Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.09.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 13.09.1960, Blaðsíða 4
Hvað er í fréttum? 30. fundur Sambands vestfirzkra kvenna. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína frk. Jóna V. Jónsdóttir, skrif- stofust., Rvík, og Húnbogi Þor- steinsson, aðalbókari hjá Kaupfé- lagi Isfirðinga, Isafirði. Frk. Ingibjörg Svanbergsdóttir, Engi, ísafirði og Sven Eric Olsen, Danmörku. Aímæli. Amalía Rögnvaldsdóttir, nú Hlíðarveg 23, ísafirði, varð 80 ára 7. þ. m. Jakob Kristjánsson, fyrrum bóndi í Reykjarfirði, varð 70 ára 7. þ. m. Námskeið. Námskeið fyrir hið minna fiski- mannapróf er nú yfirstandandi hér í bænum. Námskeiðið var sett 1. september og gert er ráð fyrir að því ljúki um eða eftir 20. desem- ber. Nemendur eru 18, frá Vest- fjörðum, Siglufirði og Seyðisfirði. Guðmundur Arason, frá Siglufirði, veitir námskeiðinu forstöðu og kennir hann siglingafræði og fög sem eru í sambandi við hana og stærðfræði. Kennarar auk hans eru Jón H. Guðmundsson, skólastjóri barnaskólans, sem kennir íslenzku, og Ragnar Ásgeirsson, héraðslækn- ir, sem kennir heilsufræði. Nem- endur fá þriggja vikna námskeið 1 sundi hér í Sundhöllinni. Námskeiðið er haldið á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Þing A.S.V. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu hefst 16. þing Al- þýðusambands Vestfjarða á ísa- firði 20. þ. m. Áherzla er lögð á að öll sambandsfélögin eigi full- trúa á þinginu, þar sem helsta mál þess verður kaupgjaldsmálin. Þá iiggur og fyrir þinginu tillaga um að stækka sambandssvæðið þannig, að það nái einnig yfir Stranda- sýslu. Hljómleikar. Laugardaginn 3. þ. m. voi*u haldnir fjölbreyttir hljómleikar í ísafjarðarkirkju á vegum sóknar- nefndar ísafjarðar. Hljómleikarn- ir voru hinir ánægjulegustu, enda vel til þeirra vandað. Slys. Það sviplega slys skeði þann 4. þ. m., í fjallinu ofan við Núp í Dýrafirði, að steinn valt á 12 ára dreng, Matthías Björnsson, er þar var að leik, og beið drengurinn þegar bana. Börn sem með honum voru gerðu þegar aðvart um slys- ið. Matthías átti heima að Hófgerði 20 í Kópavogi, en var í sumar að Alviðru í Dýrafirði, og þar hafði hann verið nokkur undanfarin sumur. Aðalfundur Sambands vest- firzkra kvenna, var haldinn í hús- mæðraskólanum „Ósk“ á Isafirði, dagana 3. og 4. september s.l. Á þessu ári er Sambandið þrjátíu ára, og var þetta sérstakur hátíða- fundur í boði kvenfélaganna á ísa- firði. Gestir fundarins voru: frú Guð- rún Arnbjamardóttir, Flateyri, fyrrv. ritari Sambandsins. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Kvenfélagasambandi Islands og frú Guðlaug Narfadóttir frá Áfengisvarnarráði ríkisins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru þessi mál tekin til umræðu: Orlof húsmæðra — sem fundur- inn vill að komist sem fyrst til framkvæmda. Ráðunautastörf. — Fundurinn skorar á Kvenfélagasamband ís- lands, að beita sér fyrir því, að fjölgað verði heimilisráðunautum, og vinna að því, að þeir verði rík- is-ráðunautar, þar sem S.V.K. sér ekki fært að standa straum af kostnaði við starf héraðsráðu- nauta. Áfengismál. — Frú Guðlaug Narfadóttir flutti erindi um áfeng- ismál og var í því sambandi gerð svofelld ályktun: 30. fundur S.V.K. beinir þeirri áskorun til íþróttafélaga, ung- Afli færabátanna hefir verið mun minni í ágúst en í júlímánuði, og síðari hluta mánaðarins var færaaflinn mjög rýr ,enda hættu þá ýmsir bátar veiðum. Hinsvegar reyndist góður afli á lóðir sum- staðar og hagnýttu Súgfirðingar sér það vel, með því að taka upp línuveiðar í byrjun mánaðarins. Patreksfjörður. Togararnir voru báðir á veiðum. Bv. Ólafur Jóhann- esson lagði upp í heimahöfn 197 lestir úr einni veiðiferð, en Gylfi seldi afla sinn á Þýzkalandsmark- aði. Færaafli var rýr á flesta bát- ana, enda stopult stundaðar veið- lar. Nokkrir smábátar fengu þó góðan afla, og aðrir bættu sér vel upp þorskaflann með hámeraveið- um. Fengu sumir tvær til þrjár hámerar í sjóferð. Var það mikill aflaauki. Alahæstir af einsmanna förunum' voru: Gylfi 7000 kg., Fluga 5000 kg., Sæborg 5000 kg. Tveir 12 lesta bátar, Hersir og Val- ur, byrjuðu dragnótaveiðar mennafélaga og kvenfélaga lands- ins, að vinna að því að opinberar skemmtanir verði með meiri menn- ingarbrag en nú tíðkast, og séu haldnar án áfengisnotkunar. Lítur fundurinn svo á, að í húfi sé fram- tíð þjóðarinnar, vegna hinna slæmu áhrifa sem núverandi skemmtanalíf hefur á æskuna. 1 sambandi við fundinn var efnt til heimilisiðnaðarsýningar og hafði frá Guðrún Vigfúsdóttir handavinnukennari, forgöngu um það mál. Var það einróma mál manna, er sýninguna sáu, að hún hefði verið vel úr garði gerð og fjölbreytt, og á frú Guðrún mikið lof skilið fyrir frábæra uppsetn- ingu hennar. Bæjarfógeti Isafjarðar, bauð fundinum að skoða byggðasafn Vestfjarða. Var það mjög fróðlegt- og höfðu konur mikla ánægju af. Einnig var fundinum boðið á hljómleika í ísafjarðarkirkju er sóknarnefnd Isafjarðar stóð fyrir. Kunna fundarkonur Isfirðingum miklar þakkir fyrir ánægjulegar stundir. 1 Sambandi vestfirzkra kvenna eru nú 14 félög. Stjórnina skipa: Sigríður Guð- mundsdóttir, Isafirði, Elísabet Hjaltadóttir, Bolungavík, og Unn- ur Gísladóttir, ísafirði. skömmu eftir mánaðamótin og öfluðu vel. Valur hafði fengið 70 lestir alls, en Hersir 62 lestir. Kol- inn talinn smár, en mikill hluti afl- ans þorskur. Tálknafjörður. Vb. Höfrungur, 12 lesta, hóf dragnótaveiðar 11. ágúst. Aflinn mjög góður. Mestur afli í sjóferð var um 7000 kg. af þorski og um 2000 kg. af kola. Hlutir skipverj^f á 3 vikum taldir nema um 14 þúsund krónum. Bíldudalur. Togarinn Pétur Thorsteinsson fékk 160 lestir í 4 veiðiferðum. Fiskveiðar á færabát- ana sáralítið stundaðar og rýr afli. Vb. Jörundur var af og til á veið- um. Tók hann um tíma upp skötu- veiðar á línu og fór til Reykjavík- ur með nær 6000 kg. af skötu, til sölu þar. Þingeyri. Færabátarnir þar gerðu hlé á veiðum um miðjan mánuðinn vegna tregrar veiði, en tóku upp línuveiðar undir lok mán- aðarins. Afli bátanna var allgóður Sundkeppnin. Norrænu sundkeppninni lýkur 15. þ. m. ísfirðingar eru mjög hvattir til að nota nú vel síðustu dagana. Enginn sem getur synt má látia hjá líða að taka þátt í keppninni. Þá er Isfirðingum bent á, að í sýningarglugga í verzlunar- húsi Kaupfélags ísfirðinga er kom- ið fyrir verðlaunagripum í sam- bandi við keppnina, þar á meðal forsetabikarnum. Isfirðingar, munið að keppninni lýkur næstkomandi fimmtudags- kvöld 15. þ. m. Gerum hlut ísa- fjarðar sem allra glæsilegastan. fir Strandasýslu Frá Hólmavík hafa í sumar gengið til fiskveiða þrír stærri bátar. Einn þeirra, Brynjar, var á síldveiðum, fyrst með hringnót en síðar á reknetum. Hinir tveir bátarnir hafa verið á handfæra- veiðum og fiskað sæmilega vel. Einnig hafa 5—6 trillubátar róið stöðugt frá Hólmavík í sumar, ým- ist með handfæri eða línu og hafa þeir aflað mjög sæmilega. Hrað- frystihús Kaupfélags Steingríms- f jarðar á Hólmavík hefur tekið afl- ann af öllum þessum bátum til hraðfí’ystingar. Hefur hraðfrysti- húsið nú þegar fengið mun meiri fisk það sem af er þessu ári, en það fékk á öllu árinu í fyrra. Frá Drangsnesi hafa verið gerð- ir út í sumar tveir dekkbátar, 8 og 12 smál., og nokkrir trillubátar. Hafa þeir verið ýmist á handfæra- eða línuveiðum og aflað fremur vel. Á Drangsnesi rekur Kaupfé- lag Steingrímsfjarðar einnig hrað- frystihús og hefur það tekið afla þessara báta til hraðfrystingar. Heyskapur i héraðinu hefur gengið ágætlega í sumar, svo og vinna við ræktunarframkvæmdir. Tíðarfar hefur verið hagstætt. MfNaMVtiBMMaillMlliMIUIIIIMBIIIIIIillMlfllMMltttttMMMM fyrri hluta ágústmánaðar. Vb. Búi fékk 17 lestir, Bjargmundur 15,6 lestir, Sæfari 15,5 lestir. Björgvin var á línuveiðum og fékk um 17 lestir. Þetta eru 5 til 8 lesta bátar með þremur mönnum. Vb. Þor- björn hóf reknetaveiðar seinast í júlí. Hafði báturinn fengið um 2000 tunnur í lok ágúst. Flateyri. Rýr afli lengstum á færabátana, einkum síðari hluta mánaðarins. Einn bátur, Kári, stundaði línuveiðar og fékk hann rúmar 24 lestir í mánuðinum. Afla- hæstir hinna bátanna voru: Fræg- ur 16,2 lestir, Trausti 15 lestir, Fríða tæpar 12 lestir, Hinrik 11 lestir. Þetta eru um 5 lesta bátar Framhald á 2. síðu. Aflabrðoð i Vestfirðinpafj ðrðunol í áoúst 1960

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.