Ísfirðingur


Ísfirðingur - 28.09.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 28.09.1960, Blaðsíða 4
Hvað er í f réttum? Bamaskóli Isaíjarðar var settur 22. þ.m. Enn þá eru það aðeins yngri bömin sem skólann sækja. Vegna skorts á kennurum er fyrir- komulag kennslunnar nú þannig, að tvær elztu deildimar em með fullan tíma, þ.e. fjórar stundir, en hinar deildirnar allar eru aðeins með tvær stundir. Að skólanum vantar enn þá 3—4 kennara. Læknisskoðun skólabarnanna fer fram um eða uppúr næstu mánaða- mótum. Gagnfræðaskólinn á ísafirði verður settur 1. október n.k. kl. 2. Um 195 nemendur verða í skólan- um í vetur, og eru þá nemendur framhaldsdeildarinnar með taldir. Engar breytingar verða á kennara- liði skólans frá því í fyrra. Tónlistarskóli ísafjarðar verður settur uppúr næstu mánaðamótum. Innritun nemenda stendur nú yfir. Húsmæðraskólinn á Isafirði var settur laugardaginn 24. þ.m. 1 skólanum eru 30 nemendur, og er hann því fullsetinn. Skólastjórinn, frk. Þorbjörg Bjarnadóttir, fékk i haust sex mánaða frí frá kennslu til þess að kynna sér skólahald og kennsluaðferðir í Bandaríkjunum. Á meðan hún er erlendis veitir frk. Jakobína Pálmadóttir skólan- um forstöðu. Matreiðslukennari í vetur verður Ingibjörg Þorkels- dóttir, en hún útskrifaðist í vor úr Húsmæðrakennaraskóla Islands. Norrænu sundkeppninni iauk eins og áður hefur verið sagt frá 15. þ.m. Á Isafirði tóku þátt í keppninni tæplega 900 manns, eða um 33%. Er það um 2% meiri þátttaka en var 1957. Yngsti þátttakandi keppninnar nú hér á ísafirði var Konráð Eyj- ólfsson, Bjarnasonar, -— 6 ára gamall. Elzti þátttakandinn var Guðmundur Björnsson, kaupm., 72 ára, og næstelzti Konráð Jens- son, veitingamaður, afi Konráðs Eyjólfssonar. Elzta konan sem þátt tók í keppninni hér í bænum var frú Þuríður Vigfúsdóttir, 59 ára. Bæjarstjórn ísafjarðar veitti tvenn verðlaun í sambandi við keppnina, yngsta og elzta þátttak- andanum. Heildarúrslita keppninnar er varla að vænta fyr en um mánaða- mótin október og nóvember. ★ Samþykktir 16. þings Alþýðusambands Vestfjarða 1 síðasta blaði var nokkuð sagt frá störfum 16. þings A.S.V. er háð var hér í bænum dagana 20. og 21. þ.m. Þingið gerði margar sam- þykktir í efnahagsmálum, atvinnu- málum, kjaramálum o.fl. Fara samþykktir þingsins hér á eftir: „16. þing Alþýðusambands Vest- fjarða haldið á ísafirði í septem- bermánuði 1960 vekur athygli á því, að verkalýðshreyfingin á ís- landi hefur undanfarin ár gert þær ákveðnu kröfur til ríkisvaldsins: 1. að dýrtíðin verði stöðvuð. 2. að tryggður sé öruggur kaup- máttur launanna. 3. að tryggð sé nægileg atvinna um land allt. 4. að skipulega sé unnið að efl- ingu útflutningsframleiðsl- imnar. Enn í dag leggur vestfirzk verka- lýðshreyfing hina ríkustu áherzlu á öll þessi atriði. Þar sem sýnt er, að efnahags- ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar brjófca í ýmsum þýðingarmiklum atriðum algerlega í bága við þess- ar óskir verkalýðshreyfingarinnar mótmælir A.S.V þeim harðlega, — enda fyrirsjáanlegt, að auk tilfinn- anlegrar kjaraskerðingar, sem fyrst og fremst hvílir þyngst á láglaunastéttunum, samfara vax- andi dýrtíð, að öryggi atvinnulífs- ins er í hættu og samdráttur í atvinnulífinu er að hefjast. o o o 16. þing A.S.V mótmælir ákveð- ið afskiptum ríkisstjórnarinnar af launadeilu atvinnuflugmanna á s.l. vori, og varar jafnframt alvarlega við því, að ríkisvaldið afnemi þannig lögvemduð réttindi stéttar- félaganna. o o o 16. þing A.S.V. telur, að breyt- ing sú, sem gerð var á þessu ári á skattalöggjöfinni, hafi fyrst og fremst orðið hálaunastéttunum til gagns og ávinnings, en alþýðu manna til tjóns, þar sem neyzlu- skattur, — söluskatturinn, — var jafnframt lagður á allar lífsnauð- synjar þjóðarinnar. Jafnframt samþykkir þingið, að skora mjög ákveðið á ríkisstjóm- ina að sjá um, á meðan söluskatt- urinn er lögfestur sem einn aðal- tekjustofn hins opinbera, að eftir- litið með innheimtu hans verði stóraukið frá því, sem nú er, svo tryggt sé að hann innheimtist til fulls. í því sambandi vill þingið benda á, að mjög verði hert eftirlit með bókhaldi söluskattskyldra fyrir- tækja, svo og að birtar verði skýrslur um skil söluskatts. o o o 16. þing A.S.V. samþykkir að beina þeim tilmælum til nefndar þeirrar, sem á vegum sjómanna- samtakanna innan A.S.l. vinnur að því að samræma bátakjara- samningana, að láta fara fram sér- staka athugun á því, hvort ekki sé hagkvæmara fyrir sjómenn, að hætta við hlutaskiptafyrirkomu- lagið, en taka upp þess í stað á- kvæði um ákveðinn hundraðshluta — % — af aflaverðmæti. • • • 16. þing A.S.V. heitir á verka- lýðsfélögin á sambandssvæðinu, að láta stjórn Alþýðusambands Vestfjarða í té sem fyrst umsögn sína um það, hvort næsti heildar- samningur um kaup og kjör land- verkafólks skuli samræmdur kjaraákvæðum samnings Vlf. Dagsbrúnar í Reykjavík, eða vera í samræmi við það sem verið hef- ur. • • • 16. þing A.S.V. heitir á verka- lýðshreyfinguna í sambandi við vænfcanlega kaup- og kjarasamn- inga landverkafólks, að vinna ötul- lega að framgangi yfirlýstrar stefnu samtakanna um launajafn- rétti kvenna. o o o 16. þing A.S.V. lýsir því yfir, jafnframt því sem það álítur nauð- synlegt að breyta skipulagi Al- þýðusambands íslands, að það get- ur ekki fallizt á grundvallarsjónar- miðið í stefnuyfirlýsingu þeirri, sem fram kemur í áliti milliþinga- nefndarinnar, því ,,að á hverjum vinnustað, hverju verkstæði, skipi eða yfirleitt á hverjum þeim stað, þar sem launþegar starfa, skuli aðeins eitt félag vera samningsað- ili gagnvart atvinnurekanda." Þingið telur, að stefna beri á- fram að því að mynda sambönd starfsgreina, er síðar verði aðilar að A.S.Í. Jafnframt vekur þingið athygli á þeirri hugmynd, hvort ekki sé hagkvæmt, að þar sem þess yrði óskað, að fjórðungssamböndin yrðu jafn réttháir aðilar að A.S.Í. og sérsamböndin. • • o 16. þing A.S.V. beinir þeim til- mælum til stjómar A.S.Í. að hún Aðalfuoður Loftleiða Aðalfundur Loftleiða vegna reikn- ingsársins 1959 var haldinn föstu- daginn 2. september s.l. í ræðu Alfreðs Elíassonar for- stjóra kom þetta fram m.a.: Vorið 1959 voru flognar fjórar ferðir í viku milli meginlands Evrópu og Ameríku með viðkomu á Islandi. Sú áætlun var í gildi þar til 30. apríl. Sumaráætlunin tók við þann 1. maí og stóð til 31. október. Voru þá flognar 9 ferðir vikulega á milli heimsálfanna með viðkomu í Reykjavík, og var það þrem ferð- um meira í viku en 1958. Síðan tók vetraráætlun aftur við frá 1. nóv. Þá voru flognar 5 vikulegar ferðir fram og til baka yfir Atlantshafið, eða einni ferð fleira en árið áður. Samtals voru þannig flognar 337 ferðir fram og til baka á milli Evrópu og Norður-Ameríku á móti 254 árið 1958. Notaðar voru fjórar Skymaster flugvélar, tvær þeirra voru leigðar frá Braathens SAFE, hinar tvær voru flugvélar Loftleiða h.f., þær Hekla og saga. Árið 1959 voru fluttir 35.498 farþegar, en 26.702 farþegar árið áður, og varð aukningin því 32,9% hvað höfðatölu snertir. Vöruflutningar ui'ðu nokkuð meiri nú en árið áður, eða 315 tonn á móti 250 tonnum árið áður. Hafa því vöruflutningar aukizt um 26%. Póstflutningar urðu nú 32 tonn á móti 24 tonnum árið áður. Hafa því aukizt um 33,3%. 1 árslok 1959 voru starfsmenn félagsins alls 263. í sambandi við skýrslu Sigurðar Helgasonar um reikninga félagsins kom þetta fram m.a.: Brúttótekjur félagsins árið 1959 námu kr. 97.324.761,75 og er það um 30% aukning miðað við 1958. Nettohagnaður varð kr. 2.617.159, 20, og reyndist þetta því hagstæð- asta ár í sögu félagsins til þessa. vinni að því, m.a. með aukinni fræðslu um verkalýðsmál og aukn- um erindrekstri að halda uppi nán- ara og lífrænna sambandi við sam- bandsfélögiin en verið hefur. • • • 16. þing A.S.V. skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að hlutast til um, að hin ýmsu byggðarlög lands- byggðarinnar verði ekki afskipt af fjármagni því, sem veitt er til at- vinnuvega, hverju sinni, þannig að nauðsynleg og eðlileg uppbygging haldi áfram og með því sé tryggt, að menn hafi nægilega atvinnu heima við, og þurfi ekki að sækja hana óeðlilega mikið út á við. Jafnframt átelur nefndin harð- lega, að það ástand sé skapað, að Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.