Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.05.1960, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 07.05.1960, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR 4 Ríkisstjórnarliðið felldi tillögu um "sérbætur á steinbít o.fl. fisktegundir rr---- -... ISFIRÐIN GUR Útgefandi: Framsóknarfélag Isfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Af greiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 Stöðugt vaxandi kjaraskerðing Með sífellt vaxandi þunga leggst dýrtíðin á herðar almennings í landinu. — Allar lífsnauðsynjar hækka stöðugt: matvæli, fatnaður, olía, fargjöld o.fl. o.fl. Allt hækk- ar, og allt hækkar þetta vegna aðgerða þeirrar ríkisstjórnar, sem nú fer með völd í landinu. Kaup- máttur launa verkafólks, sjó- manna og annars launafólks í landinu minnkar dag frá degi. Það verður sífellt minna sem þetta fólk getur keypt fyrir launin sem það fær greidd. Ef einhverjir telja þessa hluti þakkarverða, þá ber að þakka núverandi ríkisstjórn fyrir þetta allt. Fyrir fáeinum dögum var síð- asta gjöf ríkisstjórnarinnar rétt að almenningi í formi hækkunar á mjólk og mjólkurafurðum. Eru þessar hækkanir sem hér segir: Mjólk í lausu máli hækkaði úr kr. 2,95 I kr. 3,20. Mjólk í flöskum liækkaði úr kr. 3,15 í kr. 3,40. Rjómi liækkaði úr kr. 37,90 í kr. 39,65 pr. 1. Skyr hækkaði úr kr. 8,60 kg. í kr. 9,00 Gæðasmjör hækkaði úr kr. 47,65 kg. í kr. 52,20. Ostur 45% hækkaði úr kr. 45,70 kg. í kr. 48,00. Allar þessar hækkanir eru bein afleiðing af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Bændur lands- ins fá enga verðhækkun á þessar framleiðsluvörur sínar. í kosningunum í haust sögðu talsmenn stjórnarflokkanna, að þeir hefðu stöðvað dýrtíðina, og þeir báðu fólk að gefa sér umboð svo að þeir gætu haldið áfram að vinna gegn dýrtíð. En hverjar hafa efndirnar orðið? Þær hafa orðið þannig, að yfir þjóðina hefur skollið óskapleg dýrtíð og kjara- skerðing, sem almenningur getur með engu móti risið undir til lengdar. Aldrei hefur nokkur ríkisstjóm á Islandi reynzt óhæfari til að leysa þann vanda, sem hún hefur tekið að sér, en sú þröngsýna aft- urhaldsstjórn sem nú fer með völd í landinu. ★ Við þriðju umræðu fjárlaga fluttu sex þingmenn Framsóknar- flokksins, þeirra á meðal þeir Sig- urvin Einarsson og Bjarni Guð- björnsson, breytingartillögu við 22. gr. fjárlaga svohljóðandi: „Að greiða vinnslustöðvum úr ríkissjóði eða útflutningssjóði sérstakar bætur á smáfisk, á tilteknar fisktegundir og á fisk veiddan á vissum tímum árs, þó ekki hærri upphæð hlut- fallslega, en greidd var úr út- flutningssjóði til slíkra upp- bóta árið 1959, miðað við fisk- magn og fiskverð. Bætur þessar skal miða við akveðna upphæð á hvert kg. af fiski, sem vinnslustöð tekur á móti.“ I ræðu sem Sigurvin Einarsson flutti, þegar hann talaði fyrir þess- ari tillögu, fórust honum m.a. orð á þessa leið: . . . Það mun ekki fara á milli mála, að vegna þessara sérbóta var haldið uppi blómlegum sjávarút- vegi í ýmsum sjávarþorpum lands- ins. Þetta var því þýðingarmikil ráðstöfun til jafnvægis í byggð landsins, til framleiðsluaukningar í landinu og til bættrar lífsafkomu hjá þúsundum manna víðs vegar um landið. Uppbætur á bátafisk voru að meðaltali um 94,5%, en vegna sér- bótanna urðu þessar uppbætur miklum mun meiri á einstakar fisktegundir, á smáfisk og fisk veiddan á mismunandi árstíma. Skal ég nefna um þetta örfá dæmi. Uppbætur á ýsu, steinbít og flatfisk veiddan fyrir 15. maí 119% — á sömu fisktegundir veiddar allt árið 121,6% — á ýsu, sem fór í skreið, en veidd fyrir 15. maí 126,2% — á ýsu í skreið, veidd allt árið 130,9% — á ýsu, steinbít og flatfisk, veiddan eftir 15. maí 125,3% — á ýsu, sem fór til söltunar, en veidd allt árið 142, 2% — á ýsu, sem fór í skreið, en veidd eftir 15. maí 143,1%. Gengisbreytingin er við það miðuð, að bátaútvegurinn búi við hliðstæð kjör og voru, þegar upp- bætur voru að meðaltali 94,5%. Hvemig verður þá hagur þeirra útvegsmanna, sem höfðu 50—80% af aflamagninu fisk, er naut þess- ara sérbóta, er ég hefi greint frá, en missa nú allar þessar sérbætur? Útkoman verður að sjálfsögðu sú, að sá fiskur, er sérbótanna naut, lækkar mjög mikið í verði, frá því sem áður var, samtímis vaxandi útgerðarkostnaði vegna dýrtíðar. Þetta er mikið alvörumál fyrir ýmsa útgerðarbæi. Hætt er við, að stórkostlega dragi úr útgerð á þessum stöðum, og hlýtur slíkt að hafa alvarlegar afleiðingar." Eins og allir vita voru með efna- hagslöggjöf ríkisstjórnarinnar nið- ur felldar allar sérbætur á fisk. í samræmi við það, felldu alþingis- menn ríkisstjómarflokkanna þessa tillögu, sem flutt var til þess að reyna að bjarga útgerðinni á Vest- fjörðum og víðar frá stórfelldum taprekstri. ★ Fundið er lík Sveinbjarnar Benedikts- sonar, útgerðarmanns, Silfurgötu 8 Isafirði. Sveinbjörn fórst af slysförum í höfninni hér á Þorláksmessu í vetur. Líkið fannst á leirunum fyr- ir innan Hafrafell. Jarðarförin fer fram frá Isa- fjarðarkirkju í dag. Verkfræðingur ráðinn Bæjarstjórn Isafjarðar hefur ráðið Guðmund Halldórsson, verk- fræðing, til starfa hér í bænum. Guðmundur lauk prófi í vetur frá Kaupmannahafnarháskóla með á- gætum vitnisburði. Guðmundur er sonur hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Hall- dórs Jónmundssonar, yfirlögreglu- þjóns. iKBNIIItniNIHIliaMIHIHItlllllllllliniilllllllllllillHBHIIIIIIMII Húsmæðnr Það er ódýr heimilishjálp, að láta okkur annast þvottinn. Sækjum og sendum ef óskað er. Þvottahúsið Pólgötu 4 Sími 473. (Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll SókltlaðcM Sálmabækur, hvítar 62 krónur. Sálmabjekur, svartar 62 kr., 82,50. Passíusálmar kr. 56,50. Biblían í stóru broti 149 og 195 kr. Biblían í litlu broti 31 til 123 kr. Nýja testamentið 62 krónur. Fjöldi annara góðra og fallegra bóka til fermingargjafa. i ó v a * ,\ i{ i ó m v s S o iv \ n KiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinaiiiM Samvinnustefnan og stjórnarstefnan Framhald af 1. síðu. lagt á félagsmannaviðskipti kaup- félaga. 1 þeirri fylkingu berst m.a. Birgir Finnsson, þingmaður Vest- firðinga og formaður Kaupfélags Isfirðinga. Afstaða manna til kaupfélag- anna fer einkum eftir því, hvort þeir gera sér grein fyrir því, að tekjuafgangur þeirra sé annars eðlis en einkagróði eða ekki. Kaup- félagsmenn yfirleitt skilja vitan- lega þennan mun, þó að undan- tekning kunni að vera með Birgi Finnsson. Keþpinautar kaupfélag- anna, sem er eftirsjá að því að þau bindi heima hjá fólkinu peninga, sem ella myndi verða persónulegur gróði kaupmanna, hafa aldrei viljað viðurkenna þennan eðlis- mun. Þeir könnuðust ekki við hann kring um 1920 þegar mörg kaup- félögin voru ung að árum. Nú segja þeir að séu breytt viðhorf, svo að þessi munur, — sem þeir aldrei viðurkenndu, — sé að að mestu horfinn. Boðskapur núverandi ríkis- stjórnar er meðal annars þessi: Ekki skal mönnum vera frjálst að lána fé sitt í rekstur kaupfélags síns gegn um innlánsdeild þess öðru vísi en kaupfélagið láni seðlabankanum 15% þess. Ekki skal mönnum frjálst að reka samvinnuverzlun á þeim grundvelli að tekjuafgangi sé skipt upp milli félagsmanna í þátttöku þeirra í verzluninni, hvort heldur með beinni endurgreiðslu eða greiðslu í stofnsjóð, — heldur skal greiða veltuskatt af þeim viðskipt- um. Ríkisvaldið lítur það illu auga og torveldar það, að félítil og fá'- tæk alþýða hafi verzlun og aðra þjónustu í höndum samvinnufé- laga sinna og láti slíka starfsemi safna fjármagni, sem er bundið í héraði. 1 stað þess á að renna upp gull- öld „frjálsra Islendinga" eins og Einar Sigurðsson orðar það í sam- bandi við frelsi atvinnurekenda til að yfirgefa þá staði, sem þeim þykja ekki nógu arðvænlegir til atvinnureksturs. Ríkisstjórnin hefur talað. Henn- ar er valdið í dag. Alþýðan svarar fyrir sig þar sem hennar er valdið. H. Kr. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111(11111111 ÉG HEFI lagt nlður rörsteypu mína á Stakkanesi. Þakka viðskiptin. Árni Höskuldsson. .lll■■ll■■l■ll■l■■ll■ll■ll■ll■l■■ll■ll■ll■ll■ll■l■■ll■l■■ll■ll■ll■ll■■l■■l■ll■ i

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.