Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.09.1960, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 13.09.1960, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR t Dánarfregnir fr----------■■■ - ? ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Framsóknarfélag ísfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 Framhald af 4. síðu. með þremur mönnum. 11 bátar gengu frá Flateyri í ágúst. Suðureyri. Þar má teljast góð- fiski í ágúst. Allir þorskveiðibát- amir voru á línuveiðum. 10 bátar gengu þaðan í mánuðinum. Afla- hæstu bátamir eru: Vonin með 55,5 lestir, Einar 53 lestir, Svanur 48 lestir. Þetta eru 5-—6 lesta bát- ar með 4 mönnum. Smærri bátar með 2 og 3 mönnum fengu um og yfir 30 lestir. Stærri bátamir vom venjulega með um 90 lóðir, en minni bátamir með um 50 lóðir. Tíðarfar ákaflega hagstætt í mán- uðinum. Alls aflaðist þarna 284 lestir. Vb. Freyja (eldri) var á reknetjaveiðum í mánuðinum og lagði megnið af afla sínum upp norðan lands. Ókunnugt um síld- arafla bátsins. Bolungavík. Rýr afli á flesta færabátana og mikið minni en í júlí. Alls gengu 20 bátar þaðan með einum, tveimur, þremur og fimm mönnum. Mestan afla fengu vb. Sölvi 33 lestir, Húni 24 lestir. Hann byrjaði fyrst 11. ágúst. Þeir vom með 5 menn. Af þriggja- mannaförunum voru hæstir Marz með 12,2 lestir, Sædís 11 lestir, Haukur 10 lestir. Af smábátunum með einum og tveimur mönnum voru aflahæstir: Rán 10,7 lestir, Skuld 5 lestir, Sæbjörn 4,7 lestir með einum manni hver. — Tog- skipið Guðmundur Péturs fékk 110 lestir í þremur veiðiferðum. Alls aflaðist í Bolungavík í ágúst 278 lestir. Hnífsdalur. Einn 5 lesta bátur, heimilisfastur þar, Gissur hvíti, aflaði 13,7 lestir með 3 mönnum. Auk þess lögðu þarna upp 3 bátar af ísafirði, og fékk hinn aflahæsti þeirra 18 lestir, og ennfremur tveir bátar úr Grunnavík. Isafjarðarbær. Aflinn miklu lak- ari en í júlí og rýr seinnipart mán- aðarins. Nokkrir bátanna hættu þá veiðum. Fáeinir bátar tóku upp þorsknetjaveiði undir mánaðarlok- in og lögðu í Isafjarðardjúp. Afl- inn rýr. Aflahæstu bátamir eru þessir, tala áhafna innan sviga: Ver stærri 28 lestir (5 til 6), Örn 18,7 lestir (5), Tóti 14,5 lestir (3), Sævar 14,2 lestir (3), Einar 18 lestir (3), hann lagði í frystihúsið í Hnífsdal. Ver minni 12,2 lestir. Vb. Gylfi hóf reknetjaveiðar í Ólafur Matthías Samúelsson, Fjarðarstræti 14, Isafirði, andað- ist 17. ágúst s.l. í Landspítalanum í Reykjavík. Hann var fæddur 21. maí 1890 að Skjaldarbjamarvík í Strandasýslu og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Samúel Hall- grímssyni og Jóhönnu Bjarnadótt- ur, en þau hjón eignuðust 15 börn. Þegar Ólafur var tvítugur dó faðir hans, og fór Ólafur þá í vinnumennsku og hafði með sér og á sínu framfæri sjö ára gamlan bróðir sinn, Kára. Á vinnu- mennskuárum sínum var ólafur aðallega í Reykjarfirði og á Dynj- anda í Grunnavíkurhreppi og stundaði hann þá sjómennsku öðr- um þræði. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Guðmundínu Einars- dóttur, frá Dynjanda, 18. júlí 1921, og hófu þau búskap í Reykjarfirði. Þar bjuggu þau til vorsins 1927 að þau fluttu í Furufjörð, og þar bjuggu þau síðan þar til þau fluttu til Isafjarðar á árinu 1944. í Furufirði leigði ólafur hluta úr jörðinni, sem þá var alveg húsa- laus. Þar byggði hann upp öll hús, iiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiu byrjun mánaðarins og hafði fengið 630 tunnur í lok mánaðarins. Ás- bjöm fór og nokkrar sjóferðir með reknet er hann kom frá síldveið- um nyrðra og fékk um 200 tunn- ur. Tvelr smábátar, annar með tveimur mönnum, hinn með einum, stunduðu grásleppuveiðar með netum, í ígripum, frá því snemma í júní. Lögðu þeir oftast net sín undir Óshlíð. Höfðu þeir fengið 50 tunnur af hrognum, er þeir hættu veiðum seint í ágúst. Vb. Bryndís var á þessum veiðum í júlí og oft- ast vestur á fjörðum, en hætti í öndverðum ágúst. — Rækjuveiðar byrjuðu almennt fyrir og um mán- aðamótin ágúst—september og hefir aflast vel. Súðavík. Vb. Sæfari byrjaði rek- netaveiðar laust fyrir 20 ágúst, og hafði fengið 223 tunnur í mánað- arlokin. Vb. Trausti tók og upp færaveiðar, er hann kom af síld- veiðum seint í mánuðinum og fékk 17 lestir til mánaðarloka. Grunnavík. Tveir smáir þilfars- bátar, Dynjandi og Heklutindur, voru á netjaveiðum og fékk Dynj- andi um 40 lestir í mánuðinum. Má það teljast sæmilegur afli. Bátur- inn var með 4. manna áhöfn. Steingrímsfjörður. Góður reyt- ingsafli yfirleitt í mánuðinum, en ekki eru fyrir hendi upplýsingar um aflafeng bátanna. Vb. Bryndís tók upp reknetaveiðar að loknum hringnótaveiðum nyrðra, upp úr miðjum ágúst. Afli bátsins rýr. peningshús og íbúðarhúsið. Það má nærri geta að það hafi verið mikið átak einyrkja að byggja þannig allt frá byrjun. Ólafur sat jörðina mjög vel og ræktaði mik- ið á þeirra tíma mælikvarða. Hann var og lagtækur maður og vann oft að smíðum fyrir ýmsa meðan hann var í Grunnavíkurhreppi, og eftir að hann flutti til ísafjarðar fékkst hann mest við smíðar. Með- an hann var í Furufirði stundaði hann og bjargsig í Hornbjargi ásamt öðrum þar í hreppnum. Ólafur Samúelsson var hinn mesti atorkumaður og snyrtimenni og honum búnaðist vel. Hann var með afbrigðum dagfarsprúður maður og hafði sérstaklega ljúfa skapgerð. Hann var mjög bók- hneigður og las mikið. Þau hjónin voru mjög samhent og hjónaband þeirra var mjög til fyrirmyndar. Þeim varð átta barna auðið og eru sjö þeirra á lífi, allt hið mynd- arlegasta fólk og dugmikið. Bjarni E. Kristjánsson, járn- smiður, lézt 26. ágúst s.l. 87 ára að aldri, íæddur 8. marz 1873. Hann var ættaður úr innsveitum Breiðafjarðar, nam járnsmíði hér/ i bænum fyrir aldamótin og stund- aði þá iðn hér í bænum og um tíma í Hnífsdal. Hann var fyrrum fylgd- armaður Jóhannesar Þórðarsonar, er póstferðir voru farnar héðan til Hjarðarholts. Lengi hafði hann á hendi póstferðir héðan til Súg- andafjarðar og víðar. Bjarni var eljumaður mesti og sinnti störf- um fram á elliár. Hann var á- hugamaður um málefni verka- manna og almenn mál yfirleitt, vinsæll maður og vel kynntur og í hvívetna sæmdarmaður. Hann læt- ur eftir sig ekkju, Ólínu Guð- mundsdóttur, ljósmóður, og 4 börn. Haraldur Leósson, kennari, and- aðist í sjúkrahúsinu hér í bænum 26. ágúst s.l. nær 76 ára að aldri, fæddur 21. september 1884. Hann var Eyfirðingur að ætt- erni, sonur Leós Halldórssonar og Margrétar Hansdóttur, er bjuggu að Sigtúnum í Öngulstaðahreppi. Haraldur réðst fyrst til náms í Gagnfræðaskólann á Akureyri, lauk kennaraprófi 1914, sinnti síð- an kennslu um 7 ára skeið í heima- högum sínum. Árið 1921 fór hann utan til aukins kennaranáms, og dvaldi í Danmörku og Þýzkalandi um tveggja ára skeið, og einnig átti hann námsdvöl við lýðháskól- ann í Voss í Noregi. Haraldur var því óvenju vel búinn undir starf sitt, er hann tók við forstöðu Unglingaskóla ísafjarðar 1923, en því starfi gegndi hann til þess er Gagnfræðaskóli Isafjarðar tók til starfa. Þar var hann síðan óslitið kennari til ársins 1954. Haraldur hefur unnið mikið menningarstarf í þessum bæ. Af kennslu hans fór jafnan ágætisorð og var hann þar manna samvizku- samastur og vinsæll af nkmendum sínum. Hann tók og drjúgan þátt í ýmsum félagsmálum, var um skeið í bæjarstjórn, lengi í sókn- arnefnd og yfirsakttanefnd. Haraldur var mjög vel skáld- mæltur, orti ljóð við ýms tæki- færi, smekkleg og vel gerð. En var hlédrægur og manna yfirlæt- islausastur og gerði ekkert til að halda sér fram i þeim efnum né öðrum. Yfir honum var jafnan hinn hljóði bragur hins menntaða manns, sem vildi vera en ekki sýnast. Haraldur Leósson, kvæntist 1934, þýzkri menntakonu, Herthu Schenk, ágætri konu, er lifir mann sinn ásamt einkasyni þeirra, Hans hagfræðingi, nú fulltrúa bæjar- fógetans á Isafirði. -Júlíana Guðrún Júlíusdóttir, Hnífsdal, andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu hér í bænum 1. þ. m. eftir langvarandi og þungbær veikindi. Hún var fædd að Atla- stöðum í Sléttuhreppi 24. júlí 1921, og var því aðeins 39 ára gömul er hún andaðist. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðrún Jónsdótt- ir og Júlíus Geirmundsson, er lengi bjuggu að Atlastöðum. Júlíana giftist Högna Sturlusyni, er lifir konu sína. Þau eignuðust 7 börn og eru 6 þeirra á lífi. Þau hjónin fluttu í Eyrarhrepp 1946 og áttu heima fyrsta árið að Brautarholti og Úlfsá, en 1947 fluttu þau í Hnífsdal og hafa átt þar heima síðan. JHWIIIIIIIIIIIIIiMUIIIIIIIIIIIIII II lllltl II1111111111111111111IIIIIIHI ★ Eigum ennþá nokkrar stærðir af vinnufötum á gamla verðinu. ★ Ódýrar drengjapeysur. ★ Gúmmístígvél, legghá, — hnéhá, — fullhá. ★ Heklu herraúlpur og ytra byrði. ★ Kaupfélag Isfirðinga — vefnaðarvörudeild — *iiiiiiiiiiiiiiiMiuiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimauiiii

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.