Ísfirðingur


Ísfirðingur - 19.10.1960, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 19.10.1960, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR aiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiii | Tilkynning I | Nr. 25/1960. | Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum unn- 1 | um kjötvörum sem hér segir: | | Heildsöluverð: Smásöluverð: Vínarpylsur, pr. kg..................... kr. 25,25 kr. 31,00 Kndabjúgu, pr. kg....................... — 24,40 — 30,00 | Kjötfars, pr. kg............................ — 15,95 — 20,00 § Kindakæfa, pr. kg....................... — 33,00 — 44,00 | Söluskattur er innifalinn í verðinu. | Reykjavík. 1. október 1960. I VERÐLAGSSTJÓRINN. | ■ ll■lllll■ll■ll■llllllll■ll■lllllllllllllllll■ll•,l■l\•ll|llllllll•llllllll■•l0ll■llllllll■ll|li■lllll|ll|ll■ll■ll■llllllll■ll■ll|ll■lllll|ll■ll|ll|ll■lllll■ll iiiiisiriiiidiiiiiiiiiiiiaiiiiiaiiaiiiiiiiiiiiaiiaiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiaiiaiiaiiaiiiiiaiiaiiaiiaiiaiiaiianaiiaiiaiiaiia Tilkpning frá Bæjar- og héraðsbókasafninu, Isafirði. § S Frá 3. október s.l. eru útlánatímar sem hér segir: | Þriðjudaga kl. 8y2—-10 e.h. Miðvikudaga kl. 4—6y2 e.h. | Föstudaga kl. 8%—10 e.h. Sunnudag kl. 5—6 % e.h. LESTRARSALUR verður opnaður 8. október n.k. og verður | | opinn þriðjudaga, föstudaga og laugardaga kl. 4—6y2 e.h. og I | fimmtudaga kl. 8!/2—10 e.h. 1 Reglur um liegðun á lestrarsal og rétt til að koma þangað | | verða birtar á staðnum. | I BÓKAVÖRÐUR. ■Tiii'iiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiii Hjartanlegar þakkir til allra þeirra mörgu vina og vandia- manna sem heiðruðu mig á margvíslegan hátt á 60 ára afmælis- daginn 7. október s.l. Heill og gæfa fylgi ykkur öllum. Kristján H. Jónsson, ísafirði. r> ■■. =? ÍSFIRÐIN GUR Útgefandi: Framsóknarfélag Isfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 k ■ 'j Oðlisí lagagildi Það mun flestum hafa fundist sem gæfuleysi núverandi stjórnar- flokka ríði ekki við einteyming, þegar þeir, — ofan á alla aðra ó- áran sem þeir hafa leitt yfir lands- fólkið, — tóku sér fyrir hendur að eiga í samningamakki við þá einu þjóð, Breta, sem hafa fótum- troðið rétt okkar til 12 mílna fisk- veiðalandhelgi, og hafa látið her- skipaflota sinn vernda veiðiþjófn- að innan landhelginnar. Og ofan á þetta bættist svo, að yfir þessu hraksmánarlega samningamakki öllu hvíldi sú leynd frá hendi rík- isstjórnarinnar, að helzt mátti halda að hún liti svo á, að þjóð- inni kæmu þessi mál ekkert við. En þjóðin leit ekki eins á og hin- ir steigurlátu stjómarherrar. Þjóðin lét sér vissulega koma við þetta mikilsverðia lífshagsmuna- mál hennar. Yfir ríkisstjómina rigndi mótmælum frá fjöldasam- tökum víðsvegar um landið, og þessi andúð þjóðarinnar á samn- ingamakki við Breta hefur haft þau áhrif, að ríkisstjórnin hefur orðið að slá af í sambandi við fyr- irhugaða samninga sína við Bret- ana. Hún hefur gugnað á áform- um sínum fyrst um sinn. Hitt er svo alveg óvíst hvenær ríkisstjórn sem þessari þóknast að nema úr gildi reglugerðina um 12 mílna fiskveiðalandhelgina. Að- eins einhugur þjóðarinnar og ár- vekni gæti þá, eins og nú í sam- bandi við samningamakkið við Bretana, komið í veg fyrir það. Nú nýlega hafa þingmenn Fram- sóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins í efri deild Alþingis lagt fram fmmvarp til laga. um að reglugerðin um 12 mílna fisk- veiðalögsöguna verði lögfest. Ef þetta frumvarp yrði að lög- um, — og með tilliti til fyrri sam- þykkta Alþingis, verður að vænta iað það verði það, — verður það fyrirbyggt að óhlutvönd ríkis- stjóm geti hringlað með þetta stórmál þjóðarinnar án samþykk- is Alþingis. 6 5 á r a : Jón Guðjónsson bæjarstjóri Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, varð 65 ára 2. þ. m. Hann hefir nú skipað sæti bæjarstjóra á ísafirði í rúmlega 12 ár og reynst þar ein- att óhvikull, úrræðagóður og þrautseigur. Ekki hefir hann þó hlotið tóma lofstafi sem bæjar- stjóri, enda væri slíkt næsta óeðli- legt. En hinir fyrri bæjarstjórar, sem sumir hafa þótzt nokkrir fyr- ir sér, hafa ýmist hætt, hrökklast frá störfum eða gefist upp. Og stóryrði, sem tíðum hafa fallið úr grönum sumra bæjarfulltrúa í garð Jóns Guðjónssonar, hafa naunar fallið máttlaus niður. Ró- semi og skapfesta bæjarstjórans hefir reynst það bjarg, sem ádeil- ur þeirra hafa á brotnað. — Að öðru leyti er það alls ekki ætlunin að rekja hér störf Jóns Guðjóns- sonar í bæjarmálum né öðru, held- ur að benda á nokkna mikilsverða hætti í fari hans, sem gert hafa hann farsælan í starfi. Hann er jafnaðarmaður að skoðun en hóf- samur og hvergi róttækur. En hann er jafnframt fjármálamaður og fjárgæzlumaður góður. — Má ætla að hans verði að góðu getið í sögu bæjarins, þegar dómar dagsins eru þagnaðir. Kona Jóns er Kristín Kristjáns- dóttir, frá Suðureyri. K. Vaxtaokrið... Framhald af 1. síðu staðfestu ,ef haldið verður áfram sem nú horfir. Að dómi þeirra, sem þetta frum- varp flytja, ber því að nema nú þegar úr gildi þau lagaákvæði, sem sett voru til þess að innleiða vaxtaokrið, og einnig þau ákvæði seðlabankalaganna, sem misnotuð hafa verið til þess að draga helm- inginn af öllum nýjum sparifjár- innlögum landsmanna inn í Seðla- bankann, og taka féð þannig úr umferð, á sama tírna og fjöldi einstaklinga er að missa alla fót- festu við atvinnurekstur og lífs- nauðsynlegustu framkv., m. a. vegna vaxtakostnaðar og tilbúins lánsfjárskorts... Verði frumvarpið samþykkt, gerist þetta m. a.: 1. útlánsvextir fara niður í 8% hæst, eins og þeir voru. 2. Vextir af afurðavíxlum færast niður í 5,5% hæst úr 9%— 9%% nú. 3. Vextir og lánstími ræktunar- sjóðs, fiskveiðasjóðs, hygg- ingarsjóðs sveitanna, bygg- ingarsjóðs fyrir kauptún og kaupstaði, raforkusjóðs og byggingarsjóðs verkamanna Aflafréttlr Framhald af 4. síðu. bátnum 500 kg. í sjóferð. Hnífsdalur. Einn 5 lesta heima- bátur var þaðan að veiðum fram- an af mánuðinum. Auk þess lögðu Grunnavíkurbátamir þarna upp. Ennfremur nokkum hluta aflans vb. Frægur frá Eyri í Skötufirði. Hann var á netjaveiðum og aflaði alls um 26 lestir í mánuðinum. Isafjarðarbær. Þorskveiðar mjög lítið stundaðar, og aðeins fram í miðjian mánuðinn. Þrír bátar vora á þorsknetjaveiðum. Vb. Ver afl- aði vel, fékk 51 lest í 11 sjóferð- um og auk þess eina hámeri. — verða eins og áður. 4. Ríkisstjórnin verður að hætta að láta frysta í Seðlabankan- um helminginn af sparifjár- aukningunni og útlánamögu- leikar aukast að sama skapi. Tóti fékk aðeins 2500 kg. í 5 sjó- ferðum. Vb. Gylfi hætti reknetja- veiðum í byrjun sept. Aflaði alls 889 tn. í 32 lögnum. Fáeinir smá- bátar fóru nokkrar sjóferðir fyrri hluta mánaðarins, en öfluðu illa. Mest fékk vb. Skúli fógeti (5 lesta) um 4000 kg. Súðavík. Vb. Trausti fór 7 sjó- ferðir fyrri part mánaðarins og aflaði 22 lestir. « Grunnavík. Vb. Dynjandi (10 lesta) og Heklutindur (5 lesta) voru á netjaveiðum. Dynjandi fékk 45 lestir, Heklutindur um 15 lestir. Steingrímsfjörður. Bátar þar vora á línuveiðum fram að miðj- um sept., en þá tók smokkur að veiðast, og síðan vora bátar á smokkveiðum. Þorskaflinn var rýr, frá 1000 til 1500 kg. á þriggjia manna báta. — Togarinn Stein- grímur trölli fór eina söluferð í mánuðinum til Þýzkalands með aðeins um 40 lestir. Skipið kom ekki- til heimahafnar í september.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.