Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1957, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 15.12.1957, Blaðsíða 8
8 ISF. IRÐINGUR 0étur litli átti illt með að festa svefn. Hann var í þungu skapi. Ranglæti heimsins gerði hann beizkan í skapi. Nú fóru jólin í hönd en það yrðu áreiðanlega von- brigðajól fyrir hann. Heitustu von- ir hans gætu ekki rætzt. Pétur litla langaði til að eign- ast skellinöðru. Hann var ekki vanur að fela langanir sínar eða birgja óskirnar innra með sér. Því hafði hann látið það í ljós að hann vildi fá skellinöðru í jóla- gjöf. Og hann hafði gert ráð fyr- ir því, að pabbi tæki þá ósk til greina. Hann átti reiðhjól, venjulegt stigið strákahjól eins og þau tíðk- uðust í gamla daga. Það var gam- an að því þegar hann fékk það, og eiginlega var nú hjólgreyið óskemmt ennþá. En það er orðið ósköp gamaldags að komast ekki leiðar sinnar án þess að nota fæt- urna og svo verður aldrei veru- legur hraði á þessum stignu hjól- um. En það er einmitt hraðinn, sem er spennandi. Hraði er eink- unnarorð þessara tíma. Það er hraðinn sem einkennir nútíma- menninguna, gerir menn nútíma- menn og gefur lífi þeirra gildi. Og svo áttu hinir strákarnir sumir skellinöðrur. Og hvers vegna má maður þá ekki eiga eins og hinir? Nú þoldi hann ekki lengur við. Óvissan var svo kveljandi. Og þess- vegna spurði hann pabba sinn blátt áfram að því í kvöld hvort hann ætti ekki að fá skellinöðruna núna á jólunum. Og þá kom vitneskjan. Hún flæddi yfir hann eins og ís- kalt steypibað. Og síðan settist að honum lamandi hrollur. Pabbi hans sagðist blátt áfram enga jólagjöf kaupa handa honum. Hann gæti það ekki. Nú væri ver- ið að heimta af sér skattinn. Tíu þúsund krónur yrði hann að telja á borðið upp í skattinn núna fyrir jólin. Annars kæmi sýslumaðurinn og tæki lögtak. Og þó að Pátri væri ekki fylliega ljóst hvað lög- tak væri, vissi hann þó, að sýslu- maðurinn var sá, er valdið hafði. Lögtak var hræðilegt orð. Það sameinaði ægivald sýslumannsins, sem gat látið taka menn fasta og loka þá inni og afskiptasemi lag- anna, sem takmarkaði svo víða frjálsræði manna og bannaði jafn- vel einföldustu hluti eins og renna sér á sleða á götunum og hanga aftan í vörubíl. Og svo vissi Pét- ur litli það, þó að hann væri kannske barn í lögum, að þegar skapið í pabba var eins og í kvöld var alvara á ferðum. Það skildi hann fyllilega. Þetta var ranglátt mannfélag. Það var hart að búa við það ófrelsi að skattar væru heimtir af fólki, svo að maður gæti ekki fengið jólagjöf og yrði enn að mæta nýju ári skellinöðrulaus. Pétri litla varð heitt í hamsi og svall móður vegna þessa ranglætis og ófrelsis. Hann vildi gera uppreisn gegn kúgun og ofbeldi. Hann rámaði í það að hann hafði oft heyrt fólk mæðast og býsnast yfir sköttunum. Orð eins og skatt- píning og skattabrjálæði hafði hann heyrt og lært. En það var ekki fyrr en í kvöld, sem hann hafði gert sér ljóst hve ægilegt ástand þessara mála var. Nú stóð hann augliti til auglitis við skatt- píninguna í allri sinni skelfilegu nekt. Aumingja pabbi! Illa var farið með hann, að skattpína hann svo, að hann gæti ekki glatt dreng- inn sinn á jólunum. Uppreisnarhugur og frelsisþrá blossaði upp í Pétri litla. Sannar- lega þyrfti að gera byltingu í þessu landi. Nú skildi hann það, sem hann hafði heyrt í útvarpi og séð í blaði um fjármálaráðherrann, sem færi ránshendi á hvert heim- ili í landinu. Það var hann, sem hafði stolið skellinöðrunni. Fyrir frekju og ofríki þessa manns varð aumingja Pétur litli að vera skelli- nöðrulaus. Það var ríkisstjórninni að kenna að það yrðu engin jól á þessu heimili. En réttlætið skyldi sigra. Hann Pétur litli skyldi sann- arlega, þótt síðar yrði, steypa þessari stjórn og afnema alla skatta. Þá yrði þjóðin frjáls. Og þá yrði gaman að lifa í þessu landi. Út frá þessum hugleiðingum sofnaði Pétur og barst inn í ríki draumanna. Pétur litli átti sér draumkonu sem vitjaði hans þessa nótt. Henni fannst eitthvað vanta í þjóðfélags- mynd drengsins og ákvað að nota nóttina til að gera hann nokkurri reynslu ríkari. Og nú er þá næst að fylgja Pétri litla í draumum hans þessa nótt. Pétur litli hljóp við fót með skólatöskuna sína. Það var gaman í skólanum og hann ætlaði sér að læra mikið. En hvað var þetta? Skólinn hans var horfinn og autt svæði þar sem hann hafði staðið. Á homi lóðarinnar stóð þó hús, lítið og óglæsilegt. Þar fóru ein- hverjir inn með skólatöskur eins og það væri skóli. Pétur fór á eft- ir þeim. En þegar hann kom inn í ganginn mætti hann manni, sem spurði hvað hann væri að fara. — Ég er að fara í skólann. Er þetta ekki skóli? — Jú, þetta er skólinn. Og það er hægt að taka fleiri nemendur en enn eru komnir. Viljir þú kom- ast í skólann góði minn skal ég ganga frá því héma. En þú verð- ur að hafa ábyrgð manna, sem við tökum gilda, fyrir greiðslu skóla- gjaldsins. Og svo er það fyrirfram- greiðslan. Augun stóðu í Pétri litla. Hvað var maðurinn að segja. Ábyrgð. Skólagjald. Fyrirframgreiðsla. — Ég hélt að allir væru skóla- skyldir og þyrftu ekki að borga nein skólagjöld í barnaskólum, sagði hann loks. — Þú fylgist heldur illa með, góði minn, sagði maðurinn og brosti. Þetta var svona. En nú eru ungir hugsjónamenn komnir til valda og þeir hafa afnumið skatt- ana og opinbert skólahald. Nú höf- um við bara einkaskóla fyrir þá, sem hafa ráð á að nota sér þá. Þú getur farið heim og talað bet- ur við hann pabba þinn. Pétur sneri heim á leið dapur í bragði. Hann ætlaði að tala við pabba um skólamálin. En þegar hann kom heim var pabbi hans veikui'. Hann lá í rúminu og horfði döprum augum fram undan sér. — Hvað er að þér pabbi minn, spurði Pétur litli með tárin í aug- unum. — Ég er veikur í bakinu eins og hann Þorsteinn frændi þinn í fyrra svaraði pabbi. Ferðu þá ekki strax í sjúkra- hús ? Er ekki áríðandi að gera strax uppskurð? -— Ójú, væni minn, sagði pabbi. Það er nauðsynlegt að laga þetta strax, ef það á að batna. En ég fæ hvergi rúm á sjúkrahúsi eins og sakir standa. Sennilega bíð ég ekki svo lengi að neitt rúm losni þar handa mér. Það er dýrt að byggja og reka sjúkrahús, svo að öllum dugi. Farðu nú, vinur minn, og vittu hvort þú getur ekki eitt- hvað gert fyrir hana mömmu þína. Pétri var þungt fyrir brjósti þegar hann kom í eldhúsið til mömmu sinnar Eftir nokkra stund lagði hann af stað til að sækja fyr- ir hana peninga í skrifstofu al- mannatrygginganna. Pétur rataði þessa leið, en nú var orðin breyting á eins og víð- ar. f staðinn fyrir stórar skrifstof- ur þar sem keppzt var við að af- greiða erindi manna, kom hann í litla kompu þar sem einn maður sat við borð. Hann spurði Pétur hvað hann vildi. Pétur sagðist vera kominn fyr- ir hana mömmu sína. Pabbi væri veikur og þyrfti að liggja lengi. Engin von væri um bata nema hann kæmist á sjúkrahús en þar fengist víst ekkert rúm næstu vik- urnar. Sjálfur væri Pétur elztur af fimm systkinum. — Ég skal nú muna eftir ykkur og sjá hvað ég get, sagði maður- inn. Ef góðir menn gefa rausnar- leg getur hugsast að við höfum ráð á einhverjum glaðningi handa ykkur fyrir jólin. En þá verður þú að færa mér vottorð frá presti og og bæjarstjórn um það, að mamma þín sé svo illa stæð, að hún geti ekki fætt ykkur og klætt hjálpar- laust. Annars er sennilega rétt fyr- ir ykkur að leita heldur fyrr en seinna til bæjarins. — Hvað fáum við þar? spurði Pétur. — Ja. — Það myndi sjálfsagt verða reynt að koma ykkur eldri systkinunum einhvers staðar fyr- ir með skaplegri meðgjöf og svo yrði þá bærinn að leggja heimil- inu eitthvað. — Ættum við þá að fara frá henni mömmu? — Já auðvitað, fyrst hún getur ekki séð fyrir ykkur. Þakkaðu guði fyrir að þú ert í kristnu þjóðfélagi, svo að það verður alin önn fyrir þér. En hugsaðu þér bara hvað það myndi kosta skattþegnana ef þeir ættu að fara að halda uppi öllum heimilum, sem ekki bjarg- ast af eigin ramleik. Og hvað yrði þá úr sjálfsbjargarhvötinni, dreng- ur minn? Pétur litli ranglaði út og hélt heim á leið. Skólinn var honum lokaður. Engar tryggingar voru til, sem héldu heimilunum uppi, þegar sjúkdóma bar að höndum. Og lík- lega gæti pabba ekki batnað af því hvergi var til rúm á sjúkrahúsi. Sjaldan hefur nýjum degi ver- ið fagnað innilegar en þegar Pét- ur litli hrökk upp frá ógnum drauma sinna við fyrstu skímu skammdegismorgunsins. Fyrst lá hann um stund og naut þess að vera sloppinn frá martröð nætur- innar. En hann skyldi það fljótt að öll skelfing þessarar nætur var þó ekki nema daufur skuggi af þjáningu fátækrar alþýðu liðinna alda. Nú skyldi hann það, að skattalöggjöfin var tilraun í þá átt að framkvæma hið kristna boð- orð að sá sem á tvo kirtla skuli gefa annan þeim, sem engan á. Pétur litli flýtti sér á fætur. Þegar hann mætti pabba sínum SKATTAR OG JÓLAGJÖF Jólaævintýri eftir Halldór Kristjánsson

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.