Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.05.1960, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 20.05.1960, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 TILKYNNING um bótagreiðslur lífeyrisdeildar almannatrygginganna árið 1960. Bótatímabil lífeyristrygginganna er frá 1. janúar s.l. til ársloka. Lífeyrisupphæðir á fyrra árshelm- ingi eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1960 miðuð við tekjur ársins 1959 þegar skattframtöl liggja fyrir. Fyrir 10. júní n.k. þarf að sækja á ný um eftirtaldar bætur skv. heimildarákvæðum almannatrygg- ingalaga: Hækkanir á lífeyri munaðarlausra barna, örorkustyrki, makabætur og bætur til ekkla vegna bama. 1 Reykjavík skal sækja til aðalskrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins Laugavegi 114, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar, bæjarfógeta og sýslumanna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örorkulífeyris, sömuleiðis ekkjur og aðrar einstæðar mæður sem njóta lífeyris skv. 21. gr. almtrl., þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygginga skulu sanna með kvittun inn- heimtumanns eða á annan hátt að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerð- ingu eða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi um félagslegt öryggi bóta- rétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningamir tilgreina eru upp- fyllt. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fymst. Er því nauðsynlegt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókn sína. Frá 1. apríl 1960 breytist réttur til f jölskyldubóta þannig, að nú eiga 1 og 2 barna f jölskyldur bótarétt. Auglýst verður síðar eftir umsóknum um þessar bætur. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsettum tíma, svo að þér haldið jafnan fullum bóta- rétti. Reykjavík, 6. maí 1960. TRYGGINASTOFNUN RIKISINS. A F LI Framhald af 1. síðu. Sæbjörn 21 lest í 8 sjóferðum. — Gylfi hætti veiðum 8. apríl, Ás- úlfur og Sæbjörn í páskavikunni. 10 bátar stunduðu rækjuveiðar. Hættu þeir allir veiðum í mánað- arlokin. Súðavík. Vb. Trausti fékk 76,8 Iestir í 19 sjóferðum, Hringur (leigubátur) 63 lestir í 16 sjóferð- um og sæfari 20,6 lestir í 8 sjó- ferðum. Hann hætti fyrir páska. Aflinn veginn slægður. Grunnavík. Vb. Dynjandi, 10 lesta bátur, byrjaði veiðar með þorskanet 20. apríl og var jafnan á grynnri miðum. Fékk hann 19,5 lestir til mánaðarloka. Steingrímsfjörður. Marzafli bát- anna þar féll niður í aflayfirlitinu í 7. bl. Ægis. Mátti heita góður afli í marz, eftir því, sem þar er um að ræða. Vb. Brynjar fékk 81,7 lestir í 20 sjóferðum, Hilmir 59 lestir í 15 sjóferðum, Guðmundur 39,5 lestir í 9 sjóferðum. Tveir minni þilfarsbátar voru líka á veiðum og öfluðu oftast vel. — Bv. Steingrímur trölli var að veið- um og fékk 75 lestir í tveimur veiðiferðum. í apríl lögðu tveir Hólmavíkur- bátar upp afla sinn á Skagaströnd og vom með þorskanet, en einn bátanna með línu frá Hólmavík. Þrír og fjórir smáir þilfarsbátar voru líka að veiðum, afli þeirra jafnan rýr. — Bv. Steingrímur trölli lagði upp um 70 lestir á Hólmavík og Drangsnesi. Ég þakka bæjarbúum öllum og öðrum vinum fjær og nær kærleiksríka samúð er þeir sýndu við andlát og jarðarför Sveinbjarnar Benediktssonar. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd, barnanna og annara aðstandenda Guðrún Guðmundsdóttir. Vorhreinsnn Húsráðendur og aðrir umráðamenn lóða og landa hér í bæ eru áminntir um að hreinsa rækilega lóðir sínar, húsagarða og lönd og hafa lokið því í síðasta lagi í vikulokin 21. maí. Sorp og rusl ber að láta í sorptunnur eða í hrúgu við götur, þar sem hreinsunarmenn bæjarins eiga greiðan aðgang að því til brottflutnings. Láti einhver hjá líða að framkvæma hreinsunina innan til- tekins tíma, verður hún framkvæmd á þeirra kostnað án frekari aðvörunar. Engin ábyrgð verður þá tekin á neinu, sem brott verður flutt, vegna þess að það er talið vera til óþrifnaðar eða óprýði. — Hér er m.a. átt við kofa, sem settir hafa verið upp í leyfisleysi, eða eru vanræktir, eða eigendur hafa átt að vera búnir að rífa niður. ísafirði, 10. maí 1960. BÆJARSTJÓRI. ajlllllltlllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllMlillHBIIinilllNIHIlllllllllllllllUlilllllllliilUlillllllllllllllllllllliaitlHltlltildlllllllllllllU 1 tsflrðinoar athugið I Vorhreinsun í • kirkjugarðinum stendur yfir. Með tilvísun til | | laga og reglugerða er hér með skorað á alla þá, sem eiga leiði í | | garðinum, að ljúka hreinsun, sem allra fyrst. Ennfremur að | | halda við og endurnýja nothæfar girðingar, en fjarlægja ónýtar. f Vorhreinsun skal lokið 10. júní n. k. Eftir þann dag mun sókn- | | arnefndin láta hreinsa eða jafna yfir vanhirt leiði á kostnað | | eiganda. | | Sóknamefndin. | UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIUIIilUllllllllllllllilllllllllllllllliilHllllllllllillllllllllllllllllllllllllillllllillllllllllllllllllllllllllllNIII Tilkynning frá Bæjar- og héraðsbókasafninu á Isafirði. Útlánum var hætt 15. þ. m. Fram til 25. þ. m. verður óskiluðum bókum veitt móttaka á venjulegum útlána- tímum, þriðjudaga og föstudaga kl. 8Y2—:10 e. h. og miðvikudaga kl. 5—7 e. h. Þurfi að sækja bækur heim til lántakanda, greiði hann 5 krónur fyrir hvert eintak, sem til hans þarf að sækja. ísafirði, 17. maí 1960. BÓKAVÖRÐUR.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.