Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.05.1960, Síða 1

Ísfirðingur - 07.05.1960, Síða 1
Áskrifiarsimi blaSsins er 332. KaupiS og lesiS ÍSFIRÐING 10. árgangur. Isafjörður, 7. maí 1960. 7. tölublað. Það borgar sig að auglýsa. Auglýsið í ÍSFIRÐINGI SJÖTÍU OG FIMM ARA: Jónas Jónsson fyrrverandi ráðherra. Enginn stjórnmálamaður hefur verið eins áberandi í íslenzku þjóðlífi, það sem af er þessari öld, og Jónas Jónsson frá Hríflu. Hann átti sjötíu og fimm ára afmæli 1. þ.m. Jónas er fæddur að Hríflu í Bárðardal, og voru foreldrar hans Jón Kristjánsson, bóndi, og kona hans Rannveig Jónsdóttir. Hann lauk prófi um tvítugt frá Akureyrarskóla, með ágætum vitn- isburði og miklu lofi hinna lærðu og ágætu kennara sem þá störfuðu við þann skóla. Síðan var hann árum saman við nám erlendis, m. a. í Oxford og París. Eftir að Jónas kom heim frá námi erlendis gerðist hann kennari við kennaraskólann í Reykjavík, en lét af því starfi 1918 þegar hann tók við skólastjórn Samvinn- uskólans. Skólastjóri Savinnuskól- ans var hann svo óslitið til sjö- tugsaldurs, að fráteknum þeim ár- um sem hann var í ráðherraem- bætti. Ritstjóri málgagna sam- vinnumanna var hann um 30 ára bil, fyrst „Tímarits samvinnufé- laganna“ og síðar „Samvinnunn- ar“. Ásamt öðrum framsýnum fram- faramönnum stofnaði Jónas Fram- sóknarflokkinn, og um 30 ára skeið var hann aðalbaráttumaður og leiðtogi flokksins. Það tímabil varð eitthvert blómlegasta upp- byggingartímabil í sögu þessarar þjóðar, og óneitanlega var það Jónas Jónsson öðrum mönnum fremur, sem átti frumkvæðið að fjöldamörgum nýmælum og um- bótum sem þá var hafizt handa um. Jónas Jónsson er landskunnur ritsnillingur. Enginn núlifandi stjómmálamaður á íslandi mun hafa skrifað fleiri eða áhrifaríkari stjórnmálagreinar en hann. Ára- tugum saman skrifaði hann grein- ar í Tímann, — og ekki hafa verið skrifaðar áhrifaríkari greinar fyr- ir framgangi samvinnustefnunnar en hann gerði, meðan hann var ritstjóri Samvinnunnar. Hann hef- ur skrifað fjölda bóka og bæklinga og á yngri árum var hann ritstjóri Skinfaxa, tímarits ungmennafé- laganna. Það liggur í augum uppi, að Jónas Jónsson frá Hríflu Jónas Jónsson var umdeildur á þeim árum sem hann var fyrir- ferðarmeiri í íslenzkum stjórnmál- um en nokkur annar maður. Braut- ryðjendur og hugsjónamenn hafa jafnan verið umdeildir og jafnvel hataðir af þeim, sem ekki hafa skilið kall nýs tíma eða þörf á félagslegum umbótum og uppbygg- ingu. En hitt er jafn víst að á spjöld- um sögunnar mun nafn Jónasar geymast sem hins merkasta ís- lenzka stjórnmálaforingja á fyrra helmingi þessarar aldar. Saga hans sem hugsjóna- og þjóðmálamanns mun eiga eftir að verða mörgum ungum íslendingum fyrirmynd og hvatning til dáð- ríkra starfa fyrir land og lýð. J.Á.J. ★ I. m a í Eins og áður var 1. maí hátíð- legur haldinn hér í bænum. Útifundur hófst kl. 2. Lúðra- sveit ísafjarðar lék fyrir fundinn og milli ræðna. Ræður fluttu: Sig- urður Kristjánsson, f.h. Sjómanna- félags Isfirðinga, Guðmundur Guð- jónsson, f.h. Vélstjórafélags ísa- fjarðar, Jökull Guðmundsson, f.h. iðnnemafélagsins, Símon Helgason, f.h. F.O.S.l. og Sigurður Jóhanns- son, f.h. Verkalýðsfélagsins Bald- ur. Pétur Pétursson stjórnaði úti- fundinum. Fjölmenni var á fund- inum enda veður gott. Kvikmyndasýning fór fram í Al- Samvinnustefnan og stjórnarstefnan Samvinnumenn hafa ríka ástæðu til að hugleiða löggjöf yfirstand- andi alþingis og tillögur núverandi ríkisstjómar varðandi samvinnu- hreyfinguna. Skilningur stjórnar- valda á fjöldahreyfingu eins og samvinnuhreyfingunni skiptir al- þýðu manna æmu máli. Það lagaákvæði að skylda kaup- félögin til að lána seðlabankanum 15% af innstæðuaukningu sinni er miklu merkilegra spor í löggjöf Is- lendinga en ýmsir hafa gert sér ljóst. Innlánsdeildir kaupfélaganna eru engar venjulegar peningastofnanir. Þær lána féð ekki aftur, heldur ávaxta það í rekstri kaupfélagsins sjálfs. Eina trygging innstæðu í innlánsdeild er ábyrgð kaupfélags- ins. Þar er því um að ræða lán til kaupfélagsins. Kaupfélag er staðbundinn al- mennur félagsskapur. Sameignar- sjóðir þess eru að lögum hálfopin- ber eign héraðsins. Almenningur, sem í félögunum vill vera, getur öllu um það ráðið í hvað það legg- ur fé sitt. Það leiðir því af eðli málsins, að kaupfélag festir fé sitt í því, sem er áhugamál almenn- ings og almenningur telur hags- munamál sitt, — og því einu. Það er því engin þörf á því vegna hags- muna almennings að rýra fjárráð kaupfélaganna með skyldulánum til seðlabankans. Þó er sú ofstjórn, sem fram kemur í þessu lagaákvæði eftir- tektarverðari. Þegar alþingi hefur á annað borð einu sinni tekið sér vald til að segja fyrir um það, að /96ö þýðuhúsinu kl. 2, fyrir böm. í Alþýðuhúsinu hófst svo skemmtun kl. 4. Pétur Pétursson setti skemmtunina og tilkynnti skemmtiatriði. Lúðrasveit Isa- fjarðar lék. Björgvin Sighvatsson, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða, flutti ræðu. Bjargey Pét- ursdóttir las upp, og fjórar ungar stúlkur sungu og léku á gítara. Jón Bjamason sýndi töfrabrögð og Albert Karl Sanders las upp. Hús- fyllir var á skemmtuninni. Fjölsóttur dansleikur var í Al- þýðuhúsinu um kvöldið. ★ enginn megi lána kaupfélagi sínu 85 krónur nema hann láni seðla- bankanum 15 krónur jafnframt, þá er vandséð hvað er því til fyrir- stöðu að alþingi ákveði síðar að enginn megi lána öðmm manni, — hvorki syni né bróður —- 50 krón- ur nema hann láni seðlabankanum jafnframt 50 krónur. Eftirliti með þeirri framkvæmd mætti haga svo að öll skuldabréf væru ógild nema innheimtumaður seðlabank- ans hefði stimplað þau til kvittun- ar fyrir hluta bankans. — En er til þess ætlast að kaupfélögin séu laus allra mála ef innstæða í inn- lánsdeild breytist í reikningsinn- stæðu eða skuldabréf með sömu vöxtum? Þetta lagaákvæði er að sönnu meinlítið kaupfélögunum. í fyrsta lagi eru engar líkur til þess að innstæður aukist hjá kaupfélögun- um að sinni svo mjög sem nú er kreppt að öllum almenningi. 1 öðru lagi eru engar líkur til þess að svona ákvæði verði lengi haft í lögum. 1 þriðja lagi virðist ekki þurfa nema smávegis breytingu á formi lánanna til þess að komast fram hjá þessari lagaskyldu. Hinsvegar er þessi löggjöf eftir sem áður greinilegur vottur um hugarfar löggjafans. Segja má að hlutverk íslenzkra kaupfélaga sé tvíþætt. Annars veg- ar er það, að gera alþýðu verzlun- ina svo hagstæða sem verða má. Hins vegar er að safna fjármagni, sem er bundið í héraði, og sá al- menningur, sem í kaupfélaginu vill vera hverju sinni, hefur umráða- rétt yfir. Þetta starf kaupfélag- anna er það helzta og merkasta, sem gerzt hefur síðustu áratugi til að stuðla að jafnvægi i byggð landsins. Kaupfélögin eru þannig tæki fé- lítilla alþýðumanna til að safna nokkru fjármagni til að leysa ein- hver vandamál héraðsins. Þessu er m.a. þannig fyrir komið að félags- menn hafa heimild til að leggja tekjuafgang í stofnsjóð sinn og geyma svo í rekstri félagsins. Eitt af því, sem skiptir mönnum í stjórnmálaflokka er einmitt það, hvort þeir vilja að ríkisvaldið hlynni að slíku eða torveldi það. Framsóknarmenn vilja styðja þessa þróun. Núverandi stjórn hamlar gegn henni með því t.d. að lögbjóða að veltuútsvar skuli Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.