Ísfirðingur


Ísfirðingur - 28.09.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 28.09.1960, Blaðsíða 1
ÞaZ> borgar sig aS auglýsa. Auglýsifi í ISFIRÐINGI Neyðarkall útvegsmanna: Rekstiirsgrnndvöllnr ótvegsins hetir störlega versnað Eitt af stóru loforðunum, sem nú- verandi ríkisstjómarflokkar gáfu, þegar þeir síðast voru að falast eftir atkvæðum kjósenda, var það, að þeir ætluðu umfram flest ann- að, að skapa traustan grundvöll fyrir útveginn og stórbæta afkomu hans. Efndirnar í þessu haía ver- ið á þá leið, að ástandið er nú orðið óþolandi, að dómi útvegs- manna, og hefur afkoman versnað stórlega vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þetta sáu að vísu margir fyrir, að vaxtaokur og hraðvaxandi dýrtíð,sem í kjölfar efnahagsaðgerðanna fylgdi, mundi ekki verða til hagsbóta fyrir þenn- an grundvallaratvinnuveg þjóðar- innar, heldur þvert á móti, eins og reynslan nú þegar hefur sannað. En ríkisstjórnarflokkarnir tóku engin hollráð til greina, heldur var flanað út í fenið og ófæruna, og því er nú komið sem komið er. Á almennum útvegsmannafundi, sem haldinn var á Reyðarfirði 7. september s.l., og sem boðað var til af stjórn Fjórðungssambands fiskideilda Austfjarða, um land- helgis- og sjávarútvegsmál, voru eftirfanandi tillögur og ályktanir samþykktar m.a.: „Almennur fundur útvegsnianna á Austurlandi, haldinn á Reyðar- firði miðvikudaginn 7. september 1960, mótmælir því áð teknir verði upp samningar við Breta uin fisk- veiðilandhelgi íslands. Fundurinn telur að fastmótuð hafi verið sú stefna í landhelgis- málinu, að samningar við einstak- ar þjóðir um málið komi ekki til greina og frávik frá 12 mílna fisk- veiðilandhelgi umhverfis landið allt, komi ekki heldur til greina. Fundurinn leggur sérstaka á lierzlu á, að hann telur ríkisstjórn og Alþingi ekki hafa siðferðilegan rétt til að semja um íríðindi fyrir útlendinga til fiskveiða á tilteknum svaeðum innan fiskveiðilandhelg- innar og fórna þar með rétti nokk- urs hluta landsmanna til fullra af- nota af þeim hluta landhelginnar, sem hann hefur tækifæri til að nýta.“ „Almennur fundur út\egsmanna á Austurlandi, haldinn á Reyðar- firði miðvikudaginn 7. september, telur, að reynslan af tólf mílna fiskveiðilandhelginni við lsland hafi þegar leitt í ljós, að bátafloti landsmanna hafi með stækkun hennar notið stórbættrar aðstöðu frá því, sem áður var. Fundurinn telur einnig, að reynslan hafi sannað, að óheppi- legt sé að heimila íslenzkum skip- um togveiðar innan 12 mílna mark- anna, og skorar á ríkisstjórnina að breyta reglugerð nr. 87 frá 29. ágúst 1958 þannig, að slíkar veiðar verði ekki Ieyfðar.“ „Almennur fundur út\'egsmanna á Austurlandi, haldinn á Reyðar- firði 7. september 1960, telur, að rekstursgrundvöllu r bátaútvegsins, sem lagður var snemma á þessu ári, hafi ekki reynzt eins traustur og opinberir aðilar gáfu í skyn og lofuðu. Telur fundurinn, að afkoman sé ekki slík, að þeir geti staðið undir greiðslu tryggingargjalda og skor- ar á ríkisstjórnina að hlutast um, að tryggingargjöld báta árið 1960 verði greidd á svipaðan hátt og undanfarin ár.“ „Fundurinn skorar á stjórn Fjórðungssambands fiskideilda Austurlands að láta athuga, hvort ekki er hægt á næsta sumri að koma á samtryggingu á Austf jörð- um íyrir herpinætur og herpinóta- báta og Iækka stórum útgjöld vegna þessara trygginga.“ „Fundurinn telur, að reksturs- grundvöllur bátaútvegsins sé orð- inn óviðunandi og hafi versnað til mikilla muna við síðustu ráðstaf- anir í efnahagsmálum. Fundurinn álítur, að stórfelld mistök hafi átt sér stað um s.l. áramót, þegar útgerðin var Iátin liefja veiðar án þess að íyrir lægju ákveðnir samningar um reksturs- grundvöllinn, og að sú reynsla, sem þá fékkst, hafi sannað útvegs- mönnum áþreifanlega, að ekki geti komið til mála, að veiðar bátanna hefjist um næstu áramót, án þess að fullnaðarsamningar við ríkis- stjórnina um rekstursgrundvöllinn liggi l'á fyrir. Það er því eindregin áskoruh fundarins til landssamtaka útvegs- raanna, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að væntanlegum samningum við ríkisvaldið um rekstursgnmdvöll útgerðarinnar á næsta ári, og að leitað verði sam- starfs við útvegsmenn í öllum landsfjórðungum í þeim efnum. Þar sem rekstursgrundvöllur á síldveiðum í sumar var stórum verri en árið áður og afkoma bát- anna einnig óhagstæðari á s.l. vetrar\'ertíð og loforð ríkisstjórn- arinnar um eigi lakari reksturs- grundvöll á þessu ári, en áður var, hefur þannig verið vanefnt, telur Kaupfélag Patreksfjarðar hefur verið mjög athafnasamt síðasta áratuginn. Það hefur byggt vand- að verzlunarhús á Patreksfirði, og þar hefur það stóraukið verzlun sína. Verzlunarsvæði kaupfélagsins sem áður náði aðeins yfir Patreks- fjörð, nær nú einnig yfir Múla- hrepp í A.-Barðastrandarsýslu og Barðastrandarhrepp og Rauða- sandshrepp í V.-Barðastrandar- sýslu. Kaupfélagið hefur ákaflega mik- ið beint starfsemi sinni að atvinnu- málum með því að gangast fyrir stofnun og starfrækslu útgerðar- fyrirtækja, hraðfrystihússins á Geirseyri, fiskimjölsverksmiðju, lýsisbræðslustöðvar og bifvéla- verkstæðis og vélsmiðju. Dótturfyrirtæki kaupfélagsins eru: Útgerðarfélagið Kambur h.f., eigandi vélskipsins Sæborgar B.A. 25. Báturinn er byggður í V,- Þýzkalandi 1956, hann er 66 smál. og búinn öllum nýtízku tækjum. Drangur h.f., eigandi m/b Andra, B.A. 100, sem byggður er í Danmörku og kom til heima- hafnar í marz s.l. Er þetta mjög vandað skip og að sjálfsögðu búið öllum fullkomnustu tækjum. Faxaútgerðin h.f. eigaridi m/b Sigurfara, B.A. 7, sem er 81 smál. og hið ágætasta fiskiskip. Hraðfrystihús Patreksfjarðar h. f. í sumar hefur staðið yfir mikil fundurinn einnig óhjákvæmilegt að gerðar verði sérstakar ráðstaf- anir vegna reksturs bátanna á þessu ári.“ Þannig er þá álit þeirra, sem einna bezt ættu til að þekkja, í sambandi við landhelgismálið, sem mjög hefur verið á dagskrá að undanförnu, og um reksturgrund- völl og afkomu útvegsins. Þetta, ásamt margri annari reynslu, sýn- ir ljóslega að ríkisstjómin er þess ekki umkomin, að ráða fram úr neinum vanda. stækkun og breytingar á hrað- frystihúsinu. Er þessi stækkun og breytingar einn liður í heildarupp- byggingu þessa fyrirtækis. Byggð- ur hefur verið nýr frystigeymir, sem gert er ráð fyrir að taki um 20 þúsund kassa af frosnum fiski. Einnig er í þessari nýju byggingu vélasalur og kaffistofa starfsfólks. Hraðfrystihúsið er nú að láta byggja 90 smál. stálbát í Austur- Þýzkalandi, og er hann væntanleg- ur til landsins í byrjun október í haust. Logi h.f„ sem er bifvélaverk- stæði og vélsmiðja. Er fyrirtækið í nýjum húsakynnum, og þar starfa að jafnaði 7—8 manns. Kaupfélag Patreksfjarðar rekur einnig töluverða vöruflutninga- starfsemi með bifreiðum. Sér það um mest alla vöruflutninga í nær- liggjandi sveitir, og hefur það 6—7 bifreiðir til flutninganna. Kaupfélagið rekur einnig mjólk- urbúð á Patreksfirði. Eins og sjá má af ofanrituðu er starfsemi kaupfélagsins á Pat- reksfirði mjög fjölþætt. Rekstur allra þessara fyrirtækja hefur gengið mjög vel. Byggist atvinna manna í kaupstaðnum mjög mikið og í vaxandi mæli á rekstri þessara fyrirtækja. Skipstjórarnir o. fl. eru hluthafar í ofangreindum út- gerðarfyrirtækjum og hefur sú samvinna gefist alveg prýðilega. Aflabrögð hafa verið sæmilega Framhald á 2. síðu. Frá Patreksfirði

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.