Ísfirðingur


Ísfirðingur - 28.09.1960, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 28.09.1960, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐTNGUR Minningarorð. Frá Patreksfirði Framhald af 1. síðu. r, ===? ISFIRÐINGUR Útgefandi: Framsóknarfélag Isfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 ..... —J dfogur mynd ÚR ÖLLUM ÁTTUM og frá öllum stéttum verða mddirnar sófellt háværari um það, að ráðstafanir ríkisstjórnarflokkanna hafi orðið fjötur um fót öllum atvinnurekstri í landinu. Útvegsmenn, bændur og verzlunarmenn segja: Það er eng- inn grundvöllur lengur fyrir at- vinnurekstri okkar. Það er ekki hægt iað gera út, það er ekki hægt að búa og það er ekki hægt að verzla. Verkamenn og aðrir laun- þegar segja: Vegna sívaxandi dýr- tíðar er kjaraákerðing okkar orð- in svo gífurleg, að alveg óhjá- kvæmilegt er að taka nú þegar upp baráttu fyrir stórlega bættri afkomu. Þegar svo við þetta bæt- ist, að hætt er við verulegum sam- drætti í atvinnulífinu vegna þreng- ingar atvinnuveganna, þá er varla hægt að segja annað en að það sé ófögur mynd sem við blasir, og alveg í æpandi mótsögn við það, sem stjórnarflokkarnir lofuðu þjóðinni fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir fullyrtu það nefnilega, að leiðin til bættra lífs- kjara væri sú að kjósa þá og fela þeim þannig umboð til að bæta lífskjörin. — Forsætisráðherrann fullyrti svo nokkru síðar að þjóðin hefði „lifað um efni fram“, og sennilega með tilliti til þeirrar fullyrðingar var sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar framkvæmd, að skerða lífskjör almennings um 1100—1200 milljónir með „við- reisninni“ frægu. Stjórnarflokkunum varð og mjög tíðrætt um það fyrir kosn- ingar að flæma „verðbólgudraug- inn“ úr landi, en hann hefur aldrei lifað betra lífi en eftir valdatöku núverandi stjómarherra. Stjórnar- flokkarnir töluðu líka ákaft um skuldasöfnun erlendis, en svo taka þeir bara sjálfir 800 milljón króna lán erlendis, — til eyðslu. Það hefur þegar sýnt sig svo að ekki verður um villst, að íhalds- kratar ráða ekki við þann vanda, sem þeir töldu sig eina færa um að leysa. Lífskjörin hafa hraðversnað, skuldasöfnun erlendis hefur stór- aukizt og atvinnuvegirnir standa höllum fæti. Hinir ört vaxandi kleprar dýrtíðar og ófarnaðar á eftirlæti ríkisstjórnarinnar, verð- Þorvaldur Jón Kristjánsson, fyrv. bóndi og vitavörður að Svalvogurn í Dýrafirði, andaðist að heimili sínu á Þingeyri 27. júlí s.l. Hann var fæddur að Hvammi í Dýra- firði 29. janúar 1872. Foreldrai hans voru þau hjónin Kristján Jónsson og Guðmunda Guðmunds- dóttir er þar áttu þá heima. Þeim hjónum, Kristjáni og Guðmundu, varð fimm barna auðið, og lifa nú tvö þeirra Þorvald bróður sinn, þau Guðrún Helga er lengi var húsfreyja í Efri-Miðhvammi, og Guðmundur, til heimilis að Brunn- götu 14 ísafirði. Þorvaldur ólst upp hjá foreldr- um sinum og vandist snemma allri vinnu. Á þrítugsaldri var hann um tíma í Meðaldal hjá Kristjáni Andréssyni og stundaði sjó- mennsku á útvegi hans. Þorvaldur giftist Sólborgu Matthíasdóttur, en hún var ættuð af Barðaströnd. Fyrstu hjúskapar- ár sín áttu þau heima í Meðaldal, en fluttust því næst að Hvammi Framhald af 4. síðu. togarar vorir þurfi rekstursaf- komu sinnar vegna að sigla með afla sinn á erlendan markað, og skilji eftir dýr og vel starfhæf fiskiðjuver hráefnalítil og fólkið atvinnulaust. 16. þing A.S.V. beinir þeirri ósk til Alþingis og ríkisstjórnar, hvort ekki muni nú orðið tímabært, að taka heldur upp skipulagningu á fiskveiðum vorum, þannig að hægt sé að stýra fram hjá helztu ágöll- unum, sem nú er við að stríða í því efni. Nefndin hefur í þessu sambandi sérstaklega í huga þorskanetaveið- ar á hrygningartíma þorsksins, og hið mikla ólag, sem þar virðist á með gæði hráefnisins og hinn ó- eðlilega háa tilkostnað. Jafnframt hefur nefndin það í huga, að því er snertir síldveiðar, bólgudraugnum, verða stöðugt fyrirferðarmeiri. Verðbólgudraug- urinn, sem íhaldskratar ætluðu einu sinni að flæma úr landi, virð- ist vera orðinn sérstakur heiðurs- borgari á kærleiksheimili þeirra, og það er ekkert útlit fyrir að þeir hafi neinn áhuga fyrir að amast við honum. Það verður áreiðanlega annara hlutskipti en íhaldskrata, að vinna að því að verðbólgudraugurinn fái vegabréf úr landi. og áttu þar heima í nokkur ár. Vorið 1904 fluttu þau að Svalvog- um og bjuggu þar síðan um f jög- urra áratuga skeið, eða til ársins 1944, að þau fluttu til Þingeyrar. Sólborg andaðist jóladagsmorgun- inn 1957 á 83. afmælisdegi sínum, en þá voru þau hjónin fyrir nokkru flutt til Huldar dóttur sinnar og Helga Brynjólfssonar manns henn- ar, en þau áttu einnig heima á Þingeyri. Þeim Sólborgu og Þorvaldi varð níu barna auðið, en þrjú þeirra eru nú á lífi. Munu afkomendur þeirra hjóna nú vera réttir 100. .Þorvaldur frá Svalvogum, en svo var hann oftast nefndur, var hinn mesti dugnaðar- og dreng- skaparmaður. Hann var ágætur sjómaður og hafði jafnan mikla ánægju af veiðiskap. Um áratuga skeið hafði hann með höndum vita- vörzlu í Svalvogum, og annaðist það starf, sem og önnur, af hinni mestu trúmennsku. ★ hvort ekki sé hægt að láta hluta af flotanum stunda einhvern ann- an veiðiskap, meðan veiðar þessar eru jafn ótryggar og nú hefur ver- ið um allangt skeið. o o o 16. þing A.S.V. skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að vinna að því, að byggð verði hér á Vestfjörðum fullkomin skipasmíðastöð, sem annast geti viðhald og smíði stærri skipa. • o o o 16. þing A.S.V. skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að ljúka byggingu þeirra hafnarmannvirkja, sem nú þegar eru hafnar á félagssvæðinu, og þeim sé hraðað, sem fyrirhug- aðar eru. o o o 16. þing A.S.V. skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að tryggja, að Fisk- veiðasjóður Islands hafi alltaf nægilegt fé til útlána með hæfileg- um vöxtum, til þeirra verkefna, sem honum eru ætluð, og þá alveg sérstaklega til að lána eigendum smærri fiskibáta til langs tíma. o o o 16. þing Alþýðusambands Vest- fjarða telur ótvíræðan rétt Islend- inga til tólf mílna fiskveiðilögsögu kringum allt land og álítur, að í engu megi kvika frá margyfirlýst- um vilja Alþingis og alþjóðar um fiskveiðiréttindi íslendinga, en stefna beri að islenzkri lögsögu á landgrunninu öllu. o o o góð á Patreksfirði í sumar. Þaðan hafa gengið 20—25 trillur og minni þilfarsbátar, og hafa tekjur af þessum veiðiskap verið góðar. Allur fiskur af þessum bátum hef- ur verið keyptur af Hraðfrysti- húsi Patreksfjarðar h.f. og verið verkaður þar. 1 sumar hafa hámeraveiðar verið stundaðar frá Patreksfirði. Fæst ágætt verð fyrir þennan fisk og er hann seldur til Italíu. Áður hefur þessi fiskur ekki þótt eftirsóknar- verður og yfirleitt ekki verið hirt- ur. Hámeri er veidd á hákarlasókn. Er taumurinn ýmist úr vír eða smáum hlekkjum. Beitt er smá- fiski. Á Patreksfirði er óvenjulega góð aðstaða til útgerðar. Þaðan er til- tölulega stutt að sækja á fengsæl mið út af Patreksfirði, suður á Breiðafjörð og norður með Vest- fjörðum. Hafnarsjóður Patrekshrepps er nú að láta byggja verbúðir fyrir fjóra báta. I þeim verður aðstaða til beitningar, veiðarfærageymslu', og þar verður kæligeymsla fyrir bjóð. Er þetta til stórhagræðis fyr- ir útgerðina. Barnaskóli ásamt sambyggðu i- þróttahúsi er nú í byggingu á Pat- reksfirði Er þetta stór og nýtízku- leg bygging, sem væntanlega verð- ur tekin í notkun á þessu hausti eða í vetur. 16. þing Alþýðusambands Vest- fjarða skorar á yfirstjórn póstmál- anna að bæta tafarlaust úr því á- standi, sem ríkjandi er í póstsam- göngum milli byggðarlaga á Vest- fjörðum, og lýsir þingið því jafn- framt yfir, að það sé algerlega ó- viðunandi að búa lengur við það ófremdarástand, sem ríkjandi er í þeim efnum, og bendir í því sam- bandi á þá staðreynd, að það getur tekið márga daga að koma póst- sendingu fjarða á milli, jafnvel yf- ir hásumarið. o o o 16. þing A.S.V. skorar á Skipa- útgerð ríkisins að bæta samgöngur á sjó milli Vestfjarða innbyrðis, sérstaklega vetrarmánuðina. Telur þingið, að mikið væri hag- kvæmara til lausnar þessum vand- kvæðum að strandferðaskipin séu jafnan, að vetrinum, látin snúa við á Akureyri og sigla þaðan aftur til Reykjavíkur, á meðan ekki er haft sérstakt skip til að annast samgöngur við Vestfirði. o o o Frá 16. þingi A. S. V.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.