé hagað þannig, að mikil áherzla sé lögð á fagurt mál, góð- ar frásagnir munnlegar og skrif- legar og kynningu íslenzkra bók- mennta. Bendir fundurinn á að auka þurfi bókmenntakennslu í Kenn- araskólanum og leggja áherzlu á að kennaraefni læri sérstaklega að kynna bömum íslenzkar bók- menntir í bundnu og óbundnu máli. Á fundinum var einróma sam- þykkt að gera þau hjónin, Björn H. Jónsson, skólastjóra, og frú Jónínu Þórhallsdóttir, að heiðurs- félögum Kennarafélags Vestfjarða. í stjórn voru kosnir: Guðni Jónsson, ísafirði, formað- ur, Finnur Finnsson, Isafirði, gjaldkeri, og Guðm. Ingi Krist- jánsson , Mosvallahreppi, ritari. —oOo— Leiðrétting. Símstjórinn á ísafirði hefur tjáð mér að landssíminn taki ekkert af- notagjald af símanum í sæluhús- inu á Breiðadalsheiði. Er mér Ijúft að geta þess hér vegna ummæla minna um þetta efni í síðasta tölu- blaði Isfirðings. R. A. Tilkynníng Nr. 25/1957. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á gasolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: HeUdsöluverð, hver smálest........ kr. 825.00 Smásöluverð úr geymi, hver lítri . . — 0.83 Heimilt er að reikna 3 aura á líter af gasolíu fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 12 aura á líter í afgreiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía afhent í tunnum má verðið vera 2% eyri hærra hver lítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. október 1957. Reykjavík, 30. september 1957. Verðlagsst j órinn. Tilkynning Nr. 26/1957. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr................. kr. 3,60 Heilhveitibrauð, 500 gr............... — 3,60 Vínarbrauð, pr. stk................... — 0,95 Kringlur, pr. kg...................... — 10,60 Tvíbökur, pr. kg.................... — 15,90 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr............. — 5,00 Normalbrauð, 1250 gr.................. — 5,00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 12. október 1957. V erðlagsst j órinn. Fjórðungsþino íiski- deilda Vestfjarða Fjórðungsþing fiskideilda Vest- fjarða var haldið hér í bænum 15. og 16. október s.l. Mættir voru 10 fulltrúar frá 6 fiskideildum. Á þinginu voru tekin til umræðu og ályktunar mörg mál varðandi fisk- veiðar og xækstur fiskveiðiflotans. I stjórn fjórðungssambandsins voru kosnir Arngr. Fr. Bjarnason, form., endurkosinn, Ásberg Sig- urðsson, ritari, Haraldur Guð- mundsson skipstj., gjaldkeri, í stað þeirra Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum og Páls Pálsson- ar í Hnífsdal, sem ekki gátu mætt á þinginu. Fiskiþingsfulltrúar voru kosnir: Amgr. Fr. Bjamason, Einar Guð- finnsson, Ásbeirg Sigurðsson og Óskar Kristjánsson, Suðureyri. /-------------------------------- Masonit þilplötur Trétex Einangrunarkork 1y2” Mjólkurbrúsar 15, 20 og 30 lítra Þvottapottar með eldstæði Linoleum gólfdúkur vænt- anlegur í næstu viku. Kaupfélao IsfirOinga Ásgeir Guðnumdsson, bóndi í Æð- ey, átti sjötugsafmæli 5. þ. m. Hann er alkunnur dugnaðai’- og sæmdarmaður. Ásgeir býr miklu rausnar- og myndarbúi í Æðey ásamt systkinum sínum, Halldóri og Sigríði. )

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.