Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.09.1960, Page 1

Ísfirðingur - 22.09.1960, Page 1
Áskriftarsimi blaSsins er 332. KaupiS og lesið ÍSFIRÐING Þab borgar sig að auglýsa. AuglýsiH i ISFIRÐINGI Hver vill semja? Árangur viðreisnarstarfsins EITT GLEGGSTA DÆMIÐ um áhrif gengisbreytingarinnar og vaxtaokursins, sem núverandi stjómarflokkar börðust fyrir, er hækkun sú á landbúnaðarvörum sem nýlega hefur komið til framkvæmda. Verðlagsgrundvöllurinn hefur hækkað um 7,55% síðan í febrúar síðastliðnum, og varð fullt samkomulag um það milli fulltrúa neytenda og fulltrúa bænda. Ekki hefur þó þetta í för með sér hina allra minnstu hækkun á vinnu- launum eða tekjum bænda, heldur stafar hækkunin einvörðungu af hækkuðu verði rekstrarvara vegna gengisbreytingarinnar, vaxtaokursins og fleiri ráðstafana ríkisstjórnarflokkanna sem þrengja að atvinnurekstrinum. VEKÐIÐ Á NÝMJÓLK átti að hækka um 19 aura pr. lítra, en þessi hækkun verður greidd niður svo að útsöluverð ný- mjólkur verður óbreytt. Hins vegar verður hætt með öllu niður- greiðslum á rjóma, osti og skyri. SÚPUKJÖT HÆKKAK úr kr. 18,90 í kr. 22,00 pr. kg., og hækka aðrar kjötvörur í hlutfalli við það. Kjómi hækkar úr kr. 39,45 í kr. 41,40 pr. lítra. Skyr hækkar úr kr. 9,00 í kr. 10,20 pr. kg. Smjör hækkar úr kr. 52,20 í kr. 55,75 pr. kg., og 45% ostur hækkar úr kr. 48,00 í kr. 55,40 pr. kg. Frá Bíldudal Síðustu dagana hefur sú spurn- ing brunnið í hugum manna flestu öðru fremur, hvort ríkisstjórnin muni ætla að semja við Breta um fiskveiðar innan 12 mílna fisk- veiðilögsögunnar. Ýmislegt bendir til þess, — þótt ótrúlegt sé — að ríkisstjórnin hugsi sér slíka samn- ingagerð. íslendingar hafa að dæmi margra annara þjóða ákveðið að fiskveiðilandhelgi sé 12 mílur. Allar þjóðir, sem hlut eiga að máli, hafa í verki virt og viður- kennt þessa fiskveiðilandhelgi, nema ein. Ein þjóð hefur með ofbeldi og vopnavaldi reynt að knýja Islend- inga til afsláttar frá ákvörðun sínni. Eigum við nú að fara að semja við þessa einu þjóð um það, að hún skuli vegna ofbeldis síns hafa einhvern rétt umfram allar aðrar þjóðir í fiskveiðilandhelgi Islands? íslenzka þjóðin vill vera sjálf- stæð, og við trúum því að til þess hafi hún siðferðilegan rétt. En svo bezt er frelsi og virðing og sómi smárra þjóða verndað og varið, að þær beygi sig ekki sjálfar fyrir ofbeldinu og viðurkenni að hótanir og ógnanir séu leið til auk- inna réttinda. Samningar við Breta um einhver sérréttindi fyrir þá á Islandsmiðum væri því brot á öll- um þeim reglum, sem smáþjóðum eru dýrmætastar. Það er annað og meira en íslenzkir og brezkir hags- munir, sem hér eigast við. Hér er á öðru leyti ofbeldi og hnefaréttur gamalla nýlenduvelda en hinsvegar sjálfsákvörðun og samningsréttur frjálsra þjóða í siðuðum heimi. Hér kemur enn fleira til. Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki beinan hlut að útfærslu fiskveiði- landhelginnar 1. september 1958. Á landsfundi sínum veturinn eftir ályktaði flokkurinn að 12 mílna mörkin væri enginn fullnaðarsigur, og hann hét því að halda áfram baráttu í þeim málum þar til fullnaðarsigur væri unninn: Land- grunnið allt. Hvernig hugsa menn sér næsta áfanga þeirrar baráttu eftir að rík- isstjórn íslands hefði viðurkennt í verki að Bretar væru samningsað- ilar um fiskveiðar innan 12 mílna markanna? Jafnframt því, sem Bretar héldu því fram hérna um árið, að það væri brot á alþjóðalögum að á- kveða rýmri fiskveiðilandhelgi en 3 mílur, gerðu þeir samning um það, að þeir einir allra þjóða mættu veiða innan 12 mílna við Færeyjar. Slík samningsgerð verð- ur viðundur í augum allra for- dómalausra manna. Sá, sem telur þ.riggja mílna regluna eina í sam- ræmi við alþjóðalög, getur varla ætlast til að hann geti með ein- földum samningi bannað öllum öðrum að nota þann rétt, sem verndaður er með alþjóðalögum. Allir sæmilegir íslendingar hljóta að vona að íslenzk stjórnarvöld bindi þjóð sína aldrei í slíka samningsgerð. Islendingar eru aðilar að sam- starfi vestrænna þjóða innan At- lantshafsbandalagsins. Þeir mæta Bretum þar sem jafn réttháir að- ilar. Þetta bandalag hefur að sjálf- sögðu verið ærinn hemill á Breta í sambandi við það að beita ofbeldi á íslandsmiðum, og svo mun vænt- anlega verða enn. Bretar vita sjálf- ir að þeir hafa tapað þessu máli, en eðlilega er fyrir mönnum þeirra nokkurt metnaðarmál að fá viður- kenningu eða játningu íslendinga á því, að raunverulega séu Bretar aðilar að þessu máli, og við þá eigi og hafi átt að semja. Slík yfir- lýsing gæti kannske aðallega verið tilfinningamál í augum þeirra, sem eru vissir um að 12 mílna mörkin séu endanleg afgreiðsla málsins, en hún hlýtur að ganga landráðum næst í augum allra þeirra, sem vilja koma ladgrunninu öllu undir íslenzka lögsögu. íslendingar vilja ekki að skorið sé úr málinu með hervaldi og hnefarétti. Þeim er ekki ljúft að kalla á erlendan her til að berjast við herskip Breta á Islandsmiðum séu þau send þangað. En þeir telja það prófstein á gildi Atlants- hafsbandalagsins hversu öruggur hemill það reynist að varna of- beldinu í samskiptum bandalags- þjóðanna. Dugi það ekki sem slík- ur hemill er gildi þess vafasamt í augum margra góðra Islendinga. Halldór Kristjánsson. ★ Togararnir ísborg og Sólborg eru nú báðir á veiðum, og var gert ráð fyrir að þeir sigldu með aflann á erlendan markað. -Afli togveiðiskipa hefur verið mjög tregur að undanfömu. Séra Jón Kr. ísfeld, prófastur á Bíldudal, hefur fengið leyfi frá prestsþjónustu um tíma, en hann hefur nú þjónað á Bíldudal og Selárdalssókn í Arnarfirði um 17 ára skeið. Sunnudaginn 11. þ.m. flutti séra Jón kveðjuguðsþjónustu í Bíldudalskirkju. Oddvitinn á Bíldudal, Jónas Ásmundsson, þakk- aði prófastinum hin margvíslegu og vel unnu störf. Sama dag var þeim prófasts- hjónunum haldið hóf í Félagsheim- ilinu á Bíldudal, og sátu hófið um 180 manns. Þar voru margar ræð- ur fluttar og þeim hjónunum færð- ar þakkir fyrir þeirra miklu og fórnfúsu störf í þágu safnaðanna. Séra Jón er mikilsvirtur og ágætur kennimaður. Aflabrögð hafa verið sæmilega góð á Bíldudal í sumar. Þaðan hafa verið gerðir út á fiskveiðar nokkrir bátar, sem aðallega hafa stundað handfæraveiðar. M/b Jörundur var á netaveiðum, með þorska- og ýsu- net, og aflaði þetta 1—3 tonn í róðri. Var hann með um 30 net. Einnig hefur fiskast dálítið af há- meri. Er sá fiskur hraðfrystur og mun vera seldur til ítalíu. Sjómönn- um eru greiddar kr. 8,00 fyrir kg. af hámerinni. Togarinn Pétur Thorsteinsson hefur aflað sæmi- lega í sumar. Um mánaðamótin síðustu varð vart við smokkfisk í Arnarfirði. Var afli hans tregur framan af, en miklu betri nú síðustu vikuna. Hafa margir aðkomubátar komið til Arnarfjarðar til smokkveið- anna. Hraðfrystihús Suðurt'jarðahrepps kaupir þann fisk sem á land berzt á Bíldudal. Hefur húsið fengið töluverðan fisk í sumar, og komið hefur fyrir að þar hafi borizt á land um 30 tonn á einum degi. Það hefur nú fengið mun meiri fisk það sem af er þessu ári, en það fékk allt árið 1959. 1 hrað- frystihúsinu vinna 40—50 manns. Á rækjuverksmiðju Kaupfélags Arnfirðinga hafa staðið yfir mikl- ar endurbætur og breytingar í sumar. Verksmiðjan tók nú aftur til starfa um 20. þ.m., og fiska 3 bátar rækjuna. Auk rækjunnar eru þar framleiddar fjölmargar niður- suðuvörur, svo sem allskonar grænmeti, kjötvörur og fiskbúð- ingar. í verksmiðju þessari vinna að jafnaði um 40 konur og 5 karl- menn. Árið 1959 greiddi verk- Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.