Ísfirðingur - 28.06.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 28.06.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. Kaupið og lesio ISFIRÐING 10. árgangur. Isafjörður, 28. júní 1960. 10. tölublað. Pau borgar sig aS auglýsa. AuglýsiS í ÍSFIRÐINGI Aðalfundur Sambands íslenzkra samvínnufélaga Aðalfundur Kaupfélags ísfírðinga Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 22. og 23. þ. m. Fundinn sóttu 100 full- trúar kaupfélaganna og auk þeirra margir trúnaðarmenn Sambands- ins. Fundarstjórar voru þeir Jör- undur Brynjólfsson og Þórarinn Kr. Eldjárn. Sigurður Kristinsson flutti skýrslu um störf stjórnarinnar á árinu 1959, ræddi helstu fram- kvæmdir og viðhorf samvinnu- hreyfingarinnar. Hann gat þess að fjárfestingar hefðu verið óvenju- lega litlar á s.l. ári. Hann hvatti til samheldni um hugsjón sam- vinnumanna. Að lokinni skýrslu formanns stjórnarinnar flutti Erlendur Ein- arsson, forstjóri, sína skýrslu. Hann sagði að félagsmenn sam- vinnufélaganna hefðu verið 30928 í árslok 1959, og því fjölgað nokk- uð á árinu. Sambandið hefði selt innlendar afurðir fyrir 520 millj. kr. 1959, landbúnaðarafurðir fyr- ir 257,4 millj., sjávarafurðir fyrir 172,7 millj. og iðnaðarvörur frá samvinnuverksmiðjunum fyrir 93 millj. kr. Erlendur Einarsson sagði að rekstrarfjárskorturinn hefði háð mjög allri starfsemi Sambandsins á árinu 1959. Umsetning Innflutn- ingsdeildar var 182,6 millj., Véla- deildar 80,5 millj., Skipadeildar 64 millj., Iðnaðardeildar 93 millj. og Útflutningsdeildar 427,5 millj. kr. Rekstursafkoma Sambandsins batnaði verulega á árinu. Tekju- afgangur varð kr. 5,2 millj. og hafði þá verið varið til afskrifta á fasteignum, skipum og vélum kr. 10,8 millj. Þá ræddi forstjórinn um ýms framtíðarverkefni, svo sem bygg- ingu kjötiðnaðarstöðvar í Reykja- vík, byggingu kjötbeinamjölsverk- smiðju o. fl. Að lokum ræddi hann um fram- tíðarhorfur og taldi þær því mið- ur ekki góðar. Kæmu þar aðallega til þessi atriði: 1. Aukin fjármagnsþörf vegna gengisbreytingarinnar og hækk- andi verðs á innfluttum vörum. 2. Vaxtahækkunin, er hann sagði að mundi hafa í för með sér um 5 millj. kr. aukin útgjöld fyrir Sambandið. 3. Veltuútsvar, sem nú er í fyrsta skipti lagt á viðskipti við félagsmenn, og nema mun milljón- um króna. Erlendur hvatti til öflugrar samstöðu um Samvinnuhreyfing- una. Að ræðu forstjórans lokinni fluttu framkvæmdastjórar hinna ýmsu deilda skýrslur sínar. Aðalfundurinn samþykkti að S.l.S. endurgreiddi kaupfélögun- um 3% af viðskiptum s.l. árs. Á aðalfundinum flutti séra Guð- mundur Sveinsson erindi um fræðslu- og félagsmál. Vakti er- indi hans mikla athygli, og urðu um þessi mál miklar umræður. Formaður stjórnar S.l.S. var kjörinn Jakob Frímannsson í stað Sigurðar Kristinssonar sem baðst eindregið undan endurkjöri. Finnur Kristjánsson, kaupfélags- stjóri á Húsavík, var nú kjörinn í stjórn Sambandsins, svo og þeir Skúli Guðmundsson og Þórður Pálmason, sem úr stjórninni áttu að ganga, en voru báðir endur- kjörnir. — Þetta var 58. aðal- fundur S. 1. S. Norræna sundkeppnin Norræna sundkeppnin stendur nú sem hæst. Á öllu landinu hafa rúmlega 14 þúsund manns synt 200 metrana. Eins og sakir standa hefur Isafjörður forustuna. Hér hafa synt 20% Isfirðinga og er því ekki óhugsandi að þeir hljóti forsetabikarínn, ef þeir halda á- fram eins og þeir hafa byrjað. Skora ég alvarlega á alla synda menn hér í bæ, að liggja ekki á liði sínu. Það vil ég benda þeim á, sem telja sig illa undir sundið búna, að heimilt er að nota hvaða sundaðferð, sem menn kjósa. Geta þeir, sem það vilja, hvílt sig með þeim hætti að synda nokkurn hluta vegalengdarinnar á baksundi. En almennt vil ég benda mönnum á það, að fara ekki of geyst á stað, heldur spara kraftana í lokasprett- inn. Norræna sundkeppnin er merki- leg viðleitni til þess að glæða Aðalfundur Kaupfélags Isfirð- inga var haldinn 19. þ. m. í fund- arsalnum í aðalverzlunarhúsi fé- lagsins hér í bænum. Milli 40 og 50 fulltrúar frá deildum kaupfé- lagsins sóttu fundinn. Fundarstjórar voru þeir Marías Þ. Guðmundsson og Þórður Hjalta- son. Fundarritarar voru þeir Krist- ján Jónsson, skólastjóri og Þor- geir Hjörleifsson, gjaldkeri. Jóhann T. Bjarnason, kaupfé- lagsstjóri, gaf ýtarlega skýrslu um rekstur og afkomu félagsins á árinu 1959 og hann skýrði mjög greinilega hina ýmsu liði reikning- anna. Afkoma félagsins varð kr. 660 þús. betri en árið áður. Á árinu var unnið að ýmsum þýðingarmiklum og aðkallandi verkefnum, og má t. d. nefna: Ný búsáhaldabúð var innréttuð og tekin í notkun. Stórfelldar end- urbætur voru gerðar í mjólkur- stöðinni, bæði á vélakosti sem og öðrum aðbúnaði. Bókhald fyrir- tækisins var endurskipulagt og bókhaldsvélar voru teknar í notk- un. Miklar endurbætur voru gerð- áhuga manna fyrir sundíþróttinni og heilbrigðan metnað. Sundið 'er allra íþrótta nytsamlegast og holl- ast. Það varð mönnum snemma á öldum ljóst. Fornmenn voru miklir sundgarpar, bæði karlar og konur, og meðan vegur þjóðarinn- ar stóð með mestum blóma, átti sundlistin einnig sitt blómaskeið hér á landi. Grettir synti úr Drang- ey og Helga úr Geirshólma, svo fræg dæmi séu nefnd. Enginn veit, hversu sundíþrótt- in er' gömul, en á því leikur enginn vafi, að snemma lærðust mönnum aðferðir til þess að bjargast í vatni, og urðu þær síðan fagrar og gagnlegar sundaðferðir. Grikkir, sem um langan aldur voru mikil menningarþjóð, og önd- vegisþjóð, höfðu sundíþróttina í hávegum. Grískur málsháttur um líkamleg og andleg afstyrmi, sýn- ir ljóslega hverjum augum þjóðin ar á verzlunarhúsi félagsins í Súðavík. Kaupfélagsstjórinn ræddi einn- ig mjög ýtarlega um framtíðar- horfur varðandi rekstur félagsins. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Björgvin Sighvatsson, Ragnar Ásgeirsson og Þórður Hjaltason. Þeir Björgvin og Ragn- ar voru endurkjörnir, en í stað Þórðar var kjörinn Kristján Jóns- son, skólastjóri í Hnífsdal. Fulltrúar á aðalfund S.l.S. voru kjörnir þeir Jóhann T. Bjarnason, kaupfélagsstjóri, og Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum. Það er ánægjuleg staðreynd, að undir forstjórn Jóhanns T. Bjarna- sonar hefur hagur Kaupfélags ís- firðinga stöðugt farið batnandi, og mættu kaupfélagsmenn vera hon- um mjög þakklátir fyrir sérstak- lega farsæl störf í þágu félagsins. leit á sundið. Þeir sögðu um þá menn: Hann kann hvorki sund né lestur. Á miðöldum hrakaði sundkunn- áttu mjög mikið. Það var ekki fyrr en í lok 18. aldar að áhugi vaknaði á ný fyrir því. Þá kom út í Þýzkalandi fyrsta kennslubók í sundi (1798). Síðan hefur sundkunnátta farið vaxandi og á síðustu árum, eftir að tekið var að kenna sund í skól- um hér á landi sem skyJdunáms- grein hefur sundkunnátta orðið eign almennings. Og nú er svo komið, að hinar Norðurlandaþjóð- irnar standa okkur ekki á sporði í sundkunnáttu. 1 þessari keppni, sem nú stend- ur yfir, ræður það úrslitum, hver þjóðanna eykur mest við sig frá síðustu keppni. íslendingar hafa stóra möguleika á því að sigra núna, ef enginn liggur á liði sínu. Er þetta fullyrt af þeim mönnum, sem kunnugastir eru þessum mál- efnum. Ég vil því skora á alla ísfirð- inga að láta ekki undir höfuð leggjast að synda sem allra fyrst. Með því geta þeir stuðlað að tvö- földum sigri: Sigri yfir hinum Norðurlandaþjóðunum og sigri innan lands yfir héruðum og kaup- stöðum. Muníð að synda sem fyrst. Sund- höllin er opin alla daga. Jóh. Gunnar Ólafsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.