Ísfirðingur - 13.09.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 13.09.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsimi blaðsins er 332. Kaupið og /esið ISFIRÐING 10. árgangur. Isafjörður, 13. september 1960. 12. tölublað. Þao" borgar sig aS auglýsa. AuglýsiS í ÍSFIRÐINGI Héraðsmót Framsóknarmanna í Strandasýslu Framsóknarmenn í Strandasýslu héldu héraðsmót að Hólmavík laugardaginn 27. f. m. Jósep Rósin- karsson, form. Félags ungra Fram- sóknarmanna í Strandasýslu setti mótið og kynnti dagskráratriði. Ræður fluttu: Hermann Jónasson, alþingismaður, Jónas Jónsson, frá Melum, og Páll Þorgrímsson, frá Sambandi ungra Framsóknar- manna. Erlingur Vigfússon söng einsöng við undirleik Fritz Weisshappel. Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adólfsson fluttu skemmtiþætti. Að lokum var dansað. Héraðsmótið var ákaflega fjöl- mennt og hið glæsilegasta og á- nægjulegasta í alla staði. iskoranir á ríkisstjórnina um að hvika i engu frá 12 mílna íiskveiðalögsögu Eftir að þau óhugnanlegu tíðindi urðu kunn, að ríkisstjórnin hefði fallist á samningaviðræðuí við Breta í sambandi við fiskveiðalögsög- una, hefur áskorunum ringt yfir ríkisstjórnina hvaðanæva að af land- inu, um að hvika í engu frá skýlausum rétti Islands til 12 mflna fisk- veiðalandhelgi. Er þetta í samræmi við vilja allrar þjóðarinnar og áð- ur gerðar samþykktir Alþingis. Áskorun bæjarstjórnar ísafjarðarkaupstaðar. Á fundi bæjarstjórnar ísafjarðarkaupstaðar sem haldinn var 7. þ. m. var eftirfarandi áskorun samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa: „1 tilefni þess að ríkisstjórn Islands hefur tekið upp viðræð- ur við brezk stjórnarvöld um landhelgismálið, ítrekar bæjar- stjórn ísafjarðar fyrri samþykktir í því máli og skorar ein- dregið á ríkisstjórnina að hvika í engu frá núgildandi reglu- gerð um 12 mílna fiskveiðilögsögu." Ályktun sýslunefndar Vestur-ísaf jarðarsýslu. Á fundi í sýslunefnd Vestur-lsafjarðarsýslu, sem haldinn var á ísa- firði 2. september s.L, var samþykkt með öllum atkvæðum eftirfarandi ályktun í landhelgismálinu: „Sýslunefnd Vestur-Isafjarðarsýslu skorar á ríkisstjórnina að gera enga þá samninga um Iandhelgismálið, sem í nokkru hviki frá fullum rétti lslendinga til 12 mílna fiskveiðalögsógu." Samþykkt aðalfundar Stéttarsambands bænda. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda var eftirfarandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Bifröst 5.—6. september 1960, lýsir fullum stuðningi við ákvörðunina um 12 mílna landhelgi fslands og skorar á stjórnarvöldin að hvika í engu frá einróma samþykktum Alþingis og halda á málinu með festu og einurð." Þann 1. september s.l. voru tvö ár liðin frá útfærslu fiskveiðaland- helginnar. Með árangur þeirrar ráðstöfunar geta Islendingar verið ánægðir. Allar þjóðir, að Bretum. einum undanteknum, hafa í verki við- urkennt fiskveiðatakmörkin. Bretum einum hefur þótt það sæma að Ivarp til ísfirðinga Bæjarsbjórn Isafjarðar beinir máli sínu til allra bæjar- búa og vekur athygli þeirra á því, að auglýst er eftir láns- fé til malbikunar gatna í kaupstaðnum. Undanfarin ár hefur verið unnið að undirbúningi þessa mikilsverða nauðsynjamáls og sameiginlega áhugamáls allra bæjarbúa. Leitað hefur verið til verkfræðinga, sem eru sérfræðingar í þessum efnum, og hafa aflað sér víð- tækrar reynslu. Þeir hafa annast verkfræðilegan undir- búning, ráðið áhaldakaupum og haft yfirumsjón með framkvæmdum. Það þarf ekki að vekja athygli á árangr- inum af góðum undirbúningi. Sjón er sögu ríkari. Bæjar- búar hafa fylgzt með því verki, sem unnið hefur verið. Það hófst fyrir aðeins fjórum vikum, eða 27. f. m. Þó enn sé skammt á veg komið, geta bæjarbúar borið sam- an ástand þeirra götukafla, sem búið er að malbika, við ástand þeirra áður. Mismunurinn kemur enn skýrar í Ijós, þegar búið verður að tengja saman í eina heild götu- kaflana, sem búnir eru og þá, sem Ijúka á við í sumar. Bæjarbúar eiga lik'a mjög auðvelt með að gera sér í hug- arlund umskiptin, sem verða á bænum, þegar búið verður að malbika flestar eða allar göturnar. En hvenær getur það orðið? Er það ekki bara framtíðardraumur? Láta mun nærri að götur bæjarins séu samanlagt 100 þúsund fermetrar. Ef allir bæjarbúar sameinast, og vinna að því sem einn maður, að hrinda þessu velferðarmáli í framkvæmd á sem skemmstum tíma, og hver og einn styður það fjárhagslega af fremsta megni, með því að kaupa skuldabréf, þá er vel hugsanlegt að það megi Ijúka verkinu á 5—6 árum. Þetta getur orðið ef bæjarbúar eru samtaka. Sýnið öll viljann í verki. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Ávaxtið fé ykkar í nauðsynlegum og heillaríkum fram- kvæmdum bæjarfélags ykkar, og stuðlið með því að upp- byggingu Isafjarðar. Hreinum götum fylgir hreint andrúmsloft, hrein hús, hreinir garðar og hreinn gróður. Isafirði, 24. ágúst 1960. 1 bæjarstjórn Isafjarðar Birgir Finnsson. Bjarni Guðbjörnsson. Matthías Bjarnason. Halldór Ölafsson. Ján H. Guðmundsson. ¦Marzellíus Bernharðsson. Högni Þórðarson. Símon Hélgason. Björgvin Sighvatsson. Jón Guðjónsson, beita ofbeldi. Þeir hafa verndað veiðiþjófnað fiskiskipa sinna með vopnavaldi. íslenzka þjóðin mun ekki sætta sig við það, að ríkisstjórnin setjist að samningaborði með pfbeldismönnunum. Við þá er um ekkert að semja í sambandi við landhelgismálið. Þannig hefur þjóðin í heild lit- ið á það mál.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.