Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Húsmæðraskólanum slitið Húsmæðraskólanum á ísafirði var slitið í gær. 1 vetur var skól- inn alveg fullsetinn, og voru nem- nedur 35. Efst í skólanum varð Kristín Einarsdóttir, frá Akureyri, með einkunnina 9,2. Verðlaun voru veitt úr verðlaunasjóði frú Camillu Torfason, og hlutu verð- launin þær Kristín Einarsdóttir og Petra Sverrisen. Skólakostnaður varð að meðaltali kr. 7.100,00. Þær breytingar urðu á kennaraliði í vetur, að frú Guðrún Vigfúádóttir, sem verið hafði erlendis í orlofi, tók aftur við kennslu í vefnaði. Við skólaslitin flutti skólastjór- inn, frk Þorbjörg Bjarnadóttir, ræðu og minntist þess m. a., að þetta væri fertugasta starfsár skólans. Hún gat þess einnig, að frú Sigríður Jónsdóttir hefði átt sæti í skólanefnd Húsmæðraskól- ans í 35 ár. Ein námsmeyjanna, Petra Sverrisen, hafði orð fyrir nemend- um við skólaslitin, og færði hún skólanum að gjöf frá nemendun- um myndarlega peningaupphæð. Við skólaslitin töluðu einnig for- maður skólanefndar, Marías Þ. Guðmundsson, og frú Sigríður Jónsdóttir. Frú Ólöf Jónsdóttir, varaform. Kvenfélagsins Ósk, færði skólanum gestabók að gjöf frá kvenfélaginu. Að loknum skólaslitum drukku nemendur og gestir kaffi, og þá' söng skólakórinn undir stjóm Ragnars H. Ragnar. Undirleik ann- aðist Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Að lokum skal þess getið, að í sambandi við handavinnusýningu skólans, sem haldin var 14. og 15. þ. m., var og haldin nokkurskonar tízkusýning á fatnaði sem nemend- ur höfðu saumað og ofið á sig yf- ir veturinn. Hvenfélag ísafjaröarkirkju Nýlega var stofnað hér í bæ, að tilhlutan Jónasar Tómassonar söngstjóra kirkjunnar og nokkurra kvenna, félag er nefnist Kvenfélag ísafjarðarkirkju. Aðalmarkmið félagsins er að vinna að bættu trúarlífi og kristi- legu siðgæði til eflingar safnaðar- lífinu, svo og til styrktar hverju góðu málefni er söfnuðinn varðar, í samráði við prest og sóknar- nefnd. Einnig mun það annast viðhald altarisklæða, messuskrúða og fermingarkyrtla kirkjunnar, sem og hafa eftirlit með þrifum henn- ar og sjá um skreytingu við hátíð- leg tækifæri. Stjórn félagsins skiap: Frú Lára Eðvarðsdóttir, form.; frú Guðrún Vigfúsdóttir, ritari; frú Margrét Hagalínsdóttir, gjald- keri. í varastjóm: Frú Kristín Bárð- ardóttir, frú Bjarney ólafsdóttir, frú Herdís Jónsdóttir. Endurskoðendur: Frú Ragnhild- ur Helgadóttir og Halldóra Knauf. Hljómleikar. Einar Sveinbjörnsson, fiðluleik- ari, og Jón Nordal, píanóleikari, halda hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði næstkomandi miðvikudag. Eru hljómleikarnir haldnir á veg- um Tónlistarfélag Isafjarðar. Er þess að vænta að bæjarbúar fjöl- menni á hljómleika þessa. Fyrri liluti 12. vorhljómleika Tónlistarskóla ísafjarðar fóru fram í Alþýðuhús- inu 25. þ. m. Síðari hluti hljóm- leikanna fer fram í kvöld á sama stað. oiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii ■■ - = : £ ISPIBMDIWGUia H.F lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllillllllllll I Tilkynning Nr. 19/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- 5 1 verð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækjaverksmiðjunnar h.f., = Hafnarfirði: Eldavél, gerð 2650 ............................. kr. 3520,00 — — 4403 ........................... — 4580,00 — — 4403A ......................... — 4735,00 — — 4403B .......................... — 5380,00 — — 4403C .......................... — 5905,00 1 — — 4404 ............................. — 5075,00 — 4404A ........................... — 5250,00 | — — 4404B ............................ — 5905,00 | — — 4404C ............................ — 6420,00 | Sé óskað eftir hitahólfi í vélamar | kostar það aukalega .............................. — 535,00 Kæliskápar L-450 ..................... — 7905,00 Þvottapottar 50 1............................... — 2500,00 Þvottapottar 100 1.............................. — 3275,00 z= Þilofnar, fasttengdir, 250 W ................... — 380,00 — — 300 W ............, — 400,00 | — — 400 W ............. — 415,00 — — 500 W ............. — 485,00 | — — 600 W ............. — 535,00 | — — 700 W ...... — 580,00 — — 800 W ............. — 655,00 1 — — 900 W ............. — 725,00 — — 1000 W ............. - 825,00 — — 1200 W ............. — 960,00 | — — 1500 W ............. — 1110,00 | — — 1800 W ............. — 1325,00 | Á öðrum verzlunarstöðum en í Reykjavík og Hafnarfirði má s bæta sannanlegum flutningskostnaði við ofangreint hámarks- | verð. — Söluskattur er innifalinn í verðinu. | Reykjavík, 17. maí 1960. | Verðlagsstjórinn. miiililllllilllllilllililHillillliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniftiiiiiiiii Tilkynning frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði. Ákveðið hefir verið að framlialdsdeild með námsefni 1. bekkj- ar menntaskóla verði starfrækt við skólann næsta skólaár. Nauðsynlegt er, að umsóknir berist sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður. Isafirði, 20. maí 1960. Skólastjórinn. Aðalfundur togarafélagsins Isfirðingur h.f. verður haldinn í kaffistofu hrað- frystihúss félagsins við Suðurgötu fimmtudaginn 9. júní kl. 8,30. Dagskrá: 1. Venjleg Aðalfundarstörf. 2. önnur mál. S t j ó r n i n. Tilkynning Frá og með 1. apríl 1960 hækka sjúkradagpeningar í 56 krónur á dag fyrir kvænta menn og í 50 krónur fyrir ókvænta. Frá sama tíma hækkar mánaðariðgjaldið í 42 krónur vegna hækkunar á flestum liðum sjúkrakostnaðar. SJÚKKASAMLAG ÍSAFJARÐAR. ■iiliiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiniMiiiiiiwiuiuiiiiuiiiitíiiiiHiiiiiiiiiiNiiHiiiiiiiiiMiiiMDWiniuaniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiililiiiiiiiiiii,liiiiiilii,iiiii,l{il,il„li,l„,i,lilli,l„lul,ill,li,iiilulilliMiMMIHIiil{ll]ili1iiilitliiiiiIUIHIMIiiiilliiilllulululul„|UIHliitnlliliiii,iiilululHiHl,ili,litl„i„„,l„l =

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.