Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.04.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 09.04.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsimi blaSsins er 332. Kaupib og lesi'b ÍSFIRÐING 10. árgangur. Isafjörður, 9. apríl 1960. 5. tölublað. ÞaS borgar sig að auglýsa. Auglýsið í ISFIRÐINGI Samþybkt gerð á fundi félagsstjörnar Baupfélags Isfirðinga hinn 3. aprii 1960 Til umhugsunar fyrir Alþýðuflokkskjósendur í hinni hvítu bók ríkisstjórnar- innar er meðal annars vitnað í skýrslu, sem efnahagsrnálaráðu- nautur stjórnarinnar, Jónas Haralz hefur gert um útflutningssjóð. Það er fróðlegt að bera þessa skýrslu saman við þau ummæli, sem Emil Jónsson forsætisráð- herra viðhafði í kosningabarátt- unni í haust og blöð og frambjóð- endur Alþýðufl. endurtóku óspart og jafnvel Sjálfstæðismenn líka. Samkvæmt þeim hafði hagur út- flutningssjóðs aldrei betri verið en í október í haust. í skýrslu Jónasar Haralz segir hinsvegar: „Þegar áætlanir voru gerðar í ársbyrjun 1959 um starfsemi út- flutningssjóðs það ár, voru þær við það miðaðar, að hægt væri að reka sjóðinn hallalaust með þeim sömu gjöldum, er upphaflega voru ákveðin vorið 1958. Var þetta því aðeins hægt, að enn væri gert ráð fyrir mikilli lánsfjárnotkun og miklum innflutningi hátollavöru. Til að standa straum .af þeirri aukningu útgjalda, er leiddi af auk- inni aðstoð við útgerðina og aukn- um niðurgreiðslum, var sjóðnum séð fyrir fjárframlagi frá ríkis- sjóði og hækkun leyfisgjalda á bif- reiðum. Reyndin varð sú, að þessar áætl- anir stóðust ekki. Notkun opinbers erlends lánsfjár varð talsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hinsvegar varð útflutningsfram- leiðslan, einkum af síldarafurðum, meiri en búizt hafði verið við. Sömuleiðis voru útflutningsbætur á síldarafurðir hækkaðar meira fyr- ir síldarvertíð en ráð hafði verið fyrir gert í upphafi ársins. Þessar þrjár breytingar frá upphaflegu á- ætluninni, minni notkun lánsfjár, meiri útflutningur og hærri bætur á síldarafurðum, hefðu átt að leiða til verulegs halla hjá sjóðnum á árinu 1959. Nú skeði það hinsvegar á síðustu mánuðum ársins, að útflutningur síldarafurða stöðvaðist að mestu og birgðir útflutningsvöru jukust. Bankarnir urðu að auka yfirdrátt- arskuldir sínar erlendis í sama mæli og birgðaaukningunni nam. Útflutningssjóður fékk tekjur af þeim innflutningi, sem keyptur var fyrir yfirdráttarlánin, en þurfti ekki enn sem komið var að greiða bætur á útflutningsbirgðarnar. Af þessum ástæðum varð afkoma sjóðsins á árinu 1959 miklu betri en ella hefði orðið. Þetta hlaut þó jafnframt að eiga eftir að koma fram í lakari afkomu á árinu 1960.“ Hér mun vera skýrt rétt og satt frá því hvernig á því stóð að for- sætisráðherrann gat sagt þjóð sinni í haust, að hagur útflutnings- sjóðs væri góður. Sú saga var hálf- sögð og villandi. Nú er það spurning, sem kjós- endur Alþýðuflokksins mega velta fyrir sér, hversvegna Emil Jóns- son og flokkur hans skýrði frá af- komu útflutningssjóðs á svo vill- andi hátt. Vissi forsætisráðherr- ann ekki betur. Trúði hann því sjálfur að orð sín gæfu þjóðinni rétta mynd af raunverulegri af- komu sjóðsins? Gekk hann dulinn þess að áætlunin frá ársbyrjun gat ekki staðizt? Eða taldi hann hag- kvæmt að segja þjóðinni aðeins hálfan sannleikann fyrir kosning- ar svo að menn hefðu rangar hug- myndir um afkomu útflutnings- sjóðs þegar þeir greiddu atkvæði? í öðru lagi mættu svo Alþýðu- flokkskjósendur velta því fyrir sér í hvaða tilgangi bráðabirgðalögin um afurðaverð landbúnaðarins hafi verið sett. 1 framkvæmd voru þau árétting á yfirlýstri stefnu Alþýðuflokksins að stöðva allt verðlag og berjast ötullega gegn allri verðhækkun. Þetta lagði Alþýðublaðið áherzlu á með ýmsum greinum og viðtöl- um. Eggert Þorsteinsson, Garðar Jónson og fleiri sögðu blaðinu, að stefna launamanna væri engin verðhækkun og engar nýjar niður- greiðslur. 1 ritstjórnargreinum blaðsins var svo enn áréttað hvað eftir annað að bráðabirgðalögin væru einn liður í stöðvunarstefnu Alþýðuflokksins. Launþegar þyldu enga verðhækkun til bænda, hvorki í hækkuðu útsöluverði né auknum greiðslum úr ríkissjóði. Nú vita allir, að hin fyrri lög hafa tekið gildi á ný, afurðaverð verið ákveðið samkvæmt þeim og bændur fengið hækkun. Hinsvegar hefur Alþýðublaðið ekki gert grein fyrir því að Alþýðuflokkurinn hafi breytt um stefnu. Eg veit ekki hvernig Alþýðufl.- Framhald á 2. síðu. „1 sambandi við framkomið stjórnarfrumvarp um breytingar á útsvarslögunum skorar stjórn Kaupfélags ísfirðinga mjög ákveð- ið á háttvirt alþingi að fella það ákvæði frumvarpsins, að veltuút- svar verði lagt á viðskipti meðlima kaupfélaganna. 1 þessu sambandi vill stjórn K. 1. benda á þá staðreynd, að sam- vinnuverzlanir víða um landið þurfa að annast ýms viðskipti, sem eru nauðsynleg þjónusta fyrir við- komandi byggðarlög, en sem er sannanlega fjárhagslegur baggi fyrir viðkomandi kaupfélög, m. a. sökum ákvarðana ríkisvaldsins í verðlagsmálum, og sem engin verzlun í einstaklingseign mundi taka að sér, af þeirri ástæðu. Ennfremur er það augljóst mál, að á meðan ekki er stóraukið eftir- lit ríkisvaldsins með framtölum verzlunarfyrirtækja í eigu ein- staklinga eða hlutafélaga frá því sem nú er, verður hér fyrst og fremst um að ræða auknar og ó- sanngjarnar álögur á kaupfélögin, sem lögum samkvæmt eru háð strangri endurskoðun og árlegum aðalfundum. Stjórn K. í. vill benda á það, að ef útsvarsálagning á ísafirði á s.L ári hefði verið framkvæmd samkv. téðu ákvæði fyrirhugaðrar löggjaf- ar, hefði Kaupfélag Isfirðinga komið til með að greiða í útsvar rösklega helmingi hærri upphæð, en þær 14 verzlanir í bænum, sem eru í einkaeign, er verzla með samskonar vörur, — auk þess, sem •K. 1. greiðir kr. 40 þúsund á ári í samvinnuskatt. Stjórnin samþ. að framanrituð tillaga verði send, auk þess, sem hún verði send Alþingi, þingflokki Alþýðuflokksins og Birgi Finns- syni, alþm., formanni K. í., með áskorun á Birgi, að hann beiti sér fyrir framgangi tillögunnar.“ o o o HÁTIÐ AMESSUR Isafjörður: Skírdag kl. 5. Páskadag kl. 2. Hnífsdalur: Páskadag kl. 5. Ögur: Föstudaginn langa kl. 2. Súðavík: Annan páskadag kl. 2. Brot úr sögu „Lönguvitleysu" Vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar hafa að undanförnu skollið yfir þjóðina gífurlegar verðhækkanir á líísnauðsynjum. Hér er örlítið sýnishorn þessara hækkana, miðað við verð í Reykjavík. Út um land er verðið yfirleitt hærra sem nemur flutningsgjöldum og öðrum kostnaði. Kaffipakkinn hefur hækkað úr kr. 8,65 í kr. 11,10. Strásyk- ur úr kr. 3,95 í kr. 5,10 kg. Smjörlíki úr kr. 10,80 í kr. 13,40 kg. Jurtafeiti úr kr. 21,60 í kr. 37,20 kg. Hveitipoki, 5 lbs., úr kr. 12,20 í kr. 16,05. Vim ræstiduft hefur hækkað úr kr. 7,60 í kr. 9,80. Omo úr kr. 9,20 í kr. 12,00. Spænskir skór sem áður kost- uðu kr. 360,00 kosta nú kr. 570,00. Sement hefur hækkað úr kr. 625,00 pr. smál. frá skipi í kr. 990,00. Frá skemmu áður kr. 755,00 en nú kr. 1120,00. Gert er ráð fyrir að kol hækki um kr. 332,00 pr tn. og timbur frá 40—60%. Málgögn stjórnarinnar eru svo ósvífin, að þau gera lítið úr hækkunum, en almenningur í landinu er farinn að þreifa á staðreyndunum í þessu efni.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.