Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.05.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 20.05.1960, Blaðsíða 4
Hvað er í fréttum? Afmæli. Ólína Guðmundsdóttir, kona Bjama E. Kristjánssonar, járn- smiðs, átti áttræðisafmæli 9. maí s.l. Hún gegndi lengi ljósmóður- störfum við góðan orðstír. Halldór Jónsson, Hrannargötu 10, Isafirði, átti 70 ára afmæli 28. f. m. Kona hans er Kristín Guð- finnsdóttir. Handavinnusýning. Húsmæðraskólinn á ísafirði efndi til sýningar á hannyrðum námsmeyja s.l. laugardag. Hlaut sýningin góða dóma þeirra er hana sóttu. Sýningin var opin í tvo daga, þ .e. á laugardag og sunnu- dag, og var hún fjölsótt. Steiniðjan heitir nýtt fyrirtæki sem Jón Þórðarson, múrarmeistari, hér í bænum hefur stofnað. Aðsetur þessa nýja fyrirtækis er að Græna- garði. Fyrirtækið framleiðir út- veggjaholstein, margar gerðir af veggjasteini, rör og gangstéttar- hellur. Auk Jóns vinna þrír aðrir starfsmenn við fyrirtækið. Vorhljómleikar Tónlistarskóla Isaf jarðar verða í Alþýðuhúsinu 25. og 27. þ. m. Skólanum verður sagt upp 31. þ. m. Sýslufundur. Sýslufundur Norður-ísafjarðar- sýslu hefur staðið yfir hér í bæn- um undanfarna daga. Fundinum lauk í gær. Til athugunar. Blaðið vill vekja athygli hlut- aðeigenda á auglýsingu sóknar- nefndar á öðrum stað hér í blað- inu. Það er vissulega til sóma, enda menningaratriði, að hirða kirkjugarðinn sem allra bezt. Ættu því allir þeir sem hlut eiga að máli, að hafa lokið við að lagfæra leiði í garðinum fyrir þann tíma sem sóknamefndin tiltekur. Nýir seðlar. Seðlabankinn hefur nýlega sett í umferð fimm nýja seðla, 5, 10, 25, 100 og 1000 kr. Hér er ekki um að ræða seðlaskipti, því eldri seðl- Slæmurl árangur Næst síðasta Vesturland er að hælast um yfir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarliðsins og dásama þá blessun sem þær færi þjóðinni. Ár- angur efnahagsaðgerðanna hefur hinsvegar reynst: kjaraskerðing, verðbólga, vaxtaokur og erfiðleik- ar fyrir atvinnulífið í landinu. Slík er blessun efnahagsaðgerð- anna fyrir almenning sem Vestur- land lofar svo mjög. arnir verða í gildi áfram, en verða smám saman teknir úr umferð. Til hagræðis við talningu í pen- ingastofnunum óskaði Seðlabank- inn þess, að ekki sé blandað sam- an í pakka seðlum af mismunandi gerð, að allir seðlar í pakka snúi eins og að búntum sé ekki lokað með því að brjóta seðlana, eins og oft hefur verið gert. Ferming í ísafjarðarkirkju 22. maí 1960 ki. 10,30 DRENGIR: Bárður Gunnar Halldórsson Finnur Birgisson Gunnlaugur Magnús Einarsson Gunnlaugur Ólafsson Halldór Ágúst Guðbjarnason Hans Georg Bæringsson Hinrik Matthíasson Jón Ólafur Þórðarson Jón Kristinn Guðbjartsson Magnús Elías Finnsson Ólafur Karvel Pálsson Sigurjón Finnsson Veturliði Híram Guðnason STÚLKUR: Anna Áslaug Ragnarsáóttir Anna Lára Gústafsdóttir Ásdís Ásbergsdóttir Guðbjörg Sólveig Maríasdóttir Guðfinna ólafsdóttir Guðfinna Margrét óskarsdóttir Gunnþórunn Jónsdóttir Hafdís Karvelsdóttir Jóna Elísabet Jónsdóttir Lára Sigríður Rafnsdóttir Málfríður Þórunn Sigurðardóttir Matthildur Herborg Kristjánsd. Rannveig Bjarnadóttir Svanhildur Þórðardóttir Þórunn Jóhanna Haraldsdóttir

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.