Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.04.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 09.04.1960, Blaðsíða 4
Hvað er í fréttum? Andlát. Guðjón Halldórsson, vélsmiður á Suðureyri, andaðist 24. febr. s.l. Hann var fæddur 16. apríl 1882 að Hóli á Hvilftarströnd í Önund- arfirði. Foreldrar hans voru hjón- in Guðrún Jónsdóttir og Halldór Halldórsson. Guðjón ólst upp á Hóli en fluttist liðlega tvítugur í Súgandafjörð þar sem hann átti heima úr því. Hann kvæntist Re- bekku Guðnadóttur frá Vatnsdal og eiga þau fimm börn á lífi: Egil vélstjóra og Guðna vélsmið á Suð- ureyri og Guðrúnu, konu Egils Kristjánssonar á Suðureyri, og tvær dætur giftar í Reykjavík. Halldór á Hóli var listasmiður á tré og járn, svo mikill hagleiks- maður að frábært var. Af honum lærði Guðjón að smíða og með það nám hóf hann vélsmíði á Suður- eyri en það var atvinna hans meira en 40 ár við góðan orðstír. Guðjón Halldórsson var maður léttur í lund og svo gamansamur að af bar. Flugfélag fslands hefur nú aftur hafið fastar áætl- unarferðir til Vestfjarða, en frá í febr .s.l. hafa ferðirnar fallið nið- ur vegna skoðunar og viðgerðar á Katalinaflugbát félagsins sem not- aður hefur verið til þessa flugs. Fyrsta ferðin til ísafjarðar, eft- ir að flugvélin kom úr viðgerðinni, var farin s.l. fimmtudag. Meðan flugvél Flugfélags íslands var í viðgerð, hélt Tryggvi Helga- son frá Akureyri uppi áætlunar- ferðum milli Isaf jarðar og Reykja- víkur með sjúkraflugvél sinni, og bætti það mjög úr brýnustu þörf. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ísafjarðar var til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórn- ar 6. þ. m. Síðari umræða um fjár- hagsáætlunina verður miðviku- dagskvöldið 13. þ. m. Frá fjár- hagsáætluninni verður sagt hér í blaðinu síðar. Nýr ritstjóri. Andrés Kristjánsson, frétta- stjóri, sem starfað hefur við Tím- ann síðan 1948, hefur nú verið ráð- inn ritstjóri að blaðinu ásamt Þór- ami Þórarinssyni. Sumaríagnaður. Eins og undanfarin ár efna Framsóknarfélögin á ísafirði til sumarfagnaðar hér í bænum, að kvöldi síðasta vetrardags. Þessar samkomur hafa jafnan verið hinar ánægjulegustu og mjög vel sóttar, og svo mun einnig verða nú. Að þessu sinni sér Félag ungra Framsóknarmanna á ísafirði um skemmtunina. Skemmtiatriði verða nánar aug- lýst síðar. o • o Marzmánuður má teljast með eindæmum aflasæll hér í fjórð- ungnum, aflinn jafnari en áður. Má t. d. geta þess að nokkrir bát- ar fóru sjóíerð á hverjum virkum degi mánaðarins, en flestir 23 til 25 sjóferðir. Framan af mánuðin- um aflaðist oftast mestmegnis þorskur, en er kom fram í miðjan marz jókst steinbíturinn að vanda, og var sumstaðar nær eingöngu steinbítur, er dró að mánaðarlok- um, en sama og enginn steinbítur veiðist þó í þorskanetin. Þorskanetaveiðar voru teknar upp af þremur bátum af Patreks- firði, tveim af Þingeyri, einum úr Bolungavík, þremur úr Hnífsdal og þremui’ af Isafirði. Reyndust þau veiðarfæraskipti yfirleitt* til hins verra, enda töfðust sumir bát- anna í fleiri daga við skipti veiðar- færanna. Hér fara á eftir aflatölur bát- anna í veiðistöðvunum: Patreksf jörður. Þrír bátar gengu þaðan, allir með þorskanet. -— Vb. Andri (nýr bátur) fékk 191 lest í 9 veiðiferðum, Sæborg 136 lestir í 6 ferðum, Sigurfari 128 lestir í 6 ferðum. Sigurfari fór 6 sjóferð- ir með línu, áður en hann tók upp netaveiðamar og aflaði um 50 lestir óslægt. — Aflinn í þorska- netin nær allur veginn slægður. — Færaveiðar á smærri báta byrjuðu um mánaðamótin, tveir höfðu far- ið tvær sjóferðir og aflað vel. — Togararnir voru báðir að veiðum, en seldu afla sinn í Bretlandi. Tálknafjörður. Uppgripaafli á bátana þar. Guðmundur á Sveins- eyri fékk 316 lestir í 26 sjóferðum og er nú metbátur í fjórðungnum. Tálknfirðingur fékk 288 lestir í 25 sjóferðum. Geta má þess, að bátar þessir hafa nokkru lengri línu en aðrir Vestfjarðabátar. Þeir hafa líka 12 manna áhafnir. Talið er að fullur helmingur aflans sé stein- bítur. Aflinn veginn óslægður. Bíldudalur. Vb. Jörundur Bjarna- son fékk 199,6 lestir í 23 sjóferð- um, Reynir fékk 164,5 lestir í 23 sjóferðum, Geysir fékk 138,7 lest- ir í 22 sjóferðum. Þrír bátar voru á rækjuveiðum og öfluðu jafnan vel. Togarinn Pétur Thorsteinsson var að veiðum með nokkru uppi- haldi. Landaði skipið 70 lestum í Bíldudal og 72 lestum á Siglufirði. Afli hans mun veginn slægður, en bátaaflinn veginn óslægður. Þingeyri. Vb. Flosi fékk 209 lestir í 24 sjóferðum, var alltaf á línuveiðum, Þorbjörn fékk 156 lestir á línu, 21 lest í net, samtals 177 lestir. Fjölnir fékk 133 lestir á línu, 17,6 lestir í net, samtals 150.6 lestir. Fjölnir og Þorbjörn tóku upp netaveiðar seint í marz og töfðust þá nær viku frá veið- um. Aflinn þarna veginn óslægður. Flateyri. Vb. Ásbjörn fékk 145,6 lestir í 15 sjóferðum. Báturinn tafðist frá veiðum í viku tíma vegna áreksturs. Vb. Hallvarður frá Suðureyri, sem lagði upp í frystihúsið þarna, fékk 145,4 lestir í 20 sjóferðum. Afli beggja bát- anna veginn óslægður. Talið er að þorskur sé aðeins um fimmti hluti aflans. Suðureyri. Vb. Friðbert Guð- mundssön fékk 208 lestir í 26 sjö- ferðum, Freyja (nýrri) 190 lestir í 26 sjóferðum, Draupnir 187 lest- ir í 26 sjöferðum, Hávarður 176 lestir í 24 sjóferðum, Freyr 174 lestir í 24 sjóferðum, Freyja (eldri) 172 lestir í 24 sjóferðum. Þegar þess er gætt ,aö hér er um slægðan fisk að ræða, sézt að afli á Suðureyrarbáta hefir verið mjög góður í marz. -— Talið er að ailt að 80% aflans sé steinbítur. Boluugavík. Þar var afbragðs afli. Vb. Þorlákur fékk 231,8 lest- ir í 26 sjóferðum, Einar Hálfdáns fór 11 sjóferöir með línu og afl- aði þá 72,900 kg. á línu slægt og 8900 kg. óslægðan fisk, byrjaði með net 11. marz og fékk í þau 152,200 kg., alls um 234 lestir og er það mjög svipað og hjá Þor- láki, þar eð hér er dálítið af fiski ósiægt. Hugrún fékk 202,3 lestir í 26 sjóferðum, Víkingur fékk 181.6 lestir í 26 sjóferðum. Tveir minni þilfarsbátar voru og að veið- um: Sölvi, 8 lesta með 5 mönnum fékk 58,3 lestir í 23 sjóferðum, Sædís fór með 20 net í nokkrar sjóferðir, aflaði 7400 kg. Þá voru og 3 smábátar á veiðum með ein- um manni (einn þeirra hafði raun- ar dreng til aðstoðar). Fékk einn þeirra Sæbjörn (Elías Ketilsson) 12.300 kg. í marz, og munu varla aðrir sjómenn tekjuhærri en hann í mánuðinum, annar Sjöfn 11.900 kg. í 18 sjóferðum og hinn þriðji Dimon 7300 kg. Togarinn Guðmundur Péturs fór tvær veiðiferðir og aflaði 173,6 lestir. Aflinn þarna veginn slægð- ur. Hnífsdalur. Vb. Páll Pálsson fékk 133 lestir i 18 sjóferðum og 24,4 lestir í net í tveimur ferðum, • samtals 157,6 lestir. Mímir fékk 123.7 lestir í 13 sjóferðum á linu og 28,3 lestir í net, samtals 152 lestir. Rán fékk 98,4 lestir í 14 sjóferðum og 47,2 lestir í net í 2 ferðum, samtals 145,6 lestir. Allur . aflinn slægður. Isafjarðarbær. Vb. Gunnhildur í framboðl vi9 forsetakjör Ásgeir Ásgeirsson, forseti ís- lands, mun gefa kost á sér til framboðs við forsetakjörið sem fram fer 26. júní n. k. Áskriftalistar fyrir meðmælend- ur með framboði hans liggja frammi hjá bæjarfógetum og sýslumönnum utan Reykjavíkur til aprílloka. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið forseti í tvö kjörtímabil, eða frá árinu 1952. o o • Álöguæði Samkvæmt nýframkomnu út- svarsfrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar á að lögfesta veltuútsvörin, og þar með lögfesta að leggja megi á hærri útsvör en nemur hreinum tekjum félaga og einstaklinga sem liafa atvinnurekstur með hönduin. Hvað viðkemur kaupfélögunum er þetta einn þáttur þeirrar bar- áttu ríkisstjórnarinnar að koma þeim á kné, ef leggja á útsvör á veltu af félagsmannaviðskiptum. I öliu þessu álagningaræði koma ríkisstjórnarflokkarnir sér vel saman, þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar að sjálfsögðu alla forustu. o o o fékk 215 lestir, þar af 116 lestir á línu í 13 sjóferðum. Hrönn 212 lestir í 25 sjóferðum á línu. Guð- björg 211 lestir, þar af 137 lestir á línu. Straumnes 186 lestir í 26 sjóferðum á línu, Víkingur II. 184 lestir í 26 sjóferðum á línu, Gylfi 176 lestir í 25 sjóferðum á línu, Gunnvör 84,7 lestir í 11 sjóferðum á línu og 67,3 lestir í net, samtals 152 lestir, Ásúlfur 155 lestir í 23 sjóferðum og Sæbjörn 137 lestir í 22 sjóferðum, báðir með línu. — Bv. ísborg fór tvær veiðiferðir í mánuðinum og fékk 190 lestir. — Sólborg byrjaði 20. marz og fékk 72 lestir í 8 daga veiðiferð. Afli rækjuveiðibátanna var jafnan góð- ur. Bátaafli á línu veginn óslægð- ur, en nær allur fiskur í netin veg- inn slægður. Þetta ber að athuga í sambandi við aflafeng bátanna. Súðavík. Vb. Hringur (leigurbát- ur) fékk 184 lestir í 27 sjóferðu-m, Trausti 181 lest í 27 sjóferðum og Sæfari 131,5 lestir í 24 sjóferðum. Aflinn veginn slægður. Talið er að um þriðjungur aflans þarna muni vera steinbítur. Steingrímsfjörður. Þrír þilfars- bátar voru að veiðum, fóru fremur fáar sjóferðir. Aflinn sæmilega góður. — Togarinn Steingrímur trölli var og slitrótt að veiðum og landaði alls um 80 lestum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.