Ísfirðingur - 24.08.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins
er 332.
Kaupio og lesiS
ÍSFIRÐING
10. árgangur.
ísaf jörður, 24. ágúst 1960.
11. tölublað.
Þao borgar sig ab"
auglýsa.
Auglýsio i
ÍSFIRÐINGI
Kjordæmissamband Framsóknarfélaganna í
Jón Á. Jóhannsson,
form. S.F.V.
Hjörtur Sturlaugsson,
gjaldkeri S.F.V.
1. kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Vestfjarðakjördæmi var
haldið að félagsheimilinu Voga-
landi í Króksfjarðarnesi dagana
23. og 24. júlí s.l.
Þingið sátu um 40 fulltrúar
Framsóknarfélaganna úr öllum
sýslum í kjördæminu og úr ísa-
f jarðarkaupstað. Einnig sátu þing-
ið alþingismennirnir Hermann
Jónasson og Sigurvin Einarsson,
Þórarinn Þórarinsson, ritstj. Tím-
ans og nokkrir menn aðrir.
Hermann Jónasson, alþingismað-
ur setti þingið og gerði grein fyr-
ir verkefnum þess. Síðan var kos-
in kjörbréfanefnd sem athugaði
kjörbréf fundarmanna.
Grímur Arnórsson var kjörinn
fundarstjóri, og til vara þeir Bene-
dikt Grímsson og Jóhannes
Davíðsson. Gunnlaugur Finnsson
og Guðmundur Ingi Kristjánsson
voru kosnir ritarar þingsins. Fund-
arstjórar og ritarar störfuðu sem
dagskrárnefnd. Þá voru kosnar
eftirtaldar nefndir: laganefnd,
fjárhags- og útbreiðslunefnd,
Halldór Kristjánsson,
varaform. S.F.V.
Grímur Arnórsson,
meðstj. S.F.V.
stjórnmálanefrid og allsherjar-
nefnd.
Að afloknum framannefndum
kosningum flutti Hermann Jónas-
son ýtarlega yfirlitsræðu um
stjórnmálin. M. a. rakti hann efna-
hagsráðstafanir ríkisstj órnarinnar
s.l. haust og vetur og sýndi Ijós-
lega fram á hvernig þær koma
harðast niður á lægst launuðu
stéttunum. Þá ræddi hann sérstak-
lega árásir ríkisstjórnarflokkanna
á samvinnuhreyfinguna. Að lok-
inni ræðu Hermanns fóru fram al-
mennar umræður og tóku margir
til máls.
Síðari hluta laugardagsins og
um kvöldið störfuðu nefndir, en að
loknum störfum nefndanna voru
tillögur laganefndar, fjárhags-
og útbreiðslunefndar og allsherjar-
nefndar teknar til umræðu og at-
kvæðagreiðslu, og voru þá m. a.
samþykkt lög ' fyrir „Samband
Framsóknarfélaganna í Vest-
fjarðakjördæmi."
Á sunnudaginn var þinginu hald-
ið áfram og þá teknar fyrir til af-
Vestfjarðakjordæmi
Jón Sigurðsson,
meðstj. S.F.V.
greiðslu tillögur stjórnmálanefnd-
ar.
í stjórn Sambands Framsóknar-
félaganna í Vestfjarðakjördæmi
voru þessir menn kosnir:
Jón Á. Jóhannsson, ísafirði, for-
maður, Halldór Kristjánsson,
Kirkjubóli, varaform., Hjörtur
Sturlaugss., Fagrahvammi, gjald-
keri, Grímur Arnórsson, Tindum,
og Jón Sigurðsson, Stóra-Fjarðar-
horni.
Varastjórn:
Hans Sigurðsson, Hólmavík,
Guðmundur Magnússon, Hóli, Guð-
bjarni Þorvaldsson, Isafirði, Gunn-
laugur Finnsson, Hvilft, og Karl
Sveinsson, Hvammi.
Endurskoðendur:
Bjarni Guðbjörnsson og Jón F.
Hjartar.
Varamenn: Baldur Jónsson og
Jóhannes Þ. Jónsson.
Meðal þeirra sem ræður fluttu á
kjördæmisþinginu voru þeir Sigur-
vin Einarsson, alþingismaður, Jón-
as Guðmundsson, erindreki, og"
Markús Stefánsson, gjaldkeri
S.U.F.
Á kjördæmisþinginu voru að
sjálfsögðu rækilega rædd félags-
mál Framsóknarflokksins í kjör-
dæminu og ákvarðanir teknar sem
vafalaust eiga eftir að efla gengi
flokksins í Vestfjarðakjördæmi.
Fulltrúar á kjördæmisþinginu
hlutu hinar prýðilegustu móttökur
og fyrirgreiðslu heimamanna í
Geiradalshreppi undir forustu Ól-
afs E. Ólafssonar í Króksfjarðar-
nesi, en hann og sveitungar hans
sáu um undirbúning þingsins af
hinni mestu fyrirhyggju.
IIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIillillllllllllllllllllllllllllIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllll^
I Einhugur hjóðarinnar í landhelgismálinu I
( tryíjoir fnllan sigur j
- Landhelgismálið er sem eðlilegt er ofarlega í hugum flestra |
| Islendinga, og farsæl lausn þess er vafalaust eitthvert mesta 1
| sjálfstæðismál þjóðarinnar. Nú hafa Bretar aftur hafið veiði- §
| þjófnað í landhelgi Islands, en allar slíkar aðgerðir hljóta ó- |
| hjákvæmilega að þjappa þjóðinni enn fastar saman í þess'u rétt- |
| lætismáli. Enda væri allur undansláttur alveg áreiðanlega í fullri |
| andstöðu við þjóðarviljann. §
Z A Kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi, |
| sem haldið var 23. og 24. júlí s.l., bar allsherjarnefnd fram eftir- f
| farandi tillögu er var samþykkt einróma: \
| „Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi |
I 1960 skorar á ríkisstjórn og Alþingi, að halda fast á rétti lands- |
| manna í landhelgismálinu til 12 mílna fiskveiðilögsögu og gera 1
| enga þá samninga við neinn aðila, sem skert geti þennan rétt.
| Þá lýsir þingið yfir því að það telur að afstaða Hermanns Jón- |
| assonar á ráðstefnunni í Genf hafi verið eðlileg og sjálfsögð |
| eins og málum þar var komið." |
NIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIHIIIIIIIUIIIIUIUIUIUIUIIIIIIIIIIHIIIIIIIUIUUIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII