Ísfirðingur


Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 6
A f m æ 1 i Hvað er í fréttum? Ishúsfélag ísíirðinga hefur tekið á leigu í vetur m.b. Ásbjöm 1S 12. Fer báturinn á veið- ar um næstu mánaðamót. Nýlega er lokið við að setja í bátinn nýja 240 ha. G. M. vél. Skipstjóri á Ás- bimi verður Guðmundur Gísla- son. Samvinnuf'élag ísfirðinga er að láta setja nýja 240 ha. M. W. M. vél í m.b. Sæbjörn, sem gerður verður út héðan úr bæn- um í vetur. Frá Norrænafélaginu. Norræna félagsdeildin hér í bæn- um hafði skemmtifund að Uppsöl- um 15. þ. m. Hólmfríður Jónsdótt- ir, kennari, form. félagsins, setti fundinn og stjórnaði honum. Gunnar skáld Gunnarsson, sem staddur var hér í bænum ásamt frú sinni, las kafla úr sögu sinni Heiðaharmi, frú Ruth Tryggvason, las upp danskt kvæði og Birgir Finnsson sagði frá för til vinabæja ísafjarðar, Hróarskeldu, en þá heimsókn fóru, Hólmfríður Jóns- dóttir, Birgir Finnsson, Matthías Bjarnason og Finnbjörn Finn- björnsson ásamt konum sínum. Sýnd var kvikmynd og stuttur en smellinn leikþáttur. Stiginn var dans að lokum. Skemmtunin þótti takast vel. I»örf nýbreytni. Kaupfélag ísfirðinga tók upp þann hátt í október s.l. að halda útsölu með ýmsar nauðsynlegar vefnaðarvörur o. fl. á tveimur stöðum í Djúpinu, Melgraseyri og Vatnsfirði. Fór kaupfélagsstjóri, ásamt deildarstjóra vefnaðarvöru- deildarinnar í söluferð þessa. Gat margt fólk, einkum konur, komist þannig í kaupstað á einum degi og keypt sér ýmsar nauðsynlegar vörur á vægu verði. Mæltist þessi söluferð K. 1. mjög vel fyrir. Framhaldsaðalfundur Kaup- félags Isfirðinga. Framhaldsaðalfundur K. 1. var haldinn 17. þessa mánaðar. Voru þar samþykktir reikningar félags- ins, sem lágu fyrir fundinum í sumar. Afkoma félagsins hefir verið bágborin undanfarin ár. Stafar það að mestu af miklum hallarekstri á frystihúsi félagsins á Langeyri og sömuleiðis á fisk- verkunarstöðinni Edinborg. Þrátt fyrir þessi skakkaföll er mikill hugur í ráðamönnum félagsins og félagsmönnum yfirleitt að efla að- stöðu félagsins og bæta fyrir það, sem aflaga hefir farið undanfar- ið. Er nú bráðlega væntanleg end- urbót á mjólkurstöðinni, sem orð- in er mjög aðkallandi. Þá er og áformað að breyta verzlunarbúð- unum. Verður ný búð innréttuð í Þorleifur Þorsteinsson, fyrrum vélstjóri varð áttræður 3. október s.l. Hann var orðinn vélstjóri hjá Karli Löve löngu fyrir fyrra stríð- ið og fékk brátt orð fyrir góða vélgæzlu og trúmennsku í starfi. Þegar rafstöð Isafjarðar á Fossum tók til starfa, gerðist hann þar vélstjóri og var þar í mörg ár, flutti úr því til Reykjavíkur, en kom svo aftur á fornar slóðir fyr- ir fáum árum. Synir hans tveir, Helgi, vélstjóri á Fagranesinu, og Jón, einnig vélstjóri, eru búsettir hér í bænum. Þorleifur mun nú elztur vél- stjóra hér um slóðir, en nálægt honum eru Kristján Kristjánsson, fyrrv. hafnsögumaður og Ásgeir Jónsson á Suðureyri, lengi búsett- ur hér í bænum. Þessir þrír voru gerðir heiðursfélagar Vélstjóra- félags ísaf jarðar, fyrir skömmu. Guðjón Brynjólfsson á Vega- mótum varð sjötugur 19. október s.l. Hann var fyrrum farsæll skip- stjóri í Súðavík og síðan héðan, en hefir nú lengi starfað í Norður- tangafrystihúsinu. Kvæntur er hann Guðrúnu Jónsdóttur frá Súðavík. Hjörtur Einarsson, Hafnarstræti 33 varð sextugur 21. september. Kona hans er Sigríður Pálmadótt- ir. Pétur Njarðvík varð sextugur 8. október s.l. Hann stofnsetti neta- viðgerðastofu, er annaðist líka uppsetningu snurpinóta á Græna- garði og rak hana í mörg ár. Síð- ari árin hefir hann stundað rækju- veiðar, enda oft leitað að rækju- miðum hér um slóðir og víðar. norðurenda kaupfélagshússins, og í ráði er að taka upp kjörbúðar- fyrirkomulag í einhverri verzlun- arbúðanna. Pétur er maður hugkvæmur vel kunnugur ýmsum veiðiaðferðum, hefir víða farið og kynnt sér margt. Kona hans er María Lár- usdóttir og eiga þau tvo uppkomna sonu. Haraldur Guðmundsson, skipstj., átti sextugsafmæli 23. september s.l. Hann hefir verið skipstjóri héðan um 30 ár, fyrst á Ásbirni, Samvinnufélags ísfirðinga, og síð- an 1947, lengstum á Ásúlfi, en það skip lét h.f. Skutull byggja í Sví- þjóð, en þar er Haraldur aðalhlut- hafinn. Hann hefir tekið mikinn þátt í ýmsum félagsmálum, svo sem í Samvinnufélaginu, en hann var einn af stofnendum þess, skip- stjórafélaginu hér í bænum, far- mannasambandinu o. fl. Bæjarfull- trúi var hann í mörg ár, fyrst kos- inn 1942. Haraldur er áhugasamur um félagsmál, og lætur jafnan að sér kveða þar sem hann starfar í félögum. Sturla Agnar Guðmundsson, skipstjóri, varð sextugur 14. okt. Hann hefir undanfarið stundað sjó nær allan ársins hring á 8 lesta vélbát, bæði af forsjá og hörku dugnaði. Eymundur Torfason, vélstjóri, átti sextugsafmæli 13. október. Hann var í mörg ár vélstjóri á bátum Samvinnufélagsins, en hefir nú um skeið starfað í landi. Vel látinn maður og trúr í starfi. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja á Stað í Grunnavík, varð áttræð 18. októbei’. Ragnheiður var um fjölda ára Ijósmóðii’, og rækti það starf með prýði. Hún er mikil tó- skaparkona og vel verki farin í þeim efnum. Greind kona og gjörfuleg. Fyrri maður hennar var Guðbjartur Kristjánsson á Höfða- strönd og er dóttir þeii’ra Jónína, kona Guðbjarts Ásgeirssonar. Síð- Aöalfundur Baldurs Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Baldur á Isafirði var haldinn 14. október s.l. Formaður félagsins, Björgvin Sighvatsson, gerði grein fyrir helztu störfum og verkefnum fé- lagsins á liðnu starfsári. Á árinu voru haldnir í félaginu 14 fundir,- þar af þrír fundir í ■Trúnaðarmannaráði félagsins, en það er skipað 25 mönnum, auk stjómarmanna félagsins. Verkalýðsfélagið Baldur tók virkan þátt í margskonar sam- starfi við hin stéttarfélögin í bæn- um, svo sem 1. maí hátíðahöldun- um, jólatrésfagnaði stéttarfélag- anna, tónlistarfræðslu fyrir alþýðu o. s. frv. Á árinu voru engir nýir kaup- og kjarasamningar gerðir. í samstarfi við Alþýðusamband Vestfjarða starfrækti félagið skrifstofu á ísafirði, sem hafði með höndum dagleg störf. Eignir félagsins eru samtals kr. 158.660,89, þar af eru eignir Sjúki-asjóðs kr. 137.088,82. Eignaaukning á árinu 1956 var kr. 8.077,78. Tveir stjórnarmeðlimir skoruð- ust eindregið undan því að láta endurkjósa sig í stjórn félagsins, þeir Björgvin Sighvatsson, sem verið hefir formaður þess undan- fai’in ár, svo og Guðmundur Eð- varðsson, ritari félagsins. í stjórn Baldurs voru kosnir: Formaður: Sverrir Guðmunds- son, varaform.: Pétur Pétursson, ntari: Jón Magnússon, gjaldkeri: Sigurður Jóhannsson, fjármálarit- ari: Guðmundur Bjamason. ari maður Ragnheiðar er Tómas Guðmundsson. Bjuggu þau lengi í Kjós, en hafa nú búið að Stað í nokkur ár. Kristján Gíslason, Sólgötu 7 hér í bænum átti sjötugsafmæli 11. nóv. Hann hefir stundað sjó- mennsku nær alla æfi, fyrst á færa skipum, þá á vélbátum og lengi á togurum. Síðast keypti hann smá- vélbát og var á honum á vorin og fram á haust, en hefir nú selt bát sinn. Hefir hann síðan lengstum starfað hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Kristján hefir reynst liðtækur vel til allra starfa, á sjó og landi, enda þrekmikill. Hann var talinn mjög fiskinn á handfæraveiðum. — Ennþá gengur hann að verki, sem ungur væri. Kona hans er Margrét Magnúsdóttir frá Kleifum. Eiga þau 8 börn, tápmikil og myndar- leg. Frú Kristjana Jakobsdóttir, Norðurvegi 3, hér í bænum, átti sextugsafmæli 21. þ. m. ----o---- Framsiknarvist verður spiluð í G. T. húsinu sunnudagskvöldið 24. þ. m. og hefst kl. 9 síðdegis. Fjölmennið og mætið stundvíslega. SKEMMTINEFNDIN.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.