Ísfirðingur - 27.01.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 27.01.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaSsins er 332. KaupiS og lesiö ISFIRÐING 10. árgangur. Isaf jörður, 27. janúar 1960. 2. tölublað. £>að borgar sig að auglýsa. AuglýsiS í ISFIRÐINGI Aðalfundur Framsóknarfélags ísfirðinga Aðalfundur Framsóknarfélags ísfirðinga var haldinn í fundarsal Kaupfélags ísfirðinga sunnudaginn 24. þ. m. Form. félagsins, Jón Á. Jóhanns- son, setti fundinn og stjórnaði honum, og hann skýrði frá störf- um stjórnarinnar og fulltrúaráðs- ins á milli aðalfunda. Gjaldkeri félagsins, Guðbjarni Þorvaldsson, las upp og skýrði reikninga félagsins, en form. gerði grein fyrir reikningum blaðsins ísfirðingur. Málefni félagsins voru rædd og kom fram mikill áhugi félags- manna um að efla félagið og flokksstarfið. Hinar vinsælu Fram- sóknarvistir sem félagið hefur gengist fyrir heppnuðust mjög vel á síðasta ári og voru jafnan ágæt- lega vel sóttar. Voru skemmti- nefndinni, sem séð hefur um vist- irnar, þökkuð ágæt störf. Stjórn félagsins skipa: Jón Á. Jóhannsson, form., Bjarni Guðbjörnsson, Guðbjarni Þorvaldsson, Guðmundur Sveinsson og Rannveig Hermannsdóttir. Auk stjórnarinnar voru þessir menn kosnir í fulltrúaráð félags- ins: Ágúst Guðmundsson, Jóhann Júlíusson, Helgi Hjartarson, Kristján Jónsson, frá Garðsst., Ragnar Ásgeirsson og Trausti Magnússon. Til viðbótar kýs svo Félag ungra Framsóknarmanna á ísafirði fjóra í fulltrúaráðið, en þeir eru: Alfred Alfredsson, Baldur Jónsson, Hörð- ur Jakobsson og Jón Guðjónsson. Endurskoðendur voru kjörnir Kristinn L. Jónsson og Ragnar Ás- geirsson. Þá var rætt um viðhorfið í stjórnmálunum og tóku ýmsir til máls. 1 sambandi við umræður sem urðu um flokksstarfið aðallega í sambandi við breyttar aðstæður vegna kjördæmabreytingarinnar, var rætt um nauðsyn þess, að stofnað verði samband flokksfé- laga Framsóknarmanna í Vest- fjarðakjördæmi. Fyrir iðni íæst árangur Bandaríkjamenn og Japanar hafa löngum átt flesta sigurveg- ara í sundíþróttinni á alþjóða- sundmótum, þar til á síðustu Olympíuleikum að Ástralíumenn höluðu framúr, mjög eftirminni- lega. Og virðast hafa aukið það forskot síðan. Jafnvel unglingar um fermingaraldur hafa skotið upp kollinum sem heimsmethafar. Það voru systkinin Ilsa og John Konrads, sem 13—14 ára vöktu mesta athygli fyrir slík afrek. Og nú 2 árum síðar eiga þau tugi heimsmeta að baki sér. 1 Ástralíu er þó enn ekki lögleidd almenn sundskylda í skólum. Margir undrast þá grósku í sundgetu Ástralíumanna, en sjálf- ir segja þeir: Yfir þessu er eng- inn leyndardómur, við bara æfum og svo kemur það. í Ástralíu hef- ur nefnilega skapast undraverður áhugi meðal almennings fyrir því iað ná langt fram í sundiþróttinni. Þar í landi er það talið hið fínasta og mest eftirsótta sport. Jafnvel foreldrarnir óska einskis fremur en að einhverjir synir þeirra eða dætur megi hljóta þá æru að verða einhverju sinni hylltir sem Olym- píumeistarar í sundi. Gott er til þess að vita, því hér á í hlut gagn- legasta íþróttin. En hvernig fara þeir að því að ná þessum árangri ? Auðvitað kem- ur hann ekki af sjálfu sér, því eng- ir stórsigrar á neinu sviði nást án mikillar fyrirhafnar og vinnu. Og í skemmstu máli sagt, um íþrótta- æskufólk sem ætlar sér að komast áfram á þessu sviði, æfir það sig sjaldan minna en 3 klst. á dag, 5—6 daga vikunnar. Stálpaðir skólaunglingar og annað upprenn- andi íþróttafólk, sem stundar reglubundna og hentuga vinnu, tel- ur sjálfsagt að æfa t. d. V/z klst. á morgnana, áður en daglegu störfin byrja, og aftur seinni hluta dags eitthvað svipað. Æfingatím- arnir eru notaðir af kappi og miklu fjöri. Og eftir því sem menn kom- ast í betri þjálfun verður spenn- Frumvarp um stórfellt átak í vega- málum Vestfirðinga Á Alþingi í vetur fluttu þeir Hermann Jónasson, Sigur- vin Einarsson og Páll Þorsteinsson frumvarp í efri deild Alþingis um stórlega auknar framkvæmdir í vegagerð á Vestfjörðum og Austurlandi. iiii ii rBiinm ¦¦¦¦iipi—¦¦¦¦——¦ . ' : :¦ : v : -¦:... Sigurvin Einarsson Föstudaginn fyrir þingfrestun var málið tekið til 1. umræðu. Hafði Sigurvin Einarsson fram- sögu í málinu af hálfu flutnings- manna, og kvað hann aðalefni frumvarpsins vera eftirfarandi: Á næstu 5 árum skal verja 6 millj. króna árlega, auk venju- legrar fjárveitingar á fjárlögum til vegagerðar á Vestfjörðum og Austurlandi. Ríkisstjórninni skal heimilt að taka innlent lán til þessara vegagerða. Vegagerð þessi er bundin við Vestfirði og Austur- land vegna þess, að ástand vega- kerfisins í þessum héruðum er ingurinn meiri, því breiddin er geysilega mikil í sundkunnáttunni, vegna þess hversu áhuginn er al- mennur. Sundþjálfarar í Ástralíu fyrir- skipa þó nemendum sínum stund- um algjöra hvíld frá sundi um nokkurn tíma, eftir atvikum, en beina þá huganum meir að öðrum íþróttalegum hjálparmeðulum s. s. leikfimi, hlaupum, kraftgormum o. fl. Við þetta skerpist sundáhug- inn enn meir, þolið og krafturinn eykst. Til fróðleiks kemur hér afrit af sundæfingatöflu sem margir hinna frægu Ástralíumanna hafa notað við æfingar m. a. Ilsa litla og John. Þetta er þó ekki þeirra þyngsta æfingaprógram. Framhald á 2. síðu. mun verra en í nokkrum öðrum landshlutum. Alþingi er ætlað að skipta vega- fénu milli einstakra þjóðvega að fengnum tillögum vegamálastjóra og þingmanna viðkomandi kjör- dæma. Framsögumaður rakti ýtarlega ástæður fyrir því, að þetta frum- varp er flutt. Nefndi hann mörg dæmi um það mikla misræmi, sem ríkjandi er á milli byggðar- laga í vegamálunum, og hann sýndi fram á hversu ófullnægjandi og sundurslitið vegakerfi veldur vanlíðan fólks og hrörnun atvinnu- lífs og framleiðslu. Á Alþingi s.l. vetur, lagði vega- málastjóri mjög ýtarlegar skýrsl- ur fyrir samgöngumálanefndir þingsins um vegakerfi landsins. Skýrslur þessar ná yfir alla þjóð'- vegi, sýsluvegi, hreppavegi og fjallvegi og eru hinar fróðlegustu. Eru skýrslurnar miðaðar við árs- lok 1958. Sigurvin Einarsson lagði hina mestu áherzlu á það, að samkvæmt þessum skýrslum væri sýnilegt, að miklu minna fé hefur verið varið til nýbyggingar vega á Vestfjörð- um og Austurlandi en í öðrum landshlutum. Væru því þarfir þess- ara byggðarlaga mjög brýnar. Sú venja hefur verið ríkjandi, að skipta vegafé milli sýslufélaga á svipaðan hátt frá ári til árs. Með þeim hætti skapaðist misræmi í vegakerfi milli byggðarlaga, og væri því aðkallandi nauðsyn að leiðrétta það. Flutningsmenn frumvarpsins hefðu ekki séð aðra leið skynsamlegri til þess að bæta úr þessu misræmi en að taka inn- lent lán til framkvæmdanna. Það væri þó fjarri því, að jafn- rétti næðist í þessum málum milli landshluta þó frumvarp þetta yrði að lögum. Til þess þyrfti miklu meira átak. En verulegur áfangi gæti þetta orðið til þess að bæta hlut þeirra sem erfiðasta aðstýðu hefðu í vegamálunum. Að lokum nefndi Sigurvin nokk- ur dæmi um misræmið, skv. fyrr- nefndum skýrslum vegamála- stjóra.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.