Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.05.1960, Page 1

Ísfirðingur - 20.05.1960, Page 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. KaupiS og lesiS ÍSFIRÐING ÞaS borgar sig að auglýsa. AuglýsiS i ISFIRÐINGI Aflabrögð í Vestfirðingafjórðnngi í aprílmánuði 1960 r Frjálsir Islendingar Aflabrögðin í aprílmánuði urðu nú rýrari hér í fjórðungnum en vonir stóðu til, eftir marzaflanum að dæma. — Olli meztu um það, að steinbíturinn, sem oftast helzt fram undir apríllok, hvarf nú af miðunum í byrjun mánaðarins. — Afli flestra línubátanna er því lé- legur. Undantekning hér frá eru þó Tálknaf jarðarbátamir og nokkr- ir fleiri. — Að öðru leyti vísast til neðanritaðra upplýsinga um afla- fenginn í veiðistöðvunum.: Patreksfjörður. Togararnir lögðu nú báðir upp í heimahöfn. Bv. Gylfi fékk 507 lestir í tveim- ur veiðiferðum, bv. Ólafur Jó- hannesson fékk 355 lestir i tveim- ur ferðum, en tafðist nokkuð frá veiðum vegna áreksturs. — Vb. Sæborg fékk 314 lestir í 13 ferð- um, Andri 241 lest í 13 ferðum, Sigurfari 160 lestir í 11 sjóferðum, allt óslægt. — Bátarnir voru á netjaveiðum. Tveir litlir þilfars- bátar voru á færaveiðum og fengu góðan reytingsafla. Annar þeirra lagði að mestu upp í Rifi á Snæ- fellsnesi, en hinn á Þingeyri. — Sex opnir bátar með einum og tveim mönnum voru að veiðum, en sumir byrjuðu fyrst rétt fyrir mánaðarlokin. Mestan afia fékk tveggjamannafar 12 lestir í 14 sjóferðum og einn maður á bát 7 lestir í 11 sjóferðum. Tálknafjörður. Góðfiski að vanda. Vb. Tálknfirðingur fékk 208 lestir í 21 sjóferð, Guðmundur á Sveinseyri 177 lestir í 19 sjó- ferðum. Aflinn veginn óslægður. Bíldudalur. Bv. Pétur Thor- steinsson aflaði 78,7 lestir í tveim- ur veiðiferðum. Bátaaflinn var misjafn. Vb. Jörundur Bjarnason fékk 117 lestir í 18 sjóferðum, Geysir 64,8 lestir í 15 sjóferðum, Reynir 44 lestir í 8 sjóferðum (hætti 18/4.). Sömu þrír bátar og áður voru á rækjuveiðum og öfl- uðu jafnan vel. Þingeyri. Tveir bátanna, Fjöln- ir og Þorbjörn ,voru á netaveiðum. Fékk Þorbjöm 194 lestir, Fjölnir 120 lestir. Af því voru um 60 lest- ir slægður fiskur hjá hvorum bát- anna. — Vb. Flosi var á línuveið- um og aflaði 95 lestir í 15 sjóferð- um, óslægt. Flateyri. Tveir utanplássbátar gengu þaðan, eins og í marz. Vb. Hallvarður frá Suðureyri fékk 95,3 lestir í 17 sjóferðum, Ásbjörn frá Isafirði fékk 86,3 lestir í 15 sjó- ferðum. Tveir trillubátar með þremur mönnum tóku upp færa- veiðar og öfluðu vel. Fékk annar þeirra um 5000 kg. í tveimur sjó- ferðum. Suðureyri. Aflafengur bátanna þar var þessi: Freyja (eldri) 105 lestir í 17 sjóferðum, Freyja (nýrri) 88 lestir í 19 sjóferðum, Friðbert Guðmundsson 84 lestir í 18 sjóferðum, Draupnir 70 lestir í 17 sjóferðum, Hávarður 70 lestir í 17 sjóferðum, Freyr 62 lestir í 16 sjóferðum. Allur fiskur þarna veginn slægður. Boluugavík. Bv. Guðmundur Péturs aflaði 208 lestir í 4 veiði- ferðum. Vb. Einar Hálfdáns var á netaveiðum, aflaði 130,4 lestir í 12 sjóferðum og tveimur útilegum. Nokkur hluti aflans óslægður. Þor- lákur fékk 124,3 lestir í 16 sjóferð- um. Mestur afli hans í sjóferð var 14 lestir. Nokkuð af aflanum var vegið óslægt. Hugrún fékk 114,5 lestir í 18 sjóferðum, Vikingur 62,7 lestir í 12 sjóferðum. Afli þeirra veginn slægður. Þessir þrír voru á línuveiðum. Sædís, 12 lesta bátur, var á netaveiðum og aflaði 50,4 lestir í 21 sjóferð með 4 manna áhöfn. Sölvi, 8 lesta bátur fékk 10 lestir í 11 sjóferðum. Ennfremur voru þrír smábátar, með einum manni hver, á færaveiðum og fengu þeir-samtals 23 lestir. Hnífsdalur. Bátarnir þar voru allir á netaveiðum. Vb. Páll Páls- son fékk 155 lestir í 6 veiðiferð- um, þar af um 107 lestir slægður fiskur, Rán fékk 94,9 lestir í 7 ferðum, þar af 83 lestir slægður fiskur, Mímir 91,7 lestir í 5 sjó- ferðum, allt slægður fiskur. fsafjarðarbær. Bv. Sólborg fékk 334 lestir í tveimur veiðiferðum, ísborg fékk 188 lestir í einni ferð. — Bátaaflinn var sem hér segir: Vb. Guðbjörg fékk 188 lestir, Gunnhildur 178 lestir, Gunnvör 149 lestir. — Þessir þrír voru með þorskanet og voru oftast að veið- um á Breiðafirði og sömuleiðis Hnífsdalsbátarnir. Eftirtaldir bát- ar vora á línuveiðum og öfluðu sem hér segir: Vb. Hrönn 109 lestir í 17 sjóferðum, Straumnes 103 lestir í 18 sjóferðum, Víking- ur II. 90 lestir í 18 sjóferðum, Ás- úlfur 36 lestir í 10 sjóferðum, Gylfi 27 lestir í 5 sjóferðum og Framhald á 3 .síðu. 1 kosningabaráttunni 1956 var þeirri sögu komið á kreik á Flat- eyri að togaraútgerð Isfells h.f. myndi taka skjótan enda ef Fram- sóknarflokkurinn sigraði í kosn- ingunum. Sjálfstæðismenn töpuðu kosningunum og áttu engan hlut að ríkisstjórn næstu missirin. En báðir togarar Isfells voru gerðir út eins og ekkert hefði í skorist. Svo unnu Sjálfstæðismenn kjör- dæmið, breyttu kosningalögum og kjördæmaskipun, komust í ríkis- stjórn með vinum sínum í Alþýðu- flokknum og tóku upp nýja stefnu í efnahagsmálum. Þá er útgerð þessara togara lokið og þeir seld- ir úr landi sem brotajárn. Þarna þarf ekki að vera sam- band á milli, en meinleg örlaga- glettni gæti það kallast hvernig þetta fylgist að. — En svo er ís- fell að fá nýjan togara, 900 smá- lesta skip. — Sá maðurinn, sem sagður er eiga ísfell, Einar Sigurðsson er nú varaþingmaður Austfirðinga, og hefur setið á þingi. Þar hefur hann sagt ýmsa merka hluti auk þess, sem hann skrifar fastan þátt í Morgunblaðið. Þar segir hann m. a. 10. apríl: „Útgerðarim.ðurinn getur ekki gert út fyrir verð það, sem fisk- vinnslustöðvarnar geta greitt og fiskkaupendurnir geta ekki keypt fyrir L. I. Ú.-verðið. Er þetta mál nú í algjörri sjálfheldu." Þannig lýsir sérfræðingur Mbl. og þingfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins hinni nýju stefnu í efnahags- Skcðaslit Barnaskólanum á ísafirði var slitið 16. þ. m. 1 vetur voru í skól- anum 372 börn í 17 deildum. Prófi luku 67 börn og hlutu þrjú þeirra ágætiseinkunn, þeir: Auðunn Finnsson 9,1, Guðmundur Níelsson og Svanur Kristjánsson 9,0. Þessir drengir hlutu allir bóka- verðlaun. Hæstu einkunn í íslenzku yfir skólann hlaut Anna Sigurðardótt- ir í 14. deild, en hún hlaut eink- unnina 10. Við fullnaðarpróf hlutu 9 börn einkunnina 9 og þar yfir í íslenzku. í reikingi hlutu 7 fulln- aðarprófsbörn einkunnina 9 og þar yfir. málum á sjálfan Pálmasunnudag. Hann er sjálfur bæði útgerðarmað- ur og eigandi fiskvinnslustöðva. Um líkt leyti lét Einar Sigurðs- son þau orð falla á alþingi að ekk- ert væri athugavert við það þó að atvinnurekendur færðu rekstur sinn af einum stað á annan ef þeir sæu sér hag í því. Þetta sagði hann í umræðum, þar sem m. a. var rætt um hvernig Hesteyri væri komin. Og Einar spurði: „Erum við ekki frjálsir Islendingar?" Það er skylt að hugleiða, hvort heppilegra sé að eiga atvinnurekst- urinn í höndum og á valdi „frjálsra Islendinga“ eins og Einars Sig- urðssonar, eða á vegum staðbund- inna samtaka svo sem sveitarfé- laga og sameignarfélaga almenn- ings. Fjarri sé það mér að spá illa fyrir Isfelli h.f. eða vanmeta út- veg Einars Sigurðssonar á sjó og landi. Hinsvegar tel ég að reynsl- an hafi oft sýnt, að þeim sem á Vestfjörðum búa og eiga örlög sín og afkomu bundna við héraðið, væri tryggara og hollara að því almannafé, sem ríki og ríkisbank- ar fara með, væri fremur beint til staðbundinna atvinnufyrirtækja en að rekstri hinna „frjálsu Is- lendinga" sem vaka yfir hverju tækifæri til að flytja rekstur sinn þangað, sem hann kynni að gefa meira af sér þá stundina. Þetta er eitt af því, sem hverj- um atkvæðisbærum manni er skylt að gera upp við sig. H. Kr. Norræna sundkeppnin hér í bæn- um gengur ágætlega það sem af er. Þátttakendur eru frá 7—70 ára. Aldursforseti af þeim sem synt hafa enn sem komið er, er Konráð Jensson, veitingamaður. Það athugist að sundnámskeið fyrir börn byrjar n. k. mánudag. Við skólaslitin flutti skólastjór- inn, Jón H. Guðmundsson, ræðu. Ragnar H. Ragnar stjórnaði al- mennum söng við skólaslitin.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.