Ísfirðingur


Ísfirðingur - 28.06.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 28.06.1960, Blaðsíða 4
Mótmæla harðlega árásum rikis- stjórnarinnar á samvinnufélogin Á nýloknum aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufé- laga voru eftirfarandi mótmæli einróma samþykkt vegna árása ríkisstjórnarinnar á samvinnufélögin: Sjðmannadagurinn ' Hátíðahöld sjómannadagsins hér í bænum hófust að venju með guðsþjónustu. Séra Sigurður Krist- jánsson prédikaði. Útiskemmtun hófst kl. 13,30. Þá fór fram kappróður og kappbeit- ing. Skipverjar á mb. Gimnvöru sigruðu. í kappróðri kvenna sigr- uðu verzlunarstúlkur. I kappbeit- ingu sigraði Kristján Jónsson, skipstjóri. I stakkasundi varð Jón Hjörtur Jóhannesson, sigurvegari. Lúðra- sveit ísafjarðar lék, undir stjórn Vilbergs Vilbergssonar. Kl. 16 fór fram keppni í reip- togi og knattspyrnu. Keppendur í reiptoginu voru Sjómannadagsráð og starfsmenn frá Vélsmiðjunni Þór. Hinir fyrrnefndu sigruðu . í knattspyrnu kepptu sjómenn og landmenn og sigruðu sjómenn með 4:2. Á íþróttavellinum var og ýmislegt fleira til skemmtunar. Um kvöldið fór fram skemmtun í Alþýðuhúsinu, og þar voru verð- laun afhent. Sturla Halldórsson, skipstjóri flutti ræðu, frú Hanna Bjarnadóttir söng við undirleik Skúla Halldórssonar. Einnig skemmtu þeir Gestur Þorgrímsson og Ásmundur Guðmundsson. Að lokum voru dansleikir í öll- um samkomuhúsum bæjarins. o o o Nýjnng í kvikmynda- sýningnm Laugardaginn 25. þ. m. voru teknar í notkun í Félagsheimilinu í Bolungavík nýjar breiðtjaldslins- ur í sambandi við kvikmyndasýn- ingar. Þá var sýnd kvikmyndin Danny Kaye og hljómsveit, sem er amerísk breiðtjaldsmynd í litum, með Danny Kaye og Louis Arm- strong í aðalhlutverkum. Þessi nýja tækni sýnir meiri dýpt í myndum en áður hefur tíðkast hér. Þessar linsur eru framleiddar laf Isco í Götetingen í Þýzkalandi. Félagsheimilið er fyrsta kvik- myndahúsið á Vestfjörðum, sem hefur slíkan útbúnað til sýninga. o o o Gjöf til Björgunarsjóðs Vestfjarða. Frá Sölva Betúelssyni, Bolunga- vík, til minningar um móður hans, frú Önnu Jónu Guðmundsdóttur frá Höfn í Sléttuhreppi, er andað- ist að heimili sínu Kaldá í Önund- arfirði 25. desember 1959 kr. 2500. Fyrir þessa gjöf færi ég gefenda beztu þakkir. Gjöfum og áheitum ávalt veitt móttaka fyrir sjóðinn í Tangagötu 15 Isafirði. Guðjón Jóhannesson. „Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga 1960 mótmælir harðlega þeim sérstöku, illvígu á- rásum á samvinnufélögin, er síð- asta Alþingi leyfði sér að gera með lagasetningu t. d. um: 1. Að heimilt sé að leggja veltuút- svar jafnt á viðskipti félags- manna og utanfélagsmanna í samvinnufélöguin eftir sömu reglum og kaupmannsverzlun sama staðar. Vörukaup félags- inanna til eigin nota og sala þeirra á eigin framleiðsluvöru er alls ekki venjulegur verzlunar- rekstur og þess vegna rangt að leggja útsvar á þess konar kaup og sölu eftir sömu reglum og einkaverzlun á staðnum. Kemur fram í þessari lagasetningu skilningsleysi á eðli samvinnu- hreyfingarinnar og fjandskapur í liennar garð. 2. Að taka megi með valdboði liluta af fé innlánsdeilda samvinnufé- laga og flytja hann í Seðlabank- ann í Reykjavík til bindingar þar. Er með þessu rofin frið- Þegar talað er um menningu einnar þjóðar, er oftast átt við það, hvaða aðbúnað ríkisvaldið leggur til aukinnar almennrar bók- legrar menntunnar einstaklings- ins svo að hann eigi hægara með, að marka sér og móta starfsvið sitt í þjóðfélaginu og verða því að sem mestu liði, svo að heildin verði sem allra samhæfnust, sterk og dugandi. Mörgum hefur sýnst, að þessi þáttur menningargrundvallar sé ekki nægileg undirstaða einstakl- ingum þjóðfélagsins, heldur þurfi einnig uppbyggingu á öðrum svið- um andlegs athafnalífs. Kemur þá einkum til greina ýmis listform, sem móta tilfinningarlíf einstakl- ingsins, og vekja hjá honum löng- un til frekari þekkingar á sam- eindum þess forms, sem hann kýs sér helzt og honum finnst að næst sér standi til fullnægingar þeim þrám og löngunum, er hugur hans stefnir til. Þessi staðreynd hefur mörgum unnendum hinna ýmsu listgreina helgi eignarréttar samjinnu- manna og félög þeirra svipt mik- ilsverðu starfsfé. Þá vítti fundinn hina gífurlegu hækkun lánsfjárvaxta, sem fyrir- skipuð hefði verið af ríkisvaldinu, og er viðskipta- og efnahagslífi þjóðarinnar fjötur um fót. Ennfremur telur fundurinn hinn nýja, almenna söluskatt, hættuleg- an, þar sem engin trygging er fyr- ir því, að allir innheimtuaðilar standi full skil á innheimtufénu til ríkissjóðs. Skorar fundurinn fastlega á næsta Alþingi að nema framan- greind atriði úr lögum. Jafnframt skorar fundurinn á alla samvinnumenn í landinu að beita áhrifum sínum til leiðrétt- iugar á löggjöfinni og standa traustan vörð um rétt samvinnu- hreyfingarinnar og aðstöðu til heilbrigðrar starfsemi i þágu al- menningsheilla og menningar, og síðast en ekki sízt: Láta árásir andstæðinganna verða sér hvöt til nýrrar öflugrar sóknar í sam- vinnumálum.“ verið ljós, og þeir starfað að þeim sem hugsjón. Hafa þeir lagt á sig margvíslegt erfiði, fjárútlát og skuldbindingar til þess að koma þessum hugsjónum sínum í fram- kvæmd. Á sviði hljómlistar hafa margir lagt hönd á plóginn og meðal ann- ars stofnað vísir að tónlistarskól- um, túlkað góða sígilda músik eða fengið mikilhæfasta listafólk í tón- listarheiminum til að heimsækja þetta litla land okkar og ferðast til hinna ýmsu staða, eða fengið innlent listafólk til að koma og kynna listina hvert á sínu sviði. Einn lið í þessu merkilega menn- ingarstarfi var að finna, sjá og heyra í Alþýðuhúsinu á ísafirði hinn 1. júní s.l. Þar voru þá stadd- ir tveir innlendir listamenn, þeir Einar Sveinbjörnsson, fiðluleikari, og Jón Nordal, píanóleikari og tónskáld. Báðir þessir ungu menn túlkuðu fyrir okkur, sem á hlýdd- um, brot af því bezta, sem gert hefur verið í tónmenntaheiminum og fór þeim það ágætlega úr hendi. 17. júní 1960 Eins og jafnan áður var 17. júní hátíðlega haldinn hér í bænum. Kl. 13,30 lék Lúðrasveit Isa- fjarðar við Austurvöll, en síðan var gengið að hátíðasvæðinu við Túngötu. Þar var hátíðin sett kl. 14 af formanni 17. júní nefndar, Guðmundi í. Guðmundssyni, neta- gerðarm. Eftir ræðu hans lék Lúðrasveit ísafjarðar undir stjórn Vilbergs Vilbergssonar. Þá söng Karlakór Isafjarðar undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Birgir Finns- son, forseti bæjarstjórnar, flutti ræðu, og að ræðu hans lokinni söng Karlakórinn aftur. Næsta atriði var ávarp Fjallkonunnar, sem flutt var af frú Laufeyju Maríasdóttur. Eftir ávarp hennar var þjóðsöng- urinn sunginn. Barnaskemmtun var kl. 16 og skemmtu þar m. a. félagar úr Leikfélagi Reykjavíkur. Þá hófst knattspyrna milli Harðar og Vestra og sigraði Vestri. Um kvöldið voru dansleikir í öll- um samkomuhúsum bæjarins. Hátíðahöldin fóru hið bezta fram og í þeim var mjög almenn þáttaka. Tilbrigði F. Kreizlers um stef eftir Tartini, hefur þótt eitt eftir- sóknarverðasta verk hvers fiðlu- leikara, fyrst og fremst fyrir tón- fegurð, og í öðru lagi vegna þess, að það krefst listrænnar túlkunar, listhæfni og tækni listamannsins 'sem flytur. Verð ég að segja, að þetta hafi tekizt með ágætum, þótt mér finndist Einar vera aðeins ó- styrkur í upphafi. Sónata í A-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir César Frank fannst mér ágætlega túlkuð, þótt sónata Eugéne Ysaye fyrir einleiksfiðlu, félli mér betur, enda lagði Einar mikið í túlkun hennar, bæði frá sjálfum sér og hljóðfærinu, sem hann á hélt. Hinsvegar vildi ég mega segja það, að þeir listamenn, er túlka einleikshlutverké á hljóð- færi sín, verði að gæta þeirra staðreynda að hljóðfæri eru aðeins hljóðfæri með takmörkuðu þoli. Ef því þoli er ofboðið er hætt við, að það verði á kostnað tónverks- ins, sem flutt er hverju sinni. Fannst mér fiðluleikarinn ætla fiðlunni stundum um of, en not- færði sér ekki að sama skapi þá bogatækni, sem verkið heimtar, og listamaðurinn hefur auðsjáanlega yfir að ráða. Scherzo — Tarantella op. 16 eft- ir Henry Wieniavvsky fannst mér skemmtilegt og vel flutt og sömu- leiðis Tzigane eftir Maurice Ravel. Ég vildi mega þakka þessum ungu tónlistamönnum fyrir veru- lega ánægjulegt kvöld og sömuleið- is þeim er að hljómleikunum stóðu. Kr. Júlíusson. Hljómleikar i Alþýðubúsinu 1. júnís.1.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.