Ísfirðingur - 15.03.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 15.03.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. Kaupið og lesið ÍSFIRÐING 10. árgangur. Isafjörður, 15. marz 1960. Þao borgar sig ao auglýsa. Auglýsio i ISFIRÐINGI 4. tölublað. Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins vorn efíirfarandi ályktanir samþykktar einróma Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins, haldinn í Reykjavík 26.-29. febrúar 1960, ályktar eftirfarandi: I. Kjördæmabreytingin, sem leidd var í lög á s.l. ári, er þegar — eins og Framsóknarflokkurinn sagði fyrir — farin að valda ógiftusamlegum afleiðingum m. a. í ágengni við þingræðið og kuldalegu viðhorfi hins ráðandi meirihluta á Alþingi til lands- byggðarinnar. Stj órnmálaflokkar þeir, Sj álfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur, sem breytt kjördæmaskipuri veitti í síðustu kosningum skil- yrði til að mynda meirihluta stjórn og neyttu þess, hafa með hroka og sj álfbirgingshætti hafnað allri samvinnu við aðra stjórnmálaflokka og stéttir þjóðfélagsins um aðferðir til úr- lausnar á erfiðleikum hinna vandasömu og viðkvæmu efnahags- mála, sem öllum ætti þó að vera ljóst að ekki veitir af að sem allra flestir. taki sinn þátt i að leysa friðsamlega. Þetta gerðu stjórnarflokkarnir þrátt fyrir nauman meirihluta sinn innan þings og utan, sem fenginn var á fölskum forsendum þ. e. með kosningayfirlýsingum, sem nú eru að engu hafðar. En friðsam- legar lausnir í þessum efnum fást ekki nema með víðtæku sam- starfi, sem leiðir af sér almennt traust á því, að ekki sé meiru fórnað en óhjákvæmilegt er — og alls ekki því, sem sizt skyldi. Rikisstjórnin hóf samskipti sín við nýkjörið Alþingi með því að láta þingmennina fara heim og þar með fjarlægja lika sina eigin stuðningsmenn utan af landinu. Á meðan þinghléið stóð samdi hún harkalegar afturhaldstillögur i efnahagsmálum, sem siðan voru knúðar gegnum Alþingi með hörðum flokksaga í liði rikisstjórnarinnar, án þess að nokkur leiðrétting stór eða smá frá öðrum væri tekin til greina. Með framkvæmd þessara tillagna er lagt út i glæfraspil. Þjóð- in verður að gera sér þess grein. II. Hin nýja efnahagsmálalöggjöf i heild sinni er hatramleg árás á uppbyggingarstefnu þá, sem fylgt hefur verið á Islandi síðustu áratugi og lyft hefur þjóðinni í sveit og við sjó með skjótum hætti til bættra lífskjara og vakið henni sumarhug og sóknar- dug. Uppbyggingarstefnan hefur haft fyrir aflgjafa samtakamátt fjöldans og markmið hennar verið að veita öllum þegnum þjóð- félagsins, sem jafnasta aðstöðu til menntunar við hæfi, og hjálpa hverjum einstaklingi til þess að verða sjálfstæður og bjargálna. Hinsvegar áð koma i veg fyrir yfirdrottnun auðvalds og sérhags- munaaðstöðu fárra útvaldra. Allar aðalumbætur hinnar miklu framfarasóknar síðustu ára, sem er ævintýri líkust að árangri, ef borin er saman lífsaðstaða Islendinga fyrr og nú, hafa verið gerðar i anda og krafti fé- " lagshyggju og samhjálpar. Þeirra umbóta verður hvorki gætt né við þær aukið, nema í sama anda sé unnið af stjórnarvöldum þjóðfélagsins áfram. En nú á að fórna þeim anda — útrýma honum. III. Efnahagsmálalöggjöfin, sem stjórnarflokkarnir hafa sam- þykkt og boðað, er andstæð anda félagshyggj unnar og brýtur í bág við hana. Hér er á ferðinni gamla afturhalds- og íhaldsstefn- an, sem grímuklæddist og skipti um flokksheiti fyrir áratugum, þegar íulltrúar hennar urðu hræddir vegna óvinsælda hennar andspænis hinni upprennandi framfara- og uppbyggingarstefnu. Nú kemur hún fram og heldur að sinn tími sé aftur kominn, af því að gamall andstæðingur hennar, Alþýðuflokkurinn, hef- ur villzt af leið og gengið henni á hönd. IV. Efnahagsmálalöggjöfin er arma- og gripamörg töng, sem á að lama afltaugar uppbyggingarstefnunnar. Hin stórfellda gengis- felling, afnám sérbóta á fiskverði, vaxtahækkunin, lánstíma- Framhald á 2. síðu. 50 ára : Evenfélaoið Hlif Kvenfélagið Hlíf var stofnað hér í bænum 6. marz 1910. Stofnendur voru 27 konur, og var fyrsta stjórn félagsins þannig skipuð: Sigríður Lúðvíksdóttir, form., Rebekka Jónsdóttir, varaform., Guðríður Árnadóttir, Margrét Sveinsdóttir og Hólmfríður Árna- dóttir. Allt frá stofnun félagsins til þessa dags, hefur það látið margs- konar líknar- og mannúðarmál mjög til sín taka. Eitt af fyrstu áhugamálum félagsins var að efna til samkomu fyrir aldrað fólk hér í bænum og hefur þessi starfsemi orðið fastur liður í starfi félagsins, og munu slík samsæti hafa verið haldin árlega á vegum þess. Þess- ar samkomur, gamalmennasam- sætin, hafa orðið mjög vinsæl, enda hefur félagið ekkert til sparað að gera þau sem allra ánægjulegust. Þar hafa jafnan verið á borð born- ar hinar rausnarlegustu veitingar og til skemmtiatriða hefur félagið vandað. Á fjöldamargt af öldruðu fólki hinar ánægjulegustu og hug- ljúfustu minningar frá þessum samkomum. Kvenfélagið Hlíf hefur jafnan Framhald á 4. síðu. Núverandi stjórn Hlífar. Frá vinstri, standandi: Sigríður Sören- sen, Marta Sveinbjörnsdóttir. Sitjandi: Ragnhildur Helgadóttir, Vnnur Gísladóttir, Halla Einarsdóitir.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.