Ísfirðingur - 08.11.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 08.11.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsimi bla&sins er 332. KaupiS og lesiS ISFIRÐING Það borgar stg að auglýsa. AuglýsiZ i ÍSFIRÐINGI 10. árgangur. • Isaf jörður, 8. nóvember 1960. 16. tölublað. Tímamöt Gunnars Thoroddsen Það var sjálfumglaður maður og ánægður með afrek sín fjármála- ráðherrann okkar, þegar hann fylgdi fjárlagafrumvarpinu úr hlaði. Sérstaklega var hann hrifinn af sparnaðarframkvæmdum sín- um. Reksturssparnaður hjá ríkinu næsta ár verður 22 milljónir kr. frá því sem er í ár, sagði hann. Þetta eru tímamótafjárlóg. Hag- kvæmni og sparnaður tekur að einkenna ríkisreksturinn. Þar sem ráðherranum þykir ef- laust gaman að því, að sem flest- ir tali um afrek þessa tímamóta- manns, þykir rétt að helga sparn- aðarstörfum hans nokkrar línur. Póstur og sími. Gjaldskrá þess- ara fyrirtækja hefur verið hækk- uð, — sjálfsagt sem liður í því að halda öllu verðlagi í skefjum. Svo er ætlast til þess að til endurbóta og aukningar á kerfi símans gangi ekki annað fé en það, sem Lands- síminn kann að hafa afgangs. Þetta er sannarlega sparnaður í rekstri og hagkvæmni sem verð- skuldar aðdáun og þökk almenn- ings. Jarðboranir. Minna fé er áætlað til jarðborana. Það er alls ekki af því að minna eigi að bora og raun- ar ekki heldur af því að minna kosti en áður að bora hverja hol- una. Ætlunin er sú, eins og hjá símanum að velta kostnaðinum yf- ir á aðra. Sveitarfélög, sem láta bora, eiga að borga meira fyrir það. Stuðningur ríkisins við slík- ar framkvæmdir minnkar. Þannig er sú hagkvæmni og reksturssparnaður. Strandferðir. Hagkvæmni Gunn- ars ráðherra kemur ef til vill hvað bezt fram í sambandi við strand- ferðirnar, enda kom norskur sér- fræðingur að kenna honum listirn- ar. Sparnaðurinn er í stuttu máli sá að selja Esjuna og láta Hekluna bæta á sig því, sem Esjan hefur gert. Einhverjir eru svo tregir, að þeir trúa því naumast að þettia sé hægt fyrr en þeir sjá það. En þeir verða því heitari í trúnni þegar þeir fá hana. Svo getur Gunnar sjálfsagt selt Skjaldbreið næsta ár og bætt henn- ar snúningum á Herðubreið, þó að slíkt þyki ef til vill full mikil hagkvæmni í einu stökki. Landhelgisgæzlan. Þar eru nú brögð að hagkvæmninni í rekstr- inum. Afborgun minnkar af kaup- verði Óðins. Slíkan sparnað má víst sannarlega kenna við tíma- mót. Blindraíélagið: Byggingarstyrk- — 100 þús. kr. — fellur niður. Ráðherrann upplýsti að þetta staf- aði af því að umsókn lægi ekki fyrir en hann virtist þess fullviss að henni yrði sinnt ef hún bærist. Hann er því ekki beinlínis for- göngumaður um þennan reksturs- sparnað. Skattheimtan: Hagkvæmni og reksturssparnaður lýsir sér í því, að fjármálaráðuneytið leggur nið- ur meira en 200 nefndir, sem undir það heyra. Það er víst mesta átak, sem gert hefur verið til að létta af þjóðinni nefndafarganinu. Þetta eru allar skattanefndir landsins. 1 stað þeirra á bara að hafa fáeina skattstjóra, — t.d. átta. Þessi mikli niðurskurður nefnd- anna gengur þó ekki nefndarlaust fyrir sig. Fjármálaráðherrann hef- ur skipað nýja nefnd til að kom- ast að niðurstöðu um það, hvað skattstjórarnir eigi að verða marg- ir. Skattstjórarnir eiga raunar ekki að vinna störf nefndanna sálugu öldungis einir. Ráðherrann sagði, að þeir myndu í framtíðinni vinna betur með æfðu starfsliði en gömlu nefndirnar, sem gerðu þetta allt í aukavinnu. Hagkvæmnin er sú, að fastir embættismenn eru bundn- ir allt árið við það, sem nú er aukavinna manna innan hvers sveitarfélags. Ekki er að efa að ráðherrann hefur lagt niður fyrir sér hvílíkur sparnaður það verður frá því sem nú er þegar t.d. skattstjórinn á Isafirði sendir sitt æfða starfslið til Hólmavíkur og Króksfjarðar- ness til að glóggva sig á skatta- framtölum einhverra þar. Fram- tölin batna og skattheimtan verð- ur öll réttlátari jafnframt því sem hagkvæmni Gunnars Thoroddsen segir til sín í rekstri hennar. Það er engin hætta á því að aukatekj- ur manna falli' hjá eða gleymist þegar æfða starfsliðið skattstjór- anna fjallar um framtölin. Þeir, sem telja rétt og ráðvandlega fram, mega treysta því, að hin nýja hagkvæmni hefur skapað hinum það aðhald, sem þeir sleppa ekki auðveldlega frá. Eyðing refa og minnka. Það varð ekki vel ljóst af orðum ráðherr- ans hvernig hann ætlaði að spara á þessum lið næsta ár. Hins vegar vitnaði hann í frumvarp Einars Sigurðssonar, sem gerir ráð fyrir að minnkaeldi yerði leyft og minntist á tillögur Ólafs á Hellu- landi að væntanleg minnkabú greiði sérstakan skatt sem standi undir eyðingu villiminnka. Þar sem frumvarp Einars er ekki stjórnarfrumvarp munu fæstir hafa litið á iþ'að sem lög enn sem komið er, en Gunnar Thoroddsen lítur kannske á það sem einskonar yfirstjórnarfrumvarp og væri það þó kurteisleg auðmýkt hjá svo tignum manni gagnvart Einari ríka. En hvað sem um það er, þá er hæpið að skatturinn af hinum væntanlegu minnkabúum verði fé í hendi til að borga með eyðingu villiminnka árið 1961. Það verður því enn að vera fullkomið trúar- atriði og einungis trúaratriði að sparnaður Gunnars á þessum lið eigi ekki að þýða undanslátt í bar- áttunni við ref og minnk. Þetta mun því eiga að vera trúarraun stjórnarsinna að treysta því í blindni að Gunnar Thoroddsen láti vinna ref og minnk jafnt og áður var gert þó að hann kosti tveimur milljónum minna til. Sveitar- stjórnir myndu þó geta orðað trú- arjátningu sína eitthvað á þá leið, að þar sem þær treysti ríkisstjórn- inni fyllilega til að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart hverskonar refum efist þær ekki um að eyðing refa og minnka gangi jafnt og áður þó að minna sé til kostað. Slík blessun fylgir þeim peningum, sem Gunnar Thoroddsen fer hönd- um um. Stjórnarandstæðingar munu enn um sinn láta sér finnast fátt um allt þetta tímamótastarf Gunnars Thoroddsens. Þeir kunna að segja, að það sé enginn sparnaður fyrir þjóðina þó að afnot af síma og jarðborum sé hækkað í verði og kostnaði velt af ríkissjóði yfir á almenning. Þeir munu segja, að það sé enginn sparnaður að borga minna en áður af skuldum sínum. Og þeir munu segja að ennsé óséð hvort strandferðirnar bjóði jafn- góða þjónustu þegar Esjan er far- in. Eins munu þeir draga það í efa Héraflsskólinn á Núpf Héraðsskólinn á Núpi var sett- ur sunnudaginn 23. okt. Athöfnin hófst með messu í kirkjunni. Séra Jón Ólafsson, prófastur, prédikaði í kirkjunni en séra Eiríkur J. Ei- ríksson þjónaði fyrir altari. Eftir messu var gengið í skólann þar sem settur skólastjóri, Arngrímur Jónsson, setti skólann með ræðu. Auk hans tóku til máls séra Eirík- ur J. Eiríksson og Guðmundur Ingi Kristjánsson, formaður skóla- nefndar. Séra Eiríkur J. Eiríksson hefur nú fengið ársleyfi frá skólastjórn eftir 25 ára starf við skólann en hann er nú eins og kunnugt er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Kennarar við skólann í vetur eru eins og fyrra ár Sigurður Guð- mundsson og Þorsteinn Gunnars- son og nýir kennarar Aðalsteinn Eiríksson frá Núpi og Bjarni Pálsson frá Reykjavík. Auk þess mun væntanlegur sóknarprestur, séra Stefán Lárusson frá Miklabæ, gegna stundakennslu við skólann. Handavinnukennslu pilta annast Jón Sófóníasson, en stúlkna frú Ingunn Guðbrandsdóttir. Ráðs- kona mötuneytis er Guðrún Stein- þórsdóttir. að hvergi verði slakað á við að vinna refi og minnka. Og þeir munu segja, að eftir sé að sjá hvernig vinnst við hina nýju skattheimtu og hvað hún komi til með að kosta. Þannig munu þeir reyna að villa um fyrir þjóðinni og svipta Gunnar Thoroddsen aðdáun og þakklæti þjóðarinnar fyrir allan tímamótasparnaðinn í rekstri rík- issjóðs. En hvað sem þeir segja og hverju sem þeir kunna að á- orka við fávísan almenning, munu þeir þó aldrei megna að vinna á sjálfsánægju fjármálaráðherrans eða koma inn hjá honum sjálfum minnsta efa um það, að allt sé þetta hreinn sparnaður, sem marki tímamót í sögu ríkisbúskapar á Islandi. H. Kr. Aflabrögð Afli á línubáta í verstöðvunum við Djúp hefur verið góður að und- anförnu og gæftir ágætar.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.