Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.04.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 27.04.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsimi blaðsins er 332. KaupiS og lesiS tSFIRÐING 10. árgangur. ísafjörður, 27. apríl 1960. 6. tölublað. Það borgar sig aS auglýsa. Auglýsið í ISFIRÐINGI Sumarfagnaður Merk nýjung i fiskiðnaðarmálum Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Jón Skaftason, flytja tillögu til þingsályktunar um skóla fyrir fiskimatsmenn, verkstjóra í fiskiðnaði og aðra leiðbeinendur um fiskverkun. Er tillagan svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér hið fyrsta fyrir setningu löggjafar um sérstakan skóla fyrir fiskimatsmenn, verk- stjóra í fiskiðnaði og aðra Ieiðbeinendur um fiskverkun.“ í greinargerð segir: Fiskiðnaður íslendinga fer vax- andi með ári hverju, og útfluttar sjávarafurðir eru langveigamesta gjaldeyrislind þjóðarinnar. Er tal- ið, að 97% af útflutningnum séu fiskafurðir af ýmsu tagi og í ýmsu formi. Æ meira er nú að því stefnt að fullvinna fiskinn innanlands í nýtízku fiskiðjuverum og er vart að efa, að sú þróun mun halda áfram að beinast í þá átt, að úr fiski og öðrum sjávarafurðum verði unnar fjölbreytilegri neyzlu- vörur en nú er. Má fullyrða, að fiskiðnaður er hér á landi sú at- vinnugrein, sem nærtækast er að efla og mun að öðru jöfnu líklegust til þess að standast samkeppni við samkynja erlendan iðnað. Það mun viðurkennt, að íslenzk- ur fiskur sé e.t.v. betri vara en sá fiskur, sem veiddur er á miðum annara þjóða. Hins vegar er minna um það talað að íslenzkur fiskiðn- varningur sé í nokkru betri en annara þjóða, og kemur þar vafa- laust til, að mjög brestur á, að ævinlega sé vandað til framleiðsl- unnar eins og unnt væri, ef allra nauðsynlegra skilyrða væri gætt. Er þar fyrst að telja, að í mörgum tilfellum skortir á um útbúnað vinnslustöðvanna sjálfra, og í öðru lagi hefur það orð legið á, að ekki væri gætt þeirrar nærfærni í með- ferð fisksins, sem nauðsynlegt er til þess, að hann reynist hæfur sem fyrsta flokks hráefni til vinnslu. Hefur þetta mál verið mjög til um- ræðu í blöðum og manna á meðal í vetur, enda nær einstakir atburð- ir, sem gerzt hafa í sumum ver- stöðvum, þar sem heilir bátsfarm- ar fisks hafa reynzt óhæfir til vinnslu sakir óvarlegrar meðferð- ar. Er þess að vænta að slíkir at- burðir endurtaki sig ekki. Ef Islendingar ætla að verða fyrirmyndar fiskiðnaðarþjóð, verð- ur það ekki betur gert en með því að sérmennta fólk í þessari iðn- grein. Undirstaða allrar iðnþróun- ar eru vel menntaðir starfsmenn og sérfræðingar í hverri grein, er að iðnaðinum lýtur. Þörf þjóðfé- lagsins fyrir sérfræðilega þekkingu eykst og stöðugt á öllum sviðum og þá ekki síður í fiskiðnaði en öðru. Allvel er séð fyrir undirbúnings- menntun í hinum almennu iðn- .greinum með verklegri kennslu og skólagöngu í samtals allt að því fjögur ár. Einnig er vel að land- búnaði búið með starfrækslu bún- aðarskólanna, sem veita bænda- efnum og búnaðarráðunautum haldgóða þekkingu, sem að gagni má verða í störfum þeirra. Er kunnara en frá þurfi að segja, hve geysileg áhrif búnaðarskólarnir hafa haft á íslenzkan landbúnað, bæði til aukinnar framleiðslu, hag- kvæmari vinnuaðferða og aukinn- ar vöruvöndunar. Það hlýtur því að vekja furðu, að ekki skuli vera til í landinu skóli, sem sambærilegur sé búnað- arskólunum, er hafi það hlutverk að sérmennta þá, sem til forustu veljast á sviði fiskiðnaðar. Má það vart vansalaust heita, að svo illa sé búið að höfuðstoð íslenzkr- ar útflutningsframleiðslu. Úr þessu verður að bæta hið bráðasta og er brýn þörf lagasetníngar um þetta efni. Flutningsmönnum þessarar til- lögu er kunnugt, að yfirmatsmenn hafa rætt þetta mál í sínum hóp, en lítt eða ekki fylgt því eftir á opinberum vettvangi. Fiskmats- stjóri hefur átt frumkvæði að all- mörgum námskeiðum fyrir fiski- matsmenn á undanförnum 12—13 árum, og hafa þau orðið til mikils gagns, svo langt sem þau náðu. En hér þarf meira til. Stofnun fasts skóla fyrir fiskimatsmenn og verkstjóra með fjölbreytilegum námsgreinum er brýnt hagsmuna- mál fiskiðnaðarins og allur frekari dráttur á málinu til óþurftar. Væri vel farið, að Alþingi hefði hér frumkvæði, og því er þessi þings- ályktunartillaga flutt. 0 0 0 Það hefur um mörg undanfarin ár verið fastur þáttur í starfsemi framsóknarfélaganna hér í bænum, að efna til sumarfagnaðar að kvöldi síðasta vetrardags. Hafa samkomur þessar jafnan verið mjög vel sóttar og átt vaxandi vinsældum að fagna. Einnig nú var ,sumarfagnaður haldinn á vegum félaganna, síða’sta vetrardag, 20. þ. m., í Góðtempl- arahúsinu. Að þessu sinni sá Félag ungra Framsóknarmanna að öllu leyti um sumarfagnaðinn, og fórst það mjög vel. Formaður Fél. ungra Framsókn- armanna, Alfred Alfredsson, setti skemmtunina með stuttu ávarpi, bauð gesti velkomna og kynnti skemmtiatriði. Að því loknu var sest að spilum og spiluð Fram- sóknarvist á 23 borðum. Stjórnaði Alfred vistinni, eins og skemmtun- inni allri. Verðlaun hlutu þau frú Ragnheiður Loftsdóttir, sem hafði fengið 183 slagi, og Friðrik Marí- asson, sem hafði fengið 174 slagi. En þess ber að geta, að þeir Ól- afur Ásgeirsson, Baldur Sæmunds- son og Guðmundur Halldórsson höfðu fengið jafnmarga slagi og Friðrik, en hann hlaut verðlaunin með hlutkesti. Leikflokkur frá Suðureyri í Súg- andafirði sýndi gamanleikinn Leynimel 13, í Alþýðuhúsinu hér í bænum, laugardaginn 23. þ. m. Kvenfélagið Ársól og íþróttafé- lagið Stefnir á Suðureyri, hafa haft samvinnu um leikstarfsemi um tveggja áratuga skeið, og oft- ast tekið til meðferðar eitt leikrit árlega, og var leikflokkurinn sem sýndi Leynimel 13 á laugardaginn á vegum þessara félaga. Leikritið Leynimelur 13 gerist í Reykjavík á eftirstríðsárunum, og dregur fram ýmsar skoplegar hliðar bæjarlífsins, bæði í einka- lífi, í viðskiptum og svo í fram- kvæmd opinberrar lagasetningar. Það er skemmst frá því að segja, að leikflokkurinn frá Súgandafirði virtist sínum vanda vaxinn. Sem heild var meðferð leiksins góð, og meðferð nokkurra leikenda á hlut- verkum sínum var alveg ágæt. T. d. var leikur þeirra Ingibjargar Næsta skemmtiatriði var það, að Jón Bjamason, myndasmiður, sýndi töfrabrögð, og hlaut hann hinar ágætustu undirtektir og að- dáun. Að því loknu sýndi Magnús R. Guðmundsson grínþátt, sem góður rómur var að gerður. Að þessu loknu hófst svo dans- inn, og var dansað af miklu fjöri til kl. 2. Hljómsveit Karls Einars- sonar lék fyrir dansinum. Eins og áður, fengu gestir nú þá ánægju, að glíma við að botna vísubyrjun, sem frú Rannveig Her- mannsdóttir lagði til, — svohljó- andi: „Vorið liggur lofti í, ljómar sól um grundir allar.“ Alls bárust 25 vísubotnar. Dóm- nefnd dæmdi þennan botn beztan: „Óskum við þess að á ný, engi grói, lautir, hjallar.“ Vísubotninn var merktur S, en höfundur reyndist að vera frú Anna S. Kristjánsdóttir, og hlaut' hún bókina „Virkisvetur" að kvæðalaunum. Eins og áður segir var sumar- fagnaðurinn mjög vel sóttur og að öllu leyti hinn ánægjulegasti. Jónasdóttur, Sigrúnar Sturludótt- ur og Hermanns Guðmundssonar alveg ágætur. Leikur þeirra Jó- hannesar Þ. Jónssonar og Jóns Kristjánssonar var og mjög góður, en Jóhannes annaðist eitt af aðal- hlutverkum leiksins. Sviðsetningu leiksins annaðist frú Ingibjörg Jónasdóttir. Gissur Guðmundsson smíðaði leiktjöld, en Jón Kristinsson málaði leiktjöldin. og sá um andlitsförðun. Barði Theodórsson annaðist ljósaumbún- að. Áminnari var Óskar Kristjáns- son. Gerfi leikendanna voru yfirleitt góð, nema gerfi læknisins sem var alveg afleitt.' Eins og fyrr segir var meðferð leiksins í heild góð. Og það er eng- an veginn víst, að betri meðferð leiks hafi áður sést hér á leiksviði. Leikendum var óspart klappað lof í lófa. o o o Leynimelur 13

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.