Ísfirðingur - 19.10.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 19.10.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsimi blaSsins er 332. Kaupib' og lesið ÍSFIRÐING Þab borgar sig ab auglýsa. Auglýsib i ISFIRÐINGI 10. árgangur. Isafjörður, 19. október 1960. 15. tölublað. Vaxtaokrinn og lánsf jár- kreppunni verðl nú þegar aflétt Fimmtugur: Þingmenn Framsóknarflokksins í neðri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum þeim um efnahags- mál sem sett voru á síðasta þingi. Efnahagsmálaaðgerðir ríkisstjórn- arflokkanna hafa að undanförnu verið að grafa grunninn undan at- vinnulífi þjóðarinnar. Með sam- þykkt umrædds frumvarps mundi þá þegar verða aflétt því gífur- lega vaxtaokri og lánsf járkreppu sem núverandi ríkisstjórnarflokk- ar réttu þjóðinni og atvinnuveg- unum skömmu ef tir valdatöku sína. Frumvarpið er svohljóðandi: 1- gr. 31. gr. laganna orðist svo: Vextir af afurðavíxlum, sem endurkeyptir eru af Seðlabankan- um, mega eigi vera hærri en 5,5%. 2. gr. 32. gr. laganna falli niður, og falla jafnframt úr gildi allar þær ákvarðanir um vexti og lánstíma, sem teknar hafa verið siamkv. á- kvæðum þeirrar greinar. 3. gr. 33. gr. laganna orðist svo: Síðasti málsliður 2. málgr. 16. gr .laga nr. 63 1957 orðist þannig: Stjórnum banka og sparisjóða skal skylt að veitia Seðlabankanum upplýsingar um starfsemi sína, svo sem um innlán og útlán. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi numin lög nr. 58 28. júní 1960 um bann við okri, dráttarvexti o. fl. Samtímis koma í gildi lög nr. 73 1933 um bann við okri, drátatrvexti o. fl., og lög nr. 75 1952, um breytingar á þeim lögum. I greinargerð með frumvarpinu segir m. a.: Stefna framleiðsluaukn- ingar og uppbyggingar Síðastliðið haust var um tvær meginleiðir valið í efnahagsmál- um: Annarsvegar þá leið, sem Framsóknarflokkurinn vildi fara og barðist fyrir. Halda áfram framfarasókninni og leggja höf- uðáherzlu á að auka framleiðsl- una og koma í veg fyrir kjara- skerðingu. Jafna hallann í efna- hags- og framleiðslukerfinu, sem af forustumönnum stjórnarliðs- ins var metinn 250 millj. eða svo, með því að skattleggja eyðsluna og með hóflegri hækkun yfir- færslugjaldsins. Draga þannig úr uppbótakerfinu í áföngum. Halda f járf estingunni hæfilegri með því að velja úr og Iáta bíða þær framkvæmdir, sem minnsta al- menna þýðingu höfðu, en hafna með öllu þeirri leið að gera fram- kvæmdir almennings svo dýrar, að menn fengju með engu móti við þær ráðið. Halda áfram hóf- legum lántökum erlendis til arð- gæf ra framkvæmda, jaf nóðum og eldri lán væru greidd niður. Þess- ari leið var algerlega hafnað. Var þó með þessu móti hægt að leysa vandann með smávægilegum ráð- stöfunum, miðað við það, sem gert var. Samdráttar- og kjara- skerðingarstefnan Hins vegar er sú leið, sem rík- isstjórnin beitti sér fyrir, sam- dráttar- og kjaraskerðingarleiðin. Sú leið að magna dýrtíðina og koma þannig í framkvæmd kjara- skerðingu og stórfelldum sam- drætti. Erlendar lántökur til fram- kvæmda og þar með framleiðslu- aukningar voru settar í bann, en undirbúin stórfelld gjaldeyrislán- taka til almennra vörukaupa. Gengið var fellt, mörg hundruð millj. króna nýjar álögur lögfest- ar með almennum neyzlusköttum til að hækka verð á almennum neyzluvörum og dregið þar með úr kaupmætti almennings. Ofan á þetta var svo bætt stórfelldari vaxtahækkun en dæmi munu til úr nálægum löndum a. m. k. og enn þar á ofan beitt mörgum ráðum til þess að drag saman lánastárf- semi í landinu, þ. á. m. lán til framleiðslunnar .... Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli. l>ann 2. þ. m. átti Halldór bóndi á Kirkjubóli í önundarfirði fimm- tugsafmæli. Það er svo langt síð- an við kynntumst Halldóri sem fastmótuðum og harðskeyttum þjóðmálamanni, að okkur furðar að æviárin skuli ekki vera fleiri. Hann er raunar á ýmsan hátt óvenjulegur maður. Hann er manna ritsnjallastur og rökvís svo af ber. Ræðumiaður er hann ekki síður ágætur, einkum af í odda skerst á fundum. Er hann ekki auðsóttur, hvorki á ritvelli né málþingum. Sýndi hann það m. a. ótvírætt á framboðsfundum í Al- þingiskosningunum í fyrra. En Halldór getur talað um fleira en stjórnmál líðandi stundar. Hanh hefir bókmenntaþekkingu stiað- góða, bæði á ljóðum og skáldrit- um, trútt minni og skörp skiln- ingsgáfa gerir honum umtalsefn- ið skemmtilegt. En þrátt fyrir þetta er Halldór þó hinn eljusami bóndi, sem svo að segja lætur aldrei verk úr hendi falla. Ber ræktun og byggingar á Kirkjubóli þeim bræðrum gott vitni, sem prýðilegum búhöldum, er búa vel og snyrtilega að ábýli sínu. Eins og nærri má geta hefir Halldór tekið mjög mikinn þátt í félagsmálum sveitar sinnar og sýslu og skal það ekki rakið hér. Hann er nú 2. varaþingmaður Framsóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi. Engar getur skulu leiddar að því hvort eða hvenær Halldór kann að setjast á þing- bekk. Hitt er víst að hann myndi reynast þar ágætlega hæfur starfsmaður, jafn fær og hann er til nefndarstarfa og ræðuhalda. Halldór er kvæntur Rebekku Eiríksdóttur frá Sandhaugum í Bárðardal, greindri og góðri konu. Hafa þau alið upp 3 fósturbörn. Heill sé Halldóri á hálfrar ald- ar afmælinu. Megi honum auðn- ast mörg æviár til að vinna að hugðarmálum sínum. Um leið og tekið er undir árn- aðaróskír í tilefni fimmtugsafmæl- is Halldórs á Kirkjubóli, þakkar blaðið honum ágæta liðveizlu fyrr og síðar og væntir að mega sem oftast njóta þekkingar hans og rithæfni. Vextir lækki taf arlaust Þetta frumvarp fjallar um ráð- stafanir, sem knýjandi er að koma í framkvæmd nú þegar til þess að draga nokkuð úr því öngþveiti, sem framundan er. En þær eru þessar: Færa vextina í það horf, sem þeir voru, áður en efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar voru gerðar. Hætta tafarlaust að draga sparifé landsmanna inn í Seðla- bankann út úr sparisjóðum, inn- lánsdeildum kaupfélaganna og viðskiptabönkum..... Nú er fram komið, svo að ekki verður um villzt, að engin fram- leiðsla né atvinnurekstur á ls- Iandi getur risið undir þessum okurvöxtum, hvað þá almenn- ingur, sem þarf á lánsfé að halda til íbúðabygginga, framleiðslu- tækja og annarra brýnustu nauð- synja. Ríkisstjórnin sagði, að vaxta- hækkunin ætti að verða til að draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og þ. á. m. vaxtiahækkunin sjálf hafa á hinn bóginn þrengt svo kosti al- mennings og atvinnufyrirtækj- anna, að eftirspurn eftir lánsfé til að bjarga frá framleiðslustöðvun og eignamissi er meiri en nokkru sinni fyrr. Er alveg augljóst, að fjöldi landsmanna missir fram- leiðslutæki sín, íbúðir og laðra Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.