Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsimi blaSsins er 332. KaupiS og lesiö' ISFIRÐING 10. árgangur. ísafjörður, 27. maí 1960. 9. tölublað. Þao borgar sig ab" auglýsa. Auglýsio i ISFIRÐINGI StrandÍGrðaSkÍD ÍVrír VOStfírðÍ Bæjarstjórn veitlr ekki leyfi til sauðfjárhalds Á Alþingi í vetur báru þeir Bjarni Guðbjörnsson og Sigurvin Einarsson, alþingismenn, fram þingsályktunartillögu um sérstakt skip til strandferða milli Vest- fjarða og Reykjavíkur. í ræðu sem Bjarni Guðbjörns- son flutti á Alþingi, en hann hafði framsögu fyrir tillögunni, mælti hann m. a. á þessa leið. . . . „Þar sem svo háttar, eins og á Vestfjörðum um samgöngur á landi, að þær liggja niðri, nema um hásumarið, þá veldur þetta allmiklu óhagræði, auk þess, sem ferðir frá Reykjavík sjóleiðis hafa oftlega verið mjög strjálar og er þess skemmst að minnast, að nú í vetur hefur keyrt alveg um þver- bak með allar samgöngur á sjó við Vestfirði, og það er vegna þess, að annað skipið, Esjan, var tekið úr áætlun, vegna flokkunarviðgerðar. En það sama hendir raunar á sumrin, þegar Hekla er tekin í Norðurlandaferðirnar út úr áætl- un. Með vaxandi kröfum íbúanna á Vestfjörðum um bættar sam- göngur, verður ekki komizt hjá því að taka tií athugunar, hvort ekki sé unnt að bæta samgöngur á sjó við Vestfirði, á þann hátt, sem hér er bent á, að sérstakt skip verði byggt í þessu skyni . . . . . . íbúar Vestf jarða allra munu vera um 11 þús. talsins, bæði til sjávar og sveita. Að vísu mundi nokkur hluti þeirra ekki nota slík- an farkost, en þó má ætla, að skip, sem yrði byggt í þessar ferðir, mundi hafa nægu verkefni að sinna. Sú reynsla, sem þegar hef- ur fengizt, t. d. af Vestmannaeyja- skipinu, mun nú þegar hafa gefið betri raun en bjartsýnustu menn þorðu að vpna, bæði-hvað fjár- hagsafkomu snertir og flutnings- magn eða vörumagn. Auk þess má segja, að það sé bókstaflega allt amxað líf, þegar um öruggar ferð- ir er að ræða með ákveðinna daga millibili. Þetta er sagt hér, alveg án þess að gera lítið úr því, að flugsamgöngur hljóti að verða eft- ir sem áður við Vestfirði, sem auð- vitað eru bæði nauðsynlegar og sjálfsagðar. ... . . . Með vaxandi samgöngum og viðskiptum innbyrðis á Vestf jörð- um, verður þörfin brýnni fyrir slíkar ferðir milli Reykjavíkur og Vestfjarða, ferðum, sem einnig yrði þá hagað svo, að full not yrði. af milli fjiarða á Vestfjörðum. Á Isafirði mun myndast og hefur Bjarni Guðbjörnsson þegar myndazt viðskipta- og menningarmiðstöð Vestfjarða. Þangað munu menn þurfa að sækja f jölmargt og í vaxandi mæli, eftir því, sem tímar líða, og verð- ur því ókleift að sinna öllum þeim verkefnum með þeim samgöngum, eins og þeim er nú háttað. Um það, hvort kostnaður yrði meiri af því, að lagt yrði í að byggja nýtt skip, eins og hér er bent á, eða áfram yrði haldið með gamla laginu, skal ég ekkert fullyrða um, en ég hef þá trú, að hið sama mundi verða uppi á teningnum með þetta skip sem Vestmannaeyjaskipið, að af- koma þess muni verða miklu betri fjárhagslega heldur en bjartsýn- ustu menn þora að vona nú. Sú leið, sem hér er bent á, virð- ist vera þannig, að unnt ætti að vera að fara hana, til þess að bæta samgöngur þeirra byggðarlaga, sem einna lakastar hafa samgöng- ur hér á landi ..." Bjarni Guðbjörnsson hefur tjáð blaðinu að hann hafi átt tal um þetta mál við forstjóra Skipaút- gerðar ríkisins, og hafi hann full- an skilning á þörf Vestfirðinga í þessum efnum. Flnovallargerðin Vinna er nú hafin við flugvallar- gerðina á Skipeyri. Frost hefur verið í jörð á vinnusvæðinu fram undir þetta, og því var ekki hægt að byrja verkið fyrr. Unnið verður við verkið í sumar með svipuðum hætti og í fyrra og standa vonir til, að hægt verði að lenda á vell- inum með haustinu, ef f járveiting endist. í 64. gr. lögreglusamþykktar Isafjarðar eru ákvæði þess efnis, að ekki megi halda sauðfé í kaup- staðnum nema leyfi bæjarstjórnar komi til. Bæjarstjórnin hefur ekki veitt slík leyfi ,enda enginn um þau sótt. Þrátt fyrir þetta hafa nokkrir menn í bænum jafnan átt kindur, en sauðfjárhaldið . hefur verið mjög umdeilt meðal bæjar- búa, vegna þess að sauðf járeigend- ur hafa ekki gætt þeirra ákvæða lögreglusamþykktarinnar, að sauð- fé má ekki ganga laust í bænum. Reyndin hefur því orðið sú, að ár út og ár inn hefur sauðfé ráfað hér um bæinn, ef tirlitslaust laf eig- endanna hálfu, og valdið stór- spjöllum í görðum og húsalóðum bæjarbúa. Hefur það stundum gjör eyðilagt rófna- og káluppskeru í görðum, svo og blóma- og trjá- gróður sem búið hefur verið að kosta til fé og fyrirhöfn í stórum stfl. Þáð hefur snuddað í öskutunn- um, velt þeim um, svo að innihald- ið hefur fokið um götur og húsa- lóðir, og á þann hátt valdið hin- um versta óþrifnaði. Sauðféð er svo jafnan í bráðri lífshættu á götunum, enda hefur raunin nokkrum sinnum orðið sú, að það hefur hlaupið fyrir farartæki og látið lífið. Aðstaðan til sauðfjárhalds hér í bænum er ekki góð. Landþrengsli, mjög lélegir hagar og litlir mögu- leikar á að rækta land, svo nokkru nemi, í næsta nágrenni bæjarins, eru ekki hvað síst ástæðurnar fyr- ir því. Á undanförnum árum hef- ur túnblettum og ræktarlöndum hér ofan og innan við bæinn verið úthlutað sem byggingalóðum, og við það hefur aðstaðan til búskap- ar að sjálfsögðu orðið erfiðari. Með tilliti til þeirra staðreynda sem hér að ofan hefur verið á drep- ið, samþykkti meirihluti bæjar- stjórnarinnar á fundi 18. þ. m., að engin leyfi skuli veitt til sauðf jár- halds í bænum, að því undanteknu að bændunum á Seljalandi er ekki bannað sauðfjárhald. Þess skal sérstaklega getið, að á fundi bæjarstjórnarinnar greiddu Sjálfstæðismennirnir í bæjar- stjórninni atkvæði gegn samþykkt- inni. Þeir vildu leyfa áfram sauð- fjárhald í bænum, og tveir þeirra töluðu ákaft fyrir því. Þeir vildu láta girða og töldu að það mundi ráða bót á ástandinu. Innan þeirrar girðingar hefðu fjárhúsin og sauðféð að sjálfsögðu orðið, og gat meirihluti bæjar- stjórnarinnar ekki séð, að slíkt kæmi að neinu gagni. Árið 1940 voru 42 fjáreigendur hér í bænum og áttu þeir samtals 940 kindur. Árið 1950 eru fjáreig- endur 37, en kindaeign þeirra er þá aðeins 517. Og árið 1960 eru. um 20 fjáreigendur í bænum og sauðfjáreign þeirra samtals 495. Hér er í öllum tilfellum átt við kindur á fóðrum að vetrinum. Af þessum 495 kindum eiga bændurnir á Seljalalandi og Skógarbraut 3, samtals 128 kindur, svo að það eru aðeins 367 kindur sem eru á fóðr- um hér í bænum þegar Seljalands- búin eru frátekin. En bændurnir á Seljalandi áttu ekki sauðfé, svo nokkru næmi, fyrr en um eða eft- ir 1950. Af þessari miklu fækkun sauð- fjár í bænum á síðastliðnum 20 árum mætti ráða, að mönnum hafi fundist sauðfjárhaldið miklum erf- iðleikum og vandkvæðum bundið. Þvættingnr stjörnarliösins nm Genfarráðstefnuna Flestir sæmilegir menn kinoka sér við að draga landhelgisdeiluna inn á vettvang hins innlenda þjóð- málaþrefs, og þaðan af síður að reyna að ala á tortryggni til sendi- fulltrúa á Genfarráðstefnunni. Stjórnarblöðin reykvísku byrj- uðu á því að afflytja afstöðu Her- manns Jónassonar og Lúðvíks Jósefssonar meðan ráðstefnunni í Genf var ekki lokið, en hættu því brátt, er ráðstefnunni lauk og séð varð, að afstaða Hermanns og Lúðvíks var rétt, eins og málin horfðu við. Nú lepur Vesturland þennan þvætting upp og segir iað þeir Hermann Jónasson og Lúðvík Jósefsson hafi ekki séð sér fært, „að styðja málstað íslands á ör- lagastundu". — Þessi óhróður er að vísu varla svaraverður, en rétt þykir þó, vegna þeirra, er ekki hafa kynnt sér mál þetfca, eða gleymt hafa því, sem um það hefur verið rætt og skrifað, að segja hér um það nokkur orð. Þegar lok ráðstefnunnar nálgað- ist og séð varð, að íslenzki mál- staðurinn, um óskert yfirráð þjóða yfir 6 mílna landhelgi og auk þess yfirráð yfir 6 mílna fisk-

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.